Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2011, Síða 20
20 | Fréttir 5.–7. ágúst 2011 Helgarblað
Breytingatillögur við núverandi sjáv-
arútvegsstefnu Evrópusambands-
ins liggja nú fyrir Evrópuþinginu og
leiðtogaráði sambandsins. Ráðgert
er að nýja stefnan taki gildi 1. janú-
ar 2013 og gildi til ársins 2020. Tals-
verðar breytingar verða væntanlega
á hinni sameiginlegu sjávarútvegs-
stefnu (CFP-Common Fisheries Po-
licy) sé tekið mið af tillögunum sem
verða brátt teknar til umfjöllunar.
Núverandi stefna hefur hlotið mikla
gagnrýni frá aðildarríkjum, sérfræð-
ingum, þrýstihópum sem og frjáls-
um félagasamtökum ýmiss konar.
Jóna Sólveig Elínardóttir er al-
þjóðastjórnmálafræðingur sem skrif-
aði meistaraverkefni sitt um aðkomu
spænskra hagsmunaaðila að mótun
sameiginlegu sjávarútvegsstefnunn-
ar. Hún segir að breytingarnar taki að
einhverju leyti mið af sjávarútvegs-
stefnu Íslands og nái þær fram að
ganga, verði sjávarútvegsstefna ESB
mun líkari þeirri íslensku.
Taka mark á gagnrýni
Íslendinga
„Skammsýni í stefnumörkun, alvar-
leg ofnýting á auðlindum sjávar,
brottkast, óhagkvæmni, skortur á
sérfræðiþekkingu, miðstýring, gall-
ar í markaðsskipulagi og í styrkja-
kerfi sambandsins eru þau atriði
sem helst hafa verið gagnrýnd. Mið-
að við fyrirliggjandi breytingatillögur
mun stefnan eftir endurskoðun líkj-
ast sjávarútvegsstefnu Íslands meira
en áður,“ segir Jóna Sólveig.
Árið 2009 var gefin út af ESB svo-
kölluð Grænbók um endurskoðun
á sjávarútvegsstefnunni. Grænbæk-
ur eru einmitt gefnar út til að stuðla
að aukinni umræðu innan sam-
bandsins um tiltekin málefni, oftar
en ekki með aðkomu utanaðkom-
andi sérfræðinga, ríkisstjórna eða
annarra samtaka. Ríkisstjórnin setti
fram umfangsmiklar athugasemdir
við Grænbókina í janúar 2010 – og
svo virðist sem eftir þeim hafi ver-
ið farið að einhverju leyti, sé miðað
við breytingatillögurnar sem nú eru
komnar fram.
Vilja taka upp kvótakerfi
Í athugasemdum ríkisstjórnarinn-
ar var lögð áhersla á að ESB tryggði
arðbærni í sjávarútvegi en innan
sambandsins hefur lítill sem eng-
inn hagnaður verið af fiskveiðum.
Þvert á móti hefur ESB þurft að reiða
af hendi háa styrki til sjávarútvegs í
langflestum aðildarríkjum. Í breyt-
ingartillögunum kemur fram að ESB
geti tekið sér Íslendinga, Norðmenn
og Dani til fyrirmyndar hvað þetta
varðar, og er lagt til að tekið verði upp
kvótakerfi sem tryggi arðbærni.
Hvað breytist í ESB?
Samningaviðræður milli ESB og Ís-
lands um mögulega aðild eru nú í
fullum gangi. Ljóst er að þar mun
skipta einna mestu máli hvernig
samningi um sjávarútvegsmál verð-
ur háttað. En er mögulegt að spá fyrir
um merkjanlegar breytingar? „Það er
mjög erfitt að spá fyrir um hvað muni
breytast. Það veltur á mörgum þátt-
um, en fyrst og síðast samningavið-
ræðunum sjálfum,“ segir Jóna Sól-
veig.
Rétt er þó að minnast þess að ESB
hefur nú þegar viðurkennt sérstöðu
Íslendinga í sjávarútvegsmálum þar
sem um grundvallaratvinnuveg sé
að ræða. Telja því margir að Íslend-
ingar ættu að geta samið um sjávar-
útvegsmál svo úr verði ásættanlegur
samningur. Komi til aðildar er ljóst
að Ísland verður eitt umsvifamesta
sjávarútvegsveldið innan sambands-
ins, og ættu því áhrif Íslands innan
greinarinnar að verða eftir því. Þann-
ig hafa aðrar smáþjóðir meðal ann-
ars náð fram miklum áhrifum þeg-
ar kemur að sérsviðum þeirra, til að
mynda Lúxemborg í fjármálum og
viðskiptum og Finnland og Svíþjóð í
fjarskiptamálum.
n Breytingatillögur vegna sameiginlegrar sjávarútvegsstefnu ESB
liggja fyrir n Taka mið af athugasemdum íslensku ríkisstjórnarinnar
Björn Teitsson
blaðamaður skrifar bjorn@dv.is
Taka mið af íslenskri
sjávarútvegsstefnu
n Langtímastefnumörkun í stjórn á vist-
kerfum sjávar með áherslu á vistkerfis-
hugsun og sjálfbærni
n Bann við brottkasti, kvótakerfi miðist
við veiddan fisk en ekki löndunarmagn
eins og nú er, og þetta leiði meðal annars
til betri gagna um veiði
n Arðbærari fiskveiðar, kvóti verði fram-
seljanlegur innan aðildarríkis
n Stuðningur við minni skip, minni
útgerðir, og strandveiðar
n Þróun á sjálfbærri fiskeldisframleiðslu
n Bætt sérfræðiþekking í greininni, aukin
gagnaöflun og rannsóknir, betri nýting á
gögnum í samvinnu milli stjórnvalda og
atvinnugreinarinnar
n Dreifing valds frá Brussel til þeirra
aðildarríkja eða aðila sem hafa hag af
greininni, með öðrum orðum svæðavæð-
ing (e. regionalisation)
n Nýtt markaðsskipulag með meiri sam-
keppni, gagnsæi markaða, jafnari aðstöðu
framleiðenda og afurða, stöðugri mörk-
uðum, betri merkingum, gæðastöðlum og
rekjanleika
n Endurbætur á styrkjakerfinu með
auknu tilliti til sjálfbærni og hegðunar
styrkþega, og með nýjum fiskveiðisjóði
n Ábyrgð tekin á ofveiðum í samn-
ingum við þriðjulönd um viðskipti með
sjávarafurðir
Meginatriðin í breytingatillögunum
TEkið af EVropuVEfur.iS, upplýSingaVEiTu um EVrópuSamBandið og EVrópumál.
damanaki bregður á leik Maria Damanaki er framkvæmdastjóri ESB á sviði sjávarút-
vegsmála.
Jóna Sólveig Elínardóttir Hún starfar
sem rannsóknarmaður við Háskóla Íslands
og hefur svarað fyrirspurnum á Evrópu-
vefnum, evropuvefur.is.
Taka mið af Íslandi
Í tillögunum er meðal
annars tekið mark á gagn-
rýni Íslendinga. Samn-
ingaviðræður Íslands
og ESB um aðild Íslands
að sambandinu eru nú í
fullum gangi.
„Miðað við fyrir-
liggjandi breyt-
ingatillögur mun stefnan
eftir endurskoðun líkjast
sjávarútvegsstefnu
Íslands meira en áður.