Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2012, Blaðsíða 17
Þetta er
gömul hefð
Jón Gnarr má
skammast sín
Úlfar Bjarki er ósáttur við að þroskahamlaðir þurfi að greiða fyrir máltíðir í starfsþjónustu. – DV
Skattaskjól verkalýðskónga
Slakið á
S
orrí. Það er ekki flott að vera
með silíkon í brjóstunum.
Útlitstískan breytist. Einu
sinni var í tísku að vera í veru
legum holdum. Eitt fyrsta kyntákn sög
unnar er styttan Venus frá Willendorf.
Hún var Angelina Jolie síns tíma. Hún
var svo löðrandi í kynþokka að það var
gerð af henni stytta sem fannst síðan
löngu síðar. Venus var næstum kringl
ótt. Hún hefur líklega verið minnst 150
kíló. Offita var merki um heilbrigði og
völd, því hún fór saman við getuna til
að afla matar. Í þá tíð var aðgangur að
mat takmarkaður.
Öll útlitsdýrkun á rót sína í þeirri
tilhneigingu tegundarinnar að velja
maka sem er hraustur og heilbrigður.
Ástæðan er auðvitað að það eykur lík
urnar á að afsprengi manns lifi af. Allt
gengur þetta út á að lifa af á endanum.
Núna eru silíkonbrjóst orðin ímynd
óheilbrigðis. Brjóst með lögun Júpi
ters eru til marks um
að hinn mögulegi
maki þurfi að fara
í umfangsmikla
læknisaðgerð innan
nokkurra ára. Silí
konpúðar hafa tak
markaðan end
ingartíma.
Silíkon
brjóst geta líka
verið til marks
um laskaða sjálfs
mynd. Í heimi nú
tímans er ekki bara
mikilvægt að vera líkamlega hraustur
heldur líka andlega.
Mikil sólbrúnka er líka ímynd
óheilbrigðis. Mögulegur maki sem er
óhóflega sólbrúnn er líklegri til að fá
húðkrabbamein. Auk þess
fær hann fyrr
hrukkur en þeir
sem sleppa
ljósabekkjum
og sólböðum.
Heltan
að fólk
með
brjósta
púða
höfð
ar ekki
lengur
til þeirra
grunn
hvata fólks að leita heilbrigðs maka.
Þið getið slakað á og verið þið sjálf.
Þegar Michelangelo gerði styttuna af
Davíð var hann ekki eins og helmass
aður lyftingakappi í World Class með
20 tommu slöngu framan á sér, eins og
hefði verið tilhneigingin fyrir nokkrum
árum. Fólk veit núna, þegar það sér
mestu vöðvatröllin, hver hliðaráhrifin
af sterum eru.
Fyrir rúmlega tvö þúsund og eitt
hundrað árum var gerð fræg stytta af
kyntákni. Hún var með brjóstastærð
B, sæmilega grönn, en ekki með
anorexíu. Það vantar að vísu á hana
hendurnar, en það kom seinna. Ven
us de Milo er með ágæt brjóst. Þau
mega vera minni eða stærri. Náttúru
legt er heilbrigt. Ekki verða silíkon
bomba eða sterabolti. Náttúrulegt er
sexí.
Svarthöfði
V
andi verkalýðshreyfingar
innar er margþættur. Náin
tengsl við atvinnurekendur
í gegnum lífeyrissjóðakerf
ið og endalausa sjóði sem aðilar
vinnumarkaðarins hafa byggt upp
í gegnum árin eru meðal helstu
ástæðna þess að venjulegt fólk á
erfitt með að greina á milli í mál
flutningi þeirra þó þeir verji and
stæða hagsmuni.
Það er ekkert nýtt að hagsmunir
þeirra sem fara með umboð alþýð
unnar séu gerðir að umtalsefni þar
sem mörg dæmi eru um að forystu
sauðir verkalýðsins þurfi að skipta
um grímu eftir því hvorum megin
borðsins þeir sitja.
Þetta gerist með helminga
skiptri stjórnarsetu í hinum ýmsu
sjóðum og endalausum nefndum á
vegum þeirra sjálfra og ríkisins. Það
helsta sem virðist koma út úr þess
ari miklu samvinnu er stofnun fleiri
sjóða eða hærri iðgjöld í þá sem fyr
ir eru ásamt ríkri hagsmunagæslu
sem tryggir smákóngum kerfisins
þrásetu, ofurlaun og gríðarleg völd.
Hækkun lífeyrisgreiðslna
veruleikafirring
Kerfið er orðið einhvers konar Ríki í
Ríki sem keppist um skattgreiðslur
og gjöld frá umbjóðendum sínum í
harðri samkeppni við ríkið og sveitar
félögin.
Við greiðum 40% í skatt 12% í líf
eyrissjóði og 8,65% í tryggingagjald
sem lækkar reyndar í 7,76%. Við borg
um um 1% til stéttarfélaga og annað
eins í sjúkrasjóði. Við greiðum í orlofs
sjóði, starfsmenntunarsjóði, endur
menntunarsjóði, sí og æ menntunar
og endurhæfingarsjóði í gegnum vel
falin launatengd gjöld.
Hvað sem þetta allt saman heitir
greiðum við ríflega 62% af heildar
launum í einhvers konar skatta og
launatengd gjöld. Í ofanálag hækka
ríkið og sveitarfélögin álögur á hvers
kyns nauðsynjum og þjónustu. Síðan
er virðisaukaskatti bætt ofan á allt
saman.
