Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2011, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2011, Page 40
40 | Minning Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 23.–25. september 2011 Helgarblað G estur var Dalamaður, fædd- ur í Litla-Galtardal á Fells- strönd, sonur Guðfinns Jóns Björnsson- ar, bónda í Litla- Galtardal, og k.h., Sigur- bjargar Guðbrandsdóttur húsfreyju, af Ormsætt. Meðal margra systkina Gests var Björn íslens- kuprófessor, faðir Fríðu, blaðamanns og lengi framkvæmdastjóra Blaðamannafélags Ís- lands, en systir Gests var Björg Þuríður, móð- ir Guðfinnu Ragnarsdóttur menntaskólakennara. Gestur var bóndi í Litla-Galt- ardal og síðar að Ormsstöðum á árun- um 1933–1943. Hann gegndi þá fjölda trúnaðarstarfa fyrir sína sveit, var m.a. oddviti hreppsnefndar og formaður ungmennafélagsins Vonar. Gestur flutti til Reykjavíkur á stríðs- árunum, var afgreiðslustjóri Alþýðu- blaðsins frá 1945, síðan blaðamaður þar um árabil og loks prófarkalesari. Gestur var prýðilega skáldmæltur. Hann sendi frá sér ljóðabækurnar Þenkingar, 1952; Lék ég mér í túni, 1955; Undir því fjalli, 1976; Hundrað skopkvæði, 1977, og Undir Öræfahimni, 1978. Þá orti hann eitt sinn ávarp Fjallkon- unnar fyrir þjóðhátíð í Reykjavík. Auk þess orti hann í um tíu ára skeið í Alþýðublaðinu undir dulnefninu Lómur. Þekktasta kvæði hans er líklega Í grænum mó, sem Ellý Vilhjálms söng við gull- fallegt lag Sigfúsar Hall- dórssonar. Þá var Gestur mikill áhugamaður um ferðalög og úti- vist, var lengi fararstjóri og frammá- maður hjá Ferðafélagi Íslands, rit- aði fjölda greina í tímarit og Árbók Ferðafélagsins og dvaldi löngum í Þórsmörk, ásamt Matthíasi, bróð- ur sínum, sem þar safnaði jurtasýn- um. S igríður fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún lauk prófum frá Kvennaskólan- um í Reykjavík 1937, sótti námskeið í tungumálum og bókfærslu á árunum 1937–41, lauk íþróttakennaraprófi frá Íþróttakenn- araskólanum á Laugarvatni 1942, stundaði nám í stærðfræði, efna- fræði og ensku við University High School í Berkley í Kaliforníu og lauk þar prófum 1943, stundaði nám við University of California í Berk- ley í líkams- og uppeldisfræði og kennararéttindanám í heilsufræði, íþróttafræðum og dansi og lauk það- an BA-prófi og kennaraprófi 1946 og MA-prófi í íþróttakennslufræði, dansmennt og listdanssköpun 1947, stundaði síðar nám við State Univer- sity of New York í Buffalo, í uppeldis- og kennslusálarfræði, lauk þaðan Me.D.-prófi 1968 og doktorsprófi 1974 auk þess sem hún sótti fjölda námskeiða sem lúta að kennslu, rannsóknum í menntasálarfræði og dansi. Sigríður stundaði verslunar- og skrifstofustörf í Reykjavík á árun- um 1937–41, var íþróttakennari við Laugarnesskólann í Reykjavík 1942– 43, kennari við Íþróttakennaraskóla Íslands 1947–51, stundakennari við Kennaraskóla Íslands 1948–51, fast- ur kennari þar 1951–74 og prófessor í uppeldissálarfræði við Kennarahá- skóla Íslands um áratuga skeið. Sigríður var fyrsti forstöðumað- ur Rannsóknarstofnunar uppeldis- og menntamála Kennaraháskóla Ís- lands og Háskóla Íslands árið 1983. Að loknum löngum starfsferli við Kennaraháskólann hóf Sigríður að sinna af mikilli eljusemi, sínu helsta áhugamáli frá 1950, söfnun og