Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2011, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2011, Page 2
2 | Fréttir 5.–7. ágúst 2011 Helgarblað Margir kvöddu Sævar Sævar Mar- inó Cie- sielski var borinn til grafar síðast- liðinn þriðjudag. Sævar var jarð- sunginn frá Dóm- kirkjunni og var margmenni við útförina. Það var séra Örn Bárður Jónsson sem jarð- söng Sævar. Fráfall Sævars hefur vakið mikið um- tal í þjóðfélaginu um Guðmundar- og Geirfinnsmálið en Sævar var einn þeirra sem sakfelldir voru í tengslum við það. Sævar þurfti, af þeim sem handteknir voru í tengslum við mál- ið, að þola hvað mest harðræði. Hann sat í einangrun í rúm tvö ár og þurfti að þola hinar ýmsu pyntingar. Sævar barðist fyrir rétti sínum allt þar til hann féll frá þann 12. júlí síðastliðinn í Kaupmannahöfn. Svona sparar maður bensín DV birti á miðvikudag lista yfir fimmtán pottþéttar leiðir til að spara bens- ín en á tímum hækkandi elds- neytisverðs er mikilvægt að huga að eyðslunni. Fyrir tveimur árum var hægt að keyra norð- ur á Akureyri frá Reykjavík fyrir 4.295 krónur aðra leiðina. Nú kostar slík ferð 6.009 krónur sé miðað við að þú kaup- ir ódýrasta bensínið. Þess má geta að árið 2007 kostaði lítrinn 113 krónur og hefur hann því hækkað um 114 prósent síðan þá. Þetta þýðir að ef þú fyllir 50 lítra bensíntank núna þarftu að greiða fyrir það 12.100 krónur. Fyrir tveimur árum hefðir þú þurft að greiða fyrir það 9.650 krónur en árið 2007 kostaði það 5.650 krónur. Drápu 500 svín Forsvars- menn Stjör- nugríss slátruðu yfir 500 gyltum og þurrkuðu þar með út stofn- inn að Brautar- holti sem þeir höfðu yfirtekið frá Arion banka. Áfrýjunarnefnd Samkeppniseftir- litsins hefur aftur á móti ógilt sam- þykkt Samkeppniseftirlitsins á sölu Arion banka á búinu að Brautarholti og Hýrumel. Kaupin hafa verið ógilt en ljóst er að búið er að gjörbreyta þeim rekstri sem fyrir var. Aðstand- endur Stjörnugríss geta nú áfrýjað þessari ákvörðun en líklegt er að ef sú ákvörðun fær að standa muni búunum verða skilað og fram- leiðslu þar alfarið hætt. Þetta getur leitt til hærra afurðaverðs til neyt- enda. Fréttir vikunnar í DV 26 | Fólk 3. ágúst 2011 Miðvikudagur Sátu í hlandlykt Rithöfundurinn Tobba Mar­ inós sleikir nú sólina á Tene­ rife ásamt kærasta sínum, borgarfulltrúanum Karli Sigurðssyni. Ferðin byrjaði ekki alveg nógu vel hjá þeim skötuhjúum en þau fengu sæti aftast í vélinni og var Kalli ekki alls kostar sáttur við það. Hann skrifaði inn á fésbókar­ síðu sína áður en vélin fór í loftið að þau sætu aftast hvort í sinni sætaröðinni í Iceland Express vél og væru farin að finna hlandlykt og vélin ekki einu sinni komin í loftið. Þau virðast þó samkvæmt fésbók­ arfærslum hafa lifað ferðina af og komist á áfangastað þrátt fyrir lyktina og njóta nú ljúfa lífsins í sólinni. Reif sig úr Steindi Jr. vakti gríðarlega lukku þegar hann steig á sviðið í Herj­ ólfsdal um helgina. Steindi sá um að skemmta þjóðhátíðar­ gestum á laugardagsnóttinni og var gríðarleg stemning í brekk­ unni þegar hann tók helstu slagarana