Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2011, Page 22
22 | Fólk 31. október 2011 Mánudagur
Bubbi kemur
Ásdísi Rán
til varnar
Barnalandskonur fóru mikinn
í síðustu viku þegar mynd-
band af opnun verslunar Ás-
dísar Ránar í Búlgaríu barst á
netið. Ásdís svaraði gagnrýni
á sig í viðtali við DV.is þar sem
hún sagði meðal annars að
fólk mætti kalla hana það sem
því lysti, hún væri hamingju-
söm enda hefði hún náð langt í
sínum bransa. Nú hefur Bubbi
Morthens blandað sér í um-
ræðuna. Bubbi er ánægður með
Ásdísi og segir Barnaland troð-
ið af fólki sem horfi í spegil á
hverjum degi og segist hata sig í
stað þess að segjast elska sig.
Ódýrir miðar
Vinnustaðahrekkir geta verið af
ýmsum toga. Þeir vandlegustu
fela í sér að viðkomandi stendur
í ströngu við að leiðrétta ein-
hvern misskilning, ná heftaran-
um úr hlaupi eða laga til lykla-
borð þar sem takkarnir hafa
farið í ferðalag á annað stað á
lyklaborðinu. Katrín Oddsdóttir
lögmaður lenti í vinnustaða-
hrekk á föstudaginn í síðustu
viku þegar stríðinn vinnufé-
lagi hennar komst á Facebook-
síðu hennar og auglýsti miða á
Bjarkartónleika til sölu á helm-
ingsafslætti. Það jafnast á við
það að bjóða í partý í Dúfnahóla
10! Katrín fékk ótrúlegan fjölda
pósta og símtala þann daginn
og stóð svo sannarlega í ströngu.
Bíódólgur
Gaukur Úlfarsson leikstjóri er
nú á ferðalagi í Úkraínu þar sem
hann sýnir mynd sína Gnarr.
Hann segir frá því á Facebook-
síðu sinni að á fyrstu mínútu
myndarinnar hafi kona byrjað
að öskra og og sparka í veggi af
því að myndin var ekki textuð á
úkraínsku. „Það byrjaði einhver
hress kona að öskra, rauk svo úr
salnum með miklum tilþrifum.
Svo sneri þessi bíódólgur aftur
og stóð í anddyrinu og gólaði
meira og sparkaði í veggi. Henni
hafði verið lofað texta á úkra-
ínsku en maðurinn sem átti að
sjá um textavélina var í áfeng-
isdái á einhverju hóruhúsi.“
En þarna er sögunni ekki
lokið. „Eftir smá stund byrja
ég að heyra einhver undarleg
aukahljóð undir myndinni,
svo skyndilega er snarlækkað í
myndinni og þá stendur kona
með míkrafón og þýðir myndina
„live“ með míkrafón. Djööffull-
sins geðveiki!“
P
abbi talaði um kraftaverk,“
segir Þorgerður Katrín Gunn-
arsdóttir í viðtali við Þóru
Tómasdóttur í nýjasta eintaki
Nýs Lífs um það þegar hún
fékk símtal frá lækni dóttur sinnar
þann 7. október, í miðju bankahruni.
Í viðtalinu segir Þorgerður frá því
þegar dóttir hennar greindist með
einhverfu og störuflogaveiki í upphafi
ársins 2008. Um vorið fór hún í heila-
myndatöku þar sem æxli uppgötvað-
ist við litla heilann. Síðar um sumarið
fór dóttirin í uppskurð þar sem hluti
æxlisins var fjarlægður. Fjölskyldan
var því undir það búin um haustið
að þurfa að fara til Svíþjóðar þar sem
það sem eftir var af æxlinu yrði fjar-
lægt með geislameðferð. Þorgerður
segist hafa brotnað niður við símtalið.
„Hann færði mér þær óvæntu frétt-
ir að þeir sæju ekkert eftir af æxlinu.
