Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2011, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2011, Page 3
Fréttir | 3Miðvikudagur 13. júlí 2011 Töskurnar týndar í þrjár vikur Íslenskar mæðgur búsettar í Noregi ákváðu að fara með Iceland Express í draumaferð dótturinnar til Nash­ ville í Bandaríkjunum. Ferðalagið byrjaði með sex tíma seinkun á flugi mæðgnanna frá Osló til Keflavík­ ur, þaðan sem þær áttu að fara með tengiflugi til Boston. „Ég var farin að hafa áhyggjur af fluginu til Boston, en mér var allan tímann sagt að hafa ekki áhyggjur því vélin biði eftir okk­ ur á Íslandi,“ segir Harpa Brynjars­ dóttir. „Þegar við komum til Íslands var okkur tjáð að við kæmumst ekki með vélinni til Boston, því það væri búið að loka henni og okkur yrði komið fyrir á hóteli.“ Á endanum fengu mæðgurnar að fara í vélina til Boston frá Keflavík en hún var enn við flugvallarhliðið þegar þeim var fyrst meinað að fara um borð. „Eftir miklar fortölur fengum við að fara um borð, en farangurinn okkar ekki og átti hann að koma daginn eftir.“ Sú varð hins vegar ekki raunin. Töskurnar komu aldrei Þrátt fyrir að yfir tuttugu dagar séu liðnir frá því að mæðgurnar lögðu af stað í draumaferðalagið til Nas­ hville hefur ekkert spurst til farang­ ursins en töskurnar komu aldrei til Boston. „Ég sá töskurnar okkar á vagni fyrir utan vélina. Ég ítrekaði að ég færi frá Boston morguninn eftir og þá yrði að senda þær á hót­ elið okkar í Nash ville. Ef þær væru ekki komnar eftir tíu daga til Nas­ hville þyrfti hann að koma til Ver­ mont, en það var næsti áfangastað­ ur hjá okkur,“ segir Harpa sem er afar ósátt við að töskurnar hafi verið skildar eftir á Keflavíkurflugvelli til að byrja með. „Enn hef ég ekki séð farangurinn minn og enginn virð­ ist vita hvert hann fór,“ segir hún og bætir við að erfitt hafi verið a ná sambandi við fulltrúa fyrirtækisins. „Loksins þegar við náðum inn til þeirra vissu þeir ekki neitt um hvar farangurinn hafði endað. Þetta setti óneitanlega strik í reikninginn hjá okkur því þessi ferð átti að vera allt annað en verslunarferð. Við þurft­ um því að byrja á því þegar til Nas­ hville var komið að kaupa það allra nauðsynlegasta,“ segir hún. Fengu 23 þúsund króna bætur Ferðin stóð í um tíu daga og var ekkert annað í stöðunni hjá þeim mæðgum annað en að kaupa sér ný föt og nauðsynjar. „Strax sama dag og við komum heim fór ég á skrif­ stofuna til þeirra, þar skilaði ég inn kvittunum fyrir því sem ég hafði orð­ ið að kaupa og þá segir starfsmaður­ inn: Keyptir þú svona mikið? Það var eins og hann gerði sér ekki grein fyrir að við vorum búnar að vera farang­ urslausar í 10 daga og þurftum því að kaupa allt það nauðsynlegasta í fatnaði og snyrtivörum,“ segir Harpa sem er hneyksluð á viðbrögðum Ice­ land Express. Harpa segir að eftir að hún fékk að tala við yfirmann þess starfsmanns sem hún talaði fyrst við á skrifstofu flugfélagsins hafi hún fengið 200 dali, jafnvirði um 23.000 króna, í bætur vegna innkaupanna sem þær mæðgur neyddust til að standa í. Ekki samkvæmt venjum Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express, segir að venjulega fái fólk endurgreitt þurfi það að kaupa sér föt og nauðsynjar ef farangur skil­ ar sér ekki á réttum tíma. „Ef taska er of sein áttu strax rétt á 100 doll­ urum án þess að sýna neinar kvitt­ anir eða slíkt og svo getur þú keypt föt og slíkt, innan eðlilegra marka, og fengið endurgreitt,“ segir hann. „Ef töskur týnast og fólk þarf að vera án fata að þá getur það keypt innan hófsamlegra marka, komið með kvittanir og fengið endurgreitt. Þetta er sambærilegt og hjá öðrum flugfélögum sem við höfum kynnt okkur.“ Matthías segir að í tilviki mæðgn­ anna hafi dregist að endurgreiða þeim umframlágmarksskaðabæt­ urnar þar sem Harpa hafi ekki haft auðkennisnúmer tasknanna með sér þegar hún kom á skrifstofu félagsins. Sagt að leita sjálf að töskunum Harpa segist ekki sátt við viðbrögð Iceland Express en henni var bent á að leita sjálf að töskunum á flugvell­ inum í Boston þegar hún færi til baka frá Bandaríkjunum. Hún gerði það engu að síður en fékk þau svör að töskurnar hefðu aldrei komið til Bos­ ton. „Ég leitaði líka að þeim í Kefla­ vík þegar ég kom hingað, en ekkert fannst,“ segir Harpa. Þegar til Íslands var komið fór hún og spurði flugfélagið hvar tösk­ urnar hefðu mögulega geta endað. „Ég spurði hvort það væri möguleiki að töskurnar væru í Kanada, það átti að athuga það. Ég hringdi aftur síð­ astliðinn föstudag og þá kannaðist enginn neitt við þetta mál á skrifstof­ unni og ég þurfti að endurtaka allt í enn eitt skiptið,“ segir Harpa og bætir við: „Það er sama hvert ég leita, ég fæ engin svör. Sorglegast er að ef tösk­ urnar hefðu verið settar í vélina þeg­ ar við fórum til Boston hefði þetta aldrei gerst og þá hefðum við slopp­ ið við öll leiðindi sem þessu fylgdu. Og ég tala nú ekki um tímaeyðslu og óþarfa fjárútlát.