Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2011, Síða 24
T
íundu dagleið Frakklands-
hjólreiðanna, Tour de
France, lauk á þriðjudag en
hlutskarpastur varð hinn
þýski Andre Greipel sem
kom sekúndubroti á undan Bret-
anum Mark Cavendish. Það er hins
vegar heimamaðurinn Thomas
Voeckler sem er í forystu í heildar-
keppninni og hjólar hann því ennþá
í hinni víðfrægu gulu treyju. Keppn-
in í ár hefur þótt einstaklega spenn-
andi þó vissulega hafi nokkrir miður
skemmtilegir atburðir sett svip sinn
á hana. Af þeim 198 hjólreiðamönn-
um sem hófu keppni hafa nú þegar
20 keppendur helst úr lestinni.
Sá síðasti var Rússinn Alexander
Kolobnev, en honum var vísað úr
keppni í gær eftir að þvagprufa
reyndist innihalda leifar af efninu
hydrochlorothiazide. Efnið er reynd-
ar ekki örvandi, en það hjálpar til
við að losa vökva úr líkamanum án
þess þá að sá sem neytir þess þurfi
að stöðva til að losa þvag. Kolobnev
var í 69. sæti þegar honum var vísað
úr keppni en hann er sá fyrsti sem
verður uppvís að neyslu ólöglegra
efna í keppninni í ár. Eru það viss
vonbrigði því Alþjóðahjólreiðasam-
bandið hefur barist ötullega gegn
ólöglegum efnum í greininni eftir
mörg lyfjahneyksli síðustu ár.
Dagleiðin í gær hófst í bænum Au-
rillac, sem er meðal annars frægur
fyrir að framleiða meira helming allra
regnhlífa sem er seldur í Frakklandi
hverju. Leiðin var alls 158 kílómetrar
að lengd og lauk henni í bænum Car-
maux í Tarn-héraðinu í Suður-Frakk-
landi, en þar má finna mikið úrval
af glerlistavörum og glösum. Frakk-
landshjólreiðarnar eru svo miklu
meira en bara hjólreiðar.
24 | Sport 13. júlí 2011 Miðvikudagur
A
ldur er afstæður í fótbolta
og það er getan sem segir til
um hvernig liðið spilar, ekki
hvað leikmenn eru gamlir,“
segir Heimir Guðjónsson,
þjálfari karlaliðs FH í knattspyrnu.
FH-ingar hafa borið höfuð og
herðar yfir önnur félög í úrvalsdeild
karla undanfarin ár en fimm Íslands-
meistaratitlar á síðustu sjö árum
segja þar allt sem segja þarf. Þeim var
spáð mikilli velgengni í sumar, meðal
annars var þeim spáð sigri í deildinni
í árlegri spá fyrirliða og þjálfara liða í
úrvalsdeild nú í vor.
Þegar tíundu umferð Íslands-
mótsins er lokið eru FH-ingar hins
vegar á ókunnum slóðum, ef svo
má að orði komast, en þeir sitja nú í
fjórða sæti deildarinnar – átta stigum
á eftir KR, sem á einnig leik til góða.
Margir knattspyrnuspekingar telja
það vera of mikinn mun til að hægt
sé að brúa hann, þótt Heimir sé á
öðru máli.
Of gamlir
Í yfirlitsþætti Stöðvar 2 Sport, Pepsi-
mörkunum, sem sýndur var eftir tí-
undu umferð var látið að því liggja að
FH-liðið væri ef til vill komið til ára
sinna. Meðalaldur liðsins í tapleik
gegn ÍBV á laugardag var rúm 30 ár.
Í byrjunarliði FH voru meðal annars
höfðingjarnir Tommy Nielsen, sem
varð 39 ára í júní, og Bjarki Gunnlaugs-
son, sem er 38 ára. Einu leikmenn FH
sem voru í byrjunarliðinu gegn ÍBV og
eru undir þrítugu voru varnarmaður-
inn Pétur Viðarsson, 23 ára, miðju-
mennirnir Hákon Hallfreðsson, 21
árs, og Matthías Vilhjálmsson, 24 ára,
og loks kantmaðurinn Ólafur Páll
Snorrason sem er 29 ára.
Umsjónarmenn Pepsi-markanna,
þeir Hörður Magnússon, Magnús
Gylfason og Reynir Leósson, virtust
vera sammála um að aldurinn gæti
verið farinn að segja til sín. Undir
þetta tók Óskar Hrafn Þorvaldsson,
sérfræðingur Pepsi-deildarinnar hjá
RÚV. Magnús sagði leikmenn FH
hafa verið þunga og efaðist um að
eldri leikmenn liðsins væru tilbúnir
til að spila 90 mínútur leik eftir leik.
Heimir Guðjónsson segir aldur leik-
manna FH-liðsins ekki skipta máli.