Hann sagði að það gerðist stundum
þegar rótað væri í æxlum og nú væri
það bara allt horfið. Við þyrftum ekki
að fara til Svíþjóðar og barnið okkar
ekki að fara í geislameðferð. Þá fyrst
brotnaði ég niður. Þessari orrustu
barnsins míns var skyndilega lokið
þótt önnur verkefni tækju við. Pabbi
talaði um kraftaverk. Ég held að það
sé rétt hjá honum. Þessi októberdag-
ur verður alltaf merkilegur í mínum
huga.“
Gróðursetti tré í heilan skóg
Þorgerður Katrín ræðir einnig um
lærdóminn sem hún segist hafa dreg-
ið af tímanum eftir hrun. Eftir að hafa
sagt af sér varaformennsku og þing-
sæti fann hún ró í því að gróðursetja
tré. „Tíminn utan þings var lærdóms-
ríkur og ég sá hlutina aðeins úr fjar-
lægð. Ég gróðursetti mikið þetta
sumar og það verður gaman að sjá
skóginn sem vex af því,“ segir Þor-
gerður Katrín sem segir lífið hafa orð-
ið þægilegra og fjölskylduvænna eftir
að hún hætti sem ráðherra og vara-
formaður.
„Líf mitt í dag er gott þegar ég
horfi til barnanna minna. Hlutirnir
hafa gengið upp og ofan eins og hjá
mörgum Íslendingum. Við erum bara
að halda áfram. Það er engin önnur
leið í boði.“
Orrustu dótturinnar lokið Dóttir
Þorgerðar greindist með einhverfu og
störuflogaveiki í upphafi ársins 2008
og þurfti að fara í aðgerð. Æxli hvarf
og stúlkan fékk bata.
n Þorgerður Katrín barðist fyrir heilsu dóttur sinnar í miðju hruni
Brotnaði niður við
fréttir af kraftaverki
Með kálf og kött í myndatöku
T
engdaforeldrum mínum fannst
ég fara yfir strikið þegar ég bað
þau um að lána mér kálf,“ segir
Hulda Björk Snæbjarnardótt-
ir en fjölskyldumynd hennar á Face-
book hefur vakið mikla athygli. „Við
vorum á leið í myndatöku fyrir jólin í
fyrra og mig langaði að tengja mynd-
ina við sveitina hjá manninum mín-
um. Ljósmyndaranum fannst þetta
frábær hugmynd og sagði mér endi-
lega að pikka upp kálfinn hjá tengdó
en köttinn og fjósagallana áttum við
sjálf. Tengdapabbi hafði sérstaklega
valið kálfinn og greitt honum og þrif-
ið fyrir myndatökuna. Kötturinn var
samt skíthræddur við hann og hríð-
skalf svo það var erfitt að halda á
honum,“ segir Hulda Björk þegar hún
lýsir fjörugri myndatökunni. „Kálfur-
inn vildi miklu frekar skoða sig um í
stúdíóinu en vera hjá okkur og skildi
ekki neitt þegar ljósmyndarinn var að
kalla á hann. Það gekk þess vegna á
ýmsu eða allt þar til maðurinn minn
stakk puttanum upp í hann. Þá fór
kálfurinn að sjúga af áfergju. Það er
því ekki skrítið að við séum skelli-
hlæjandi á myndinni. Svona miðað
við hvernig allt gekk.“
Hulda segir fjölskyldu og vini hafa
lítið litist á uppátækið í upphafi en að
allir hafi verið afar hrifnir með mynd-
ina í jólakortinu. „Það verður alla
vega erfitt að toppa þetta fyrir þessi
jól en ég er byrjuð að leggja hausinn
í bleyti.“
n Hulda Björk Snæbjarnardóttir á erfitt með að toppa síðasta jólakort
Flottur hópur Það gekk á ýmsu í myndatök-
unni en kálfurinn varð ekki kyrr fyrr en hann
fékk putta til að sjúga. Mynd FinnBOrGi MarinOSSOn