Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2011, Qupperneq 26
A
lvarleg hungursneyð ríkir í
Afríku. 11 milljónir manna
þurfa bráðnauðsynlega á hjálp
að halda, þar af 700.000 börn
sem gætu dáið vegna vannæringar.
Ástandið versnar stöðugt og hjálpar
samtök hafa sent út neyðarkall. Á
meðan er fimm hundruð svínum
slátrað á Íslandi til að þurrka út sam
keppnisaðilann.
Einum þriðja af matvælafram
leiðslu heimsins er hent, eða um 1,3
billjónum tonna af mat á ári, sam
kvæmt Sameinuðu þjóðunum. Mat
vælum er fleygt á framleiðslustigi, við
flutninga, á mörkuðum, í verslunum
og inni á heimilum. Ástæðurnar eru
margvíslegar, of mikið er framleitt,
verðið er of lágt og matvælin uppfylla
ekki útlitskröfur neytenda. Ávextir og
grænmeti þykir ólögulegt og brauð
endar ógirnilegir. Og núorðið kunna
fæstir að kaupa inn samkvæmt þörf
um fjölskyldunnar.
Aðeins þyrfti að nota einn fjórða af
því sem hent er í Bandaríkjunum og
Evrópu til að fæða alla þá sem svelta
víða um heim, sem telja um einn
milljarð manna. Þessi fjörutíu millj
ón tonn sem enda í ruslinu í Banda
ríkjunum einum saman myndu líka
duga til. Og vatnið sem er notað í að
rækta óþarfa matvæli gæti dugað fyr
ir heimilishald hjá níu milljörðum
manna. Með neyslusamfélaginu,
sem er drifið áfram af græðgi, ofur
skömmtum og tískustraumum, hef
ur okkur tekist að nota einn þriðja
af auðlindum jarðar á þrjátíu árum.
Við höfum eytt þrjátíu prósentum
af skógum jarðar, 25 prósentum af
jarðvegi, helmingi olíunnar og fos
fats. Tuttugu og fimm prósent spen
dýra eru á hættulista og þúsundir teg
unda deyja út á hverju ári. Vistkerfi á
landi og í höfum eru í hættu. Vegna
ofneyslu.
Íslendingar hafa lengi haldið því
fram að þeir séu umhverfisvæn þjóð.
Þeir séu svo tengdir náttúrunni. En
samkvæmt dr. Kristínu Völu Ragn
arsdóttur, forseta verkfræði og nátt
úruvísindasviðs HÍ, á það ekki við rök
að styðjast. Vill hún meina að með
amerískum lífsstíl þyrftum við fimm
plánetur til að lifa af ef svo fer sem
horfir, þrjár fyrir lífsstíl Evrópubúans
en 21 fyrir lífshætti Íslendinga.
Endurvinnslu á Íslandi er líka
verulega ábótavant. Í fréttum í vik
unni kom fram að Íslendingar end
urvinna ekki nema hluta þeirra um
búða sem Evrópulöggjöfin tilgreinir.
Mörður Árnason, formaður um
hverfisnefndar Alþingis, tók það þó
fram að gæta þyrfti að því að endur
vinnslan yrði ekki of dýr fyrir neyt
endur. Það er áhugavert viðhorf í
ljósi þess hvað það kostar jarðarbúa
að keyra samfélög áfram á neyslu og
framleiðslu.
Á rúmum fimmtíu árum hafa
menn breytt vistkerfum heims
meira en á nokkru öðru skeiði í
sögu mannkyns samkvæmt úttekt
Sameinuðu þjóðanna. Eyðing
búsvæða, ósjálfbær nýting auðlinda,
loftslagsbreyting og mengun eru
á meðal þess sem veldur. Nú er
kannski kominn tími til að staldra
við og skoða hvað það er sem við
raunverulega þurfum og leita leiða
til að bæta úr þessu ástandi.
