Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2011, Síða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2011, Síða 46
Drottnun Red Bull lokið 46 | Sport 5.–7. ágúst 2011 Helgarblað Það var Jenson Button á McLaren sem kom fyrstur í mark í Ungverjalandskapp- akstrinum síðastliðinn sunnu- dag og vann þar sína aðra keppni á árinu. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton, var með keppnina algjörlega í hendi sér en gerði þau mistök að fara á röng dekk á röngum tíma og komst ekki einu sinni á verð- launapall. Sigur Buttons var þó jákvæður fyrir McLaren sem hefur nú unnið tvær af síðustu þremur keppnum í Formúl- unni. Þar áður vann Fernando Alonso á Ferrari Bretlands- kappaksturinn sem segir okkur eitt: Red Bull hefur ekki unnið mót í þremur tilraunum! Hvers vegna er það merkilegt? Jú, því fyrir síðustu þrjár keppnir hafði Red Bull og þá Sebasti- an Vettel einsamall unnið sex af fyrstu átta mótum ársins. Einokun Red Bull-manna var ótrúleg í upphafi móts og þó henni sé loksins lokið virðist það vera of seint fyrir hin lið- in. Forskotið er einfaldlega of mikið. Öruggur á toppnum Sebastian Vettel endaði í öðru sæti í Ungverjalandi um síð- ustu helgi og þar sem hann hélt Alonso, Hamilton og Webber fyrir aftan sig jók hann forskot sitt í stigakeppni ökumanna upp í áttatíu og þrjú stig. Vissu- lega gefur sigur í dag 25 stig en 83 stiga forysta er gríðar- lega mikið, sérstaklega þar sem Vettel er alltaf á meðal fremstu manna þó hann hafi ekki unnið síðustu þrjár keppnir. Til þess að komast fram úr Vettel þyrfti næsti maður í stigamótinu, Mark Webber liðsfélagi hans hjá Red Bull, að vinna þrjár keppnir í röð og enda ofar en í 5. sæti í einni keppni á sama tíma og Vettel myndi ekki ná stigasæti í öllum þessum fjór- um mótum. Það er einfaldlega ekki að fara að gerast. Í keppnunum fimm sem Vettel hefur ekki tekist að vinna hefur hann fjórum sinnum ver- ið í öðru sæti og einu sinni í því fjórða. Það var því miður fyrir hann á heimavelli í Þýskalandi. Á meðan Vettel er að salla inn stigunum, sérstaklega á með- an hann heldur sér á verð- launapalli, verður ógerlegt að ná honum þar sem hinir kepp- endurnir munu væntanlega skipta sigrunum nokkuð bróð- urlega á milli sín. Hamilton er búinn að vinna tvívegis, Button einnig tvær keppnir og Alonso einu sinni. Á meðan þeir reyta stig hver af öðrum hjálpar það Vettel mikið. Er þetta afskap- lega svipað og mótið 2009 þeg- ar Jenson Button, þá á Brawn GP, vann fyrstu sex mót ársins og landaði þannig heimsmeist- aratitlinum þrátt fyrir að vinna ekki eitt mót til viðbótar. „Verðum að líta á okkur sjálfa“ „Það er sanngjarnt að segja að í síðustu keppnum hafi Ferrari og McLaren bætt hraða sinn mikið,“ sagði Vettel eftir keppn- ina í Þýskalandi en hann hefur allt tímabilið ekki viljað gera of mikið úr yfirburðum sínum og Red Bull. Hefur hann krafist þess að Red Bull-menn haldi sig við efnið og bæti í frekar en að verða saddir á toppnum. Þessi yngsti heimsmeistari sög- unnar virðist hafa haft nokkuð fyrir sér þarna og hefðu menn betur hlustað. „Við verðum að líta af hörku í eigin barm. Það er nóg af hlutum sem við getum lært og hlutir sem við getum bætt hjá okkur, án þess að horfa á keppinautana. Við verðum að átta okkur á af hverju „við“ erum ekki að gera betur þess- ar vikurnar. Þegar það eru svona margar keppnir verð- ur maður alltaf að vera vel undirbúinn. Ekki bara í byrj- un móts. Þetta er langt tíma- bil og nóg af stigum í boði. Og að því sögðu, eru auðvitað átta keppnir eftir og takmark- ið okkar þar er að vinna. Við þurfum bara að fara að sækja sigrana. Við erum enn hungr- aðir. Þannig er það bara,“ segir