Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2012, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2012, Blaðsíða 4
4 Fréttir 11. janúar 2012 Miðvikudagur Sundlaugarvörður ákærður n Tók myndir í kvennaklefa í Varmahlíð S tarfsmanni sundlaugarinnar í Varmahlíð verður birt ákæra síðar í vikunni fyrir að taka myndir í kvennaklefa sund- laugarinnar, samkvæmt heimildum DV. Embætti ríkissaksóknara vildi þó ekki staðfesta þetta í samtali við blaðamann. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa vafið snjallsíma sínum inn í handklæði og notað hann til að taka myndir af gestum sundlaug- arinnar. Sundlaugin í Varmahlíð er skólasundlaug en hún er einnig opin almenningi. Eftir því sem DV kemst næst snýr ákæran ekki að því að maðurinn hafi tekið myndir af börn- um í lauginni. Starfsmaðurinn hefur játað að hafa tekið myndir á snjallsíma sinn í búningsklefa sundlaugarinnar. DV greindi frá málinu í nóvember en rannsókn á því lauk mánuði síð- ar. Umræddur starfsmaður vann í íþróttamiðstöð grunnskólans og var sundlaugarvarsla hluti af því starfi. Í nóvember sagði skólastjóri skól- ans, þar sem sundlaugin er, að ekkert ákveðið ferli hefði farið af stað þegar málið kom upp. Sundlaugin er not- uð sem skólasundlaug auk þess að þjónusta íbúa nágrennisins og ferða- menn. Skólastjórinn sagði að mað- urinn hefði ekki gerst sekur um að hafa tekið myndir á skólatíma. Starfsmanninum var sagt upp störfum þegar atvikið kom upp. Upp- sögn hans var þó ekki útskýrð fyrr en nokkrum dögum síðar þegar málið var farið að spyrjast út. Mikill kurr hefur verið á meðal íbúa á svæðinu vegna málsins. adalsteinn@dv.is Útsala 30 - 70% Falleg olíumálverk í úrvali á einstökum verðum Allt orginal málverk Varmahlíð Samkvæmt heimildum DV hefur maðurinn játað verknaðinn. L árus Welding, fyrrverandi for- stjóri Glitnis, er talinn hafa ítrekað skipt sér af þeim frétt- um og efni sem Greining Glitnis sendi frá sér síðustu misserin fyrri hrun bankans haust- ið 2008. Lárus er sagður hafa haft þessi afskipti í gegnum þriðja aðila hjá bankanum. Greining Glitnis gaf meðal annars út daglega fréttabréf- ið Morgunkorn en Íslandsbanki gef- ur það nú út. Morgunkorn hafa verið helsti vettvangur greiningardeildar- innar til að koma efni sínu á framfæri. Þetta kom fram í umfjöllun Kastljóss Ríkissjónvarpsins um málefni Glitnis í síðasta mánuði. Heimildir eru fyrir því að þetta sé meðal þess sem kem- ur fram í kærum Fjármálaeftirlitsins til sérstaks saksóknara, en embætti þess síðarnefnda hefur ákært Lárus og Guðmund Hjaltason, fyrrverandi lykilstarfsmann bankans, fyrir mark- aðsmisnotkun. Ekki er þó fjallað um þennan hluta í ákæru saksókn- ara á hendur Lárusi og Guðmundi. Morgunkorn Greiningar Glitnis voru af fjölmiðlum álitin traust heimild og voru oft eina heimildin fyrir við- skiptafréttum sem birtar voru. Þetta kemur meðal annars fram í Rann- sóknarskýrslu Alþingis. Markaðsmisnotkun að senda rangar upplýsingar Fjármálaeftirlitið vill ekki veita upp- lýsingar um það sem fer á milli opin- berra eftirlitsstofnana. Í svari FME við fyrirspurn DV kemur hins vegar fram að stofnunin hefur eftirlit með að veiting opinberrar fjárfestingar- ráðgjafar sé í samræmi við lög og reglur. „Þeir aðilar sem setja fram eða birta slíka ráðgjöf skulu gæta þess að slíkar upplýsingar séu sett- ar fram af sanngirni og uppfylli skil- yrði reglna FME. Þá skulu þeir aðilar tilgreina hagsmuni eða hugsanlega hagsmunaárekstra viðkomandi aðila vegna þeirra fjármálagerninga sem upplýsingarnar varða. Fjármálaeftir- litið hefur eftirlit með því hvort slíkir aðilar sem og aðrir dreifi upplýsing- um, fréttum eða orðrómi sem gefa eða eru líkleg til að gefa rangar eða misvísandi upplýsingar eða vísbend- ingar um útgefna fjármálagerninga, enda hafi sá sem dreifði upplýsing- unum vitað eða mátt vita að upplýs- ingarnar voru rangar eða misvísandi. Slíkt telst til markaðsmisnotkunar en markaðsmisnotkun er óheimil hér á landi,“ segir í svari FME. Tjá sig ekki Ingólfur Bender var forstöðumaður Greiningar Glitnis fyrir hrun. Hann gegnir í dag stöðu forstöðumanns Greiningar Íslandsbanka. Morgun- korn