Benti Mörður líka á að sveitar
félögin þyrftu að standa sig betur,
þar á meðal Reykjavík. Borgarstjórn
gæti tekið Fljótsdalshérað sér til fyr
irmyndar með þriggja tunnu kerfi
fyrir íbúa, þar sem eitt ílát er fyrir al
mennt sorp, eitt fyrir flokkað sorp og
eitt fyrir lífrænt sorp. Flokkaða sorpið
er flutt til endurvinnslu, það lífræna
til moltugerðar, sem hægt er að nýta
við uppgræðslu og gróðursetningu,
en almenna sorpið er það eina sem
er urðað. Fyrirkomulagið er Fljóts
dalshéraði til hróss og væri óskandi
að Reykjavíkurborg tæki þetta kerfi
upp. Það ætti ekki aðeins að vera á
heimilum fólks heldur einnig á öll
um leikskólum og grunnskólum svo
börnin læri strax á unga aldri að end
urvinna, að við borgum fyrir neysl
una og að í ruslinu felist verðmæti.
26 | Umræða 5.–7. ágúst 2011 Helgarblað
tryggvagötu 11, 101 reykjavík
Útgáfufélag: Dv ehf.
Stjórnarformaður:
Lilja Skaftadóttir
Ritstjórar:
jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is
og reynir traustason, rt@dv.is
Fréttastjóri:
Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is
Umsjón helgarblaðs:
Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is
Umsjón innblaðs:
Ásgeir jónsson, asgeir@dv.is
DV á netinu: dv.is
Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010,
Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050.
Smáauglýsingar: 512 7004.
Umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins
á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
verðmætin í ruslinu
Leiðari Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar.
Bókstaflega
Stríð Ögmundar
n Ekkert lát er á stríðsátökum Ög-
mundar Jónassonar innanríkisráð
herra og Steingríms J. Sigfússonar
fjármálaráðherra
innan Vinstri
grænna. Hermt
er að ískuldi ríki
á milli þeirra
þótt sólin nái
stöku sinnum
að brjótast fram.
Stærstu átökin
milli þeirra nú
um stundir eru um nýtt fangelsi
sem Ögmundur vill ólmur byggja.
Steingrímur er aftur á móti á þeirri
línu að nota húsakost sem er til
staðar eins og í Víðinesi. Einhverjir
spá því að lokauppgjör milli turn
anna tveggja sé óumflýjanlegt. Þar
sé aðeins spurning um kjark Ög
mundar til að taka formannsslag.
Bjarna Ben hótað
n Hatursvefurinn amx.is sendi
Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálf
stæðisflokksins, viðvörun á dög
unum í gegn
um svokallað
fuglahvísl, sem
fullyrt er að Björn
Bjarnason, frændi
Bjarna, skrifi
ásamt fleirum.
Þar er velt upp
þeim möguleika
að formaðurinn
fái mótframboð í haust. Það velti þó
á því hversu skýr Bjarni verði í and
stöðu sinni við ESB eða hvort „ískalt
hagsmunamat“ verði látið ráða för
og gengið þannig gegn landsfundi.
Í lokin kemur hótunin um að ef ná
hirðin ráði ekki verði stofnaður nýr
flokkur á hægri vængnum og þá lík
lega undir forsæti Davíðs Oddssonar.
Dylgjur Eiríks
n Hannes Hólmsteinn Gissurarson
prófesor lenti í klóm þess alræmda
blaðamanns Pressunnar, Eiríks Jóns-
sonar, á dögun
um. Tilefnið var
Hinsegin dagar.
Vildi Eiríkur fá
að vita hvort
Hannes ætlaði
að mæta í Gay
Pridegönguna.
Tilgangurinn var
augljóslega sá
að koma höggi á prófessorinn með
dylgjuskrifum. Viðbrögðin létu enda
ekki standa á sér í athugasemdum
við umfjöllunina. Einhverjir rifjuðu
upp feril Eiríks í fjölmiðlum sem þeir
töldu vera nálægt botninum.
Atli horfinn
n Órólegi þingmaðurinn Atli Gísla-
son hefur verið sem týndur og tröll
um gefinn frá því hann kom Geir H.