sína. Það ætlaði svo allt um koll að keyra þegar Steindi reif sig úr að ofan í mesta hamaganginum. Það var umtalað á meðal hátíðargesta að Steindi hefði stolið senunni en á hátíðinni komu fram ekki minni spámenn en Páll Óskar, Bubbi og Dikta. S ævar Ciesielski var jarðsunginn í Dóm­ kirkjunni á þriðjudag­ inn. Margmenni var við útförina en fjöldinn all­ ur af þjóðþekktum einstakling­ um vottuðu Sævari virðingu sína. Það var séra Örn Bárður Jónsson sem jarðsöng Sævar. Fráfall Sævars hefur vak­ ið mikið umtal í þjóðfélag­ inu um Guðmundar­ og Geirfinnsmálið en Sævar var einn þeirra sem sakfelldir voru í tengslum við málið. Sævar þurfti, af þeim sem handteknir voru í tengslum við málið, að þola hvað mest harðræði. Hann sat í ein­ angrun í rúm tvö ár og þurfti að þola hinar ýmsu pynt­ ingar. Sævar barðist alla tíð fyrir rétti sínum og endur­ upptöku málsins en hafði ekki erindi sem erfiði. Sæv­ ar barðist fyrir rétti sínum allt þar til hann féll frá þann 12. júlí síðastliðinn í Kaup­ mannahöfn. Mikið hefur verið rætt um það undanfarnar vikur að Al­ þingi setji á laggirnar sérstaka rannsóknarnefnd sem fari ofan í saumana á þessu um­ talaðasta sakamáli Íslands­ sögunnar. Illugi Jökulsson var einn þeirra sem báru kistu Sævars í gær en hann sendi vini sín­ um hinstu kveðju á bloggsíðu sinni. „Hann var ódeigur bar­ áttumaður fyrir réttlæti, og nú stendur það upp á okkur sem eftir lifum að halda baráttu hans áfram.“ Lagður til hinstu hvílu n Sævar Ciesielski var jarðsunginn n Barðist til síðasta dags n Margmenni við útförina Össur, Hrafn og Illugi Össur Skarphéðinsson ræddi við bræðurna Hrafn og Illuga Jökulssyni, en Illugi var einn þeirra sem báru kistu Sævars út úr kirkjunni. Ómar Ragnarsson Ræðir við séra Örn Bárð, félaga sinn úr stjórnlaga- ráðinu. Beggi og Sigrún Vottuðu vini virðingu sína. Birgitta Jónsdóttir alþingiskona Ein þeirra sem barist hefur fyrir endurupptöku málsins. Hún sendi Sævari kveðju á Facebook-síðu sinni: „Blessuð sé minn- ing þín Sævar minn – megi allar góðar vættir vaka yfir þér. Réttlætið mun sigra að lokum.“ Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir og Guðrún Ögmundsdóttir Voru á meðal þó nokkurra alþingis- manna sem mættu við útförina. Egill Ólafsson Söng Hvert örstutt spor.Mikil sorg Sævar var lagður til hvílu í Stóra-Núps- kirkjugarði. Þéttsetið Margmenni var við athöfnina. Borinn til grafar Sævar Ciesielski var jarðsunginn í Dómkirkjunni á þriðjudag klukkan 13.00. MyndIR GunnaR GunnaRSSon Keypti spritt fyrir róna Blaðamaðurinn Eiríkur Jóns­ son skrifar um það á bloggsíðu sinni fyrir helgi að hann hafi keypt spritt fyrir tvo ógæfu­ menn sem sátu fyrir utan Bón­ us á Granda. Eiríkur sá aumur á þeim og fór inn og keypti fyrir þá handspritt sem selt er við kassann. Hann lét þó ekki staðar numið þar heldur laumaði tveimur bjórum með sem hann tók úr skottinu á bíln­ um sínum. Ógæfumenn­ inir voru þakk­ látir Eiríki og sögðu bjórinn þynna vel út sprittið. Þeir bættu því svo við að þeir drykkju allt sem rynni nema hjólbör­ ur. 2 | Fréttir 3. ágúst 2011 