Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2011, Qupperneq 22
22 | Fréttir 5.–7. ágúst 2011 Helgarblað
L
andsfundur sjálfstæðis-
manna verður haldinn
í nóvember og brátt fer
að skýrast hvort ein-
hverjir innan flokksins
ætli sér að rugga bátnum og
reyna að komast til aukinna
valda. Formaður flokksins,
Bjarni Benediktsson, virðist
eiga formannsstólinn nokkuð
öruggan þrátt fyrir að hafa
þurft að glíma við ýmis mál
sem hafa reynst honum erfið.
Sú staða að hann sitji nokkuð
öruggt kemur að mörgu leyti
til vegna lítils framboðs á öðru
frambærilegu fólki sem getur
velt honum úr sessi. Flokkur-
inn leggur mikið upp úr þeirri
ímynd að sátt ríki um stöðu
mála innanflokks og því er
ólíklegt að karpað verði um
málin á almennum vettvangi.
Líklegra er að átökin muni eiga
sér stað innan flokksins og þar
verði reynt að lægja öldurnar
og komast að niðurstöðu sem
meirihluti flokksmanna geti
sætt sig við.
Situr áfram
Skiptar skoðanir eru innan
Sjálfstæðisflokksins um hvort
Bjarni Benediktsson eigi að
halda áfram að starfa sem for-
maður flokksins. Tengsl hans
við viðskiptalífið fram til árs-
ins 2008 eru honum óþægur
ljár í þúfu. Bjarni var um tíma
stjórnarformaður N1 og einn
af eigendum N1 og eignar-
haldsfélagsins BNT. Félögin
voru hluthafar í Vafningi sem
kom að fasteignaviðskiptum
í Makaó ásamt Sjóvá. Tapið
á verkefninu fyrir Sjóvá var á
fjórða milljarð króna og þurfti
ríkið á endanum að bjarga fé-
laginu með því að leggja því til
um 12 milljarða króna. Bjarni
kom þannig að því að ákveða
þátttöku BNT í Vafningi og
virðist hafa verið fullkomlega
meðvitaður um tilgang félags-
ins en hann hefur hafnað því
að hafa haft eitthvað að segja
um fjárfestingar félagsins í
Makaó.
Bjarni tók við sem formað-
ur Sjálfstæðisflokksins á erf-
iðum tíma í mars 2009. Hann
sigraði Kristján Þór Júlíusson
nokkuð örugglega í kosningu
um formannsembættið þar
sem Bjarni hlaut tæplega 60
prósenta kosningu. Bjarni hef-
ur átt erfitt með að sannfæra
fólk um afstöðu sína gagnvart
Evrópusambandinu en eftir
að hann tók við sem formað-
ur hefur hann lagst gegn að-
ild. Fyrir embættistökuna var
hann þó ekki jafn eindreginn
í afstöðu sinni enda lýsti hann
því yfir ásamt Illuga Gunnars-
syni í aðsendri grein í Frétta-
blaðinu í desember 2008 að
Ísland ætti að hefja aðildar-
viðræður við Evrópusam-
bandið. Þeir Bjarni og Illugi
sögðu meðal annars að krón-
an myndi reynast Íslendingum
fjötur um fót til lengri tíma.
Icesave-málið reyndist
Bjarna erfitt og hafa eflaust
sumir flokksmenn enn ekki
fyrirgefið honum fyrir að lýsa
yfir stuðningi við samning-
inn sem þingið samþykkti í
febrúar. Margir hefðu viljað sjá
Bjarna taka eindregna afstöðu
gegn samningnum en Bjarni
ákvað að láta ískalt hagsmuna-
mat ráða, eins og hann orð-
aði það. Margir málsmetandi
menn innan Sjálfstæðisflokks-
ins létu í ljós gremju sína gagn-
vart afstöðu Bjarna og ann-
arra þingmanna flokksins til
Icesave. „Ískalt hagsmunamat
þeirra er talsvert undir frost-
marki venjulegs siðferðis,“
sagði Tómas Ingi Olrich, fyrr-
verandi ráðherra flokksins, til
að mynda og er deginum ljós-
ara að hverjum þeim orðum
var beint. Björn Bjarnason,
fyrrverandi ráðherra flokksins,
tók undir gagnrýni Tómasar á
flokksforystuna í þessu máli í
pistli sínum á Evrópuvaktinni.