Haarde, fyrrver
andi forsætis
ráðherra, fyrir
landsdóm. Atli
sagði sig úr þing
flokki VG ásamt
Lilju Mósesdóttur
og Ásmundi Daða
Einarssyni. Síðan
hefur ekkert af
honum heyrst opinberlega. Ein
hverjir telja að hann sé um það bil
orðinn fráhverfur þingmennsku.
Sandkorn
B
yggðastofnun er á meðal
merkari fyrirbæra Íslandssög
unnar. Þar er gjarnan flækju
stig langt yfir því sem þekk
ist. Boðleiðir hafa verið langar og
algengt er að stofnunin vinni gegn
byggð og mætti því gjarnan heita
óbyggðastofnun.
Þ
etta sést glöggt ef litið er til
þess litla þorps Flateyrar á
Vestfjörðum. Þar varð það
áfall að kvóti var seldur með
þeim afleiðingum að hjól atvinnu
lífsins hættu að snúast. Fólkið hafði
ekki vinnu. Þá kom eðlilega til kasta
Byggðastofnunar sem náði að koma
að málum með flækjustigi sínu. Fyr
irtækinu Lotnu voru fengnir lyklar að
vinnsluhúsum og því afhentur bátur
til veiða. Kaupsamningur var undir
ritaður. Nokkrum mánuðum seinna
komst flækjufótur Byggðastofnunar
að því að rangir menn hefðu hreppt
gæðin. Það var því hafist handa við
að semja við fyrirtækið Toppfisk. En
þá kom babb í bátinn. Lotnumenn
neituðu að skila bátum og húsakosti
og héldu fast um lyklana. Þannig er
þetta ennþá nema að Toppfiskur er
hættur við að hefja vinnslu.
E
n mál eru ekki alltaf svona flók
in hjá Byggðastofnun. Þar inn
an dyra er sem grár köttur gam
all ráðherra, Sturla Böðvars son,
sem situr í stjórn. Sturla hefur innleitt
splunkunýja starfshætti. Í stað þess
að vera stöðugt að semja við óskyld
an aðila hefur hann ákveðið að vera
báðum megin við borðið og einfalda
allt. Sturla var gerður að stjórnarfor
manni ævintýrafyrirtækisins sem er
að stofnsetja ökugerði í hrauninu á
Reykjanesi. Sturla stjórnarformað
ur samdi síðan við Sturlu stjórnar
mann í Byggðastofnun um
200 milljóna króna lán í
þágu þess verkefnis að
efla byggð í hrauninu.
Þarna eru engin vanda
mál eins og gerist á Flat
eyri þar sem þrír þurfa að
semja. Ökugerðið í hrauninu rís með
ógnarhraða og þar er enginn vafi á
því hver fer með lyklavöld og stýrir
lánveitingum og lántökum.
Þ
essi einföldun verkferla hjá
Byggðastofnun er hluti af
stóru verkefni sem innan
dyra kallast „Sturlun Byggða
stofnunar“. Þetta snýst í stuttu máli
um að hafa alla samningagerð sem
einfaldasta og útrýma sem kostur
er flækjustiginu. Pattstaða eins og
á Flateyri mun aldrei aftur koma
upp þegar stjórnir stofnunarinn
ar og viðskiptavina hafa verið sam
þættar eins og gerðist með ökugerð
ið í eyðihrauninu. Aðgerðin Sturlun
Byggðastofnunar er til fyrirmyndar
og eftirbreytni fyrir allar opinberar
stofnanir.
