Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2012, Blaðsíða 20
Barton réðst að Holland
n Enski vandræðagemsinn missti sig á Twitter
J
oey Barton, miðjumaður
QPR, missti sig algjörlega á
samskiptavefsíðunni Twit-
ter á mánudagskvöldið og
réðst þar að fyrrverandi írska
landsliðsmanninum Matt Hol-
land. Holland var í viðtali á út-
varpstöðinni talkSPORT þar
sem hann ræddi um ákvörðun
sína að spila fyrir írska lands-
liðið. Holland er Englending-
ur en amma hans var írsk og
þar sem hann var ekki kominn
með landsleik fyrir England
þegar hann var orðinn 25 ára
nýtti Holland sér „afaregluna“
eins og hún er stundum kölluð
og náði að spila 45 landsleiki
fyrir Írland.
Af einhverri ástæðu mislík-
aði Barton það sem Holland
sagði og reif hann í tætlur á
Twitter. „Segið manninum að
þegja. Farðu og lifðu lífinu utan
fótboltans og hættu að vera
svona bitur. Það er leiðinlegt að
hlusta á þig,“ skrifaði Barton.
Barton á að baki einn lands-
leik og segist stoltur af honum.
„Ef þú ert Englendingur, þá
spilar þú fyrir England. Ef þú
ert Englendingur og ömurleg-
ur í fótbolta, þá segir þú að það
skipti máli að afi þinn og amma
hafi verið írsk og þú spilar fyrir
Írland. Frekar myndi ég vera
sáttur með minn eina lands-
leik fyrir England en að taka
tækifæri af einhverjum Íra bara
vegna þess að amma mín væri
þaðan. Spilaðu fyrir þitt land
og ef þú ert ekki nægilega góð-
ur, eins og ég, þá áttu bara að
leggja enn harðar að þér.“
Þeir Írar sem elta Barton á
Twitter misstu eðlilega andlit-
ið og gerðu svo mikinn aðsúg
að Barton að hann neyddist
til að taka fram að hann hefði
ekkert á móti Írum. Holland
sjálfum datt ekki í hug að fara
í orðastríð við Barton og skrif-
aði á Twitter-síðu sína: „Miklar
þakkir fyrir þau hlýju orð sem
þið hafið haft um mig í kvöld.
Mér þykir virkilega vænt
um þau en mér dettur
ekki í hug að fara í
eitthvert stríð
hér á Twitter.“
20 Sport 11. janúar 2012 Miðvikudagur
Snýr aftur á
Pebble Beach
Tiger Woods hefur staðfest
að hann muni spila á AT&T
National Pro-Am mótinu á
Pebble Beach-vellinum sem
hefst í byrjun febrúar. Wo-
ods hefur ekki spilað á þessu
móti síðan 2002 og ríkir mikil
eftirvænting vegna endur-
komu hans. Tiger hefur árið
á HSBC-meistaramótinu í
lok janúar en fyrsta PGA-
mótið hans verður síðan á
Pebble Beach. „Ég er hæst-
ánægður að byrja PGA-árið
á Pebble Beach,“ segir Tiger
Woods sem endaði í fjórða
sæti á þessu móti síðast þeg-
ar hann keppti.
West Ham
vill Rhodes
Skoski framherjinn Jordan
Rhodes skaut sér held-
ur betur inn í sviðsljósið
með mörkunum fimm sem
hann skoraði fyrir ann-
arrar deildar liðið Hudd-
ersfield gegn Wycombe í
ensku bikarkeppninni um
helgina. Úrvalsdeildarliðin
Tottenham og Newcastle
skoða nú möguleikann á að
kaupa leikmanninn en það
er Championship-deildar
lið West Ham sem er hvað
ákveðnast í því. West Ham
hefur nú þegar boðið Hudd-
ersfield 4,5 milljónir punda
fyrir hinn unga Rhodes. Ljóst
er að hann fengi mun meira
að spila færði hann sig upp
um eina deild til West Ham
sem er á toppi næstefstu
deildar Englands.
Toppslagur
í Ásgarði
Ellefta umferð Iceland Ex-
press-deildarinnar í körfu-
bolta fer af stað á fimmtudags-
kvöldið með þremur leikjum.
Þar ber hæst toppslagur
Stjörnunnar og Grindavíkur
í Ásgarði í Garðabæ. Grinda-
vík, sem féll úr leik í bikarnum
gegn KR á sunnudaginn, er á
toppi deildarinnar með 18 stig
en Stjarnan er í öðru sæti með
tveimur stigum minna. Sama
kvöld taka ungliðar Njarðvíkur
á móti Tindastóli og Þór Þ. fær
Hauka í heimsókn. Allir leik-
irnir hefjast klukkan 19.15.
Erfiður Barton, liðsfélagi
Heiðars Helgusonar, missir
stundum stjórn á sér.
