Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2011, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2011, Qupperneq 18
18 | Fréttir 5.–7. ágúst 2011 Helgarblað V efmiðillinn B2 sem not- ið hefur mikilla vinsælda á meðal barna og unglinga undanfarin ár krækir oftar en ekki á vefsíður með ein- hliða og neikvæðri umfjöllun um femínista, múslima og ýmsa jaðar- hópa. Vefurinn, sem er alla jafna ekki pólitískur, gengur út á það að krækja inn á vefsíður, oftast með vísan í að það sé fyndið eða furðulegt. Inn á milli grínsins birtast síðan síendur- tekið krækjur inn á síður þar sem ráðist er á málflutning femínista, lít- ið er gert úr konum og jafnréttisbar- áttu þeirra, eða múslimar sakaðir um ýmislegt misjafnt. Andstæð pólitísk sjónarmið eru ekki sýnileg á krækjum vefsins. Friðbjörn Orri Ketilsson er annar tveggja eigenda Vefmiðlunar ehf. sem rekur B2, og sjö aðra vefmiðla. Hann er þekktur frjálshyggjumaður og rit- stjóri hægri vefmiðilsins AMX sem hefur undanfarið verið gagnrýndur harðlega fyrir það sem sumir blogg- arar hafa kallað „hatursskrif“. Grín er eitt öflugasta tæki áróðursmeistara, segir Hulda Þórisdóttir, stjórnmála- sálfræðingur við Háskóla Íslands. Miðpunktur ungs fólks „B2 er vinsælasti tenglavefur lands- ins með rúma 30.000 einstaka gesti í viku hverri,“ segir á vefsíðunni, en henni er þar lýst sem miðpunkti ungs fólks á Íslandi. Vefurinn er tenglasafn sem stofnað var af Friðbirni Orra Ket- ilssyni, fyrst undir heitinu Batman. Samkvæmt upplýsingum á síðunni sjálfri sér ritstjórn um að velja úr þeim krækjum sem berast frá lesendum. Þar segir jafnframt að ritstjórnarstefna sé höfð til hliðsjónar við val á efni en á síðunni kemur ekki fram hver sé ábyrgðarmaður hennar. Um efnis- tök segir enn fremur að B2 hafi þann „eina tilgang að skemmta gestum sínum“ en ærumeiðingar séu meðal annars ekki liðnar. DV fékk ábendingu frá lesanda B2 sem blöskraði ákveðnar áherslur sem birtast þar ítrekað gagnvart konum og femínistum. „Femínistar  vilja banna hjónabönd!“ og „Femínistar vilja líka breyta mannkynssögunni“ eru tvær fyrirsagnir af fjölmörgum krækjum sem B2 hefur birt um femínista. Þá hefur oftar en ekki verið ráðist á nafn- greinda femínista á vefnum eins og þegar birtur var tengill á mynd af Höllu Gunnarsdóttur með undirtexta sem sagði: „Staðgöngumæður eru hórur“. Ítrekað eru birtar krækjur á bloggsíðu Sigurður Jónssonar, forrett- indafeminismi.wordpress.com, en á síðunni kemur fram að forréttinda- femínismi sé „armur femínismans sem hefur fyrir margt löngu gefið jafn- réttisbaráttu upp á bátinn og berst nú fyrir forréttindum með hreint ágætis árangri.