Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2011, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2011, Qupperneq 40
40 | Minning Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 23.–25. september 2011 Helgarblað G estur var Dalamaður, fædd- ur í Litla-Galtardal á Fells- strönd, sonur Guðfinns Jóns Björnsson- ar, bónda í Litla- Galtardal, og k.h., Sigur- bjargar Guðbrandsdóttur húsfreyju, af Ormsætt. Meðal margra systkina Gests var Björn íslens- kuprófessor, faðir Fríðu, blaðamanns og lengi framkvæmdastjóra Blaðamannafélags Ís- lands, en systir Gests var Björg Þuríður, móð- ir Guðfinnu Ragnarsdóttur menntaskólakennara. Gestur var bóndi í Litla-Galt- ardal og síðar að Ormsstöðum á árun- um 1933–1943. Hann gegndi þá fjölda trúnaðarstarfa fyrir sína sveit, var m.a. oddviti hreppsnefndar og formaður ungmennafélagsins Vonar. Gestur flutti til Reykjavíkur á stríðs- árunum, var afgreiðslustjóri Alþýðu- blaðsins frá 1945, síðan blaðamaður þar um árabil og loks prófarkalesari. Gestur var prýðilega skáldmæltur. Hann sendi frá sér ljóðabækurnar Þenkingar, 1952; Lék ég mér í túni, 1955; Undir því fjalli, 1976; Hundrað skopkvæði, 1977, og Undir Öræfahimni, 1978. Þá orti hann eitt sinn ávarp Fjallkon- unnar fyrir þjóðhátíð í Reykjavík. Auk þess orti hann í um tíu ára skeið í Alþýðublaðinu undir dulnefninu Lómur. Þekktasta kvæði hans er líklega Í grænum mó, sem Ellý Vilhjálms söng við gull- fallegt lag Sigfúsar Hall- dórssonar. Þá var Gestur mikill áhugamaður um ferðalög og úti- vist, var lengi fararstjóri og frammá- maður hjá Ferðafélagi Íslands, rit- aði fjölda greina í tímarit og Árbók Ferðafélagsins og dvaldi löngum í Þórsmörk, ásamt Matthíasi, bróð- ur sínum, sem þar safnaði jurtasýn- um. S igríður fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún lauk prófum frá Kvennaskólan- um í Reykjavík 1937, sótti námskeið í tungumálum og bókfærslu á árunum 1937–41, lauk íþróttakennaraprófi frá Íþróttakenn- araskólanum á Laugarvatni 1942, stundaði nám í stærðfræði, efna- fræði og ensku við University High School í Berkley í Kaliforníu og lauk þar prófum 1943, stundaði nám við University of California í Berk- ley í líkams- og uppeldisfræði og kennararéttindanám í heilsufræði, íþróttafræðum og dansi og lauk það- an BA-prófi og kennaraprófi 1946 og MA-prófi í íþróttakennslufræði, dansmennt og listdanssköpun 1947, stundaði síðar nám við State Univer- sity of New York í Buffalo, í uppeldis- og kennslusálarfræði, lauk þaðan Me.D.-prófi 1968 og doktorsprófi 1974 auk þess sem hún sótti fjölda námskeiða sem lúta að kennslu, rannsóknum í menntasálarfræði og dansi. Sigríður stundaði verslunar- og skrifstofustörf í Reykjavík á árun- um 1937–41, var íþróttakennari við Laugarnesskólann í Reykjavík 1942– 43, kennari við Íþróttakennaraskóla Íslands 1947–51, stundakennari við Kennaraskóla Íslands 1948–51, fast- ur kennari þar 1951–74 og prófessor í uppeldissálarfræði við Kennarahá- skóla Íslands um áratuga skeið. Sigríður var fyrsti forstöðumað- ur Rannsóknarstofnunar uppeldis- og menntamála Kennaraháskóla Ís- lands og Háskóla Íslands árið 1983. Að loknum löngum starfsferli við Kennaraháskólann hóf Sigríður að sinna af mikilli eljusemi, sínu helsta áhugamáli frá 1950, söfnun