Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2011, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2011, Síða 25
Erlent | 25Helgarblað 5.–7. ágúst 2011 VITA er lífið Alicante VITA | Suðurlandsbraut 2 | Sími 570 4444 | VITA.is Kynntu þér ferðamöguleikana og skráðu þig í netklúbbinn á VITA.is Flugsæti, 10. ágúst Verð frá 29.900 kr. Innifalið: Flug til Alicante og flugvallarskattar. Vikulegt flug út október 2011. ÍS LE N SK A/ SI A. IS V IT 5 58 63 0 8/ 11 Þrátt fyrir að þrælahald hafi verið gert ólöglegt í Máritaníu árið 2007 hefur enginn þrælahaldari verið dæmdur þar í landi. Mannréttinda- samtök hafa bent á að þrátt fyrir lagabreytingar virðist réttarkerfið þar í landi ekki geta tekið á þessum málum. Þrælahald hefur viðgengist í Máritaníu í margar aldir. Tölur eru eitthvað á reiki en að minnsta kosti 20 prósent íbúa landsins – 600 þús- und – eru þrælar. Yfirleitt eru þrælar dökkir á hörund en þrælahaldarnir hvítir arabar. Þrátt fyrir að þrælahaldarar hafi ekki verið dæmdir í Máritaníu hafa aðgerðasinnar sem berjast gegn þrælahaldi fengið að finna fyrir því. Biram Dah Abeid er leiðtogi samtaka sem berjast gegn þrælahaldi í Márit- aníu, en honum var stungið í örygg- isfangelsi í lok síðasta árs þar sem honum var haldið með herskáum íslamistum. Var hann sakaður um að hafa ráðist á lögreglumenn en í grein The Guardian um málið segir að síð- ar hafi komið í ljós að lögreglumenn höfðu ráðist á hann. DV hefur undanfarið fjallað um flóttamanninn Mouhamde Lo sem flúði þrælahald í Máritaníu við illan leik. Hann felur sig nú fyrir íslensk- um yfirvöldum en Útlendingastofn- un hefur úrskurðað að senda skuli hann aftur til Noregs þar sem um- sókn hans um hæli hefur þegar ver- ið hafnað. DV tæpir hér lauslega á bágri stöðu mannréttindamála í Má- ritaníu. Í fangelsi fyrir andstöðu Ýmis mannréttindasamtök for- dæmdu handtöku Abeids og al- þjóðasamtök gegn pyntingum sögðu einu ástæðuna fyrir árásinni á Abeid vera þá að refsa manninum fyr- ir að berjast fyrir mannréttindum. Abeid var hluti af hreyfingu aðger- ðasinna og mótmælenda sem börð- ust fyrir því að þrælahaldarar yrðu dæmdir eftir lögunum sem sett voru árið 2007. Fatima Mbaye, talskona mannréttindasamtaka í Máritaníu, sagði í samtali við franska miðilinn Le Monde fyrr á þessu ári að eng- inn hefði verið dæmdur fyrir þræla- hald vegna þrýstings sem dómstólar verða fyrir af hendi íhaldssamra og trúaðra hópa. Abeid var handtekinn eftir að hann kom á lögreglustöð með tvær stúlkur – níu og þrettán ára – en þær höfðu verið þrælar í eigu fjölskyldu lögreglustjórans. Rifrildi átti sér stað á milli Abeids og lögregluþjón- anna sem endaði með því að Abeid varð fyrir meiðslum. Mbaye er sann- færð um að Abeid sé ofsóttur vegna stjórnmálaskoðana sinna og póli- tískra aðgerða. Ibrahima Diallo, tals- kona frelsishreyfingar Máritaníu í Evrópu, sagði í samtali við le Monde að Abeid hefði vitað þetta. „Hann vissi að þeir vildu eyðileggja pólitíska starfsemi hans. Nú er hann hræddur um líf sitt.