„Við komum til baka“
„Það er ekki málið að liðið sé of gam-
alt. Við höfum einfaldlega ekki spilað
nógu vel og kannski hafa sumir hlutir
ekki alveg fallið með okkur. Það vant-
ar þennan stöðugleika sem hefur
einkennt liðið undanfarin ár. Þótt við
höfum dottið á góða leiki þá höfum
við stundum bara verið lélegir.“
En sér Heimir fyrir sér að liðið rétti
úr kútnum? „Já, það eru tólf umferð-
ir eftir og við höfum trú á því að við
getum snúið blaðinu við. Við þurfum
bara að sýna það inni á vellinum.“
Á síðustu leiktíð komst FH-liðið
á mikið skrið á síðari hluta Íslands-
mótsins. Þá fóru fjórir fremstu leik-
menn liðsins á kostum og skoruðu
ófá mörk, þeir Matthías Vilhjálmsson,
Atli Guðnason, Ólafur Páll Snorrason
og Atli Viðar Björnsson. Í ár hefur ver-
ið talsvert um rót á fremstu mönnum
vallarins, meðal annars með tilkomu
Hannesar Sigurðssonar.
Hefur þetta rót haft eitthvað að
segja? „Það getur svo sem verið og
menn hafa meiðst sem hefur orðið
til þess að þeir eru ef til vill lengur í
gang. En þannig er bara boltinn og
önnur lið þurfa líka að glíma við slík
vandamál.“
Heimir segir ágætis stand á liði
sínu um þessar mundir þótt fimm
leikmenn glími nú við meiðsli. Að-
spurður hvort FH hafi breidd til að
takast á við það er Heimir ekki í vafa.
„Já, blessaður vertu. Engar áhyggj-
ur.“
n Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, blæs á gagnrýni sérfræðinga n Segir að stöðugleikann
vanti en það standi til bóta n Ætla að snúa við blaðinu nú þegar tólf umferðum er ólokið„ Já, blessaður
vertu. Engar
áhyggjur.
Björn Teitsson
blaðamaður skrifar bjorn@dv.is
Björn Teitsson
blaðamaður skrifar bjorn@dv.is
„Aldur er
Afstæður
í fótboltA“Heimir á hliðarlínunni Hann er viss um að FH-liðið taki við sér í næstu leikjum. HM í knattspyrnu kvenna:Æsispennandi undanúrslit
fram undan
„Þessi keppni er búin að vera al-
veg frábær og mér finnst eins og
gæðin í kvennaknattspyrnunni hafi
aukist gífurlega
mikið á skömm-
um tíma,“ segir
Vanda Sigur-
geirsdóttir, fyrr-
verandi lands-
liðskona og
landsliðsþjálfari
í knattspyrnu.
Í dag fara fram
undanúrslita-
leikir heims-
meistarakeppninnar í knattspyrnu
kvenna í Þýskalandi og hafði DV
samband við Vöndu til að spá fyrir
um úrslit leikjanna. Í leikjunum
mætast annars vegar Japan og Sví-
þjóð, en hins vegar Bandaríkin og
Frakkland.
Japan–Svíþjóð, 1-2
„Ég verð að taka það fram að ég er
ekki alveg hlutlaus þegar kemur
að þessum leik. Ég spilaði sjálf í
Svíþjóð og viðurkenni að ég held
með sænska liðinu. Þrátt fyrir það
býst ég við mjög jöfnum og spenn-
andi leik. Japanska liðið kom auð-
vitað öllum á óvart þegar það lagði
heims- og Evrópumeistara Þjóð-
verja, en ég held að þýska liðið hafi
fyrir leikinn ekki tapað leik á heims-
meistaramóti síðan 1999 – á síðustu
öld. En þær japönsku eru mjög
snarar í snúningum og koma fullar
sjálfstrausts. Ég hef hins vegar trú á
sænska liðinu sem lítur mjög vel út,
en þær unnu meðal annars Banda-
ríkin í riðlakeppninni.“
Bandaríkin–Frakkland, 1-0
„Það er mjög erfitt að spá fyrir
um þennan leik. Franska liðið er
mjög gott tæknilega og leikmenn
þess eru einnig mjög fljótir. Þetta
könnumst við Íslendingar við af
eigin raun enda hefur franska liðið
reynst okkur einstaklega erfitt á
undanförnum árum.
Bandaríska liðið er ekki jafngott
tæknilega. Þær eru hins vegar alltaf
í ótrúlega góðu formi og virðast
geta hlaupið endalaust. Þær hafa
líka hefðina með sér eftir mikla
velgengni á stórmótum, þær eru
ríkjandi ólympíumeistarar og tóku
bronsið á HM fyrir fjórum árum.
Ég þekki líka þjálfara Bandaríkj-
anna, Piu Sundhage, persónulega
og ég held að reynsla hennar eigi
eftir að vega þungt. Því spái ég
Bandaríkjunum naumum sigri.“
Þess má geta að báðir leikirnir
verða sýndir í beinni útsendingu á
RÚV. Fyrri leikurinn hefst 15.30 en
sá síðari hefst 18.30. Vanda hvetur
alla til að fylgjast með, enda hafi
keppnin verið frábær hingað til.
„Það eiga allir eftir að hafa
gaman að þessu. Gæðin í kvenna-
boltanum hafa aukist mikið og ég
mæli bara með þessu enda frábær
skemmtun.“ bjorn@dv.is
Vanda
Sigurgeirsdóttir
Voeckler heldur gulu treyjunni
n Tíundu dagleið Tour de France lauk í gær
158 kílómetrar að baki Greipel (lengst til hægri) tekur fram úr Cavendish (lengst til
vinstri) á allra síðustu metrunum.