Glitnis og síðar Íslandsbanka heyra undir deildina sem Ingólfur stýrir. Þegar DV spurði Ingólf hvort hann kannaðist við ásakanir um að Lárus Welding hefði haft afskipti af greiningardeild Glitnis, vildi hann ekki tjá sig um málið. Sama gildir um Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Ís- landsbanka, en hún vildi ekki tjá sig um málið og kom þeim skilaboðum til blaðamanns í gegnum upplýs- ingafulltrúa bankans. Þess ber að geta að samkvæmt heimildum DV hefur Ingólfur ekki dregist inn í rannsókn sérstaks sak- sóknara á málefnum Glitnis og er, eftir því sem best er vitað, ekki grun- aður um nein afbrot. Lárus sestur á skólabekk Ákæra gegn Lárusi og Guðmundi var þingfest í Héraðsdómi Reykja- víkur á þriðjudag. Hvorugur var við- staddur þingfestinguna, en fram kom í máli verjenda þeirra að þeir væru báðir erlendis. Lárus er bú- settur erlendis þar sem hann er í námi, en Guðmundur var erlendis á ferðalagi. Ekki er vitað hvaða nám Lárus stundar erlendis en hann er viðskiptafræðingur frá Háskóla Ís- lands, löggildur verðbréfamiðlari og með próf í fjármálum frá breskum skóla. Í yfirlýsingu sem verjendur þeirra lögðu fram lýstu þeir báðir yfir sak- leysi sínu. Verjandi Guðmundar óskaði eftir því að fá upplýsingar um heimildir sem veittar hefðu verið til símhlerana við rannsókn málsins en Hólmsteinn Gauti Sigurðsson sak- sóknari svaraði að engir símar hefðu verið hleraðir við rannsókn á mál- inu. Hólmsteinn Gauti vildi ekkert tjá sig um hvort meint afskipti Lár- usar af Greiningu Glitnis væri hluti af málarekstrinum gegn honum. skipti sér af GreininGu Glitnis Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is Valdi HM fram yfir Nýherja: Guðný ráðin til samkeppnisaðila Markvörður íslenska kvennalands- liðsins í handbolta, Guðný Jenný Ásmundsdóttir, hefur verið ráðin til starfa hjá Opnum kerfum. Það væri vart í frásögur færandi nema fyrir það að í nóvember síðastliðnum varð mikið fjölmiðlafár í kringum starfslok hennar hjá samkeppnisað- ilanum Nýherja. Fréttatíminn greindi þá frá því að Guðnýju hefði verið stillt upp við vegg af yfirmönnum sínum hjá Ný- herja þegar henni var boðin stöðu- hækkun hjá fyrirtækinu. Tilboðið þýddi í raun að hún varð að velja milli þess að fara á heimsmeist- aramótið í Brasilíu í desember eða halda áfram að starfa hjá Nýherja í hinni nýju stöðu. Hún valdi að fara á HM í hand- knattleik kvenna og þar með lauk störfum hennar hjá Nýherja. Forsvarsmenn Nýherja sendu frá sér tilkynningu vegna fréttaflutn- ingsins þar sem þvertekið var fyrir að Guðnýju hefði verið stillt upp við vegg og hvað þá að starfslok hennar hafi haft nokkuð með íþróttaiðkun að gera. Í frétt á vefsíðu samkeppnis- aðila Nýherja í Opnum kerfum segir að Guðný hafi hafið störf 3. janúar síðastliðinn. Hefur hún gengið til liðs við sérfræðinga Opinna kerfa í viðskiptagreind og kemur hún til með að sinna ráðgjöf, innleiðingu og þjónustu við viðskiptagreindar- lausnir á lausnasviði. n Lárus Welding sagður hafa ítrekað skipt sér af Greiningu Glitnis n Sami forstöðumaður í deildinni og fyrir hrun n FME fylgist með Lárus Welding Er sestur á skólabekk á sama tíma og hann þarf að setjast á sakamannabekk vegna starfa sinna sem forstjóri Glitnis. Ingólfur Bender Stýrði Greiningu Glitnis fyrir hrun en nú Greiningu Íslandsbanka. Guðmundur Hjaltason Hann hefur verið ákærður fyrir markaðsmisnotkun. Birna Einarsdóttir Hún vildi ekkert tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. „Lárus er búsett- ur erlendis þar sem hann er í námi Truflanir á rafmagni Bilun kom upp í rafkerfi Landsnets og unnið var að því í gærkvöldi að laga kerfið. Eldur kom upp í spenni- stöð Landsnets í Hvalfirði með þeim afleiðingum að rafmagn fór af álveri Norðuráls og Hellisheið- arvirkjun auk þess sem rafmagn fór víða af eða flökti á suðvestur- horninu, Vesturlandi og á Vestfjörð- um. Þá var einnig rafmagnslaust á Akranesi en sú bilun var lagfærð fljótlega. Menn hjá Orkuveitunni fylgdust náið með og voru tilbúnir að grípa inn í. Einnig voru truflanir á rafstraumi á höfuðborgarsvæðinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.