skrán- ingu á dönsum og söngleikjum. Hún vann ötullega að varðveislu þess mikla menningararfs sem fólginn er í sögu dansiðkunar á Íslandi frá upphafi byggðar, en auk fjölda rita Sigríðar um sálfræði, uppeldis- og kennslufræði og dansmenntir, má nefna rit hennar, Gömlu dansarnir í tvær aldir, útg. 1994, og Íslenskir söngdansar í þúsund ár – Andblær aldanna, útg. 2010, en þar er rakin saga söngdansa á Íslandi og þeir birt- ir með dansskýringum, ásamt nótum og textum ljóðanna. Sigríður starfaði á yngri árum með íþróttafélaginu Ármanni og tók þátt í fjölda sýninga félagsins, innan- lands og utan, m.a. í Stokkhólmi 1939. Hún stjórnaði síðar fimleika- flokkum ÍR og fór með sýningar- flokka félagsins m.a. til Stokkhólms, 1949, og til London, 1957. Þá stofnaði hún Þjóðdansafélag Reykjavíkur 1951, var formaður þess fyrstu tíu árin og kenndi þar dansa og setti upp danssýningar í marga ára- tugi, innanlands og utan. Auk þess átti hún frumkvæði að stofnun Ís- lenska dansfræðafélagsins 1998 og sat um skeið í stjórn Rannsóknar- stofnunar Norðurlanda um þjóð- dans, frá stofnun 1978. Sigríður var m.a. formaður kvennadeildar Íþróttakennarafélags Íslands, sat í stjórn alþjóðasam- bands líkams- og uppeldisfræðinga 1949–63 og var formaður þess um skeið, sinnti ýmsum trúnaðarstörfum á vegum Kennaraskólans og Kenn- araháskóla Íslands, var stofnfélagi í Sor optimistaklúbbi Reykjavíkur, for- maður klúbbsins um skeið og sendi- fulltrúi Soroptimistasambands Ís- lands á Evrópuþingi, var fulltrúi á fjölda þinga og ráðstefna á vegum Kennaraháskóla Íslands, var stofn- félagi Delta Kappa Gamma á Ís- landi, alþjóðlegra samtaka kvenna í fræðslu- og menningarstörfum árið 1975 og forseti landssambands DKG 1989–91 auk þess sem hún var fulltrúi Evrópu í stjórn alþjóðasamtaka DKG um skeið. Sigríður var heiðursfélagi Delta Kappa Gamma og heiðursfélagi Sor- optimistaklúbbs Reykjavíkur, var sæmd gullmerki ÍSÍ og fálkaorðunni fyrir störf að uppeldis- og kennslu- málum, 1990, og var sæmd heiðurs- doktorsgráðu State University of New York í Buffalo 1991, auk fjölda annarra viðurkenninga. Sigríður settist aldrei í helgan stein en hún var að vinna við leið- réttingar á handriti að næstu dans- bók sinni, kvöldið sem hún lést. Hún missti eiginmann sinn langt um aldur fram, árið 1963, og ól því ein upp börn sín lengst af, á hlýju og kærleiksríku heimili sínu. Fjölskylda Sigríður giftist 21.12. 1947, Hjörleifi Baldvinssyni, f. 7.3. 1918, d. 21.6. 1963, prentara og iðnskólakennara. Hann var sonur Baldvins Sigurðssonar, út- vegsb. á Eiði á Seltjarnarnesi, og k.h., Sigríðar Sakariu Kristjánsdóttur hús- freyju. Börn Sigríðar og Hjörleifs eru Dag- mar Vala Hjörleifsdóttir, f. 25.3. 1951, líffræðingur og dýralæknir, búsett í Kópavogi, gift Halldóri Jónssyni lækni og eru börn þeirra Hjörleifur, Þórhild- ur og Sigurþór. Sigríður Hjörleifsdóttir, f. 8.5. 1958, líffræðingur og phd. í lífefnafræði, bú- sett í Reykjavík, gift Kristjáni G. Sveins- syni verkfræðingi og eru börn þeirra Eva María, Þórdís og Sveinn Heiðar. Ingólfur Hjörleifsson, f. 5.4. 1960, verkfræðingur, búsettur í Reykjavík. Systkini Sigríðar voru Ingibjörg Val- geirsdóttir, f. 29.6. 1925, d. 16.6. 