Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2011, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2011, Síða 4
4 | Fréttir 31. október 2011 Mánudagur V ogunarsjóður í eigu fjárfest- ingarfélags Björgólfs Thors Björgólfssonar, Novators, hefur fengið greiddar bæt- ur frá Bandaríkjastjórn út af fjársvikamáli sem sjóðurinn lenti í fyrir efnahagshrunið árið 2008. Þetta segir Ragnhildur Sverrisdóttir, tals- maður Novators, aðspurð um málið. „Auk þess hefur Novator-sjóðurinn fengið greiddar bætur frá ríkisstjórn Bandaríkjanna vegna málsins,“ segir Ragnhildur. Hún vill ekki greina frá því hversu háar bæturnar eru. Sjóðurinn, sem heitir Novator Cre- dit Opportunities Fund, fjárfesti fyrir 20 milljónir dollara, tæpa 2,3 milljarða króna á núvirði, í fjárfestingarsjóði manns að nafni Marc Dreier. Fjárfest- ingarsjóðurinn hét Solow Realty. Vog- unarsjóður Novators er skráður á af- landseyjunum Cayman. Síðar kom í ljós að Dreier stundaði fjársvik og hafði haft um 400 milljónir dollara af viðskiptavinum sínum. Árið 2009 var Dreier dæmdur í 20 ára fang- elsi fyrir fjársvikin af dómstól í New York. „Eins og áður hefur verið skýrt frá sveik Marc Dreier fé út úr mörg- um fjárfestingarsjóðum með um- fangsmikilli sölu á fölsuðum skulda- bréfum og var dæmdur árið 2009 í 20 ára fangelsi. Einn fjárfestingarsjóða Novators var meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á þessum svikum,“ segir Ragnhildur. Fjárfestingarfélagið Novator er ennþá í eigu Björgólfs Thors. Höfuð- stöðvar Novators eru á Park Lane í London. Skiptastjóri Dreiers höfðaði mál Á vef dómstóls í New York er að finna dómsskjöl í máli skiptastjóra þrota- bús Dreiers gegn vogunarsjóði Nova- tors. Nýjustu dómsskjölin eru frá því í sumar. Ragnhildur segir að ástæða þessa dómsmáls sé sú að skiptastjóri þrota- bús Dreiers hafi höfðað mál gegn vog- unarsjóðnum út af endurgreiðslum sem sjóðurinn hafði fengið frá Dreier. Þetta mál hefur nú verið fellt niður að sögn Ragnhildar. „Í kjölfarið hófst málarekstur í Bandaríkjunum þar sem skiptastjóri þrotabús Dreiers reyndi að ná til baka greiðslum sem skuldabréfa- kaupendur höfðu fengið, ýmist í formi endurgreiðslu á höfuðstól eða vaxta. Málið á hendur Novator-sjóðnum hef- ur nú verið fellt niður með samkomu- lagi á milli aðila.“ Málaferli vegna fjár- svikanna, sem tengjast Novator beint, ættu því að vera úr sögunni. Samson átti hlut í sjóðnum Þrotabú móðurfélags Landsbankans, Samson, á hlut í vogunarsjóði Nova- tors að sögn Helga Birgissonar, skipta- stjóra Samsonar. Eins og kunnugt er áttu Björgólfur Thor og faðir hans, Björgólfur Guðmundsson, eignar- haldsfélagið Samson sem var stærsti hluthafi Landsbankans. Samson fjárfesti í umræddum vog- unarsjóði Novators og bíða skiptaráð- endur Samsonar eftir því að fá greidda eign sína í vogunarsjóðnum. „Það er verið að vinna í því að leysa eign Sam- sonar í sjóðnum upp. Nú er verið að vinna í því að koma eignum sjóðs- ins í verð til þess að greiða hluthöfum sjóðsins út. Við vitum ekki alveg hve- nær það ætti að klárast og hverju það skilar.“ Aðspurður segir Helgi að eign Samsonar í sjóðnum sé metin á fjór- ar milljónir dollara, um 450 milljónir króna. Þrotabú Samsonar ætti því meðal annars að njóta góðs af bótagreiðsl- unni frá bandaríska ríkinu út af fjár- svikamálinu í New York. n Málaferli þrotabús Marcs Dreier gegn vogunarsjóði Novators úr sög- unni n Hafði rúma tvo milljarða af Novator n Samson á hlut í sjóðnum„Málið á hendur Novator-sjóðnum hefur nú verið fellt niður með samkomulagi á milli aðila. Vogunarsjóði dæmdar bætur Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is 20 ára fangelsi Meðal þeirra sem lentu í fjársvikaranum var vogunarsjóður í eigu Novators og Samsonar. Fær bætur Vogunarsjóður Novators fær bætur frá bandaríska ríkinu út af fjársvikum Marcs Dreier. Fjársvikarinn Dreier hafði 20 milljónir dollara af vogunarsjóðnum. Björgólfur Thor Björgólfsson er eigandi Novators. Ögmundur berjist gegn vændi F emínistafélag Íslands hefur skorað á Ögmund Jónasson innanríkisráðherra að beita sér harðar í baráttunni gegn vændi á Íslandi og veita auknu fjár- magni í baráttuna. Bendir félagið á að í Noregi sé barátta gegn vændi sérstaklega merkt í fjárlögum. Femínistafélagið fagnar þeirri líflegu umræðu sem aðgerðir Stóru systur hafa kveikt. Í fréttatilkynn- ingu frá félaginu segir: „Stóra systir hefur leitt okkur fyrir sjónir að eft- irspurn eftir vændi er gífurleg og að vændisheimurinn er ekki huld- ari en svo að auglýsingar blasa við hverjum þeim sem vill sjá þær í dag- blöðum og á internetinu. Árið 2009 urðu breytingar á löggjöf okkar sem gerðu kaup á vændi ólögleg en sölu þess heimila. Þrátt fyrir þessa fram- sæknu löggjöf vantar stórlega á eftir fylgni með lögunum.