Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2011, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2011, Blaðsíða 19
Umræða | 19Miðvikudagur 22. júní 2011 Álfar vilja ná tengslum við okkur 1 „Leyfið þeim að deyja“ Indverskur faðir 15 ára síamstvíbura grátbiður nú lækna um að leyfa þeim að deyja. 2 Öryggisverðir í Hörpu hlupu uppi þjófa Tveir ungir drengir reyndu að ræna bjórkút úr tónlistarhúsinu. 3 Sandkorn: Svartur blettur Jó-hannes í Bónus og dóttir hans reyndu að fá Hannes Hólmstein Gissurarson rekinn úr starfi vegna skuggalegrar fortíðar hans. 4 Skilinn eftir á víðavangi drukk-inn: Varðstjóri lögreglu ákærður Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn lögregluvarðstjóra á Selfossi fór fram á þriðjudag. 5 Fékk milljarð í Lúx til að kaupa í Baugi Eignarhaldsfélagið Keta er gjaldþrota 6 Rannsókn lögreglu á Margréti Müller lokið „Málið er komið til ákæruvaldsins“ 7 Ung stúlka neydd til að klæðast sjálfsvígsvesti Hryðjuverkamenn rændu átta ára pakistanskri stúlku og ætluðu henni að klæðast sjálfs- vígsvesti og gera árás á öryggissveitir í Pakistan. Álfagarðurinn verður opnaður á Jónsmessu, þann 24. júní, í Hellisgerði í Hafnarfirði. Garðurinn er miðstöð álfa og huldufólks með aðsetur í litla húsinu í garðinum (Oddrúnarbæ). Verður meðal annars boðið upp á álfagöngur um Hellisgerði með Ragnhildi Jónsdóttur, mynd- listarkonu og sjáanda, sem kynnir og segir frá álfum og huldufólki sem þar búa. Hver er konan? „Ragnhildur Jónsdóttir myndlistarkona.“ Hefurðu alltaf séð álfa? „Já, ég hef alltaf séð álfa, frá því ég var lítið barn. Hellisgerði er garður sem ég er alin upp í.“ Er mikið um álfa á Íslandi? „Já, það er mjög mikið um álfa á Íslandi. Þeir eru um allt en það er sérstaklega mikið af þeim í Hellisgerði. Ósnortin náttúra í miðjum bæ og mjög mikið af verum á ekki stærri stað. Þar eru mjög margar tegundir, svolítið eins og sýnishorn af því besta. Þar eru líka bara jákvæðar verur sem passa svolítið upp á börnin sem þangað koma.“ Eru neikvæðar verur sumsé til? „Já, það eru svona pirraðir álfar en alveg meinlausir svo sem. Þeir eru pirraðir á um- gengni mannanna. Við köllum þá svartálfa og reynum að senda þeim góða strauma og skilaboð um að við mannfólkið séum að reyna að bæta okkur.“ Hvernig líta þeir út? „Þeir eru með ýmsu móti. Útlit þeirra er svolítið misjafnt milli landa. Það er eins og ákveðnar tegundir tilheyri ákveðinni tegund af náttúru. Bara eins og við mannfólkið, það er svona blæbrigðamunur. Huldufólk er svipað og við í útliti, kannski svipaðir fíngerðu fólki. Álfar eru minni, allt niður í litla blómálfa og eru af mörgum tegundum, sumir þeirra eru grænir með oddmjó eyru, aðrir eru líkir okkur í útliti.“ Hvaðan kemur hugmyndin? „Ætli hugmyndin komi ekki frá álfunum sjálfum! Álfar vilja ná tengslum við okkur og eru vingjarnlegir. Við leggjum svolítið út frá því með þessum garði. Í Oddrúnarbæ verður síðan selt huldufólkskaffi og dvergadjús sem fólk getur keypt og sest með í garðinum. Við viljum svolítið minna á þá tíma þegar fólk settist niður í náttúrunni og borðaði saman nesti.“ Geta allir séð álfa? „Það þarf svolitla gleði til og svo þarf bara að sitja og hlusta. Síðan held ég að þetta fari líka eftir því hvernig maður er þenkjandi. Þú laðar að þér verur með svipaða orku.“ -KG „Já, þeir eiga að fá það. Það lifir enginn á þessu.“ Páll Gestsson, 67 ára eftirlaunaþegi. „Nei, ég held að það sé alveg nóg.