Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2011, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2011, Blaðsíða 33
ana sem tróð upp á Hinsegin dögum á fimmtudagskvöldið en þeir félagar sendu frá sér sína fyrstu plötu í júní. „Ég hef verið viðloðandi tónlist frá unglingsárum en þar til við komum fram á Hinsegin dögum hafði ég ekki komið fram á sviði í 27 ár. Það hefur alltaf verið mikil tónlist í fjölskyldu minni og ég man ekki eftir móður minni öðruvísi en syngjandi við pott- ana. Pabbi spilar líka á harmónikku og Rúnar Þór bróðir minn hefur verið í hljómsveitum frá 14 ára aldri. Sjálf- ur var ég í pönkhljómsveitinni Reflex en því ævintýri lauk eftir að Rúnar fór að gefa út plötur og ég fór að semja texta fyrir hann.“ Heimir segir plötuna hafa feng- ið ágæta dóma í Fréttablaðinu en að annars hafi lítið verið fjallað um hana. „Ég bjóst ekkert við að þetta yrði mega hittari – sumarplata ársins – en hún hefur ekki fengið mikla spil- un,“ segir hann og bætir við að hann hræðist ekki gagnrýnina. „Auðvitað er ég aðeins spéhrædd- ur þegar kemur að tónlist minni en ég geri mitt besta og get ekki betur. Mér er ekki sama hvað fólki finnst en fólk má alveg gagnrýna mig. Hins vegar er Þór Eldon og allir þeir tón- listarmenn sem unnu með mér það miklir fagmenn að ég tek því illa ef fólk gagnrýnir hljóðfæraleikinn.“ Þegar hann er spurður hvort hann sé góður söngvari hugsar hann sig lengi um. „Góðir söngvarar eru þeir sem syngja frá hjartanu og það geri ég. Ég er kannski ekki með mesta raddsviðið, ég er engin Maria Callas eða Freddy Mercury, en þau hefðu verið slappir söngvarar ef þau hefðu ekki sungið ekki frá hjartanu. Ef fólk meðtekur og hefur sama hjartalag og ég, skynjar það að þetta er sung- ið með mestu einlægni sem hægt er. Vonandi skilar það sér. Ef ekki þá er ég á meðal lélegustu söngvara lands- ins og þótt víðar væri leitað.“ Áfall að missa mömmu Heimi Má er margt til lista lagt en hann hefur gefið út fimm ljóðabæk- ur. Hann og Þór Eldon kynntust ein- mitt þegar þeir voru báðir götuskáld í Reykjavík, upp úr 1980. Hann seg- ir skáldin í grunninn alltaf yrkja um það sama, það er ástina, söknuðinn, lífið og dauðann. „Sjálfur hef ég bara ort eitt ljóð um ævina og er alltaf að reyna að gera það fyrsta betra,“ seg- ir hann en textarnir á plötunni fjalla nokkrir um sorgina. Móðir Heimis lést eftir stutta bar- áttu við krabbamein en platan var gefin út á afmælisdegi hennar. „Móð- ir mín fæddist 9. júní og lést 30. janú- ar 2008. Fráfall hennar var mikið áfall fyrir mig en mamma var minn besti vinur og aðdáandi númer eitt,“ segir hann og bætir við að það hafi komið honum á óvart hve erfiður móður- missirinn reyndist honum. „Við Þór byrjuðum að vinna sam- an ári seinna og eftir á að hyggja var sú vinna mín leið út úr söknuðinum og sorginni. Ég veit ekki hvað hefði komið fyrir mig annars. Söknuðurinn var svo gífurlega mikill að á köflum var ég við að gefast upp,“ segir hann og bætir við að platan beri keim af þeim söknuði. „Við mamma vorum miklir félagar. Ég er yngstur systkin- anna og dekurbarn og ég held að ég hefði ekki getað gert neitt sem hefði valdið henni vonbrigðum. Og hún gerði aldrei neitt sem olli mér von- brigðum. Þetta var einlæg og óslit- in ást frá því að ég opnaði augun og horfði á hana í fyrsta skiptið þar til hún lést,“ segir hann og söknuðurinn leynir sér ekki í röddinni. Rauðu börnin og hvítu börnin „Pabbi er líka yndislegur og mikill vinur minn líka. Hann er allt öðru- vísi manneskja en mamma var. Hann er hvatvís framkvæmdamaður en þó líka tilfinningamaður, eins og við öll í fjölskyldunni. Ég hef réttlætis- kenndina frá pabba og hann kenndi mér líka að það er alltaf betra að