“ Grín öflugt áróðurstæki „Mér virðist sem b2.is innihaldi fyrst og fremst hefðbundið „prumpukal- lagrín“ sem er líklegt til að höfða til unglinga. En það sem vekur athygli er að inn á milli leynast krækjur á síður sem eru allt annars eðlis. Allt frá gagn- rýni á guðstrú til kynþáttafordóma og kvenfyrirlitningar. Það er erfitt að leggja mat á það hversu meðvitaður þessi pólitíski vinkill er á síðunni en sé þetta með ráðum gert, er það öfl- ug leið til þess að koma pólitískum skilaboðum á framfæri,“ segir Hulda Þóris dóttir stjórnmálasálfræðingur og bætir við: „Í fyrsta lagi vegna þess að fólk, og sér í lagi unglingar, er lítt með- tækilegt fyrir pólitískum áróðri sé til- gangur hans augljós. Í öðru lagi er grín eitt öflugasta tæki áróðursmeist- ara – ef til vill er bara ótti öflugri – til þess að vinna fólk á þitt band. Á b2.is eru vefsíður með stjórnmálainnihaldi rækilega umvafðar gríni og lesend- ur líklega í góðu skapi þegar þeir lesa skilaboðin. En sálfræðirannsóknir hafa sýnt að þegar fólk er í góðu skapi er það ekki eins gagnrýnið á innihald skilaboða og líklegra til þess að sam- þykkja efni þeirra.“ Nafnlaus viðmælandi DV sem hefur fylgst með vefnum til fjölda ára segir að þar hafi lengi vel viðgeng- ist „markviss fasistaáróður“. Honum blöskrar að vefur þar sem helsti mark- hópurinn eru börn og unglingar sé notaður til þess að koma því á fram- færi sem hann segir vera „einhliða og hatursfullar skoðanir.“ Þegar krækt er á pólitísk umfjöllunarefni er yfir- leitt um afar einfalda og einhliða um- fjöllun að ræða. Þannig var tengt inn á bloggsíðu Sverris Stormskers þegar hann stakk upp á því að kvenkyns ráð- herrar gætu kallað sig „ráðherfur“. Not fyrir vændiskonur Við nánari skoðun á B2 kemur í ljós að sama dag og gengið var til alþingiskosninga 2009 var ólíkt öðrum dögum krækt á fjórar síð- ur með vísan í stjórnmál á Íslandi. Allt tengdist það á einn eða annan hátt hættunni sem stafaði af vinstri- flokkunum. Þar var meðal annars krækt á mynd af rauðum skýjum í sólsetri, en fyrirsögnin gaf í skyn að ógn vinstri stjórnar lægi í loftinu: „Rauða höndin tekur yfir“. B2 hefur ítrekað krækt á umfjöllun um mót- mæli gegn stjórn Vinstri grænna og Samfylkingar, þá væntanlega með vísan í skemmtanagildi, samanber ritstjórnarstefnuna. Fleiri hópar eiga undir högg að sækja á B2. Þannig er tengt á vefsíður þar sem múslimar eru sagðir vilja drepa Mikka mús og að múslim- ar vilji að Vesturlandabúar taki upp nýtt tímatal. Þá er tengt á bloggsíðu íhaldssömu hægrikonunnar Michelle Malkin sem birtir myndir af múslim- um með hatursboðskap. Þá er meðal annars gert lítið úr fólki sem aðhyllist lífrænt mataræði og á einum stað er spurt hvers vegna Asíubúar tali svona furðulega. Kvenfyrirlitning er eitthvað sem birtist með skýrum og greinilegum hætti á sumum krækjum B2. Ný- lega var sett inn krækja á eins kon- ar teiknimyndasögu þar sem gefin voru fimm ráð um það hvernig nota mætti vændiskonur sér til þæginda og hægðarauka. Þar var meðal ann- ars lagt til að þær yrðu notaðar sem hestar fyrir karlmenn í skylmingum, að munnur þeirra yrði fylltur af fugla- fóðri til að fóðra fuglana og þá mætti einnig nota þær sem eins konar tjald- súlur. Í annarri „grínteikningu“ sem hlekkjað var á gat að líta góðlátleg ráð til kvenna um að nota ekki of mik- inn augnlit því þá litu þær út eins og „ódýrar vændiskonur“. Áralangt stríð við femínista Friðbjörn Orri og talsmenn Fem- ínistafélags Íslands hafa lengi eld- að grátt silfur vegna efnistaka á Batman og síðar B2. Á árdögum síðunnar