Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2011, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2011, Blaðsíða 16
16 | Erlent 22. júní 2011 Miðvikudagur AFSLÁTTUR VINSTRI HÆGRI! Bara góðar hliðar Orkulykillinn færir þér svo miklu meira en bara afslátt af ódýrasta* bensíninu Orkulykillinn hefur ekkert nema góðar hliðar. Hafðu hann á kippunni og tryggðu þér: Sæktu um Orkulykilinn í dag á www.orkan.is E N N E M M / S ÍA / N M 4 6 2 6 9 • 2 kr. afslátt hjá Orkunni • 4 kr. afslátt hjá Shell • 5 kr. afslátt á Ofurdögum • 10 kr. afslátt í fyrstu 2 skiptin • 10 kr. afslátt á afmælisdaginn • Afslátt af bílavörum • Afslátt af smurþjónustu • Afslátt af bílaþvotti • Greiðslumöguleika á Stöðinni • Orkuvernd (verðstefna Orkunnar) • Reglulega endurgreiðsluleiki • Sérmerkingar lykla *Samkvæmt www.bensinverd.is Efnahagskreppan í Grikklandi hefur kynt undir andúð á innflyjendum þar í landi. Innflytjandi sem blaða- maður The Guardian ræddi við sagði frá morðhótunum í sinn garð. Haka- krossar hafa verið spreiaðir á veggi í hverfinu sem og slagorð á borð við „Innflytjendur, farið heim“. Þá lok- uðu nýnasistar leikvelli í helsta inn- flytjendahverfi Aþenu fyrir tveimur árum en innflytjandinn þorði ekki þangað af ótta við að verða barinn. Þá kenndi táningur innflytjendum um kreppuna, næst á eftir Georgios A. Papandreou forsætisráðherra og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, þar sem þeir tækju peningana sem Grikkir gætu fengið. Atkvæðagreiðsla um vantraust Yfirvöld hafa brugðið á það ráð að lækka laun opinberra starfsmanna, bætur og lífeyri, en þær aðgerðir lögðust illa í fólk. Þá hafa stjórnvöld skorið niður enn frekar og einkavætt ríkisfyrirtæki, meðal annars orku- fyrirtæki landsins, en þessar aðgerð- ir eru á meðal skilyrða sem ESB og AGS settu Grikkjum fyrir lánveiting- um. Grikkir hafa nú beðið um ann- an björgunarpakka að andvirði 110 milljarða evra. Þrátt fyrir að hafa stokkað upp í ríkisstjórn og skipt um fjármálaráð- herra stóð Papandreou frammi fyr- ir vantrauststillögu sem ekki var af- greidd þegar fréttin var skrifuð. Grikkir neyðast til að skera niður til að geta borgað skuldir en eftir að þeir tóku upp evruna varð auðveld- ara fyrir þá að taka lán. Í kjölfar- ið eyddu Grikkir miklu fé sem þeir fengu lánað, til dæmis í Ólympíu- leikana í Aþenu 2004. Þegar alþjóð- lega fjárhagskreppan skall á Grikk- land bárust minni tekjur í skatt og yfirvöld þurftu að eyða meiru í bætur en það varð til að auka vanda Grikkja enn frekar. Bretar efins um evruna Mark Hoban, háttsettur embættis- maður í fjár mála ráðuneyti Bret- lands, vildi ekki taka undir þá full- yrðingu að evran myndi lifa af efnahagsvanda Grikkja. „Ég ætla ekki að tjá mig um hvort evrusvæðið verði áfam óskaddað eða ekki,“ sagði Hoban og bætti við að það hefði ver- ið rétt ákvörðun fyrir Breta að taka ekki upp evruna. Engir góðir kostir eru í stöðunni fyrir Grikkland. Þann- ig er óttast að úrsögn Grikklands úr myntbandalaginu og gjaldþrot gæti haft dómínó-áhrif þar sem Írar og Portúgalar færu sömu leið. Þá myndi gjaldþrot líka þýða að lánardrottnar, meðal annars bankar víða um Evr- ópu, færu á hausinn sem myndi leiða til annarrar kreppu líkt og árið 2008. Efnahagskreppan í Grikklandi þyk- ir ógna stöðugleika evrunnar og hefur þess jafnvel verið krafist að Grikkjum verði sparkað út úr myntsamstarf- inu. Til dæmis kallaði Boris Johnson, borgarstjóri í London, eftir því í grein í Daily Telegraph að Grikkjum yrði gerður sá greiði að vera leyft að losa sig við evruna og lýsa yfir gjaldþroti. Fjármálaráðherrar evruríkjanna gáfu loforð um að hjálpa Grikkjum á ný en lánveitingu til Grikkja var frestað þar til frekari sparnaðaraðgerðir verði sam- þykktar. Óeining ríkir þó um hvernig staðið skuli að björgunarpakkanum en Þjóðverjar vilja að bankar taki á sig meiri byrði. Standist Papandreou af sér van- trauststillögu þarf að ná í gegn sam- þykki þingsins fyrir sparnaðarað- gerðum. Þá þurfa fjármálaráðherrar evruríkjanna að samþykkja 12 millj- arða evra lán fyrir 3. júlí. Takist Grikkjum ekki að útvega þá upphæð fyrir 15. júlí mun Grikkland lýsa yfir greiðsluþroti. Gríska kreppan kyndir undir útlendingahatri n Gríska þingið greiðir atkvæði um vantraust n Greiðsluþrot yfirvofandi n Bretar efast um að evran komist í gegnum efnahagsvanda Grikkja Mótmælendur í Grikklandi Margir eru reiðir vegna niðurskurðaráætlana stjórnvalda. Björn Reynir Halldórsson blaðamaður skrifar bjornreynir@dv.is 44 fórust í flug- slysi í Rússlandi Rússnesk farþegaflugvél fórst með þeim afleiðingum að 44 manns létu lífið. Vélin var á leiðinni frá Moskvu til Petrozavodsk, nálægt landa- mærum Finnlands. Vélin var í þann mund að lenda þegar slysið átti sér stað en vélin skall niður skammt frá flugbrautinni, brotnaði í sundur og stóð í ljósum logum. Átta manns, þar af systkini á barnsaldri, lifðu slysið af. Voru þau flutt alvarlega slösuð til Moskvu til aðhlynningar. Lík lágu á víð og dreif á nálægum vegi. Ekki er víst hvort reynt hafi verið að lenda flugvélinni eða hvað gerð- ist. Þá voru veðurskilyrði óhagstæð og skyggni lélegt, að sögn forstjóra flugvallarins. Ljósabúnaður á flug- braut virkaði ekki sem gerði flug- mönnum erfiðara um vik. Rann- sakað er hvort flugmenn hafi gert mistök sem leitt hafi til slyssins. Talsmaður flugfélagsins sagði flug- vélina í góðu ástandi en flugvélin er meira en 30 ára gömul. Flug liggur niðri í Ástralíu Öllu flugi til og frá Sydney og Melbourne í Ástralíu hefur verið aflýst vegna öskuskýs yfir landinu vegna eldgoss í Chile sem hófst 4. júní. Í síðustu viku voru tug- þúsundir manna strandaglópar vegna öskuskýsins sem fer nú sinn annan hring um suðurhvel jarðar. Búist er við að yfir 120 þúsund manns verði fyrir trufl- unum vegna öskuskýsins sem er í 6–13 kílómetra hæð. Þetta eru mestu truflanir á flugumferð síðan gaus í Eyja- fjallajökli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.