Miðvikudagur F orsvarsmenn Stjörnugríss slátruðu yfir 500 gyltum og þurrkuðu þar með út stofn­ inn að Brautarholti sem þeir höfðu yfirtekið frá Arion banka. Áfrýjunarnefnd Samkeppnis­ eftirlitsins hefur aftur á móti ógilt samþykkt Samkeppniseftirlits­ ins á sölu Arion banka á búinu að Brautar holti og Hýrumel. Kaupin hafa verið ógilt en ljóst er að búið er að gjörbreyta þeim rekstri sem fyr­ ir var. Aðstandendur Stjörnu gríss geta nú áfrýjað þessari ákvörðun en líklegt er að ef sú ákvörðun fær að standa muni búunum verða skilað og framleiðslu þar alfarið hætt. Þetta getur leitt til hærra afurðaverðs til neytenda. Aðkoma bankans Arion banki tók yfir rekstur tveggja svínabúa í febrúar 2010, annars veg­ ar Hýrumels í Hálsasveit í Borgarfirði og hins vegar Brautarholts á Kjalar­ nesi. Með því varð bankinn einn stærsti kjötframleiðandi á landinu en ákveðið var að reka búin áfram þar til kaupandi fyndist að búunum. Búin voru tekin yfir vegna skulda­ vanda búanna á þeim tíma. Eigendur Hýrumels og Brautar­ holts hafa ekki verið á eitt sáttir með meðferð sinna mála hjá bankanum og hafa þeir gagnrýnt bankann áður í fjölmiðlum. Kristinn Gylfi Jónsson, fyrrverandi eigandi Brautarholts, sagði frá því í samtali við Morgun­ blaðið að hann hafnaði þeim fullyrð­ ingum bankans að látið hefði verið reyna til fulls á samstarf við fyrri eig­ endur Brautarholts um endurskipu­ lagningu rekstrarins. Hann fullyrti að bankinn hefði brotið verklags­ reglur sínar en bankinn svaraði því til að eftirlitsnefnd um skuldaað­ lögun hefði skoðað  úrlausn bank­ ans, vegna skuldamála fyrirtækisins sérstaklega og engar athugasemd­ ir gert við niðurstöðu hans.  Þá hafi fyrirtækið ekki fullnægt þeim kröf­ um sem gerðar eru til fyrirtækja um beinu brautina svokölluðu auk þess sem búið að Brautarholti hafi verið gjaldþrota þegar beina brautin var kynnt til sögunnar. Lokað söluferli Þegar búin tvö, Hýrumelur og Brautar holt, fóru í sölumeðferð hjá Arion banka var ákveðið að hafa söluferlið lokað. Það er að segja, salan var ekki auglýst opinberlega. Bankinn ákvað einnig að bjóða út rekstur beggja búanna í einu. Eins og fram kemur í ákvörðun Sam­ keppniseftirlitsins þá ákvað bank­ inn að auglýsa söluna ekki opinber­ lega auk þess sem hann gerði kröfu um að nauðsynlegt eða æskilegt væri að væntanlegir kaupendur hefðu reynslu og þekkingu af rekstri svína­ búa. Umsagnaraðilinn Baula, sem veitti Samkeppniseftirlitinu umsögn sína um málið, gerði athugasemdir við þetta og taldi að með þessu hefði bankinn mögulega þrengt hóp þeirra sem hefðu haft áhuga á að kaupa rekstur búanna. Einungis einn aðili sýndi áhuga og fékk aðgang að gögn­ um um búin en ákvað á endanum að leggja ekki inn tilboð. Á endanum var það svo Stjörnugrís sem tók yfir búin tvö. Árið 2005 seldi Kaupþing, for­ veri Arion banka, eitt stærsta svínabú landsins til fyrirtækis í óskyldum rekstri segir í ákvörðun Samkeppn­ iseftirlitsins. Hér ákvað því Arion banki að fara með sölu svínabúanna á annan hátt en áður hafði verið gert af hálfu forvera hans. „Umsagnarað­ ilar voru