Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2011, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2011, Side 12
12 | Erlent 31. október 2011 Mánudagur Beint í fangelsi eftir Mónópólí Í leikreglum borðspilsins Mónó- pólí er gert ráð fyrir því að spil- arar geti verið sendir beint í fang- elsi og þurfi að dúsa þar á meðan aðrir spilarar fá að gera. Aldrei áður hefur þetta þó verið eins bókstaf- legt og í tilfelli Lauru Chavez, sex- tugrar konu frá Santa Fe í Mexíkó. Chavez var send beint í fangelsi eftir að hafa tekið upp hníf í miðju borðspili og stungið mótspilara sinn, sem einnig var kærastinn hennar. Ástæðuna fyrir árásinni má rekja til deilna þeirra á meðan þau spiluðu borðspilið fræga. Lögreglan segir að fórnarlambið, 48 ára karlmaður, hafi verið stung- inn í kviðinn með eldhúshníf og hann hafi misst mikið blóð í kjöl- farið. Hin tapsára sextuga kona lét sér það ekki nægja, heldur tók hún einnig vínflösku og mölbraut hana á höfði kærastans. Chavez taldi víst öruggt að kærastinn hennar hefði svindlað í Mónópólí. Bæði árásarkonan og fórnar- lamb hennar voru undir nokkrum áhrifum áfengis þegar árásin átti sér stað, en 10 ára sonarsonur hennar var að spila með þeim. Hann varð vitni að rifrildi sem upp- hófst í miðju spili. Hann fór hins vegar sem betur fer í háttinn og var í fastasvefni þegar amma hans gekk af göflunum með þessum hörmu- legu afleiðingum. Hún á yfir höfði sér þungan fangelsisdóm fyrir stórhættulega líkamsárás og fyrir að sýna lög- reglumönnum mótþróa við hand- töku. n Sextug kona gekk af göflunum í miðju borðspili Spil Kona sturlaðist og stakk kærasta sinn því hana grunaði að hann svindlaði í borðspili. Mynd úr safni. Umdeildar veislur: Sykurpabba- partí vinsæl Innan tíðar geta ungar breskar konur sótt veislur þar sem þeim gefst færi á að hitta ríka karla. Þessar veislur hafa notið mik- illa vinsælda í Bandaríkjunum og nefnast Sykurpabbapartíin. Veisl- urnar eru haldnar á flottum bör- um í New York þar sem ríkir karl- menn hitta ungar konur í von um að með þeim takist ástir. Fjallað er um málið í breska dagblaðinu Daily Mail en þar segir að skipuleggjendur þessara við- burða hafi augastað á Lundún- um. Þeir sem skipuleggja þessar veislur hafa varið þær. Þeir segja að þær sæki aðeins fullorðnir ein- staklingar af fúsum og frjálsum vilja og að enginn þurfi að gera neitt gegn vilja sínum. Gagnrýn- endur þessara viðburða segja þó að þarna sé á ferðinni vændi.  Það kostar fimm hundruð doll- ara að jafnaði að fá stefnumót með konunum sem sækja þessa viðburði en greint er frá því að stefnumótin hafi kostað suma frá tíu þúsundum og allt upp í tuttugu þúsundir dollara. Þrátt fyrir að neita að vændi sé þarna á ferðinni þá segja skipu- leggjendur þessara viðburða að konurnar sem sæki þá séu jafnan tæplega eða rétt rúmlega tvítugar og séu að leita sér að fé til að fjár- magna háskólanám og lúxuslífs- stíl.  Þeir segja þúsundir breskra kvenna spenntar fyrir þessum við- burðum. Fyrirtækið sem sér um við- burðina heitir Seeking Arrange- ment. Framkvæmdastjóri þess, Brandon Wade, sagði að þeir væru nánast búnir að fullkomna þessar veislur. „Við teljum okkur vera reiðubúna til þess að sækja inn á nýja markaði í Lundúnum. Við ætlum að byrja á næsta ári.“ Sex hundruð manns mættu á Hudson Terrace-barinn í New York. Karlmennirnir greiddu hundrað dollara til að fá að kom- ast inn á meðan konurnar greiddu fjörutíu dollara. Meðalaldur karlanna var 38 ár á meðan konurnar voru mun yngri að jafnaði. Sumir karlanna voru þó á sjötugsaldri. Gestgjaf- inn, Alan Schneider, sagði að við- burðir hans væru „fágaðir, flottir og siðaðir.