Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2011, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2011, Blaðsíða 6
6 | Fréttir 5.–7. ágúst 2011 Helgarblað SUMARHÚSIÐ & GARÐURINN NÝTT BLAÐ KOMIÐ Í VERSLANIR Tryggðu þér eintak! Áskrift í síma 578 4800 og á www.rit.is H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Ríflega sautján þúsund manns hafa ritað nafn sitt við kröfur Hagsmuna- samtaka heimilanna um réttlátar leiðréttingar á stökkbreyttum lán- um heimilanna og afnám verðtrygg- ingar. Samtökin hafa lengi barist fyrir leiðréttingum á húsnæðislánum heimilanna, sem hækkuðu afar hratt í verðbólgunni eftir efnahagshrun- ið. Fram kemur á síðunni, þar sem setja má nafn sitt, að hafi stjórnvöld ekki orðið við kröfunni fyrir 1. janúar 2012 jafngildi undirskriftirnar kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu. Samtökin vilja að afturvirkt verði sett þak á þátt verðbóta í hækkunum húsnæðislána. Verðbólga olli því að verðtryggð lán hækkuðu mikið eftir hrun. Samtökin vilja að verðbóta- þátturinn takmarkist við efri mörk verðbólgumarkmiðs Seðlabanka Ís- lands, eða að hámarki 4 prósent á ári. Þá vilja samtökin að betri rétt- ur neytenda gildi þegar kemur að gengistryggðum lánum. Sama reikni aðferð verði notuð og þegar um er að ræða verðtryggð lán nema ef niðurstaða dómstóla tryggi þeim sem tóku gengistryggð lán betri kjör. Þau vilja að tekinn verði af allur vafi á að afturvirkar íþyngjandi inn- heimtur verði bannaðar. Á vefsíð- unni heimilin.is má lesa nánar um þessa útfærslu en verðbólgan var lengi hátt yfir efri viðmiðum seðla- bankans. Þar geta þeir sem áhuga hafa skrifað undir eða kynnt sér nánar kröfur samtakanna. baldur@dv.is Undirskriftum Hagsmunasamtaka heimilanna fjölgar ört: Sautján þúsund vilja leiðréttingar Þak á verðbæturnar Fjölmargir hafa skrifað undir. Vilja rannsókn á sVínaslátrun F yrri eigendur svínabúsins í Brautarholti telja að dráp á 500 gyltum búsins og þar með útrýmingu svínastofnsins hafi verið brot á samkeppnislög- um og ætla að kæra málið til yfirvalda. Gylturnar voru drepnar af hálfu for- svarsmanna Stjörnugríss sem tók yfir búið úr hendi Arion banka ásamt einu öðru svínabúi að Hýrumel í júlí 2010. Bankinn hafði nokkrum mánuðum fyrr tekið yfir rekstur svínabúanna vegna skuldavanda fyrri eigenda. Vilja rannsókn „Við munum, bræðurnir í Brautar- holti, fara fram á það við samkeppn- isyfirvöld að gerð verði rannsókn á því sem átti sér stað þegar Stjör- nugrís tekur við rekstrinum af Arion banka. Þegar samkeppnisyfirvöld tilkynna um að þessi samruni verði tekinn til skoðunar þá hefst ákveð- inn blekkingarleikur að okkar mati,“ segir Kristinn Gylfi Jónsson, einn af fyrri eigendum búsins í Brautar- holti. Reynt hafi verið að láta líta út fyrir að aðstaðan fyrir dýrin hafi verið of þröng og að aðbúnaður hafi ekki verið í lagi á búinu, segir Krist- inn. „Svo var alls ekki. Við vorum árið þar á undan, mitt ár 2009 fram til vorsins 2010, búnir að fækka gyltum úr 630 í 510 vegna offram- leiðslu á svínakjötsmarkaðnum. Það voru því ekki nema um 80 pró- sent af þeim gyltufjölda sem búið rúmaði á staðnum,“ segir Kristinn sem hafnar jafnframt þeim orðum Geirs Gunnars Geirssonar, fram- kvæmdastjóra Stjörnugríss, að bú- stofninn í Brautarholti hafi verið lélegur. Því til stuðnings segir Krist- inn að Geir hafi í fleiri ár viljað selja kjöt frá Brautarholti vegna óska eig- in viðskiptavina. Dýrunum slátrað Eins og kom fram í DV á miðvikudag- inn slátruðu forsvarsmenn Stjörnugr- íss öllum gyltunum í Brautarholti eftir að þeir höfðu tekið yfir búið. Á sama tíma var samruni Stjörnugríss og bús- ins í Brautarholti í skoðun hjá Sam- keppniseftirlitinu. Eftirlitið hafði sam- þykkt samrunann en þeirri ákvörðun var áfrýjað og fór áfrýjunarnefnd yfir úrskurð eftirlitsins. Fyrir stuttu kom svo í ljós að samruninn var ógildur. Í samrunanum fólst að Stjörnugrís tæki yfir bústofninn í Brautarholti og leigði fasteignir þar. En nú er bústofn- inn horfinn þar sem búið er að slátra öllum gyltunum. „Við teljum að það hafi alls ekki verið neinar forsendur fyrir því að niðurskurðurinn færi fram, það var rúmt um bústofninn í Brautarholti. Þetta var eingöngu til að styrkja stöðu Stjörnugríss,“ segir Kristinn