almennt sammála um að hægt hefði verið að standa öðruvísi að sölu búanna... Aðferð Arion banka á sölu svínabúanna hefði hins vegar þrengt mögulegan kaupendahóp og hafi söluferlið verið sniðið að þörf­ um Stjörnugríss. Arion banki hafi ekki tekið tillit til samkeppnissjónar­ miða og megi telja ólíklegt að Arion banki hefði haft sama háttinn á við sölu annarra fyrirtækja, t.d. Haga og Heklu,“ segir meðal annars í ákvörð­ un Samkeppniseftirlitsins um að­ komu Arion banka að málinu. Einn­ ig er sagt að betra hefði verið ef bæði svínabúin hefðu hætt starfsemi en að markaðsráðandi aðilum yrðu afhent­ ar bæði fasteignir og bústofn. Kemur fram í ákvörðuninni að ekki hafi verið látið reyna á til hlítar samstarf við eig­ endur svínabúsins í Brautarholti. Rétt er að taka fram að í ákvörðun Sam­ keppniseftirlitsins kemur fram að svo hafi ekki þurft að vera að niðurstaðan úr söluferli Arion banka hefði verið önnur ef söluferlið hefði verið opið. Gyltunum slátrað Öllum gyltunum, meira en 500 tals­ ins, hefur verið slátrað á svínabúinu í Brautarholti. „Það er rétt. Það voru yfir 500 gyltur þarna,“ segir Geir Gunnar Geirsson, framkvæmdastjóri Stjörnugríss, í samtali við DV og stað­ festir að búið sé að þurrka út stofn­ inn í Brautarholti. Í ákvörðun Sam­ keppniseftirlitsins kemur fram að Stjörnugrís hafi greint frá því í svar­ bréfi að ýmsar óafturkræfar ákvarð­ anir hafi verið teknar í rekstri bús­ ins. Geir segir að bæði Arion banki og Samkeppniseftirlitið hafi verið upplýst um þær ákvarðanir sem hafi verið teknar er snúa að breytingum á rekstri búanna. „Samkeppniseftir­ litið heimilaði tilteknar aðgerðir sem þurfti að grípa til, til þess að upp­ fylla kröfur annarra stjórnvalda um aðbúnað og heilsuhætti, það er að segja Matvælastofnunar. Það voru einungis þær breytingar sem voru gerðar með samþykki Samkeppnis­ eftirlitins, sem voru meðal annars slátrun á einhverjum gripum,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Sam­ keppniseftirlitsins, um aðkomu þess að málinu. Aðspurður segir hann að Samkeppniseftirlitið hafi hins vegar ekki gefið leyfi fyrir því að öllum gylt­ unum yrði slátrað í Brautarholti. Eft­ irlitið hafi verið upplýst um það eftir að slátrunin fór fram. „Þetta eru náttúrulega lifandi dýr og landbúnaður og búið að breyt­ ast mikið. Þetta eru ekki sömu búin og voru þegar þetta var keypt. Það er búið að slátra dýrum og breyta rekstrinum öllum. Við erum búin að reka þetta í heilt ár,“ segir Geir n Svínastofn þurrkaður út í Brautarholti n Samkeppniseftirlitið vissi ekki af slátrun 500 gyltna n Óljóst með framhaldið ef áfrýjunarnefnd staðfestir ógildingu samruna tveggja svínabúa 500 gyltur drepnar Guðni Rúnar Gíslason blaðamaður skrifar gudni@dv.is „Það er búið að slátra dýrum og breyta rekstrinum öllum. Áfrýjunarnefnd tekur við Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir að eftirlitið hafi heimilað tilteknar aðgerðir sem farið var fram á af hálfu Mat- vælastofnunar. Reksturinn gjörbreyttur Geir Gunnar Geirsson, framkvæmdastjóri Stjörnugríss, staðfesti að búið væri að slátra yfir 500 gyltum að Brautarholti. Svínin drepin Stjörnugrís gerði óafturkræfar breyting- ar á búunum að Brautarholti og Hýrumel og slátraði meðal annars heilum stofni í búinu að Brautarholti. w w w .d v .i s F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð 3.