2011, húsmóðir í Njarðvík og síðar í Alta Monte Spring í Flórída í Bandaríkjun- um en maður hennar var Richard Ferr- intino; Guðrún Júlía Valgeirsdóttir, f. 17.12. 1933, húsmóðir og kaupmað- ur, lengst af í Ytri-Njarðvík og Kefla- vík, nú í Reykjavík; Geir Valgeirsson, f. 4.12. 1935, d. 11.8. 2010, eld, járn- og ketilsmiður á Stokkseyri en eftirlifandi kona hans er Auður Gunnarsdóttir. Foreldrar Sigríðar voru Valgeir Jónsson, f. 10.8. 1890, d. 12.7. 1950, byggingameistari og verkstjóri í Reykjavík, og k.h., Ingiríður Dagmar Jónsdóttir, f. 12.8. 1895, d. 7.5. 1986, húsmóðir. Ætt Valgeir var sonur Jóns, formanns og hafnsögumanns í Melshúsum á Eyr- arbakka, bróður Svanhildar, móður Sigurgeirs Sigurðssonar biskups, föður Péturs biskups, föður Péturs prófessors. Önnur systir Jóns var Þorbjörg, móðir Sigurðar Óla Ólafs- sonar, alþm., kaupmanns á Selfossi og fyrsta oddvita Selfosshrepps, föð- ur Sigríðar Rögnu Sigurðardóttur, núverandi forseta landsambands Delta Kappa Gamma. Jón var sonur Sigurðar, b. og formanns í Neistakoti á Eyrarbakka Teitssonar, b. og hafn- sögumanns í Einarshöfn Helgason- ar, b. í Oddagörðum í Flóa Ólafsson- ar, b.í Gröf í Grímsnesi Grímssonar. Móðir Teits var Helga Vigfúsdóttir, b. á Stóra-Hofi í Eystrihreppi Jónssonar. Móðir Sigurðar í Neistakoti var Guð- rún, systir Ólafar, langömmu Jóns, föður Hannesar sendiherra, föður Hjálmars sendiherra. Guðrún var dóttir Sigurðar, b. á Hrauni í Ölfusi Þorgrímssonar, b. í Ranakoti Bergs- sonar, ættföður Bergsættar Stur- laugssonar. Móðir Guðrúnar í Ein- arshöfn var Ólöf Jónsdóttir, hálfsystir Þorkels, langafa Salóme Þorkelsdótt- ur, fyrrv. forseta Alþingis. Móðir Valgeirs var Guðrún Magn- úsdóttir, b. í Sölkutóft Jónssonar, b. í Heimalandi í Flóa Jónssonar, b. í Syðri-Gröf Magnússonar. Ingiríður Dagmar var systir dr. Guðna prófessors, föður Bjarna, fyrrv. alþm. og prófessors, Jóns pró- fessors og Bergs lögfræðings, föður Guðna knattspyrnukappa. Ingiríður Dagmar var dóttir Jóns, formanns á Gamla-Hrauni á Eyrarbakka, bróður Guðmundar, afa Karls Guðmunds- sonar leikara. Systir Jóns var Guðríð- ur, langamma Guðjóns Friðrikssonar sagnfræðings. Jón var sonur Guð- mundar, formanns á Gamla-Hrauni, bróður Jóhanns, afa Ragnars í Smára. Guðmundur var sonur Þorkels, for- manns í Mundakoti, bróður Hann- esar, langafa Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara, og Gísla, föður Er- lings leikara, föður Benedikts, leikara, leikstjóra og leikritaskálds. Þorkell var sonur Einars, spítalahaldara í Kaldað- arnesi Hannessonar, bróður Bjarna, afa Bjarna Sæmundssonar fiskifræð- ings. Móðir Guðmundar var Guðrún Magnúsdóttir, formanns í Munda- koti Arasonar, b. í Neistakoti Jónsson- ar, b. á Grjótlæk Bergssonar, ættföð- ur Bergsættarinnar Sturlaugssonar. Móðir Jóns á Gamla-Hrauni var Þóra Símonardóttir, b. á Gamla-Hrauni Þorkelssonar. Móðir Símonar var Val- gerður Aradóttir, systir Magnúsar í Mundakoti. Móðir Þóru var Sesselja Jónsdóttir, b. á Ásgautsstöðum Sím- onarsonar og Guðrúnar Snorradóttur. Móðir Guðrúnar var Þóra Bergsdóttir, systir Jóns á Grjótlæk. Móðir Ingiríðar Dagmarar var Ingibjörg Jónsdóttir, b. í Miðhús- um í Sandvíkurhreppi, bróður Hall- dórs á Kirkjuferju, afa Halldórs Kilj- an Laxness. Jón var sonur Jóns, b. á Núpum í Ölfusi Þórðarsonar, sterka, hreppstjóra