E
ndurkoma var orð
helgarinnar í fótbolt-
anum á Englandi er
tveir goðsagnakennd-
ir leikmenn snéru aft-
ur til sinna liða. Paul Scholes
svaraði kallinu hjá meiðsla-
hrjáðu liði Manchester Uni-
ted og reif skóna aftur úr hill-
unni eftir aðeins sex mánaða
fjarveru. Hann kom inn á í
bikarsigri United á nágrönn-
unum í Manchester City. Á
mánudagskvöldið snéri svo
Thierry Henry aftur í lið Arse-
nal með stæl þegar liðið lagði
Championship-deildar lið
Leeds, 1–0, á Emirates-vellin-
um. Henry fullkomnaði þessa
endurkomu sína með því að
skora sigurmarkið á 78. mín-
útu. Þó Paul Scholes hafi gert
mistök sem leiddu til ann-
ars marks City spilaði hann
mjög vel. Deilt hefur verið
um hvort endurkomur þess-
ara leikmanna séu mark um
neyð Arsenal og Manchester
United eða hvort þær séu ein-
faldlega gulls ígildi.
Skorar hvar sem er
„Þrjóska Arsene Wenger við
að kaupa leikmenn er ævin-
týraleg. Nú síðast bregður
hann á það ráð að fá 34 ára
fyrrverandi stjörnu, sem er
að spila í Bandaríkjunum, á
láni. Árið er ekki 2005. Thierry
Henry er ekki sami leikmað-
urinn.“ Þessi orð mælti einn
breskur blaðamaður í sunnu-
dagsþætti á sjónvarpstöðinni
Sky Sports. Margir kollegar
hans hafa tekið undir orðin
og skilja ekki af hverju Wen-
ger fjárfesti ekki í leikmanni í
stað þess að fá Henry á láni í
tvo mánuði. Frakkinn var ekki
lengi að reka það ofan í sér-
fræðingana með þessu marki.
Markið var númer 227 hjá
Henry fyrir Arsenal í aðeins
255 leikjum. Það eru gæði
sem gleymast seint.
Þó Henry hafi ekki spilað
fyrir Arsenal síðan í maí 2007
er ekki eins og hann hafi set-
ið auðum höndum. Hann var
keyptur til Barcelona þar sem
hann spilaði í þrjú ár, skor-
aði 49 mörk í 121 leik og vann
meðal annars Meistaradeild-
ina. Það voru síðan félaga-
skipti hans til bandaríska
MLS-liðsins NY Red Bull sem
fengu marga til að halda að
hann væri hálfpartinn hættur.
Í Bandaríkjunum hefur hann
haldið áfram að skora og er
nánast með mark í öðrum
hverjum leik.
Henry hljóp til Wengers
eftir að hann skoraði mark-
ið gegn Leeds og tók Wenger
honum opnum örmum enda
hefur hann nú yfir í barátt-
unni við blaðamennina sem
sögðu þennan lánssamning
merki um neyð. „Það er gjör-
samlega geðveikt að skora
sem stuðningsmaður liðsins
síns,“ sagði kátur Henry eftir
leikinn.
Fleiri sendingar en
allir mótherjarnir
Eins og með Henry er deilt um
hvort samningur Paul Scholes
við Manchester United út
tímabilið sé neyðarlegur eða
snilldarherbragð hjá Fergu-
son. Scholes hefur haldið sér
í formi með því að æfa með
varaliðinu á hverjum degi
og leit vel út gegn City fyrir
utan ein mistök sem leiddu til
annars marks heimamanna í
leiknum. Eins og með Henry
sýndi Scholes að hann hefði
ekkert átt að yfirgefa úrvals-
deildina enda var hann þrá-
látlega beðinn um að hugsa
sinn gang.
Scholes kom inn á sem
varamaður á 60. mínútu og
spilaði því hálftíma í leiknum.
Á þessum hálftíma gaf hann
71 sendingu og heppnuðust
97 prósent þeirra. Þetta voru
fleiri sendingar en nokkur
leikmaður Manchester City
gaf á samherja á níutíu mín-
útum. Þann fyrirvara verður
þó að setja að City var manni
færra og varðist fimlega.
Tölfræði þessara tveggja
manna og hæfileikar munu
þó tryggja eitt næst mán-
uðina: Henry mun skora fleiri
mörk og Paul Scholes mun
stýra leikjum Manchester
United því gæðin gleymast
seint.
Gæðin gleymast seint
n Henry og Scholes snéru báðir aftur n Henry skoraði og Scholes stýrði
spilinu n Deilt um hvort endurkomurnar séu neyðarlegar eða gulls ígildi
Tómas Þór Þórðarson
tomas@dv.is
Fótbolti „Þó Henry hafi
ekki spilað
fyrir Arsenal síðan í
maí 2007 er ekki eins
og hann hafi setið
auðum höndum.
Markaskorari
Henry skoraði í fyrsta
leiknum eftir endur-
komuna. MynD REuTERS