Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2011, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2011, Qupperneq 10
10 | Fréttir 31. október 2011 Mánudagur M ario Fulgoni, fyrrverandi forstjóri breska flug- félagsins Astraeus, lenti í því eftir að hann lét af störfum hjá Astraeus að fylgst var með farsímanotkun hans og tölvupóstur hans skoðaður sam- kvæmt heimildum DV. Astraeus er í eigu Pálma Haraldssonar, eig- anda ferðaskrifstofunnar Iceland Express, og á farþegaþoturnar sem notaðar eru í áætlunarflugi Iceland Express til og frá Íslandi. Heimildir DV herma að Fulgoni ætli sér að hefja flugtengdan rekstur með tíð og tíma. Fulgoni hætti hjá félaginu um mánaðamótin ágúst-septem- ber eftir að hafa sagt upp störfum nokkru áður. Hann er á uppsagnar- fresti hjá Astraeus en stýrir því ekki út uppsagnarfrestinn. Fyrrverandi forstjóri Astraeus, Hugh Parry, sem Fulgoni tók við starfinu af árið 2008, er sestur aftur í forstjórastól félagsins. Taldi Astraeus þurfa nýjan forstjóra Aðspurður um starfslok sín hjá Astraeus sagði Fulgoni, í samtali við DV í lok ágúst, að það hefði ver- ið hans mat að Astraeus þyrfti nýj- an forstjóra til að vinna að sam- þættingu í rekstri Iceland Express og Astraeus. „Iceland Express er fyrir tæki sem hefur stækkað mik- ið á skömmum tíma. Líkt og gildir yfirleitt um fyrirtæki sem stækka mikið á skömmum tíma koma upp erfiðleikar í rekstrinum sem þarf að lagfæra. Með stækkun Iceland Ex- press liggur fyrir að Astraeus þarf að vinna enn nánar með Iceland Express og styrkja félagið. Mikil- vægi annars reksturs Astraeus, leiga á flugvélum til annarra aðila, hefur minnkað vegna þessa. Ég út- skýrði það því fyrir eigendum flug- félagsins fyrir nokkru að þeir þyrftu forstjóra sem hentaði betur til að vinna að þessari samþættingu á milli Iceland Express og Astraeus,“ sagði Fulgoni. Ber við trúnaði Mario Fulgoni segist, aðspurður í símtali frá Bretlandi, ekki getað tjáð sig um hvort eigandi og stjórnendur Iceland Express hafi fylgst með far- síma- og tölvupóstnotkun hans þar sem hann sé bundinn trúnaði gagn- vart félaginu. Líkt og áður segir þiggur hann ennþá laun frá Astra- eus og mun gera það út uppsagn- arfrest sinn. „Ég get ekki tjáð mig um neitt slíkt þar sem ég er bund- inn trúnaði gagnvart fyrirtækinu og verð að gæta að því sem ég segi,“ segir Fulgoni. Hann getur því ekki staðfest þær frásagnir sem DV hafa borist af eftir- liti með honum en heimildirnar fyr- ir því eru traustar. Eftirlitið með Ful- goni byggir á því að þar sem hann ætli sér í flugtengdan rekstur kunni hann að notfæra sér þær upplýs- ingar sem hann býr yfir um rekstur Astraeus og geti þar af leiðandi spillt fyrir hagsmunum flugfélagsins. Skarphéðinn Berg Steinarsson, framkvæmdastjóri Fengs, móður- félags Iceland Express og Astraeus, segir að það sé af og frá að fylgst hafi verið með farsímanotkun og tölvu- póstsamskiptum Fulgonis. „Þetta er þvæla,“ segir Skarphéðinn Berg. Hann segir að við starfslok Fulgon- is hafi hann hætt að nota farsíma frá Astraeus og eins hætt að nota tölvu- póstfang sitt hjá fyrirtækinu. Beðið um lögbann Líkt og kom fram í Fréttablaðinu í síðustu viku hefur Iceland Express farið fram á að sýslumaðurinn í Reykjavík setji lögbann á að Matt- hías Imsland, fyrrverandi forstjóri Iceland Express, notfæri sér upp- lýsingar upp sem hann býr yfir um rekstur Iceland Express. Ástæðan er sú að Matthías er einn af eig- endum nýs íslensks lággjaldaflug- félags, WOW Air, sem verið er að stofna. Aðaleigandi WOW Air verð- ur fjárfestirinn Skúli Mogensen, sem gjarnan er kenndur við hug- búnaðarfyrirtækið Oz. Viðurkenndu eftirlit Í lögbannskröfunni frá Iceland Ex- press, sem lögmaðurinn Sigurð- ur G. Guðjónsson skrifaði, kemur fram að krafa ferðaskrifstofunnar byggi meðal annars á upplýsing- um úr vinnufarsíma Matthíasar þar sem fram komi að