í Bakkarholti Jónsson- ar, b. á Sogni Þórðarsonar. Móðir Jóns í Miðhúsum var Sigríður, syst- ir Guðna í Saurbæ, langafa Sigríðar, móður Vigdísar Finnbogadóttur. Sig- ríður var dóttir Gísla, hreppstjóra í Reykjakoti í Ölfusi Guðnasonar, ætt- föður Reykjakotsættar Jónssonar. Móðir Ingibjargar var Aðalbjörg Eyj- ólfsdóttir, b. á Brekkuflöt á Álftanesi Eyjólfssonar, b. í Útkoti á Kjalarnesi Jónssonar. Móðir Aðalbjargar var Ingibjörg Sturludóttir, b. á Þórisstöð- um í Grímsnesi Jónssonar. Útför Sigríðar fór fram frá Hall- grímskirkju, mánudaginn 19.9. sl. Sigríður Þóra Valgeirsdóttir Fyrrv. prófessor við Kennaraháskóla Íslands f. 15.11. 1919 – d. 3.9. 2011 Gestur Guðfinnsson Skáld og blaðamaður f. 24.9. 1910 – d. 4.5. 1984 Merkir íslendingar Andlát Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 – www.utforin.is – Allan sólarhringinn Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Jón G. BjarnasonHermann Jónasson G aukur Jörundsson fæddist í Reykjavík þar sem móðir hans var þá matráðskona en ólst upp í Skálholti þar sem foreldrar hans stund- uðu stórbúskap. Þau fluttu síðan að Kaldaðarnesi í Flóa vorið sem Gaukur fermdist og var hann þar síðan búsettur alla tíð. Foreldrar Gauks voru Jörundur Brynj- ólfsson, alþm., kenn- ari og bóndi í Kald- aðarnesi, og k.h., Guðrún Helga Dal- mannsdóttir húsfreyja. Foreldrar Guðrún- ar voru Dalmann Ár- mannsson, bóndi, síðast í Hítarneskoti í Kolbeinsstaða- hreppi, og Steinunn Stefánsdótt- ir húsfreyja, en foreldrar Jörundar voru Brynjólfur Jónsson, bóndi, síð- ast á Starmýri í Geithellnahreppi, og Guðleif Guðmundsdóttir húsfreyja. Gaukur kvæntist Ingibjörgu Ey- þórsdóttur húsmóður og eru börn þeirra Guðrún, doktor í lögfræði, og Jörundur lögmaður. Gaukur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1954, lauk embættisprófi í lögfræði frá Há- skóla Íslands 1959, stundaði fram- haldsnám í Ósló, Kaupmannahöfn og Berlín 1959–62 og lauk doktors- prófi frá Háskóla Íslands 1970. Gaukur var fulltrúi hjá yfirborg- ardómaranum í Reykjavík 1962–68 og settur hæstaréttarritari 1967, var lektor við lagadeild Háskóla Íslands 1967–69 og prófessor þar til 1992. Hann var settur hæstaréttardómari 1983 og 1987. Gaukur var kjörinn af Al- þingi umboðsmaður Al- þingis 1988–98. Hann átti sæti í Mannrétt- indanefnd Evrópu á árunum 1974–99 og var kjörinn dóm- ari við Mannrétt- indadómstól Evrópu frá 1998. Þá gegndi hann ýmsum félags- og trúnaðarstörfum, var lengi formaður gerðardóms Verkfræð- ingafélags Íslands, sat í yfirfasteignamatsnefnd, í prófnefnd fasteignasala og var formaður höfundarréttar- nefndar. Hann var kjörinn félagi í Vísindafélagi Íslendinga. Gaukur var vel að því kominn að verða fyrsti umboðsmaður Alþingis enda naut hann almenns trausts og virðingar þeirra sem honum kynnt- ust. Hann bjó yfir afburðaþekkingu á sviði lögfræði og var mikill vinnu- þjarkur. En þrátt fyrir frama á sínu fræðasviði, mikla ábyrgð og embætt- iseril, var Gaukur ekki síður gestris- inn og heimakær fjölskyldufaðir og bóndi í Kaldaðarnesi sem naut þess að vera samvistum við börnin og dýr- in í sveitinni. Gaukur Jörundsson Fyrsti umboðsm. Alþingis f. 24.9. 1934 – d. 22.9. 2004 Merkir íslendingar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.