og skrán- ingu á dönsum og söngleikjum. Hún vann ötullega að varðveislu þess mikla menningararfs sem fólginn er í sögu dansiðkunar á Íslandi frá upphafi byggðar, en auk fjölda rita Sigríðar um sálfræði, uppeldis- og kennslufræði og dansmenntir, má nefna rit hennar, Gömlu dansarnir í tvær aldir, útg. 1994, og Íslenskir söngdansar í þúsund ár – Andblær aldanna, útg. 2010, en þar er rakin saga söngdansa á Íslandi og þeir birt- ir með dansskýringum, ásamt nótum og textum ljóðanna. Sigríður starfaði á yngri árum með íþróttafélaginu Ármanni og tók þátt í fjölda sýninga félagsins, innan- lands og utan, m.a. í Stokkhólmi 1939. Hún stjórnaði síðar fimleika- flokkum ÍR og fór með sýningar- flokka félagsins m.a. til Stokkhólms, 1949, og til London, 1957. Þá stofnaði hún Þjóðdansafélag Reykjavíkur 1951, var formaður þess fyrstu tíu árin og kenndi þar dansa og setti upp danssýningar í marga ára- tugi, innanlands og utan. Auk þess átti hún frumkvæði að stofnun Ís- lenska dansfræðafélagsins 1998 og sat um skeið í stjórn Rannsóknar- stofnunar Norðurlanda um þjóð- dans, frá stofnun 1978. Sigríður var m.a. formaður kvennadeildar Íþróttakennarafélags Íslands, sat í stjórn alþjóðasam- bands líkams- og uppeldisfræðinga 1949–63 og var formaður þess um skeið, sinnti ýmsum trúnaðarstörfum á vegum Kennaraskólans og Kenn- araháskóla Íslands, var stofnfélagi í Sor optimistaklúbbi Reykjavíkur, for- maður klúbbsins um skeið og sendi- fulltrúi Soroptimistasambands Ís- lands á Evrópuþingi, var fulltrúi á fjölda þinga og ráðstefna á vegum Kennaraháskóla Íslands, var stofn- félagi Delta Kappa Gamma á Ís- landi, alþjóðlegra samtaka kvenna í fræðslu- og menningarstörfum árið 1975 og forseti landssambands DKG 1989–91 auk þess sem hún var fulltrúi Evrópu í stjórn alþjóðasamtaka DKG um skeið. Sigríður var heiðursfélagi Delta Kappa Gamma og heiðursfélagi Sor- optimistaklúbbs Reykjavíkur, var sæmd gullmerki ÍSÍ og fálkaorðunni fyrir störf að uppeldis- og kennslu- málum, 1990, og var sæmd heiðurs- doktorsgráðu State University of New York í Buffalo 1991, auk fjölda annarra viðurkenninga. Sigríður settist aldrei í helgan stein en hún var að vinna við leið- réttingar á handriti að næstu dans- bók sinni, kvöldið sem hún lést. Hún missti eiginmann sinn langt um aldur fram, árið 1963, og ól því ein upp börn sín lengst af, á hlýju og kærleiksríku heimili sínu. Fjölskylda Sigríður giftist 21.12. 1947, Hjörleifi Baldvinssyni, f. 7.3. 1918, d. 21.6. 1963, prentara og iðnskólakennara. Hann var sonur Baldvins Sigurðssonar, út- vegsb. á Eiði á Seltjarnarnesi, og k.h., Sigríðar Sakariu Kristjánsdóttur hús- freyju. Börn Sigríðar og Hjörleifs eru Dag- mar Vala Hjörleifsdóttir, f. 25.3. 1951, líffræðingur og dýralæknir, búsett í Kópavogi, gift Halldóri Jónssyni lækni og eru börn þeirra Hjörleifur, Þórhild- ur og Sigurþór. Sigríður Hjörleifsdóttir, f. 8.5. 1958, líffræðingur og phd. í lífefnafræði, bú- sett í Reykjavík, gift Kristjáni G. Sveins- syni verkfræðingi og eru börn þeirra Eva María, Þórdís og Sveinn Heiðar. Ingólfur Hjörleifsson, f. 5.4. 1960, verkfræðingur, búsettur í Reykjavík. Systkini Sigríðar voru Ingibjörg Val- geirsdóttir, f. 29.6. 1925, d. 16.6. 