Þreytt á bekknum
Hanna Birna þurfti að sjá á eftir
borgarstjórastólnum í hendur
Jóns Gnarr þegar Besti flokkur-
inn kom öllum að óvörum og
sigraði í síðustu borgarstjórn-
arkosningum. Hanna Birna
hafði þá setið sem borgarstjóri
í rúmlega eitt og hálft ár og
unað sér vel sem slíkur. Þeg-
ar hún settist í stólinn var hún
fjórði borgarstjóri Reykvíkinga
á um tíu mánuðum og þótti
mörgum sem hún hefði náð að
lægja þær öldur sem voru inn-
an borgarstjórnarinnar á þeim
tíma. Það er því ekki skrýtið að
það hafi komið Hönnu Birnu
á óvart þegar Besti flokkurinn
með Jón Gnarr í fararbroddi
velti henni og Sjálfstæðis-
flokknum úr sessi sem stærsta
aflinu innan borgarstjórnar-
innar.
Margir, og væntanlega
Hanna Birna þar á meðal,
gerðu ráð fyrir að stjórn Besta
flokksins og Samfylkingarinn-
ar yrði ekki langlíf. Innan Besta
flokksins var lítið um pólitíska
reynslu og því var búist við
að einhver þyrfti að hlaupa í
skarðið þegar Besti flokkurinn
gæfist upp á verkefnum borg-
arinnar. Þessi atburðarás hefur
aftur á móti látið á sér standa
og virðist sem meirihluti Besta
flokksins og Samfylkingarinn-
ar ætli að lifa út kjörtímabilið.
Eftir því sem DV kemst næst
þarf ansi mikið að ganga á til
að samstarfið þar á milli slitni.
Hanna Birna og fylgis-
menn hennar eru því orðin
ansi óþolinmóð og eiga erfitt
með að hugsa þá hugsun til
enda að hún starfi sem borg-
arfulltrúi í tæp þrjú ár til við-
bótar. Hanna Birna tók í kjölfar
kosninganna við embætti for-
seta borgarstjórnar en sagði sig
frá því starfi í apríl síðastliðn-
um. Hanna Birna bar því við að
ekki hefði verið staðið við fyrir-
heit um að halda áfram að inn-
leiða ný vinnubrögð og aukið
samstarf í samræmi við yfirlýs-
ingu allrar borgarstjórnar eins
og það var orðað á þeim tíma.
Hanna Birna gegnir í dag
engu formlegu embætti innan
borgarinnar eftir að hún hætti
í starfi forseta borgarstjórnar,
fyrir utan að vera borgarfulltrúi
og sitja í borgarráði. Slíkt er
auðvitað mikil viðbrigði fyrir
manneskju sem gegndi starfi
borgarstjóra fyrir rétt rúmu ári.
Ljóst er að Hanna Birna renn-
ir hýru auga til aukinna áhrifa
innan Sjálfstæðisflokksins og
er talið að hún íhugi alvarlega
að bjóða sig fram til formanns
eða varaformanns Sjálfstæðis-
flokksins. Helsta hindrunin í
vegi hennar er ef til vill sú að
hún vill helst komast til áhrifa
án þess að styggja aðra valda-
menn innan flokksins. Hennar
óskastaða væri því sú að sátt
myndaðist um að koma henni
til aukinna valda innan flokks-
ins, sem gæti mögulega stuðl-
að að því að lægja öldur á með-
al flokksmanna.
Ekki er hefð fyrir því innan
íslensku stjórnmálaflokkanna
að formenn þeirra starfi innan
borgarinnar. Öllu heldur mætti
segja að allar hefðir segi til um
að formenn flokkanna starfi í
landsmálunum. Svo gæti far-
ið að Hanna Birna vildi taka
minna skref í þetta skiptið og
sækjast eftir embætti varafor-
manns. Eina hættan er sú að
ef sterkur leiðtogi stígur fram
og tekur við embætti formanns
gæti orðið erfitt fyrir Hönnu að
velta þeim einstaklingi úr stóli
þegar hún telur sinn tíma vera
kominn.
Kallað á foringjann
Foringinn, eins og hann er
kallaður af sínum hörðustu
fylgismönnum ritstýrir Morg-
unblaðinu í dag og eru marg-
ir sjálfstæðismenn sem sakna
þess þegar Davíð Oddsson
stýrði flokknum styrkri hendi.
Það skal því engan undra að
menn velti því fyrir sér hvort
Davíð sé líklegur til að boða
endurkomu sína í stjórnmál-
in. Davíð á traust bakland í
flokknum en ólíklegt þykir að
Davíð bjóði sig fram til for-
manns. Hann mun væntan-
lega heldur ekki lýsa því yfir
að hann bjóði sig ekki fram þar
sem ótti manna við framboð
hans heldur þeim á tánum.