Það er ekki skrýtið að staðan sé
erfið hjá venjulegu fólki ef glæpsam
leg lánakjörin eru tekin með. Ekki skal
heldur undra að svigrúm fyrirtækja
til launahækkana sé takmarkað. Hug
myndir ASÍ um að hækka lífeyris
greiðslur úr 12% í 15,5% bera merki
um veruleikafirringu í þessu sam
bandi.
Án þess að gera lítið úr mikilvægi
stéttarfélaga og því góða starfi sem
þar er unnið í gegnum sjúkrasjóðina
svo eitthvað sé nefnt hlýtur maður að
spyrja hvers vegna áherslur hreyf
ingarinnar eru að auka sjóðsöfnun
og sjúkratryggingar fyrir þá sem hafa
efni á að greiða til stéttarfélaga í stað
þess að berjast fyrir bættri þjónustu
í mennta og heilbrigðiskerfinu. Við
höfum fyrirmynd eins og Bandaríkin
sem eru líklega ýktasta dæmið í þess
um efnum.
Aumingjaskapur eða ásetningur?
Almannatryggingakerfið á Íslandi er
þvílíkur hrærigrautur að leitun er að
öðru eins á byggðu bóli. Fólk sækir
bætur frá tryggingastofnun, lífeyris
sjóðum, stéttarfélögum og sveitar
félögum eða jafnvel frá öllum til
samans.
Verkalýðshreyfingin veltir yfir 10
milljörðum á ári og rekstrarkostnað
ur er um 3 milljarðar. Mörgum þykir
uppskeran rýr og það er staðreynd að
þeir sigrar sem hafa náðst í lánskjara
baráttunni hafa verið fyrir tilstilli ein
staklinga sem hafa lagt aleiguna undir
og leitað réttar síns gegn grímulausu
óréttlætinu á meðan verkalýðshreyf
ingin og stjórnvöld horfa á úr fjarlægð.
Aðilar vinnumarkaðarins kvarta
sáran undan fjárfestingaleysi í at
vinnulífinu á meðan lífeyrissjóðirnir
kvarta undan því að lítið sé um fjár
festingakosti. Þeir sem kvarta mest yfir
þessu ástandi eru í forsvari fyrir báða
þessa hópa.
Verðtryggingin og þar af leiðandi
verðbólgan eru helstu rök og skálka
skjól verkalýðskónganna í ábyrgum
kröfuleik sínum þar sem hvert leik
ritið á fætur öðru er sett á svið þegar
þeir þykjast semja um aukinn kaup
mátt út frá verðbólguspám sem
aldrei hafa staðist frá því að mælingar
hófust. Verðtrygging skal vera á öllu
nema launum og evran leysir vand
ann, allt tal um annað er lýðskrum og
popúlismi af verstu sort.
Er það tilviljun að þeir sem stýra
viðbrögðum almúgans við gegndar
lausu óréttlætinu eru hálaunamenn
með gríðarleg ítök og völd í samfé
laginu?
„Almannatrygg-
ingakerfið á íslandi
er þvílíkur hrærigrautur
að leitun er að öðru eins á
byggðu bóli.
Kalt á Íslandi Fjölmargir ökumenn hafa lent í vanda í umferðinni á landinu undanfarna daga. Von er á áframhaldandi kulda fram að helgi en þá á að hlána. Mynd Eyþór ÁrnAsonMyndin
„Það virðist vera álit verndara þeirra, að þeir
séu einhvers konar auðnornir,“ segir Björn Valur
Gíslason sem gagnrýndi orð Vilhjálms Bjarnasonar, að skatt-
heimta á sparifé væri eins og galdrabrennur fyrri alda.
Eru auðmenn nornir?
Mest lesið á DV.is
1 „Jón Gnarr má skammast sín“Þroskahamlaðir starfsmenn á Bjarkarási
og Lækjarási munu frá og með næstu
mánaðamótum þurfa að greiða 610 krónur
fyrir hverja máltíð sem þeir borða.
2 „Má búast við holskeflu lítilla typpa“
Lýður Árnason segir best fyrir fólk að
„sætta sig við Skaparann og fara reglulega
í bað, það tryggir nógsamlega vellíðan“.
Brjóstastækkanir geri það ekki.
3 Aldrei sagt að púðarnir væru gallaðir
Kristín Tinna Aradóttir fór í brjósta-
stækkunaraðgerð í aprílmánuði árið 2008
og fann fljótlega fyrir verkjum. Hún vill fá
aðgerðina endurgreidda.
4 Landsliðskona ráðin til sam-keppnisaðila
Markvörður íslenska kvennalandsliðsins
í handbolta, Guðný Jenný Ásmunds-
dóttir, hefur verið ráðin til starfa hjá
Opnum kerfum. Í nóvember varð mikið
fjölmiðlafár í kringum starfslok hennar hjá
samkeppnisaðilanum, Nýherja.
5 Ný lög með Ásdísi Rán og Ósk Norðfjörð
Stöllurnar Ásdís Rán og Ósk Norfjörð hafa
verið í stúdíói að taka upp ný lög með
dyggri aðstoð frá Haffa Haff.
Umræða 17Miðvikudagur 11. janúar 2012
Aðsent
Ragnar Þór
Ingólfsson
stjórnarmaður í VR
Venus de Milo
Venus frá
Willendorf Davíð
Hekla Hermundsdóttir og faðir hennar, Hermundur Jörgensson, drekka mjólk úr hryssum. – DV