“ Femínistafélag Íslands bendir á að í greinagerð með frumvarpinu kemur fram að það sé „ekki ásætt- anlegt að líta á mannslíkamann sem söluvöru“. Gengið sé út frá því í lögunum að ábyrgðin af viðskipt- unum hvíli á herðum kaupandans, eins og segir í tilkynningunni. Þá segir: „Eins og Stóra syst- ir bendir á endurspegla lögin vilja og veita lögreglunni heimildir til að taka á þeim félagslega harm- leik sem vændi er. Eftirfylgnin hef- ur hins vegar ekki verið sem skyldi og ber lögreglan fyrir sig fjárskorti. Rannsókn vændismála er í hönd- um kynferðisafbrotadeildar sem er verkefnum hlaðin og því þurfa vændismál að keppa um fjármagn og tíma við önnur kynferðisbrot eins og nauðganir og kynferðis- afbrotamál gegn börnum. Ljóst er að til að geta sinnt málaflokknum almennilega þarf að eyrnamerkja honum fé.“ n Femínistafélag Íslands vill að Ísland fylgi fordæmi Noregs Ögmundur Jónasson Er hvattur til að berjast enn harðar gegn vændi á Íslandi. Íslensk umræða: Ógn við heilbrigt þjóðfélag Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, sagði við hátíðarmessu í Hallgríms- kirkju á sunnudag að ærumeiðing- ar og mannorðsmorð væru daglegt brauð í opinberri umræðu á Íslandi. Hann sagði opinbera umræðu vera á villigötum. Upphrópanir og sleggju- dóma bæri hæst, enda væri það sem seldi best og næði að hrífa athygli fjöldans. „Einatt hafa sleggjudómarnir og upphrópanirnar tekið yfir, það er gömul saga og ný. Ærumeiðingar og mannorðsmorð eru daglegt brauð í opinberri orðræðu á Íslandi. Í orð- ræðu fjölmiðla og bloggheima. Og þetta er alvarlegt samfélagsmein og ógnun við grundvöll heilbrigðs þjóð- félags. Af hverju þarf þetta að vera svona?“ spurði biskupinn en nefndi ekki sértæk dæmi máli sínu til stuðn- ings. Karl hefur sjálfur verið harðlega gagnrýndur fyrir framgöngu sína í málum tengdum Ólafi Skúlasyni biskupi og ásökunum Sigrúnar Pál- ínu Ingvarsdóttur, Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur og fleiri kvenna um að Ólafur hafi beitt þær kynferðisof- beldi. Karl hefur verið mikið í um- ræðunni fyrir að hafa brugðist kon- unum og meðal annars fyrir að hafa stungið bréfi Guðrúnar Ebbu ofan í skúffu og ekki tekið það til umfjöll- unar fyrr en eftir að DV greindi frá bréfi hennar í fyrra. Hann hefur ekki veitt fjölmiðlum viðtöl í kjölfar útgáfu bókar Guðrúnar Ebbu, þar sem hún segir frá kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir af hálfu föður síns. Í könnun á DV.is, er spurt hvort fólk telji að orðræðan í fjölmiðlum og bloggi sé ógn við grundvöll heilbrigðs þjóðfélags. Á sunnudagskvöld höfðu 66 prósent lesenda svarað þeirri spurningu neitandi og lýst sig þar með ósammála orðum biskupsins. Afi flæktur fíkniefnamál Fyrr í þessum mánuði var íslenskur karlmaður á sextugsaldri, sem er ný- orðinn afi, handtekinn og úrskurð- aður í gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að langstærsta fíkniefnamáli sem komið hefur upp hér á landi á árinu. Vakti það athygli lögreglunnar að maðurinn hefur aldrei komið við sögu lögreglu áður, en það er óvenju- legt í svo stórum málum. Fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá málinu á sunnu- dagskvöld. Maðurinn er starfsmaður heild- sölufyrirtækis á höfuðborgarsvæðinu, en í byrjun október kom til landsins sending með gámaskipi frá Hollandi sem innihélt tugi kílóa af fíkniefnum, stíluð á fyrirtækið. Í sendingunni var meðal annars; kókaín, amfetamín, sterar og e-pillur. Umræddur afi var þó ekki talinn höfuðpaur málsins, en böndin beind- ust fljótlega að karlmanni á fimmtugs- aldri sem búsettur er á Spáni og hefur hlotið dóma fyrir fíkniefnainnflutning. Var hann handekinn á Keflavíkurflug- velli aðfaranótt sunnudags og einnig úrskurðaður í gæsluvarðhald. Rannsókn lögreglu vegna málsins mun vera mjög umfangsmikil.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.