opinber sturlun
Svarthöfði
„Við erum mjög
svipuð. Ég fékk
bæði kostina og
gallana.“
n Gréta Morthens, dóttir Bubba, segist
lík karli föður sínum. – DV
„Þetta er fyrir
neðan allar
hellur. Það eru
of margir leik-
menn sem þurfa að
fara að hugsa sinn gang.“
n Ólafur Þórðarson var brjálaður út í
Fylkismennina sína sem töpuðu 1–3 gegn
íBv í Pepsi-deildinni. – fotbolti.net
„Nú erum við bara
á leiðinni í sjón-
varpið og ég er
með aflitað hár
og allir halda að ég
sé orðinn geðveikur.“
n rapparinn og grínarinn Dóri DNA
þurfti að aflita á sér hárið fyrir sjónvarps-
þátt Mið-íslands. – Fréttablaðið
„Sævar Ciesielski
var meiri maður
en flestir þeir
sem hreykja sér
hærra.“
n Fræðimaðurinn og stjórnlagaráðsmeð-
limurinn Illugi Jökulsson bar vin sinn
Sævar Ciesielski til grafar og sagði hann
ódeigan baráttumann fyrir réttlæti. –
Bloggsíða Illuga á Eyjunni
N
ú er lokið hinni árlegu eld
messu Eyjamanna, þar sem
Árni Johnsen fær óáreittur
að nauðga eyrum sukkaðra
samkomugesta. Og þrátt fyrir að
Árni sé (í þetta skiptið) ekki kærð
ur fyrir spjöll sín, berast lögreglu
alltaf kærur frá konum sem vilja
meina að þeim hafi verið nauðgað.
Þessar konur eiga það þó sameigin
legt með flestum öðrum íslenskum
konum, í svipuðum sporum, að mál
þeirra verða látin niður falla. En ef
heppni stýrir því svo, að karlpungar
fái dóm, mega konurnar þó vart eiga
von á bótum. Ja, ekki nema þær státi
af þeirri lukku að hafa verið nauðg
að af guðsmanni; þá hleypur þjóð
kirkjan til og borgar fyrir dráttinn.
Fórnarlömb óréttlætis eiga það
sameiginlegt að gerandinn er sá
sem fær fullnægingu illkvittni sinn
ar. Og svo kemur að því að bolurinn
metur rétt og rangt. En þá fyrst fara
málin að verða óskýr, því heimskan
hefur völdin.
Síðustu dagana hef ég lesið á net
inu orð fólks sem hefur sagt sem svo,
að við Íslendingar gætum losnað við
alla hvítflibbaglæpi og yfirstéttar
misrétti ef við værum svo lánsöm
að eiga svo hugdjarfan starfsmann
dómstóls götunar, einsog Norð
menn státa af. Breiðavíkurdrengur
inn norski, sem í níu ár, skipulagði
ódæði sitt, nýtur í dag meðaumk
unar vegna þess að hann er líklega
skápahommi, tölvuleikjafíkill og
hefur aldrei kynnst föður sínum.
Við eigum semsagt boðbera
ranglætis sem lofa níðingsverk, á
þeirri forsendu, að farga beri þeim
sem fegurðinni spilla. Ég sé fyrir
mér krúnurökuð illmenni, sverjandi
nýnasisma hollustu sína. Og við
bjóðurinn vex í skjóli heimsku, hé
góma, þjóðrembu og einstaklings
upphefðar.
Ýmsum mannanna verkum verð
ur aldrei lýst með viðeigandi hætti.
Þau eru á svo háu eða svo lágu plani
að orð og hugsun ná ekki að dekka.
Oftast er hryllingurinn byggður á
hreinni og tærri græðgi, aumum
ótta eða fullkominni vanþekkingu.
Ótti við aðrar þjóðir, ótti við yfirvald
í formi trúarskoðana, ótti við að
einstaklingurinn verði undir í stríð
inu við fjöldann, óttinn við að við
urkenna heimsku sína. Menn óttast
jöfnuðinn, útlendingana, múslim
ana; framkvæmdavaldið, löggjafar
valdið, dómsvaldið, fjölmiðlavaldið
og peningavaldið. En innst inni vita
sköllóttar fjallkonur allra þjóða, að
það er sama hvernig við óttumst í
þágu óttans; einn góðan veðurdag
átta íbúar Jarðarinnar sig á því, að
við erum öll, ein og sama þjóðin.
Óttinn brýnir öll sín tól,
hans ógn er slæmt að mæta
en vonin getur veitt þeim skjól
sem vilja heiminn bæta.
Skáldið skrifar
Kristján
Hreinsson
Sköllótta fjallkonan
„Fórnarlömb órétt-
lætis eiga það
sameiginlegt að gerand-
inn er sá sem fær full-
nægingu illkvittni sinnar.
„Matvælum er fleygt
á framleiðslustigi.