var stór hluti tengla þar klámtengdur þrátt fyrir að bannað væri samkvæmt lögum að dreifa klámi hér á landi. Töldu aðstand- endur síðunnar að þeir væru í rétti þar sem efnið var ekki vistað á ís- lenskum netþjóni. Femínistafélag- ið hélt síðar sýninguna „afbrigði af ótta“ sem sýnd var í Nýlistasafninu haustið 2003 en þar var klámefnið sérstaklega til sýnis. Í kjölfarið voru auglýsendur látnir vita af efnistök- um síðunnar. Heimildir DV herma að Frið- björn Orri og aðstandendur síð- unnar hafi orðið af miklum tekjum í kjölfar þessa þar sem margir aug- lýsendur hafi hætt að auglýsa á vefnum. Á þessum tíma varð hat- ursáróður gegn femínistum hvað mestur á síðunni. Þegar Snjólfur Ólafsson, prófessor við Háskóla Ís- lands, ritaði greinar um kynbund- inn launamun og sagði meðal ann- ars að það gæti verið „í hæsta máta eðlilegt“ að karlmenn væru með hærri laun en konur, birti B2 tengil á umfjöllunina undir fyrirsögninni: „Femínistar flengdir lauf létt“. Herstjórnarlist í hugmyndabar- áttunni AMX, annar miðill í eigu Friðbjörns Orra, hefur verið iðinn við að gagn- rýna „áróður“ fjölmiðla. Þannig hafa fuglahvíslarar sakað fréttastofu RÚV um að reka grímulausan áróð- ur fyrir aðild að Evrópusamband- inu, sem og eigendur Fréttablaðs- ins fyrir að þekja blaðið með áróðri sínum „marga ferkílómetra á ári.“ Þá hafa AMX-liðar sakað DV um áróð- ur fyrir að greina frá tugum milljóna sem skólastjóri Hraðbrautar, Ólafur Johnson, greiddi sér í arð. Því hefur verið haldið fram – og hvergi mót- mælt – að á meðal þeirra sem skrifa á AMX séu skoðanabræður Frið- björns Orra, þeir Björn Bjarnason og Hannes Hólmsteinn Gissurar- son. Hannes sagði á sínum tíma að besta leiðin til þess að ná til fjöldans væri sú að sannfæra blaðamenn og aðra „dyraverði“ um ágæti hug- myndafræðinnar. Í Frelsinu, sem hann ritstýrði, skrifaði hann með- al annars: „Við erum í rauninni að ræða um herstjórnarlist í hug- myndabaráttunni […] Við verðum að snúa okkur til hinna, sem eru í sambandi við fjöldann – til milli- liðanna, til menntamannanna, til þeirra, sem framleiða hugmyndir og dreifa þeim. Okkur tekst að sann- færa fjöldann, ef og þegar okkur tekst að sannfæra þessa milliliði – þessa dyraverði að vitund fjöldans, ef svo má segja. Þeir eru kennarar og blaðamenn, félagsmálafrömuðir og rithöfundar, stjórnmálamenn og embættismenn – í sem fæstum orð- um þeir, sem móta skoðanir.“ Áróður Á barna- og unglingasíðu n Áróður gegn femínistum, múslimum og jaðarhópum ítrekað birtur á grínvef fyrir unglinga n Ritstjóri AMX rekur vefsíðuna n b2.is er vinsæl á meðal barna og unglinga n Grín öflugasta tæki áróðursmeistara „En sálfræðirann- sóknir hafa sýnt að þegar fólk er í góðu skapi er það ekki eins gagnrýn- ið á innihald skilaboða og líklegra til þess að sam- þykkja efni þeirra. Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is Andfemínistar Friðbjörn Orri Ketilsson, ritstjóri AMX, rekur vefmiðilinn B2 en þar eru oft krækjur á síður þar sem lítið er gert úr konum og femínistum. Hann rekur sjö aðra miðla.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.