Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2012, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2012, Blaðsíða 10
10 Fréttir 11. janúar 2012 Miðvikudagur É g er engin silíkontútta,“ seg- ir 37 ára, tveggja barna móð- ir, sem fékk fyllingu í brjóstin hjá Jens Kjartanssyni lýtalækni árið 2005. Konan býr erlendis og þarf að gera sér sérferð til Ís- lands til að fara í skoðun. DV ræddi við hana og mágkonu hennar en hún er með óútskýrð sár á brjóstunum. Púð- arnir koma frá franska framleiðand- anum PIP. Konan fékk sér fyllingar til að henni liði betur og hún yrði öruggari með sjálfa sig. Það hefur nú snúist upp í andhverfu sína og hún vill losna við púðana. Saga Ýrr Jónsdóttir, hæstaréttar- lögmaður á Vox lögmannsstofu, hefur tekið að sér hópmálsókn kvenna sem vilja leita réttar síns. Nú hafa 57 konur með PIP-púða sett sig í samband við Sögu en þeim fjölgar ört. Samkvæmt upplýsingum frá velferðarráðuneytinu fengu um 440 konur umrædda púða á árunum 2000 til 2010. Um 1 til 7% púð- anna eru taldir leka. Strax árið 2000 var varað við púð- unum og voru þeir bannaðir á banda- rískum markaði. Hins vegar var það ekki fyrr en árið 2010 sem upp komst að framleiðandinn hafði notað iðnað- arsilíkon í fyllingarnar, sem þýðir að silíkonið var ætlað í húsgögn og vara- liti en ekki fólk. Leið betur með sjálfa sig Auðvitað er útlitsdýrkun í hávegum höfð, segir konan. „En hver og einn verður að finna út úr því hvernig hann ætlar að njóta lífsins. Þetta var fyrir mig gert. Ég vildi bara að mér liði bet- ur. Ég er hlynnt lýtaaðgerðum ef þær hjálpa fólki að ná því sem það sækist eftir. Það þýðir ekki að það þurfi allir að vera með brjóstin út í loftið, sólbrúnir og sætir. Fólk á bara að fá að vera það sjálft og líða vel. Ég hafði oft hugsað um þetta en það var ekki fyrr en ég varð 38 ára að ég var tilbúin til að fara í þessa aðgerð. Ég vildi bara að mér liði betur og yrði öruggari með sjálfa mig.“ Eftir aðgerðina leið henni betur með sjálfa sig og naut þess að kaupa sér bikíni sem hún gat spókað sig um á í sundi. „Þetta gaf mér það búst sem mig vantaði. Silíkonið gaf mér kannski ekki sjálfsöryggi en ég varð samt frjáls- ari. Mér leið mikið betur með mig þeg- ar ég var ekki með þessi brjóst sem voru þarna niðri í mitti og flæktust bara fyrir mér. Ég gat farið úr að ofan.“ Ekkert eftirlit Jens flutti umrædda púða sjálfur inn en þar sem þeir eru CE-merktir er ekki sérstakt eftirlit með þeim hér á landi frekar en öðrum CE-merktum vörum. Vottunarfyrirtæki votta framleiðslu á slíkum vörum og þau fyrirtæki fá leyfi yfirvalda í hverju landi fyrir sig. Ef vara hefur CE-merkingu má flytja hana á milli allra EES-landanna án nokkurra hindrana. Í tilfelli frönsku PIP-verk- smiðjunnar var það þýskt vottunarfyr- irtæki sem tók út framleiðsluna. Sam- kvæmt upplýsingum frá Lyfjastofnun, sem þessi málaflokkur heyrir undir, hefur það verið áhyggjuefni í Evrópu að lækningatæki séu almennt ekki í nógu góðu lagi og að ekki sé haldið nógu vel utan um málaflokkinn. Lög- gjöfin mun þó vera í endurskoðun. Sumar létu fjarlægja púðana Samkvæmt skýrslu velferðarráð- herra skortir verulega á rafrænt skráningarkerfi hér á landi og ná- kvæmar tölur úr heilbrigðiskerfinu. Heildarfjöldi íslenskra kvenna með silíkonfyllingar liggur ekki fyrir. Þá er óljóst hversu margar konur hafa leitað aftur til læknis vegna óánægju með fyllingarnar og í hve mörgum tilvikum fyllingarnar voru fjarlægð- ar. Saga Ýrr, lögmaður kvennanna sem hyggjast leita réttar síns