Davíð getur haft áhrif á
samfélagsumræðuna í starfi
sínu sem ritstjóri Morgun-
blaðsins og á eflaust eftir að
gera það í nokkur misseri til
viðbótar. Hann varð 63 ára í
byrjun árs og á enn nokkur góð
ár eftir. Spurningin er hins veg-
ar sú hvort hann hafi áhuga á
að eyða þeim við það að koma
Sjálfstæðisflokknum til valda
á ný. Valdatímabil hans ein-
kenndist af setu hans í ríkis-
stjórn og þurfti hann ekki að
láta reyna á setu í stjórnarand-
stöðu. Ljóst er að Davíð vill
vera þar sem hann fær að ráða.
Erfitt hefur reynst þeim
Bjarna og Geir H. Haarde að
feta í fótspor Davíðs eftir að
hann lét af starfi formanns
flokksins. Geir lét af störfum
eftir að hann greindist með
æxli í vélinda. Á þeim tíma var
hann búinn að sitja sem for-
maður flokksins og forsætis-
ráðherra í gegnum íslenska
efnahagshrunið. Hlutverk
Bjarna var að rífa flokkinn upp
úr þeim dal sem hann var í eft-
ir hrunið en hann hefur neyðst
til að sitja í stjórnarandstöðu
eftir að hann tók við sem for-
maður. Hvort sem um er að
kenna aðstæðum eða fólki, þá
er leitun að einstaklingi sem
getur leitt Sjálfstæðisflokkinn
eins og Davíð gerði á sínum
árum við völd.
Foringjaslagurinn í
Sjálfstæðisflokknum
n Bjarni sterkur þrátt fyrir áföll og skiptar skoðanir n Hanna Birna orðin þreytt á að vera í
andstöðu innan borgarinnar n Skortur á öðru frambærilegu fólki til að velta forystu úr sessi
I
cesave-málið veikti stöðu
Bjarna Benediktssonar,“
segir Grétar Þór Eyþórsson,
prófessor í stjórnmálafræði
við Háskólann á Akureyri. Í fram-
haldi af Icesave vöknuðu raddir og
kröfur innan flokksins um að halda
landsfund. Hann segir að svo hljóti
að vera að það standi í einhverjum
tengslum við að breyta einhverju
í forystu flokksins. Erfitt sé hins
vegar að segja til um hvort ein-
hverjar breytingar séu fram undan
þó að áhugi sé fyrir því innan
einhverra hópa innan flokksins.
„Þeir sem hafa áhuga á því að fella
Bjarna eru þeir sem fylgdu þessari
Davíðslínu, ekki síst í Icesave-mál-
inu,“ segir Grétar og tekur fram að
sá hópur muni ekki sætta sig við
Kristján Þór Júlíusson. Kristján var
í fjárlaganefndinni á sínum tíma
sem vildi semja um málið.
„Það er ekkert skrýtið þó nafn
Hönnu Birnu sé nefnt. Henni tókst
að halda friðinn í lok síðasta
kjörtímabils en hún vann engan
sigur í kosningunum í fyrra. Ætli
hennar tími komi ekki síðar,“ segir
Grétar sem telur Hönnu Birnu einn
af framtíðarleiðtogum flokksins.
Hann telur það spennandi til-
hugsun ef einhver af konunum
innan flokksins myndi láta á
það reyna að bjóða sig fram til
formanns flokksins. Það geti þó
vel verið að staða Bjarna sem
formanns sé nægilega sterk til
að hann geti staðið slíka atlögu
af sér. „En svo er spurning hvort
hið óvænta muni gerast, eins og
árið 1991,“ segir Grétar og vísar
til þess þegar Davíð Oddsson
kom óvænt inn og felldi Þorstein
Pálsson í kjöri um formann
flokksins.
Telur áhuga innan flokksins á breytingum:
„Icesave veikti
stöðu Bjarna“
Stjórnmál
Guðni Rúnar Gíslason
gudni@dv.is
„Hanna Birna
og fylgis-
menn hennar eru því
orðnir ansi óþolin-
móðir.
Þreytt í borginni Hanna Birna vill sátt um sín störf en hefur áhuga á að
komast til meiri valda.
Tapaði fyrir Bjarna Ólíklegt
þykir að Kristján Þór Júlíusson fari í
framboð gegn Bjarna á ný.