sem full- yrðir að Stjörnugrís sé búinn að fjölga gyltum á öðrum búum. Að hans sögn kemur þessi breyting fram í því að framleiðsla á svínakjöti sé aftur farin að aukast á undanförnum mánuð- um. Auk þess sé búið að hækka verð á svínakjöti um 25 prósent frá því í fyrra. Kristinn segir að þetta séu áhrif vegna yfirtöku Stjörnugríss á búinu í Brautarholti. „Við teljum að samrunaaðilarn- ir tveir, Arion banki og Stjörnugrís, hafi brotið gegn samkeppnislögum,“ segir Kristinn sem telur að ljóst sé að Stjörnugrís hefði aldrei farið í að skera niður allar gylturnar nema með sam- þykki bankans. „Arion banki er þátt- takandi í því sem ég vil líkja við mark- aðsmisnotkun,“ segir Kristinn enda sé búið að gera óafturkræfar breytingar á búinu í Brautarholti. Þær breytingar hafi leitt til röskunar á markaði með framleiðslu svínakjöts. Kristinn tel- ur það brot á samkeppnislögum að skemma eða leggja niður fyrirtæki á meðan samruni þess við annað fyrir- tæki er til skoðunar hjá samkeppnis- yfirvöldum. Vissu ekki um slátrun Í grein DV á miðvikudaginn kom fram í máli Páls Gunnars Pálsson- ar, forstjóra Samkeppniseftirlits- ins, að eftirlitið hafi ekki gefið leyfi fyrir því að allur stofninn í Brautar- holti yrði felldur. Eftirlitið hafi aftur á móti fengið fregnir af málinu eftir að slátrunin fór fram. Samkeppniseftir- litið hafði heimilað einhverjar breyt- ingar á búinu í Brautarholti en ekki að stofninn allur yrði felldur. Geir Gunnar Geirsson, framkvæmda- stjóri Stjörnugríss, sagði aftur á móti að eftirlitið, auk Arion banka, hefði alltaf verið upplýst um gang mála. „Arion banki er þátttakandi í því sem ég vil líkja við mark- aðsmisnotkun. n Telur samkeppniseftirlitið þurfa að rannsaka svínaslátrun n Ætla að kæra málið til yfirvalda n Hafnar fullyrðingum um slæman aðbúnað í Brautarholti Guðni Rúnar Gíslason blaðamaður skrifar gudni@dv.is Svínunum slátrað Stjörnugrís slátraði öllum gyltunum í Brautarholti eftir að það tók yfir reksturinn. Nú hefur komið í ljós að samruninn er ógildur. Vill rannsókn Kristinn Gylfi Jónsson, fyrri eigandi svínabúsins í Brautarholti vill rann- sókn á því hvernig málum var háttað eftir að Arion banki og síðar Stjörnugrís tóku yfir rekstur búsins. Upplýstu eftirlitið Geir Gunnar Geirsson, framkvæmdastjóri Stjörnugríss, sagði að samkeppniseftirlitið hefði ávallt verið upp- lýst um gang mála. Máluðu bæinn rauðan: Sprelligosar í Færeyjum Vegfarendur í Þórshöfn í Færeyjum ráku margir upp stór augu þegar þrír strípalingar komu hlaupandi inn í miðbæinn á dögunum. Þarna voru á ferðinni leikararnir Árni Pétur og Kjartan Guðjónssynir og Þórhallur Sigurðsson, aðalleikarar í íslensku gamanþáttunum Hæ Gosi! Óafvitandi voru vegfarendur í Þórshöfn komnir inn í miðjar tökur á þáttunum en Gosamenn höfðu komið fyrir myndavélum frá höfn- inni þar sem Norræna lá við bryggju og að miðbænum. Þá leið hlupu ís- lensku leikararnir berrassaðir svo uppi varð fótur og fit. „Það kom smá líf í bæinn þegar þetta gerðist,“ segir Heiðar Mar Björnsson, einn af framleiðendum og handritshöfundum Hæ Gosa!, sem staddur er í Færeyjum um þess- ar mundir. „Norræna var nýkomin í höfn og allt fullt af fólki þarna. Við höfðum náttúrulega ekki mannskap í að hlaupa til og útskýra fyrir öllu fólkinu að þarna væri verið að búa til sjónvarpsþátt, þannig að við létum bara vaða í gegnum þetta. Fólk varð virkilega undrandi enda halda þeir bara utan um sitt allra heilagasta í þessu atriði.“ Þetta var þó ekki eina atvikið sem vakið hefur athygli í Færeyjum á þeim tíma sem íslenska tökulið- ið hefur verið þar að störfum. Að- standendur þáttanna urðu að breyta sendibifreið í færeyskan fangaflutn- ingabíl en að sögn Heiðars rann íbú- um Þórshafnar kalt vatn milli skinns og hörunds þegar þeir sáu óein- kennisklæddan ljóshærðan karl- mann aka bifreiðinni. „Bíllinn heppnaðist svo vel að fólk varð skelkað og fór að hringja í lögguna á þriðjudag þegar það sá þennan ljóshærða mann keyra hann. Svo fór að löggan kyrrsetti bílinn enda stóð mönnum ekki á sama svo skömmu eftir voðaverkin í Noregi,“ segir Heiðar Mar en svo fór að löggan í Færeyjum tók bifreiðina í sína vörslu þegar Gosamenn voru ekki að nota hana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.