gagn- vart Jens, veit af nokkrum skjól- stæðingum hans sem hafa látið taka púðana úr sér. Læknirinn virðist hins vegar hafa komið einn að því að meta ástæður þess að fjarlægja þurfti púðana, til dæmis hvort púð- arnir væru gallaðir. Þegar konur létu skipta um púða lenti kostnaðurinn við aðgerðirnar nánast alfarið á þeim sjálfum þó að þær hafi í einhverjum tilvikum feng- ið afslátt af vinnu Jens. Þær þurftu þó að greiða svæfingarlækninum sína þóknun og borga fyrir nýja púða. Flestar fengu að heyra að það væri alltaf einhver hætta á að púðarnir spryngju, þó að það væri afar sjald- gæft, og að þær væru bara óheppnar. Valdi öruggasta lækninn Mágkonurnar voru búnar að eignast börn þegar þær ákváðu að fara í að- gerðina. Önnur þeirra er 37 ára í dag og vildi aðeins fyllingu í brjóstin. Hin var orðin 38 ára þegar hún fór í aðgerð- ina og fór í mun viðameiri aðgerð þar sem brjóstunum var lyft, geirvartan færð og púðar settir í brjóstin. Sú yngri segir samt að það að setja fyllingar í brjóstin á sér hafi verið stór ákvörðun. „Þetta er stór aðgerð,“ seg- ir hún og þess vegna valdi hún þann lækni sem henni þótti bestur, „… þann öruggasta og færasta í faginu. Hann var svo sannarlega ekki sá ódýrasti en í mínum huga kom enginn annar til greina. Enda fannst mér það traust- vekjandi að hann væri í yfirmanns- stöðu á Landspítalanum og Domus Medica. Ég treysti honum.“ Fékk ekki upplýsingar Konan valdi minnstu púðana sem voru í boði og fór í aðgerð. „Ég lét ekki stækka á mér brjóstin, aðeins fylla upp í þau. Mér var aldrei sagt annað en að ég væri með venjulega silíkonpúða í brjóstunum. Þú heldur alltaf að allt sé í lagi,“ segir konan sem hafði aldrei áhyggjur af púðunum fyrr en umræð- an um PIP-púðana kom upp. „Þá vissi ég ekki að síþreyta væri einkenni leka. Mágkona mín fékk heldur ekki þær upplýsingar. Hing- að til hef ég staðið í þeirri trú að ef það færi að leka myndi ég fá svaka- lega verki. Nú þegar ég veit betur og lít til baka sé ég að ég hef oft verið með minniháttar verki sem ég vissi ekki að gætu tengst púðunum.“ Með sár á brjóstinu Þar má til dæmis nefna verki sem hún hefur fengið í brjóstin, stingi og doða. „Jens segir að það sé eðlilegt og tengist ekki púðunum heldur teygjum á lík- amanum. Ég trúi því alveg. Ég er ekki að segja að ég sé með leka en þetta er óþægileg tilfinning.“ Mágkona hennar tekur undir það. Hún hefur líka verið mjög þreytt og með verki í brjóstunum. „Ég fékk óút- skýrt sár á brjóstið. Sárið var ekki ná- lægt neinum skurði eða neinu og síð- an kom vessi í það. Núna er ég með sár sem líkist helst brunasári þar sem þetta var og hef verið með það í svona tvo mánuði. Það er rautt og myndar smá holu í brjóstið. Þetta er ekki stórt, kannski eins og strokleður á blýanti. Svo hef ég alltaf fengið stingi í brjóstin og sérstaklega á bak við geir- vörturnar, en reyndi að tengja það við tíðahringinn. Og það er svo merkilegt að maður venst öllu. Ef maður er með stöðuga verki venst maður því líka. Ég hef heldur aldrei tengt verkina við púðana því ég var svo grunlaus. Ég gerði þetta í svo góðri trú. Ég trúði ekki öðru en að ég gæti verið áhyggjulaus næstu tíu til tólf árin.“ Súrt að Jens sé illa upplýstur Báðar konurnar völdu lækninn vand- lega og finnst það sárt. Ef þær hefðu farið til ófaglærðs fúskara gætu þær nagað sig í handarbökin. „Það skal enginn segja mér að hann hafi greitt fullt verð fyrir púðana en ég gerði það svo sannarlega. Og í dag á ég að borga aftur fyrir aðgerðina. Mig langar líka svo að vita, því nú er sagt að að það sjáist á púðunum að þeir séu öðruvísi en aðrir þegar þeir springa eða leka, þeir séu jafnvel í öðr- um lit. Jens hefur sjálfur fjarlægt eitt- hvað af þessum púðum, fannst honum ekkert skrýtið við það?