forstjórinn fyrr- verandi hafi hringt í starfsmenn Ice- land Express og boðið þeim starf á nýjum vettvangi. Þar segir einnig að Matthías hafi verið í sambandi við viðskiptavini Iceland Express hér- lendis og erlendis. Orðrétt segir Sigurður G. um þetta atriði í lögbannsbeiðninni: „Þá hefur komið í ljós, eftir að gerð- arbeiðandi fékk útskrift á gsm-síma þeim, sem hann leyfði gerðarþola að halda og greiðir af, að gerðarþoli hefur verið í miklu sambandi við viðskiptavini gerðarbeiðanda hér á landi, í Danmörku, Svíþjóð, Þýska- landi og Frakklandi. Með beiðni þessari fylgir útskrift allra þeirra númera sem gerðarþoli hefur hringt í í október. Símanúmer innlendra ferðaþjónustuaðila eru merkt með bláum lit, erlendra með gulum og starfsmanna með bleikum.“ Iceland Express telur því að félagið hafi haft rétt á því að skoða farsímanotkun Matthíasar þar sem hann hafi með hegðun sinni brotið gegn ferða- skrifstofunni og trúnaðarákvæðum í starfsamningi sínum. Lögmaður Matthíasar Imsland, Jóhannes Árnason, segir að til skoð- unar sé hvort skoðun Iceland Ex- press á farsímanotkun Matthíasar verði kærð til Persónuverndar. Í febrúar í fyrra var útgefandi Morg- unblaðsins, Óskar Magnússon, úr- skurðaður brotlegur við persónu- verndarlög í sambærilegu máli þegar hann skoðaði tölvupóst Jó- hanns Bjarna Kolbeinssonar, þá- verandi blaðamanns Morgunblaðs- ins, án þess að fá leyfi hjá honum til þess. Fylgst með tveimur forstjórum Svo virðist því sem eigandi og stjórn- endur Iceland Express og Astraeus hafi bæði fylgst með farsímanotk- un fyrrverandi forstjóra Iceland Ex- press sem og Astraeus en báðir ætla þeir sér að hefja flugtengdan rekst- ur á mörkuðum þar sem fyrirtækja- samsteypa Pálma Haraldssonar er í rekstri. Óhætt er því að segja að mikil átök eigi sér stað um þessar mundir í flug- og ferðaskrifstofusamstæðu Pálma. Nýtt íslenskt lággjaldaflugfélag, sem er vel rekið og fjárhagslega sterkt, getur hugsanlega skemmt heilmikið fyrir markaðsstöðu Ice- land Express. Í því markaðsstríði sem slík samkeppni á milli Iceland Ex- press og WOW Air gæti búið til getur þekking og reynsla Matthíasar Ims- land af rekstri Iceland Express skipt miklu máli. Minna er vitað um hvað Mario Fulgoni ætlast fyrir og hvers konar flugtengdan rekstur hann hyggst fara út í. Þá liggur fyrir að fjárhagsstaða Iceland Express er ekki mjög burðug um þessar mundir og hefur Pálmi Haraldsson þurft að láta móðurfélag ferðaskrifstofunnar, Feng, lána um milljarð króna inn í fyrirtækið til að bæta lausafjárstöðu þess. Þetta kom fram í Fréttablaðinu á fimmtudag- inn. Í blaðinu kom einnig fram að áætlað tap Iceland Express væri um 800 milljónir króna á árinu. Umræð- an um brotthvarf Matthíasar Ims- land frá ferðaskrifstofunni mun ekki verða til þess að bæta orðspor fyrirtækisins og mun þar af leið- andi ekki koma sér vel fyrir rekstr- arstöðu þess. Sími og póstur for- stjórans skoðaður n Eftirlit með Matthíasi Imsland og Mario Fulgoni n Ætla báðir í flugtengdan rekstur n Fyrrverandi forstjórar í fyrirtækjum Pálma Haraldssonar „Ég get ekki tjáð mig um neitt slíkt þar sem ég er bundinn trúnaði gagnvart fyrir- tækinu. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Ber við trúnaði Mario Fulgoni ber við trúnaði þegar hann er spurður að því hvort stjórnendur Astraeus hafi fylgst með farsíma- og tölvupóstsamskiptum hans. Íhuga að kæra Lögmaður Matthíasar Imsland segir að til skoðunar sé hvort eftirlit stjórnenda Iceland Express með farsíma forstjórans fyrrverandi verði kært til Persónuverndar. Átök innan fyrirtækja Pálma Svo virðist sem bæði hafi verið fylgst með farsíma og tölvupósti Matthíasar Imsland sem og Marios Fulgoni, fyrrverandi forstjóra Astraeus, eftir að þeir létu af störfum hjá fyrirtækjunum. Pálmi Haraldsson er eigandi Iceland Express og Astraeus.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.