“ n Fóru til Bandaríkjanna með Iceland Express – en töskurnar ekki n Fengu 11.770 krónur hvor til að kaupa föt og snyrtivörur fyrir 10 daga ferð n Töskurnar enn týndar Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Mæðgurnar í Nashville Ferðin átti að vera draumaferð dótturinnar til Nashville í Bandaríkjunum. MyNd Harpa BryNjarSdóTTIr „Það er sama hvert ég leita, ég fæ engin svör. Langur tími Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express, segir að mæðgurnar hafi ekki haft auðkennisnúmer tasknanna. Þess vegna hafi dregist að endurgreiða þeim. Engar nauðganir á Bestu: NEI! Mikilvægur áróður Svipaður fjöldi hátíðargesta var á Bestu útihátíðinni og á Eldborgarhátíðinni á sínum tíma, eða um átta til níu þúsund manns. Enn sem komið er hafa engin kynferðisbrot verið tilkynnt til lögreglu eftir helgina. Hópur frá Nei – hreyfingu gegn kynbundnu ofbeldi, var mjög áberandi á Bestu útihátíðinni. Þau vöktu athygli á alvarleika nauðgana með spjalli við hátíðargesti og dreifðu jafn- framt límmiðum og barmmerkjum með skýrri áletrun: NEI! En nú stendur yfir átakið: Ef þú fékkst ekki samþykki – þá ertu nauðgari, á vegum hreyfingarinnar. Lögregla telur að sýnileiki hreyfingarinnar hafi haft eitthvað að segja um það hversu vel hátíðin fór fram að þessu leyti. „Besta útihátíðin er sú eina sem hefur boðið okkur,“ segir Finnborg Salóme Steinþórsdóttir, talskona Nei – hreyfingar gegn kynbundnu ofbeldi, aðspurð hvort þau ætli sér að vera áberandi á fleiri hátíðum í sumar, til dæmis á Þjóðhátíð í Eyjum. „Við erum öll í sjálfboðastarfi og höfum því ekkert fjármagn á milli hand- anna til að fara svona sjálf, því miður.“ En hópurinn var í samstarfi við hljóm- sveitina Quarashi og Besta útihátíðin bauð þeim inn á hátíðarsvæðið. Nei-hreyfingin hefur verið starfandi frá árinu 2003 og Finnborg segir hana hafa verið á Þjóðhátíð í Eyjum nokkrum sinnum, en þó ekki síðustu ár. Hún telur mikilvægt að halda áróðrinum á lofti á slíkum hátíðum, sem og í þjóðfélaginu almennt. Þrátt fyrir að vel hafi gengið á Bestu hátíðinni og fólk hafi tekið Nei-hópnum vel vill Finnborg hvetja fólk áfram til að tilkynna ef eitthvað kemur fyrir. „Þetta er í raun bara til að vekja athygli á því að allir eiga að geta skemmt sér á útihátíð án þess að verða fyrir ofbeldi.“ sterkt deyfilyf en ekki var vitað ná­ kvæmlega hvaða lyf það var. Sjálfan grunar föður hennar að um smjör­ sýru hafi verið að ræða, miðað við þau einkenni sem dóttir hans sýndi og sýnir enn. „Hún hefur verið mjög utan við sig og alls ekki með sjálfri sér. Hún talar í eins atkvæðis orðum og er al­ veg úti að aka eins og er. Það tekur sennilega einhverja daga fyrir hana að ná sér eftir þetta. Hún er einstæð móðir með lítið barn og maður þakk­ ar bara fyrir að ekki fór verr.“ Englar dauðans Faðir stúlkunnar vonar að með því að segja sögu dóttur sinnar komi hann í veg fyrir að fleiri lendi í aðstæðum sem þessum. Hann vill brýna fyrir fólki að fara varlega og neyta aldrei áfengis sem aðrir eru með. „Dóttir mín er 26 ára gömul og er því enginn krakki. Hún er í háskóla, er ábyrg og ekki í neinu rugli. Ef þetta getur komið fyrir hana getur þetta komið fyrir hvern sem er. Það er ekki uppörvandi að einhverjir óprúttnir aðilar séu að leika sér með eiturlyf til þess að gera stelpur meðvitundar­ lausar og misnota þær. Þetta er bara viðbjóður.“ Hann ítrekar að hann sé mjög ánægður með læknisþjónustuna sem var á staðnum og að ekki sé neitt við skipuleggjendur útihátíðarinnar að sakast. „Þetta er ekki útihátíðinni að kenna, heldur þessum englum dauð­ ans sem mæta þangað. En ég bið fólk sem ætlar að fara á útihátíðir í sum­ ar að hafa þetta hugfast: Ef þú opn­ ar ekki flöskuna eða bjórinn sjálf, þá skaltu ekki drekka innihaldið.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.