segja sannleikann vegna þess að lyg- in kemur alltaf í bakið á manni. Lyg- ar bjóða aðeins upp á að vera sleginn niður aðeins seinna,“ segir hann og bætir við að þau systkinin séu einn- ig náin. „Við erum fjögur systkinin, tvö rauðhærð eins og pabbi og tvö ljós- hærð eins og mamma. Ég og syst- ir mín erum hvítu börnin og bræð- urnir þau rauðu. Við systkinin erum í reglulegu sambandi en þar sem við Rúnar höfum unnið saman í tónlist- inni erum við nánari, svona frá mín- um bæjardyrum séð. Systir mín er líka alltaf boðin og búin og fannst til dæmis ömurlegt að sjá gluggana heima hjá mér og hafði saumað og sett upp gardínur í stofunni hjá mér áður en ég vissi af.“ Kynhneigðin kom fjölskyldunni ekki við Þegar Heimir kom út úr skápnum var hann í sambandi með konu. „Ég kynntist stelpu þegar ég var 17 ára og var með henni þar til ég var 24 ára. Sennilega hef ég vitað að ég væri hommi frá því ég var fimm, sex ára en ég hélt bara að allir karlmenn væru eins og ég. Um tvítugt komst ég að því að svo var ekki og það var mikið áfall. Ég og Kristín, mín fyrrverandi, vorum og erum miklir vinir. Það er ekkert mál að slíta ástarsambandi en erfiðara að slíta vináttusambandi. Það eru engin illindi á milli okkar en þetta var mjög erfitt. Ekki síður fyr- ir hana. Hún var fyrsta manneskjan sem vissi að ég væri hommi,“ segir hann og bætir aðspurður við að hana hafi ekkert grunað. „Ekki frekar en mig. Alnæmi hafði verið mikið í umræðunni sem hinn nýi sjúkdómur. Enginn vissi ná- kvæmlega hvernig hann smitaðist en ég passaði mig á því að vera ekki með karlmönnum. En svo kom að því að ég gerði það og þá varð ég að segja henni frá og þar með var það komið á yfirboðið og ekki aftur snúið.“ Hann segist ekki hafa fundið þörf á að tilkynna fjölskyldunni að hann væri samkynhneigður. Þeim hafi í raun ekki komið málið við. „Ég hafði verið út úr skápnum í þrjú ár þegar ég flutti norður með þáverandi kær- asta mínum en hafði ekkert sagt for- eldrum mínum. Það kom að því að systir mín spurði mig hvort ég ætl- aði ekki að útskýra þetta og ég sagð- ist alveg geta það ef þau vildu það. Mér fannst þetta bara nokkuð aug- ljóst. Ég hafði verið með konu en var núna með manni. Foreldrar mín- ir og systkini studdu mig frá fyrstu stundu og ég fann aldrei fyrir því að ég væri minna bróðir þeirra eða sonur en áður. Það fyrsta sem pabbi spurði mig var hvort þetta þýddi að hann  yrði að ganga í samtökin 78. Þegar ég neitaði því sagðist hann nú samt ætla að gera það.“ 17 ára aldursmunur Heimir hefur verið í sambúð með Kanadamanninum Jean Franco- is Tessier undanfarin tíu ár. Sautj- án ára aldursmunur er á honum og Sjonna, eins og Heimir kallar hann. „Við kynntumst á netinu, það er ekk- ert leyndarmál, á gay.com. Við höfð- um spjallað saman í marga mánuði og það stóð ekkert til að við yrðum par en svo átti ég ferð til Kanada og þá hittumst við. Við erum búnir að vera saman síðan hann var 21 árs og ég 38 ára. Aldursmunurinn hef- ur aldrei skipt okkur máli. Hann er einbirni og ég er yngstur af fjórum systkinum. Sjonni hefur sennilega verið kall- aður nörd í Kanada. Hann er mjög vel lesinn og löngu áður en ég kynnt- ist honum hafði hann lesið þýðingar helstu skálda á Íslandi. Við byrjuðum að spjalla saman vegna áhuga hans á Íslandi og íslenskum veruleika en það var Björk sem kveikti þennan neista hjá honum. Sjonni er stoltur Íslend- ingur og talar alltaf um „okkur“ þegar hann talar um Íslendinga. Hann er al- veg jafn mikill Íslendingur og Kanada- maður. Hann skilur íslensku fullkom- lega, les öll íslensku blöðin og horfir á fréttir og hefur skoðanir á mönnum og málefnum. Hann veit örugglega meira um landið að sumu leyti en ég. Allavega þegar kemur að