Sebastian Vettel. Uppsveifla Ferrari og McLaren Verkfræðingar McLaren og Ferrari hafa gert gott mót und- anfarnar vikur og gert það ómögulega, að ná hraða Red Bull. Fernando Alonso hefur hrósað mönnunum á bak við bílinn sinn óspart eftir síðustu keppnir og finnur hann hvern- ig bilið er alltaf að minnka. „Þetta hefur tekið þrotlausa vinnu og við höfum þurft að vera þolinmóðir. Þetta var erf- itt í byrjun tímabils en við viss- um að þetta væri hægt. Það var svekkjandi að fá ekki meira út úr keppninni í Ungverjalandi en ég er núna búinn að vera á palli fimm af sex síðustu mót- um. Ég þarf bara að ná inn fleiri sigrum og svo væri auðvi- tað fínt ef Vettel myndi aðeins slaka á svo einhver spenna yrði í þessu,“ segir Alonso kíminn. Lewis Hamilton og hans menn gerðu mistök í Ung- verjalandi þegar hann skipti á röng dekk og gaf frá sér örugg- an sigur. Hann, eins og But- ton, viðurkennir þó að vinna tæknimanna McLaren hafi verið undraverð. „Núna get- um við alltaf keppt við Red Bull, ekki bara á einhverjum ákveðnum brautum. Vettel er auðvitað í langbestu stöðunni og græðir alltaf þegar við erum að vinna mót sitt á hvað. Nú þurfum við bara fleiri að vera fyrir ofan hann svo það fari að dragast saman á milli okk- ar. Það er okkar að gera þetta spennandi, ekki hans. Vettel er frábær ökumaður, ríkjandi heimsmeistari og á sína stöðu skilið. En við gleymum þó ekki að hann fór að gera mistök undir lok tímabilsins í fyrra og við munum knýja hann til að keyra eins hratt og hann getur,“ segir keppnismaðurinn Lewis Hamilton. Ekkert óvænt á töflunni Stigataflan í Formúlu 1 er eins fyrirsjáanleg og þær gerast. Sex efstu ökumennirnir aka fyr- ir þrjú lang, langbestu liðin. Á eftir þeim koma þeir fjórir sem aka fyrir Mercedes og Renault, liðin sem ekki ná þeim bestu en eru töluvert betri en þau slak- ari. Svo raða ökumenn 3. klassa bílanna sér á töfluna en nýlið- arnir frá í fyrra, Lotus, Virgin og Hispania, reka lestina. Eng- inn ökumanna þeirra liða hef- ur fengið stig. Þar af leiðandi er stigakeppni bílasmiða einnig nokkuð óáhugaverð. Red Bull er með gjörsamlega afgerandi forystu. McLaren er svo í öðru sæti með nokkuð gott forskot á Ferrari þar sem Felipe Massa hefur ekki fundið sig eftir slysið í fyrra. Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is Formúla 1 n Formúluliðin komin í fjögurra vikna sumarfrí n Vettel og Red Bull með yfirgnæfandi forskot n Tók of langan tíma fyrir hin liðin að ná Red Bull n Stigataflan fyrirsjáanleg - allir á sínum stað Langefstir Red Bull-menn eru efstir á báðum töflum en þurfa að fara að passa sig. Vantar fleiri sigra Alonso er að koma sér á pall en verður að landa 25 stigunum ef hann ætlar að brúa bilið. Gaf frá sér sigurinn í Ungverjalandi Hamilton og hans menn gerðu mistök sem kostuðu hann sigurinn. Stigakeppni ökumanna Ökumaður Lið Stig 1. Sebastian Vettel Red Bull 234 2. Mark Webber Red Bull 149 3. Lewis Hamilton McLaren 146 4. Fernando Alonso Ferrari 145 5. Jenson Button McLaren 134 6. Felipe Massa Ferrari 70 7. Nico Rosberg Mercedes 48 8. Nick Heidfeld Renault 34 9. Vitaly Petrov Renault 32 10. Michael Schumacher Mercedes 32 11. Kamui Kobayashi Sauber 27 12. Adrian Sutil Force India 18 13. Sebastien Buemi Toro Rosso 12 14. Jamie Alguesuari Toro Rosso 10 15. Sergio Perez Sauber 8 16. Paul Di Resta Force India 8 17. Rubens Barrichello Williams 4 Stigakeppni bílasmiða Lið Stig 1. Red Bull 383 2. McLaren 280 3. Ferrari 215 4. Mercedes 80 5. Renault 66 6. Sauber 35 7. Force India 26 8. Toro Rosso 22 9. Williams 4 10. Lotus 0 11. Hispania 0 12. Virgin 0 Staðan eftir 11 keppnir af 19

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.