–4. ágúst 2011 miðvikudagur/fimmtudagur 8 7. t b l . 10 1. á r g . l e ið b . v e r ð 4 2 9 k r . Bensínkostnaður hefur tvöfaldast n Ekki kaupa stærri bíl n Breyttu yfir í metan n Forðastu hraðakstur n Skipuleggðu snattið n Fáðu þér vespu 14–15 svona sparar maður Bensín Drápu 500 Svín Eigendur Stjörnugríss felldu allar gylturnar á búi sem þeir mega ekki eiga nýtur lífsins í Miami 28 Bieber á brókinni víðir ræðst gegn risunum Önnur verslun opnuð í Garðabæ Margir kvöddu Sævar Þingmenn í útför Sævars Ciesielski 26 Fjórtán nauðganir á útihátíðum í fyrra Börnin standa undir áróðrinum Gréta slær í gegn með föður sínum, Bubba Morthens amx.is rekinn ásamt leikjavef 27 10 6 „Fékk bæði kosti og galla pabba“ 2–3 Glæpurinn stendur morði næst 8 1 2 3 É g bý á Íslandi, starfa hér og borga skatta og ég var látinn borga 8.700 krónur fyrir tvær verkjatöflur bara vegna þess að ég er ekki með lögheimili hér,“ segir Árni Jóhannes Hallgríms- son sem þurfti að leita sér aðstoðar í sjúkratjaldi á Þjóðhátíð í Vestmanna- eyjum um liðna helgi. Verkjalyf við mígreni Árni var í brekkunni á Þjóðhátíð þeg- ar hann fékk mígrenikast, sem hann fær reglulega. Honum var þá bent á að fara í sjúkratjaldið þar sem hann fengi aðstoð og gæti keypt verkjalyf á örfá hundruð krónur. „Ég hitti lækni og útskýrði fyrir honum að ég væri með frjókornaofnæmi og oft leiði það til mígrenis hjá mér. Hann kannaðist við það og gaf mér tvær verkjatöflur. Ég sagði að ég þyrfti veikar töflur en hann gaf mér parkódín forte,“ segir hann. Læknirinn hafi því næst beðið hann um að bíða svo hann gæti fylgst með hvernig töflurnar færu í hann. Á meðan hann beið kom til hans kona og bað um kennitölu. Þegar það kom í ljós að hann á lögheimili í Noregi var honum tilkynnt að hann þyrfti að borga talsvert meira fyrir töflurn- ar en venjan er, eða 8.700 krónur. Á þeim tímapunkti var Árni búinn að taka töflurnar og gat því ekki afþakk- að þær. Borgar skatt á Íslandi „Ef ég hefði vitað þetta hefði ég far- ið í eitthvert hvítu tjaldanna og at- hugað hvort einhver gæti gefið mér verkjatöflur. Ég hefði skilið þessa upphæð ef ég hefði þurft að leita til sjúkrahússins og verið lagður þar inn en þetta finnst mér bjánalegt. Ég hef borgað rúma milljón í skatt á síðustu 3 til 4 mánuðum á Íslandi og finnst fáránlegt að þurfa að borga þetta fyr- ir tvær töflur,“ segir Árni. Aðspurður um ástæðu þess að hann sé með lögheimili í Noregi seg- ir hann að hann hafi verið svikinn um laun í Noregi þegar hann bjó þar. Norska ríkið sé nú að vinna í því að hann fái launin greidd og á meðan verði hann að vera með lögheimili þar. Annars afsali hann sér réttinum til að fá peningana greidda. Hann segir einnig að hann hafi aldrei sótt um sjúkraskírteini í Noregi. „Mér var sagt að ég gæti fengið þetta endur- greitt en ef ég færi að eltast við þetta kæmi ég bara út á núlli. Ef tekið er inn í þetta bensínkostnaður og tími úr vinnu myndi ég örugglega enda í mínus.