tónlist. Kannski er það aldursmunurinn en hann veit upp á hár hvað er að gerast í íslenskri tónlist og hefur al- gjörlega séð um að kaupa tónlist inn á heimilið síðustu tíu árin. Hann er ástríðufullur bókasafnari og tónlistar- unnandi og elskar meðal annars Ellý Vilhjálms og á allt sem hefur verið gef- ið út með henni,“ segir Heimir og að- dáun hans skín úr hverju orði hans. Kærastinn fékk líka starfstilboð Það eru einnig kaflaskil í lífi Jean Francois en í sömu viku og Heimi bauðst starfið hjá Iceland Express fékk hann spennandi starfstilboð. „Sjonni hefur ferðast mjög mikið, ferðalög eru hans ástríða og hafa ver- ið allt okkar samband. Ef ég ferðast vil ég vera á lágmark fjögurra stjörnu hóteli með morgunmat innifalinn en hann getur gist á sófa heima hjá einhverri kerlingu í Zagreb. Hann hefur ferðast um alla Austur-Evr- ópu og víðar. Ég veit eiginlega ekki hvert hann hefur ekki farið og hann talar sjö eða átta tungumál. Í einu af sínum ferðalögum kynntist hann, í Moskvu, konu sem er frá Quebec líkt og hann. Hún var nýlega kosin á þing í Kanada og hefur beðið Sjonna um að vera aðstoðarmaður sinn. Núna hefst því nýr spennandi og skemmti- legur kafli í hans lífi og ég er ofsalega ánægður með að fá að fylgjast með. Sjonni hefur starfað sem þjónn á Ís- landi síðustu tíu árin og þegar hann kom af síðustu vaktinni sagðist hann vonast til þess að hann ætti aldrei aft- ur eftir að heyra: „Átta cappuccino.“ Nema hann væri að panta sjálfur.“ Táfýla, skítugt hár og skap- brestir Jean Francois flytur til Ottawa í Kan- ada og fer strax á sunnudaginn og Heimir ætlar að fylgja honum vestur. Aðspurður óttast hann ekki að fjar- lægðin gangi af sambandinu dauðu. „Í dag er hann að ferðast allt upp í fimm mánuði á ári. Þetta er ekki allt hold, lífið. Líka andi. Það er jafn mik- ilvægt að huga að andanum eins og holdinu. Ástarsamband án vináttu er ekkert ástarsamband. Ekkert ástarsamband lifir ef þú ert ekki vinur makans. Upphaflegi neistinn, sem allir sem hafa orðið ástfangnir þekkja, endist ekki lífið. Fljótt ferðu að verða var við táfýlu, illa þrifið hár og skapbresti. Þá verð- ur þú að vera vinur manneskjunn- ar eða ekki, því að lokum snúast öll sambönd um vináttu. Bestu ástar- samböndin eru dýpstu vináttusam- böndin og það eru samböndin sem lifa,“ segir Heimir og bætir við að þeir Jean Francois deili sameigin- legum húmor. „Við hlæjum að sömu hlutunum og mín reynsla er að fólk sem þú getur hlegið með er fólk sem þú getur lifað með.“ Engin ást án vináttu Eins og gengur og gerist hefur ým- islegt gengið á í sambandi þeirra Jean Francois. Þeir voru í staðfestri sambúð en skildu og búa nú sam- an í miðborginni ásamt kisunni Snæfríði Ósk Tessier. „Ég átti tvær kisur en hann Blíðfinnur minn dó. Hann varð fyrir bíl þegar hann var að fara yfir gangbraut svo hann var í rétti. Kisinn dó fimm dögum á und- an mömmu svo þetta var mjög erf- itt tímabil sem dró mig mjög langt niður. Þá var það vináttan við Þór Eldon sem bjargaði mér. Góðir vin- ir, sem eru góðir við þig og þú ert góður við, eru mikilvægastir af öllu. Ekkert er mikilvægara en ástin en það er engin ást án vináttu. Hún er grundvöllurinn. Á endanum snýst þetta allt um fólkið sem þú elskar,“ segir Heimir sem verður fimmtugur á næsta ári. „Að eldast er bæði ógn- vænlegt og spennandi. Meðalaldur íslenskra karlmanna eru 78 ár, held ég, en ef þú reykir, eins og ég, þá deyrðu fyrr svo ég er á seinni hlutan- um. En það er allt í lagi. Ég er krist- inn maður og veit að vistin verður góð hjá Jesú.