2011, húsmóðir í Njarðvík og síðar í Alta Monte Spring í Flórída í Bandaríkjun- um en maður hennar var Richard Ferr- intino; Guðrún Júlía Valgeirsdóttir, f. 17.12. 1933, húsmóðir og kaupmað- ur, lengst af í Ytri-Njarðvík og Kefla- vík, nú í Reykjavík; Geir Valgeirsson, f. 4.12. 1935, d. 11.8. 2010, eld, járn- og ketilsmiður á Stokkseyri en eftirlifandi kona hans er Auður Gunnarsdóttir. Foreldrar Sigríðar voru Valgeir Jónsson, f. 10.8. 1890, d. 12.7. 1950, byggingameistari og verkstjóri í Reykjavík, og k.h., Ingiríður Dagmar Jónsdóttir, f. 12.8. 1895, d. 7.5. 1986, húsmóðir. Ætt Valgeir var sonur Jóns, formanns og hafnsögumanns í Melshúsum á Eyr- arbakka, bróður Svanhildar, móður Sigurgeirs Sigurðssonar biskups, föður Péturs biskups, föður Péturs prófessors. Önnur systir Jóns var Þorbjörg, móðir Sigurðar Óla Ólafs- sonar, alþm., kaupmanns á Selfossi og fyrsta oddvita Selfosshrepps, föð- ur Sigríðar Rögnu Sigurðardóttur, núverandi forseta landsambands Delta Kappa Gamma. Jón var sonur Sigurðar, b. og formanns í Neistakoti á Eyrarbakka Teitssonar, b. og hafn- sögumanns í Einarshöfn Helgason- ar, b. í Oddagörðum í Flóa Ólafsson- ar, b.í Gröf í Grímsnesi Grímssonar. Móðir Teits var Helga Vigfúsdóttir, b. á Stóra-Hofi í Eystrihreppi Jónssonar. Móðir Sigurðar í Neistakoti var Guð- rún, systir Ólafar, langömmu Jóns, föður Hannesar sendiherra, föður Hjálmars sendiherra. Guðrún var dóttir Sigurðar, b. á Hrauni í Ölfusi Þorgrímssonar, b. í Ranakoti Bergs- sonar, ættföður Bergsættar Stur- laugssonar. Móðir Guðrúnar í Ein- arshöfn var Ólöf Jónsdóttir, hálfsystir Þorkels, langafa Salóme Þorkelsdótt- ur, fyrrv. forseta Alþingis. Móðir Valgeirs var Guðrún Magn- úsdóttir, b. í Sölkutóft Jónssonar, b. í Heimalandi í Flóa Jónssonar, b. í Syðri-Gröf Magnússonar. Ingiríður Dagmar var systir dr. Guðna prófessors, föður Bjarna, fyrrv. alþm. og prófessors, Jóns pró- fessors og Bergs lögfræðings, föður Guðna knattspyrnukappa. Ingiríður Dagmar var dóttir Jóns, formanns á Gamla-Hrauni á Eyrarbakka, bróður Guðmundar, afa Karls Guðmunds- sonar leikara. Systir Jóns var Guðríð- ur, langamma Guðjóns Friðrikssonar sagnfræðings. Jón var sonur Guð- mundar, formanns á Gamla-Hrauni, bróður Jóhanns, afa Ragnars í Smára. Guðmundur var sonur Þorkels, for- manns í Mundakoti, bróður Hann- esar, langafa Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara, og Gísla, föður Er- lings leikara, föður Benedikts, leikara, leikstjóra og leikritaskálds. Þorkell var sonur Einars, spítalahaldara í Kaldað- arnesi Hannessonar, bróður Bjarna, afa Bjarna Sæmundssonar fiskifræð- ings. Móðir Guðmundar var Guðrún Magnúsdóttir, formanns í Munda- koti Arasonar, b. í Neistakoti Jónsson- ar, b. á Grjótlæk Bergssonar, ættföð- ur Bergsættarinnar Sturlaugssonar. Móðir Jóns á Gamla-Hrauni var Þóra Símonardóttir, b. á Gamla-Hrauni Þorkelssonar. Móðir Símonar var Val- gerður Aradóttir, systir Magnúsar í Mundakoti. Móðir Þóru var Sesselja Jónsdóttir, b. á Ásgautsstöðum Sím- onarsonar og Guðrúnar Snorradóttur. Móðir Guðrúnar var Þóra Bergsdóttir, systir Jóns á Grjótlæk. Móðir Ingiríðar Dagmarar var Ingibjörg Jónsdóttir, b. í Miðhús- um í Sandvíkurhreppi, bróður Hall- dórs á Kirkjuferju, afa Halldórs Kilj- an Laxness. Jón var sonur Jóns, b. á Núpum í Ölfusi Þórðarsonar, sterka, hreppstjóra