“ Skráð sem koma á heilsugæslu- stöð „Við setjum upp ákveðnar vinnuregl- ur á Þjóðhátíð og förum eftir reglum Tryggingastofnunar í sambandi við greiðslur,“ segir Guðný Bogadóttir, yfirhjúkrunarfræðingur á Heilbrigð- isstofnun Vestmannaeyja, en stofn- unin sá um umrætt sjúkratjald. Hún segir að þar sem læknir hafi litið á Árna hafi það verið skráð eins og koma á heilsugæslustöð og greiða þurfi samkvæmt því. Um leið og læknir hafi afskipti af einstaklingi sé það skráð í sjúkraskrárkerfið. „Við dyrnar höfum við svo eins konar dyraverði sem eru vanir sjúkraflutningamenn, hjúkrunar- fræðingar og sjúkraliðar og þeir eru þar til að sortera þá sem þurfa á læknisaðstoð frá þeim sem þurfa kannski bara plástur eða verkjatöfl- ur. Það átti fólk að geta keypt í dyr- unum án þess að hitta lækni,“ seg- ir hún og bætir við að ef Árni hafi komið og kvartað undna slæmum hausverk hafi dyraverðirnir væntan- lega viljað að læknir skoðaði hann. Henni þyki afar slæmt að Árni skuli hafa þurft að greiða tæpar 9.000 krónur vegna misskilnings. Engar undantekningar Hún segir að undir venjulegum kringumstæðum þegar fólk leitar til læknis en er ekki skráð með lög- heimili á landinu, sé tekið ljósrit af skilríkjum og fólk borgi þá venjulegt gjald. Það hafi þó ekki verið ljósrit- unarvél á svæðinu og því hafi ekki verið hægt að fara þá leið þó svo Árni hefði verið með slíkt á sér. „Hann hefur því væntanlega borgað 2.600 sem er komugjald fyrir utan dag- vinnutíma auk þess að borga fullt gjald fyrir töflurnar.“ Aðspurð hvort það hefði ekki verið hægt að líta fram hjá þessu, á Þjóðhátíð segir hún svo ekki vera. „Við erum með ákveðnar reglur sem við förum eftir, til dæmis að allir sem fara inn til læknisins borga og allir sem eru undir 18 ára aldri er tilkynnt um til barnaverndaryfirvalda.“ Hún segir að allt fari þá leið og því er ekkert einstaklingsmat eða und- antekningar. Þjóðhátíðargestur Árni Jóhannes er ósáttur við að hafa þurft að greiða 8.700 krónur fyrir tvær verkjatöflur á Þjóðhátíð. Mynd EyÞÓR ÁRnASOn Tvær verkjaTöflur kosTuðu 9 þúsund Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is „Ef ég hefði vitað þetta hefði ég far- ið í eitthvert hvítu tjald- anna og athugað hvort einhver gæti gefið mér verkjatöflur. FARÐU AFTUR Í BÍÓ Í FYRSTA SINN www.bioparadis.is hverfisgötu 54 / 101 reykjavík n Þjóðhátíðargestur var rukkaður um tæpar 9.000 krónur fyrir tvær verkjatöflur n Er ekki sjúkratryggður á Íslandi þar sem hann hefur skráð lögheimili í noregi Þegar Íslendingar flytja aftur heim þurfa þeir að hafa meðferðis plagg sem nefnist E104. Þegar lögheimilið hefur verið flutt til Íslands þarf að fara með plaggið til Sjúkratrygginga Íslands og sækja þar með um að komast aftur inn í tryggingakerfið. Ef það er ekki gert er ein- staklingurinn hvergi tryggður í hálft ár. HEiMild: SjúkRAtRyggingAR ÍSlAndS. E104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.