“ Guðmundur Birgisson, 44 ára sölumaður. „Nei, alls ekki. Ekki meira en það.“ Sigurlaug Indriðadóttir 87 ára eftirlaunaþegi. „Nei, það finnst mér ekki.“ Íris Aðalsteinsdóttir 30 ára húsmóðir. „Tja, þeir verða allavega að eiga ofan í sig.“ Guðlaug Jóhannsdóttir 49 ára starfsmaður hjá Félagi einstæðra foreldra. Mest lesið á dv.is Maður dagsins Eiga fangar að fá meira en 1.300 krónur daglega til matarinnkaupa? Ástsæll tónlistarmaður borinn til grafar Jarðarför Ólafs Gauks Þórhallssonar fór fram í Dómkirkjunni á mánudaginn en hann lést á hvítasunnudag þá áttræður að aldri. Fjöldi manns var við athöfnina ásamt fjölskyldu Ólafs Gauks. Mynd: Sigtryggur Ari Jóhannsson Myndin Dómstóll götunnar M eðan forréttindastéttin hef- ur frá hruni ljóst og leynt af- skrifað milljarðalán, hver fyrir annan, hefur þjóðin hneykslast og bölvað í bloggheimum. Íslensk löggjöf hefur verið afar mjúkhent við ákveðna þjóðfélagsstétt. Þessi stétt, sem oft er kennd við árið 2007, þarf ekki að bera ábyrgð á skuld- um sínum og getur stundað skatt- og gjaldþrotasvik átölulaust. Meðlim- irnir aka til og frá lúxushöllum sínum í lúxuskerrum og allur kostnaður við lúxuslífstílinn er skrifaður á eháeffin sem munu rúlla í gjaldþrot þegar búið er að mjólka úr þeim silfurbakkaféð úr einkavinavæddu bönkunum. Flestir meðlimir þessarar 2007 for- réttindastéttar eru karlmenn á aldrin- um 25 til 50 ára. Það þarf ekki að koma á óvart að löggjöfin sem gerir ofan- greinda hegðun þeirra mögulega er að mestu að þakka vinnuframleiðslu frá sama lýðfræðilega hópi. Fjölskylduafskriftir auðveldari en skuldaafskriftir Forréttindastéttin hefur frá hruni ljóst og leynt afskrifað milljarðalán, hver fyrir annan meðan þjóðin hneykslast og bölvar í bloggheimum. Ekkert hefur hins vegar verið rætt um að fjölskyldu- afskriftir forréttindastéttarinnar eru jafnvel enn auðveldari. Í dag er einfalt meðlag með einu barni á Íslandi 23.411 krónur. Sam- kvæmt skýrslu velferðarráðuneytis- ins, Neysluviðmið fyrir íslensk heimili 2011, er dæmigert neysluviðmið fjög- urra manna höfuðborgarsvæðisfjöl- skyldu 617.611 krónur á mánuði. Sýslumenn úrskurða um meðlags- greiðslur ef um þær er ósamkomulag. Innanríkisráðuneytið gefur út leið- beiningatöflu sem ætlast er til að sýslu- menn noti til að „tryggja að samræmis og jafnræðis sé gætt við ákvarðanatöku í meðlagsmálum.“ Taflan inniheldur nokkur dæmi um mánaðarlaun, frá 394.000 krónum upp í 696.000 krónur og eru meðlagsgreiðslur ýmist einfalt meðlag, eitt og kvart eða hálft eða tvö- falt, eftir upphæð mánaðarlaunanna. Heilbrigð skynsemi segir að í tilvik- um hærri mánaðarlauna en 696.000 króna, væri eðlilegast að reikna út frá töflunni hvaða prósentur meðlags- upphæðirnar eru af þeim mánaðar- launum er taflan listar. Þá kemur í ljós að meðlagsgreiðandi tveggja barna greiðir frá 12,4 prósent lægst og upp í 15 prósent hæst af mánaðarlaunum sínum í meðlag. Meðlag miðar ekki við hlutfall af launum En í praxís er útreikningurinn allt öðruvísi. Samkvæmt upplýsingum fulltrúa sýslumanns á höfuðborgar- svæðinu dæma sýslumenn ekki með- lag „miðað við hlutfall af launum við- komandi“ og „afar sjaldgæft er að úrskurðað sé um þrefalt meðlag.