“ n Toppar hækka laun sín í fjármálakreppu n Almennir starfsmenn fá 2–3 prósenta hækkun n Verðbólgan étur upp hækkanir n Occupy-mótmælin í Bretlandi en virk Toppar fá væna launahækkun B reskur almenningur sér lík- lega aldrei fram á að fá um helmingshækkun á laun sín í miðri kreppu en stjórnend- ur fyrirtækja þar í landi veigra sér ekki við að hækka sín laun umtals- vert. Þeir veita hins vegar litlar sem engar launahækkanir til starfsfólks síns. Laun stjórnenda 100 stærstu fyrirtækja Bretlands (FTSE 100) hafa hækkað um 49 prósent á þessu ári. Al- mennir starfsmenn einkageirans hafa aðeins fengið um þriggja prósenta hækkun á sama tíma og opinberir starfsmenn enga. Í Bretlandi er um 5,2 prósenta verðbólga og hefur hún ekki verið hærri í þrjú ár. Það þýðir að laun almennings hafa, líkt og víð- ar í Evrópu, lækkað frekar en hækkað, en laun stjórnenda samt hækkað um helming. Þetta kemur fram í rann- sókn á vegum Income Data Service. Alls er hver og einn stjórnendanna með að meðaltali 2,7 milljónir punda árlega í laun, sem eru tæplega fimm hundruð milljónir íslenskra króna. Óvenjulega sammála „Breskur almenningur á erfitt með að ná endum saman,“ segir David Cameron, forsætisráðherra Bret- lands, og gagnrýnir þessar hækk- anir. „Þessi skýrsla vekur menn vonandi til umhugsunar, sérstak- lega í ljósi þess að heimilin eru í fjárhagsvanda,“ segir Cameron, enda ljóst að fimmtíu prósenta launahækkanir í skugga efnahags- vanda heimsins hljóma undarlega. Meira að segja verkalýðshreyfingar í Bretlandi eru sammála Cameron sem gerist sjaldan, enda yfirleitt trúrri Verkamannaflokknum en Íhaldsflokknum sem Cameron er í forsvari fyrir. Þeir segja að slíkar launahækkanir endurspegli engan veginn efnahagskerfi Bretlands, heldur séu þær algjörlega úr takti við raunveruleikan. „Þessi skýrsla sýnir hversu fjarlægir þessir dekr- uðu stjórnendur eru lífi vinnandi fólks sem rígheldur í atvinnu og greiðir síhækkandi kyndingar-, matar- og bensínkostnað,“ segir Len McCluskey hjá Unite-verka- lýðshreyfingunni. Vel að launahækkunum komnir Martin Sorell forstjóri WPP-fjárfest- ingahópsins sem er hluti af FTSE 100 fyrirtækjunum ver þessar launa- hækkanir og segir að stjórnendur séu vel að þessu komnir, enda eru laun- in árangurstengd. Ef hagnaður fyr- irtækisins eykst eigi þeir hreinlega rétt á slíkum launum. Hann segir þó bresk fyrirtæki eiga langt í land með að ná ofurlaunum í Bandaríkjunum. „Við þurfum að vera samkeppnis- hæf. Við störfum í alheimshagkerfi. Eru okkar laun sambærileg launum í Bandaríkjunum? Svarið er nei,“ seg- ir hann og bendir á að methagnaður var á rekstri fyrirtækisins í fyrra sem líklega verður endurtekinn í ár. Occupy London Almenningur mótmælir þessu harð- lega. Fólk mótmælir þó ekki bara fjármálamörkuðum heldur ójöfnuði og ólýðræðislegum vinnubrögðum á heimsvísu. Mest hefur verið fjallað um Occupy-mótmælin í Bandaríkj- unum en þau hafa einnig staðið yfir í London í tvær vikur og ekkert lát hefur verið á þeim. Krafa mótmæl- enda í London er sú að kerfinu verði breytt og unnið verði að auknu lýð- ræði og meiri jöfnuði. Til þess verði auður heimsins að renna jafnt til fólksins ekki bara til þeirra ríku sem nú njóta forréttinda og hafa tök á því að stjórna sínum eigin launahækk- unum. Ásta Sigrún Magnúsdóttir blaðamaður skrifar astasigrun@dv.is Mótmæla efnahagsórétti Occupy- mótmælin hafa einnig skotið rótum í Bret- landi og hafa staðið yfir í tvær vikur. Fjárhagsvandi heimilanna Breskur almenningur á erfitt með að ná endum saman líkt og annars staðar. Hékk í snöru í draugahúsi Sautján ára stúlka fannst hang- andi í snöru í draugahúsi í Fen- ton í Bandaríkjunum í síðustu viku. Stúlkan er á gjörgæslu- deild og sögð í lífshættu. Hún er starfsmaður draugahússins. Það var bandaríska fréttastofan Fox 2 sem greindi frá þessu en ekki er vitað hvernig stúlkan endaði með hálsinn í snörunni. „Við tókum eftir baðkeri nærri henni. Það lítur út fyrir að hún hafi staðið á baðkerinu og ein- hverja hluta vegna sett snöruna um hálsinn. Það lítur út fyrir að hún hafi síðan runnið,“ sagði Ron Arnhart, lögreglustjóri í Jefferson-sýslu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.