“ Mágkona hennar tekur í sama streng. „Ég get ekki staðhæft að hann hafi greitt lægra verð fyrir þessa púða en ef hann hefur ekki gert það þá hefur hann látið taka sig algjörlega í rassgat- ið. Ég á bara svo erfitt með að trúa því að maður sem starfar við þetta viti ekki betur. Mikið er hann þá illa upplýstur, því árið 2000 var verið að skoða þessa púða og þeir voru teknir af Bandaríkja- markaði.“ „Ætti ekki að vera hrædd“ Vonbrigðin jukust enn eftir að hún hafði hitt Jens og rætt við hann. „Hann var í vörn og talaði eins og hann væri fórnarlamb því hann hefði fengið gall- aða vöru. Hann sat fyrir framan mig, þessi aumingjans maður; það mátti alveg vorkenna honum pínu þó að hann hefði notað ódýrari púða. Ég var hrædd en þegar ég sá að hann vildi að ég vorkenndi sér varð ég reið. Ég sagði honum að ég væri hrædd. Er ég búin að vera með rifur á púð- unum í einhver ár – er það þess vegna sem ég er alltaf svona þreytt eða er það bara vegna þess að ég er að eldast? Er ég með sár á brjóstinu af því að það er eitthvað að gerast inni í mér? Þá sagði hann að ég ætti ekki að vera hrædd. Það segir mér enginn hvernig mér á að líða. Ekki einu sinni læknir. Sérstaklega ekki þegar hann hefur verið í mótsögn við sjálfan sig. Þegar ég fór í aðgerðina sagði hann að það þyrfti að skoða púðana aftur eftir tíu til tólf ár. Núna sagði hann að fyrst ég væri búin að vera með púðana í sjö ár væri hvort eð er tímabært að skipta þeim út á næsta ári. Þetta passar ekki.“ Sérferð til landsins í skoðun Yngri konan býr erlendis. Hún var þó á landinu yfir hátíðarnar og von- aðist til að komast að sem fyrst en fékk ekki tíma fyrr en í lok janúar. Sem þýðir að hún verður að gera sér sérstaka ferð til landsins með til- heyrandi kostnaði til að fara í skoð- un. „Ég vil að hann taki púðana úr mér þá og hef sent honum skilaboð „Ég vildi bara að mér liði betur“ n Konur líða kvalir fyrir breytt brjóst n Með óútskýrð sár á brjóstum n 57 konur ætla að kæra lýtalækni Viðamikil aðgerð Önnur konan sem DV ræddi við fór í aðgerð líkt og sést hér á myndinni. Brjóstunum var lyft, geirvartan færð og púðar settir í brjóstin. Myndin sýnir stöðuna svipaða og hún var 10 dögum eftir aðgerðina. (Myndin er ekki af umræddri konu) Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is Konur segja sögu sína 1 Rita De Martino er 27 ára og hér situr hún fyrir með gallaða PIP púða sem voru fjarlægðir úr líkama hennar. Hún komst að því í febrúar að einn púðanna hefði rifnað og innihaldið lekið út í nærliggjandi vefi. Rita gerði málið opinbert eftir að lýtalæknir hennar sagði fjölmiðlum frá því að PIP-fyllingar hefðu ekki verið notaðar í Venesúela. 2 Lorena Vaccaro og Rom- ina Mancini eru með PIP-púða og sækja upp- lýsingafund í Buenos Aires. Mikil reiði og kvíði er meðal kvenna í Suður-Ameríku þar sem PIP-púðar voru mikið notaðir. 3 Kona á bekk á skurð- stofu bíður eftir að púðar hennar verði fjarlægðir. 4.Hér hefur læknir strikað á brjóst konu með PIP-púða sem þarf að fjarlægja. 5 Þessari mynd er nú dreift á vefsíðu Interpol þar sem auglýst er eftir Jean Claude Mas. Mas er horfinn og er talinn í felum vegna misferlis með PIP-púða sem hefur haft áhrif á heilsu hundraða þúsunda kvenna víða um heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.