“ Maður þarf ekki að heita Einstein til að uppgötva hvað þessi reiknings- formúla þýðir. Jú, hún þýðir að forrétt- indastéttin – þeir með hæstu launin – borga hlutfallslega lægstu meðlags- greiðslurnar! Meðlagsgreiðandi tveggja barna sem er með tvær millj- ónir í mánaðarlaun borgar samkvæmt þessu um 4,5% af mánaðarlaunum sínum í meðlag en meðaljónarnir borga 13 til 15 prósent! Hvað varð um að „tryggja að sam- ræmis og jafnræðis sé gætt við ákvarð- anatöku í meðlagsmálum“? Frekari leiðbeiningar með ráðu- neytistöflunni fínu segja einnig að talið sé að „foreldri með kr. 415.000 í heild- ar mánaðarlaun geti almennt greitt tvöfalt meðlag með einu barni...“ Það samsvarar 11,3 prósentum af mán- aðarlaunum. Þá hlýtur að mega ætla að einstaklingur með kr. 2.000.000 í mánaðarlaun „geti almennt greitt“ 11,3 prósent af mánaðarlaunum sín- um í meðlag með einu barni, eða 226.000 krónur í meðlag á mánuði. Engar skýringar fengust á því hvers vegna sýslumenn dæma ekki með- lag „miðað við hlutfall af launum við- komandi“ og hvers vegna „afar sjald- gæft er að úrskurðað sé um þrefalt meðlag.“ Fjölskuldir og fjölskyldur – allt á kostnað skattborgaranna Er það vegna þess að summurnar í meðlagstöflunni eru hæst jafnhá- ar tvöföldu meðlagi? Getur virkilega verið að sýslumenn dragi þá ályktun að þótt töfluhöfundar hefðu listað 20 mánaðarlaunaflokka upp í tíu millj- ónir væru meðlagsgreiðslurnar samt sem áður aldrei hærri upphæð en sem nemur tvöföldu meðlagi? Kannski telja sýslumannsembætt- in að forréttindastéttinni veiti ekki af peningunum sínum. Enda dýrt að vera ríkur. Maður þarf að borga hreingern- ingakonunni, garðyrkjumanninum, viðhald á sundlauginni, sumarhúsinu, skíðaskálanum og svo framvegis. Nóg er það nú samt þótt krakkaormarnir bætist ekki ofan á. Torskilið er hvernig þjóðfélag sem þykist siðmenntað getur talið réttlátt að einu fjárskuldbindingar auðugustu þegna landsins vegna barna sinna skuli aldrei eiga að vera meiri en sem nemur 47.000 krónum per barn. En ís- lenskur sifjaréttarlögmaður hafði svar á reiðum höndum við þeirri vanga- veltu minni: „Auðvitað er miklu meiri opinber aðstoð við einstæðar mæður hérna en þar sem þú ert [í Bandaríkj- unum].“ Aha. Þessi niðurstaða stemm- ir auðvitað við hinn íslenska modus operandi. Það þykir alveg sjálfsagt að það komi í hlut skattborgaranna að greiða framfærslukostnað fjölskyldu fyrir hæst launuðustu einstaklinga þjóðfélagsins – rétt eins og skuldir þeirra. Kerfið verðlaunar fjölskyldu­ afskriftirnar Framkvæmd fjölskyldulöggjafar á Ís- landi er til háborinnar skammar. Fjár- hagslega er það ákveðinni stétt heim- ilisfeðra* beinlínis í hag að ganga út frá maka og börnum. Fyrir þá eru fjár- hagslegar afleiðingar þess að sundra fjölskyldum sínum þær að þeir hafa meiri peninga á milli handanna en nokkru sinni fyrr til að eyða í sinn nýja fjölskyldufría lífstíl! Barnsmæðranna (og barnanna), ef þær eru ekki vel menntaðar með góðar atvinnuhorfur, bíður hins vegar fátækt. Makinn á að hafa rétt til að yfir- gefa hjónaband og börn, en hann á að þurfa að borga fyrir það og hann – ekki skattborgararnir – á að þurfa að sjá til þess að fjölskylda hans geti lifað sóma- samlegu lífi. Upplausn fjölskyldna er þjóð- félaginu dýrkeypt og framkvæmd fjöl- skyldulöggjafar á ekki að valda því að fólk verði betur sett fjárhagslega ef það ákveður að fara frá maka og börnum og byrja nýtt líf úti í bæ. Kerfið á ekki að verðlauna menn fyrir að afskrifa fjölskyldur sínar. * Hagstofa Íslands, 2008, athugun á lögheimili barna: 90,7 prósent ein- stæðra mæðra á Íslandi voru með öll eigin börn skráð á lögheimili sínu bor- ið saman við 11,8 prósent einstæðra feðra. Afskrifaðar fjölskyldur Kjallari Íris Erlingsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.