Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2011, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2011, Síða 8
8 | Fréttir 31. október 2011 Mánudagur Þorsteinn Húnbogason dæmdur: Sekt eða fangelsi Þorsteinn Húnbogason var á föstu­ dag dæmdur sekur um að hafa komið fyrir ökurita í bifreið sem Siv Friðleifsdóttir, alþingismaður og fyrrverandi sambýliskona hans, hafði til umráða og þannig fylgst með ferðum hennar. Var hann dæmdur til að greiða sekt upp á 270 þúsund krónur vegna málsins en verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna sæti hann fangelsi í 20 daga. Grunsemdir Sivjar vöknuðu þeg­ ar Þorsteinn virtist vita allt um ferðir hennar auk þess sem hann kom reglulega á sömu staði og hún. Hún lét því verkstæði skoða bílinn og við leit fannst ökuritinn. Siv kærði málið til lögreglu sem hóf rannsókn og var í kjölfarið gefin út ákæra á hendur Þorsteini í sumar. Þorsteinn var ákærður sam­ kvæmt IX. kafla fjarskiptalaga (vernd persónuupplýsinga og friðhelgi einkalífs). Rafræn vöktun með öku­ rita án samþykkis og vitundar þess sem sætir eftirliti getur varðað allt að tveggja ára fangelsi, samkvæmt fjar­ skiptalögum. Ríkissaksóknari sagðist aðspurð­ ur í samtali við fjölmiðla ekkert hafa út á dóminn að setja. Í ljósi þess má ólíklegt teljast að dómnum verði áfrýjað af hálfu embættisins. Hvorki Þorsteinn né Siv voru viðstödd dómsuppkvaðningu, en Þorsteinn mun vera á rjúpnaveiðum, enda fyrsti rjúpnaveiðidagurinn í dag. G unnar Þorláksson bygging­ armeistari, annar eigenda eignarhaldsfélagsins CDG sem áður hét Bygg Invest, býr í stórglæsilegu húsi að Hólmaþingi 9 í Kópavogi, þrátt fyrir 58 milljarða gjaldþrot tveggja fyrir­ tækja sem honum tengdust. Sam­ kvæmt heimildum DV var bygging­ arkostnaður hússins um 250 til 300 milljónir króna. Samkvæmt fast­ eignamati er brunabótamatið á hús­ inu 136.050.000 krónur. Gunnar er annar af eigendum verktakafyrirtækisins Byggs, ásamt Gylfa Héðinssyni, og hefur hann ára­ tugalanga reynslu úr verktakabrans­ anum. Fyrirtækin tvö sem skilja eftir sig samtals 58 milljarða króna skuld­ ir, eru áðurnefnt CDG ehf. og Sax­ bygg Invest. Fyrirtækin voru stórtæk á hlutabréfamarkaði á Íslandi fyrir efnahagshrunið árið 2008. Þrátt fyrir að Bygg hafi verið í ábyrgðum vegna skulda félaganna tveggja heldur verk­ takafyrirtækið milljarða króna fast­ eignum, meðal annars í Borgartúni. Þar fyrir utan halda eigendur Byggs verðmætum, persónulegum eignum eins og húsinu í Hólmaþingi. Sundlaug og koníaksstofa Húsið er teiknað af Rýma arkitektum og er um 500 fermetrar. Í turni húss­ ins er 25 fermetra koníaksstofa með kamínu. Eldhúsið sjáft er um 40 fer­ metrar og 25 metra sundlaug er á neðstu hæðinni. Við sundlaugina er glerveggur sem má opna á góðviðris­ dögum. Hvergi er til sparað og er allt útlit og innréttingar hússins sérhann­ að á glæsilegan hátt. Lóðin við húsið er einnig afar stór og glæsileg með út­ sýni yfir Elliðavatn. Halda verðmætum eignum Þrátt fyrir gjaldþrot CDG halda Gunn­ ar og Gylfi eftir afar verðmætum eign­ um hér og þar um borgina í gegnum móðurfélag CDG, Byggingar félag Gunnars og Gylfa hf. Meðal þess­ ara eigna eru Borgartún 27, höfuð­ stöðvar Icelandic Group, Capacent og KPMG, en húsið er metið á rúmlega 1.300 milljónir króna, Borgartún 31 og Skógarhlíð 12, þar sem er að finna höfuðstöðvar endurskoðendaskrif­ stofunnar Price waterhouseCoopers á Íslandi. Áætlað heildarverðmæti þeirra fasteigna sem Bygg heldur eftir er um 4,4 milljarðar króna samkvæmt ársreikningi félagsins fyrir árið 2009. Breytingar á eignarhaldi Á móti hefur Bygg misst umtals­ vert magn eigna, meðal annars fast­ eignir á Bíldshöfða, í Mörkinni og á Skúlagötu. Eignirnar sem eigendur Bygg hefur misst eru hins vegar ekki eins verðmætar og þær eignir sem félagið heldur eftir, til dæmis um­ ræddar eignir í Borgartúni. Svo virð­ ist, samkvæmt þessu, sem breytingar á eignarhaldi fasteignanna séu liður í skuldauppgjöri Gunnars og Gylfa við lánardrottna fyrirtækja sinna. n Fær að halda rúmlega 100 milljóna einbýlishúsi þrátt fyrir gjaldþrot n Eitt glæsilegasta hús landsins með 25 metra sundlaug innandyra n Gjaldþrot CDG nemur 58 milljörðum króna„ Í turni hússins er 25 fermetra kon­ íaksstofa með kamínu, eldhúsið sjáft er um 40 fer­ metrar og 25 metra sund­ laug er á neðstu hæðinni. Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is Íburður Gunnar Þorláksson býr í rúmlega 100 milljóna króna húsi, þrátt fyrir gjaldþrot upp á tugi milljarða. MynD SiGtryGGur ari Rothögg og hnífstunga L ögregla leysti á föstudags­ kvöldið upp unglingapartí sem fór úr böndunum í Mosfellsbæ . Samkvæmt heimildum DV var um að ræða samkvæmi þar sem unglingar á aldrinum 16–17 ára komu saman. Málsatvik voru þau að unglingsstúlka sem hélt partíið fékk þrjá óboðna gesti, tvo pilta og eina stúlku, og leist gestgjafanum ekki á blikuna. Að sögn varðstjóra lög­ reglunnar í Mosfellsbæ voru þessir óboðnu gestir meðal annars farn­ ir að neyta fíkniefna og því leitaði stúlkan til bróður síns til að fá að­ stoð við að koma þeim óboðnu í burtu. Bróðirinn kom aðvífandi með fjóra vini sína með sér. Reyndu þeir að ná tökum á samkvæminu en það gekk ekki betur en svo að slags­ mál brutust út og var einn gestanna sleginn með steikarpönnu í höfuðið og rotaðist. Þá var einn af þeim sem komu til að leysa upp partíið stung­ inn í hálsinn með hníf. Þrátt fyrir alvarleika málsins munu áverkarn­ ir þó ekki vera hættulegir að sögn Karls Hjartarsonar, varðstjóra hjá lögreglunni í Mosfellsbæ. Farið var með manninn sem varð fyrir hníf­ stungunni á slysadeild Landspít­ alans og eftir að gert var að sárum hans var honum leyft að fara heim. Ofbeldismennirnir reyndu að flýja af vettvangi en lögregla hafði hend­ ur í hári þeirra skömmu síðar. Fengu þau að gista fangageymslur. Karl segir það vera óvenjulegt að slík mál komi upp í Mosfellsbæ, almennt sé rólegra yfir bænum en að aldrei skyldi þó segja aldrei.  astasigrun@dv.is n Sleginn með steikarpönnu í höfðuðið Lifir hátt þrátt fyrir gjaLdþrot Samkvæmið fór úr böndunum Unglingar á aldrinum 16–17 ára réðu ekkert við veisluhöldin. Bjuggu til vopn úr sófa Kalla þurfti til lögreglu til aðstoð­ ar starfsfólki á meðferðarheimilinu Stuðlum á laugardagskvöld þar sem starfsfólk náði ekki tökum á slagsmál­ um sem brutust út milli þriggja ung­ linga sem þar eru vistaðir. Of margir unglingar voru vistaðir á heimilinu miðað við fjölda starfsmanna þar sem eitt af ungmennunum sem struku frá meðferðarheimilinu í Háholti er nú í neyðarvistun á Stuðlum. Unglingarnir munu hafa stolið lyklum og ákveð­ ið að strjúka. Starfsmenn reyndu að stöðva þá en þá tóku unglingarnir í sundur sófa og bjuggu sér til vopn úr honum. Því var haft samband við lög­ reglu sem kom á vettvang. Í kjölfarið voru unglingarnir handteknir og áttu að fara aftur á Stuðla á sunnudags­ kvöld. Þeir eru fimmtán og sextán ára. Milljarðatekjur af gjaldtöku Ólína Þórðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, vill að tekið verið upp gjald fyrir makrílveið­ ar á Íslandsmiðum. Ríkissjóður verði af 9 milljörðum króna á ári verði gjaldið ekki sett á. RÚV greinir frá því að Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra hafi ekki útilokað að löggjöfinni verði breytt til þess að heimila gjald­ töku af makrílveiðum. Einar K. Guðfinnsson, þing­ maður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, segir hins vegar að besta leiðin sé að stunda arðbærar veiðar. Bein gjaldtaka sé ekki hluti af því. Gunnar Lifir hátt þrátt fyrir tugmilljarða gjaldþrot sem hann tengist.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.