“ Barnaþrælkun Abeid var ekki sá eini sem var hand- tekinn fyrir pólitískar aðgerðir. Að minnsta kosti fimm aðrir fengu sömu meðferð. Í kjölfar öflugra mótmæla alþjóðlegra mannréttindahreyfinga, þar á meðal Amnesty International, neyddist forseti Máritaníu, Moha- med Ould Abdel Aziz, til þess að veita þeim sakaruppgjöf. Eftir hung- urverkföll mótmælenda þrælahalds nú í vor neyddust yfirvöld í Márit- aníu til þess að bregðast við og hand- taka þrjár konur sem sakaðar höfðu verið um að selja börn í þrældóm í höfuðborginni Núaksjott. Í kjölfarið voru þær sóttar til saka fyrir þræla- hald og er það í fyrsta skipti í sögu Máritaníu sem það gerist. Fórnarlömbin voru Salka Mint Ahmed, ellefu ára, Meima Mint Amar, þrettán ára, og Mint Moha- med Lemine, fjórtán ára. Þau fædd- ust eins og svo margir aðrir íbúar Máritaníu inn í þrældóm og voru í eigu kvennanna sem sóttar voru til saka. Barnaþrælarnir voru sendir úr sveitinni og til höfuðborgarinnar fyr- ir um tveimur árum þar sem börnin voru látin sinna þrifum á heimilum kvennanna frá morgni til kvölds. Strokuþræll flýr íslensk yfirvöld Á heimasíðu Flóttamannastofn- unar Sameinuðu þjóðanna segir að þrælahald sé hluti af gamalgró- inni samfélagsgerð Máritaníu. Kyn- slóð eftir kynslóð séu þrælar í eigu heilu fjölskyldnanna neyddir til þess að vinna kauplaust við að sjá um kamel dýr eigendanna og þjóna til borðs. Þá eru konur og ungar stúlkur seldar í kynlífsþrældóm heima fyrir eða til Mið-Austurlanda. Þá gerir rík- isstjórn landsins engan veginn nóg til þess að koma í veg fyrir smygl á þrælum, að mati Flóttamannastofn- unarinnar. Mouhamde Lo, sem fæddist inn í fjölskyldu þræla í Máritaníu og tókst með naumindum að strjúka þræla- haldara sinn, hefur sagt við DV að afar slæm örlög bíði hans þar í landi. Eins og fram hefur komið í umfjöll- un DV eiga strokuþrælar í Máritaníu á hættu að verða refsað fyrir flóttann með geldingu og/eða dauða. Máls- meðferð Lo hér á landi hefur verið harðlega gagnrýnd. Á meðal þess sem hefur verið gagnrýnt er að hon- um var ekki veitt nægjanlega góð túlkaþjónusta. Það hafði þær afleið- ingar að hann var í skýrslu Útlend- ingastofnunar sakaður um að hafa stundað sauðaþjófnað í heimalandi sínu. Hann kannast hins vegar ekk- ert við að hafa verið sauðaþjófur eða að hafa sagt slíkt við skýrslutöku. Ögmundur Jónasson innanríkisráð- herra hefur varið úrskurð Útlend- ingastofnunar. Hroðaleg örlög þræla í Máritaníu „ Barnaþrælarnir voru sendir úr sveitinni og til höfuðborg- arinnar fyrir um tveimur árum þar sem börnin voru látin sinna þrifum á heimilum kvennanna frá morgni til kvölds. n Að minnsta kosti 20 prósent íbúa Máritaníu eru í eigu hvítra þrælahaldara n Þrælahald varð ólöglegt í Máritaníu árið 2007 n Stjórnvöld og dómstólar veikburða og lítill vilji er til að takast á við vandann Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is Í felum Mouhamde Lo flúði úr þrælahaldi og hefur sótt um hæli hér á landi. Ákvörðun hefur verið tekin um að vísa honum úr landi en hann er í felum fyrir íslenskum yfir- völdum. Þrælamæðgin Móðir og barn sem halda til í Keube- fátækrahverfinu í höfuð- borginni Núaksjott í Máritaníu. Í það minnsta 20 prósent íbúa landsins eru þrælar en þeir sinna meðal annars kameldýrum eigenda sinna og þjóna til borðs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.