“ Kemur engum við hvað ég kýs Þrátt fyrir að Heimir sé að yfirgefa fréttamannsstarfið segist hann alls ekki vera kominn með nóg af skark- alanum og látunum sem því fylgja. „Langt í frá og ég afskrifa ekki að ég snúi til baka. Miðað við eftirlauna- aldur á Íslandi í dag á ég 17 ár eftir og varla er ég að fara að vinna hjá Ice- land Express næstu 17 árin. Enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér og ég hef ekki hugmynd um hvar ég verð eftir fjögur, fimm ár. Það er það sem gefur lífinu gildi. Fréttastarfið á mjög vel við mig. Eins og allir fréttamenn þá er ég of- boðslega forvitin. Nú er ég að fara vinna í félagi sem ég hef smá nasaþef um hvað snýst en á eftir að læra svo margt og á meðan er gaman.“ Hann segir þrálátan orðróm um tengsl hans við Samfylkinguna leiðigjarnan. „Það sjá allir hvað ég er að gera og það geta allir lagt sitt mat á það. Ég hef alltaf kom- ið til dyranna eins og ég er klædd- ur og hef aldrei farið í neinar felur með hvað ég stend fyrir. Það myndi örugglega koma mörgum á óvart ef þeir vissu hversu marga flokka ég hef kosið um ævina en það kemur ykkur ekkert við hvað ég kýs frek- ar en það kemur mér við hvað aðr- ir kjósa. En ekki láta ykkur detta í hug eina sekúndu að ég sé einhver örugg innistæða inni á pólitískri sparisjóðsbók Samfylkingarinnar – að það sé hægt að ganga að mínu atkvæði sem vísu. Ef fólk heldur því fram ætti það að snúa sér að öðrum spádómum,“ segir Heimir sem hef- ur sjálfur tekið þátt í stjórnmálum, sem fulltrúi vinstrimanna í stúd- entaráði 1987–1989 og árið 1999 þegar hann gaf kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík auk þess sem hann var framkvæmda- stjóri Alþýðubandalagsins um ára bil. Sjúkur og ljótur heimur Heimir segist búinn með sinn pólitíska kvóta. „Þegar þú hefur einu sinni séð inn í afturendann á stjórnmálum langar þig aldrei aft- ur að fara þangað inn. Ég ber virð- ingu fyrir stjórnmálamönnum allra flokka, þeir eru jafn nauðsynleg- ir og kalda og heita vatnið, en að vera inni í þessum heimi er sjúkt og slítandi. Stjórnmálamenn þurfa alltaf að vera með hugann við það hvort andstæðingar og jafnvel sam- flokksmenn séu að brýna hníf- ana, tilbúnir að stinga þig í bak- ið. Þetta er ljótur heimur og ég hef enga löngun til að tilheyra honum. Hins vegar ef einhver vildi gera mig að framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna þá myndi ég hugsa mig um í hálfan dag.“ Eins og vanalega ætlar Heimir að taka virkan þátt í Hinsegin dögum. Hann er bjartsýnn á þátttöku lands- manna og gefur lítið fyrir blammer- ingar þeirra sem segjast ekki hafa neitt á móti samkynhneigðum ef þeir gætu bara látið sig hverfa inn í fjöldann. „Þeir sem láta gönguna fara í taugarnar á sér mega halda sig heima. Það gengur nú ýmislegt á hjá þeim sem kalla sig „straight“, það er ekki eins og þeir séu alltaf í einhverjum himnadansi. Ég hef fengið að heyra af hverju ég þurfi alltaf að vera að tala um samkyn- hneigð en spyr þá á móti af hverju allar bækur, þættir og umræður yfir höfuð snúist ekki um neitt annað en kynlíf, barneignir og vandamál straight fólks. Fólk ætti nú að líta sér aðeins nær áður en það heldur svona ræður.“ Viðtal | 33Helgarblað 5.–7. ágúst 2011 Kynhneigðin kom engum við Heimir var í sambandi með konu þegar hann kom út úr skápnum, 24 ára. Hann hafði verið úti úr skápnum í þrjú þegar hann sagði fjölskyldu sinni frá. Mynd GunnaR GunnaRSSon „Þetta var einlæg og óslitin ást frá því að ég opnaði augun og horfði á hana í fyrsta skiptið þar til hún lést. „Það fyrsta sem pabbi spurði mig var hvort þetta þýddi að hann yrði að ganga í samtökin 78. Þegar ég neitaði því sagðist hann nú samt ætla að gera það. Sendi frá sér plötu Heimir og sykurmolinn fyrrverandi Þór Eldon mynda tvíeykið Hnotu- brjótana sem tróð upp á Hinsegin dögum á fimmtudagskvöldið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.