í Bakkarholti Jónsson- ar, b. á Sogni Þórðarsonar. Móðir Jóns í Miðhúsum var Sigríður, syst- ir Guðna í Saurbæ, langafa Sigríðar, móður Vigdísar Finnbogadóttur. Sig- ríður var dóttir Gísla, hreppstjóra í Reykjakoti í Ölfusi Guðnasonar, ætt- föður Reykjakotsættar Jónssonar. Móðir Ingibjargar var Aðalbjörg Eyj- ólfsdóttir, b. á Brekkuflöt á Álftanesi Eyjólfssonar, b. í Útkoti á Kjalarnesi Jónssonar. Móðir Aðalbjargar var Ingibjörg Sturludóttir, b. á Þórisstöð- um í Grímsnesi Jónssonar. Útför Sigríðar fór fram frá Hall- grímskirkju, mánudaginn 19.9. sl. Sigríður Þóra Valgeirsdóttir Fyrrv. prófessor við Kennaraháskóla Íslands f. 15.11. 1919 – d. 3.9. 2011 Gestur Guðfinnsson Skáld og blaðamaður f. 24.9. 1910 – d. 4.5. 1984 Merkir íslendingar Andlát Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 – www.utforin.is – Allan sólarhringinn Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Jón G. BjarnasonHermann Jónasson G aukur Jörundsson fæddist í Reykjavík þar sem móðir hans var þá matráðskona en ólst upp í Skálholti þar sem foreldrar hans stund- uðu stórbúskap. Þau fluttu síðan að Kaldaðarnesi í Flóa vorið sem Gaukur fermdist og var hann þar síðan búsettur alla tíð. Foreldrar Gauks voru Jörundur Brynj- ólfsson, alþm., kenn- ari og bóndi í Kald- aðarnesi, og k.h., Guðrún Helga Dal- mannsdóttir húsfreyja. Foreldrar Guðrún- ar voru Dalmann Ár- mannsson, bóndi, síðast í Hítarneskoti í Kolbeinsstaða- hreppi, og Steinunn Stefánsdótt- ir húsfreyja, en foreldrar Jörundar voru Brynjólfur Jónsson, bóndi, síð- ast á Starmýri í Geithellnahreppi, og Guðleif Guðmundsdóttir húsfreyja. Gaukur kvæntist Ingibjörgu Ey- þórsdóttur húsmóður og eru börn þeirra Guðrún, doktor í lögfræði, og Jörundur lögmaður. Gaukur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1954, lauk embættisprófi í lögfræði frá Há- skóla Íslands 1959, stundaði fram- haldsnám í Ósló, Kaupmannahöfn og Berlín 1959–62 og lauk doktors- prófi frá Háskóla Íslands 1970. Gaukur var fulltrúi hjá yfirborg- ardómaranum í Reykjavík 1962–68 og settur hæstaréttarritari 1967, var lektor við lagadeild Háskóla Íslands 1967–69 og prófessor þar til 1992. Hann var settur hæstaréttardómari 1983 og 1987. Gaukur var kjörinn af Al- þingi umboðsmaður Al- þingis 1988–98. Hann átti sæti í Mannrétt- indanefnd Evrópu á árunum 1974–99 og var kjörinn dóm- ari við Mannrétt- indadómstól Evrópu frá 1998. Þá gegndi hann ýmsum félags- og trúnaðarstörfum, var lengi formaður gerðardóms Verkfræð- ingafélags Íslands, sat í yfirfasteignamatsnefnd, í prófnefnd fasteignasala og var formaður höfundarréttar- nefndar. Hann var kjörinn félagi í Vísindafélagi Íslendinga. Gaukur var vel að því kominn að verða fyrsti umboðsmaður Alþingis enda naut hann almenns trausts og virðingar þeirra sem honum kynnt- ust. Hann bjó yfir afburðaþekkingu á sviði lögfræði og var mikill vinnu- þjarkur. En þrátt fyrir frama á sínu fræðasviði, mikla ábyrgð og embætt- iseril, var Gaukur ekki síður gestris- inn og heimakær fjölskyldufaðir og bóndi í Kaldaðarnesi sem naut þess að vera samvistum við börnin og dýr- in í sveitinni. Gaukur Jörundsson Fyrsti umboðsm. Alþingis f. 24.9. 1934 – d. 22.9. 2004 Merkir íslendingar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.