Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2012, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2012, Blaðsíða 16
Sandkorn Þ eir Dagur B. Eggertsson og Jón Gnarr bera á því ábyrgð að fólk slasaði sig í Reykja­ vík um síðustu helgi. Fjöldi manns hlaut beinbrot eða skráveifur vegna þess ástands sem skapaðist þegar glerhálka myndaðist á götum og gangstéttum. Af óskiljan­ legum ástæðum ákváðu borgaryfir­ völd að gera ekkert til að lágmarka þá hættu sem borgurum stafaði af ástandinu. Hvorki var sandborið né saltað. Dagur og Jón sváfu á verði sín­ um um helgina og brugðust borgar­ búum. Fyrir ákveðinn hóp fólks ríkti neyðarástand vegna hálkunnar. Ör­ yrkjar og eldri borgarar sátu fastir heima eða lögðu sig í háska við að komast á milli húsa eftir flughálum svellbunkum. Á götunum voru bílar fastir, hver um annan þveran. Svona ástand, í borg sem á allt sitt undir samgöngum, er skelfilegt og leiddi til þess að skemmdir urðu á bifreiðum og slys á fólki. Það alvarlegasta við þetta var þó viðhorf borgaryfirvalda sem sáu ná­ kvæmlega ekkert athugavert við af­ glöpin. Hann grínaðist með að saltið hefði slæm umhverfisáhrif og því best að sleppa því. Þá hélt hann því fram að sandurinn væri með þeim ósköp­ um að það þyrfti að sópa honum upp aftur. Því væri best að sleppa því að sandbera. Niðurstaða borgarstjórans var því sú að þessa hálkuhelgi væri best að gera ekki neitt og leyfa al­ menningi að spreyta sig í háskanum. Og borgin er víðar á undarlegum brautum. DV greindi frá því á mánu­ daginn að þroskahamlaðir starfs­ menn á Bjarkarási og Lækjarási eiga nú að greiða yfir 600 krónur fyrir hverja máltíð sem þeir neyta á vinnu­ tíma. Þetta fólk er á smánarlaunum sem í einhverjum tilvikum duga ekki fyrir matnum. Starfsfólkið þarf þann­ ig að borga með sér til að fá að borða. Þetta er óboðleg framkoma borgar­ yfirvalda sem sýna með þessu takt­ leysi gagnvart þeim sem eru minni­ máttar. „Jón Gnarr má skammast sín,“ sagði Úlfar Bjarki Hjaltason sem þénar ekki lengur fyrir hádegismatn­ um. Þetta eru orð að sönnu. Borgar­ yfirvöldum væri sæmst að afturkalla þessa tilskipun og létta fólkinu lífið. Besti flokkurinn var kosinn til áhrifa til að mótmæla veldi fjórflokksins sem brást. Velgengni framboðsins átti sér rætur í því að almenningur var að senda gömlu flokkunum fokkmerki og vonaðist eftir réttlæti og mannúð. Dagur B. Eggertsson, leiðtogi Sam­ fylkingar, fullkomnaði framboðið með því að leiða Besta flokkinn til æðstu áhrifa í borginni. Sá flokkur hefur gert margt gott, svo sem að koma skikk á óráðsíuna hjá Orkuveitu Reykjavíkur þar sem gullkálfar fjórflokksins voru á spena og beit. Vandinn er hins vegar sá að fyrirmenni Besta flokksins og Samfylkingar ná ekki að greina á milli nauðsynlegrar þjónustu við íbúana og óráðsíu sem á rætur í pólitískri spill­ ingu. Frammistaða þeirra um helgina ber í sér falleinkunn. Þau eiga að biðja brotna sem óbrotna borgarbúa afsök­ unar á því rugli sem átti sér stað. Ör­ yggi borgarbúa á að vera öllu öðru ofar. Og það á ekki að níðast á minnimáttar með álögum sem í samhenginu skipta engu máli. Jón Gnarr þarf að rétta kúrsinn. Forseti á flótta Forsetinn, Ólafur Ragnar Grímsson, hefur ekki svarað því með afdráttarlausum hætti hvort hann sækist eftir því að sitja áfram á Bessastöðum. Margslungn­ ar kenning­ ar eru á lofti varðandi vilja Ólafs, meðal annars að hann bíði þess að verða hvattur áfram með undirskriftum. Þetta seinki því jafnframt að formleg kosningabarátta hefjist, sem gæti reynst forsetanum vel. Ríkisútvarpið tók viðtal við forsetann í síðustu viku. Nú hefur frést að forsetinn hafi sprottið á fætur og gengið út úr viðtalinu þegar fréttamað­ urinn þráspurði hann um framtíðaráformin. Aðeins stuttur hluti viðtalsins hefur birst opinberlega. Fokreiður útvarpsmaður n Útvarpsmaðurinn Freyr Eyjólfsson er á meðal þeirra allra geðprúðustu á ljósvaka­ miðlunum. Á þessu varð þó misbrest­ ur á mánu­ dag þegar Morgunút­ varp Rásar 2 tóku á móti símtölum hlustenda vegna þess ástands sem skapaðist á höfuðborgarsvæðinu um helgina þegar hálkuvörnum var sleppti við verstu að­ stæður. Jens Jónsson frá Ísa­ firði hringdi inn og kvartaði yfir því að hafa ekki fundið neinn snjó þegar hann ók suður. Freyr snöggreiddist og lét innhringjandann hafa það óþvegið og sleit samtalinu með því að skella á. Þingmaður á fjall n Þingmaðurinn Sigmundur Ernir Rúnarsson er þekktur fyr­ ir áhuga sinn á golfi. Nú hef­ ur hann bætt um betur og er lagstur í fjallgöngur. Sigmundur og kona hans eru hluti af 130 manna hópi Ferðafélags Íslands sem hyggst ganga á 52 fjöll á árinu og toppa með göngu á Hvannadalshnjúk í vor. Sig­ mundur er þegar búinn að fara í fyrstu gönguna og þótti ganga vasklega á Úlfarsfell í suddaveðri og þoku. Súkkulaði frá flokknum n Elliði Vignissson bæjar­ stjóri og aðrir sjálfstæðis­ menn í Eyjum vita nákvæm­ lega hvernig á að tryggja að endurnýjun eigi sér stað í flokknum. Félag sjálfstæðis­ manna, Eyverjar, stendur ár­ lega fyrir grímuballi í kring­ um þréttándann. Þangað koma atkvæði framtíðarinn­ ar og fá sælgæti og glaðning frá gömlu flokkshundunum. Súkkulaðibörnin streyma inn og Sjálfstæðisflokkurinn stendur traustum fótum í Eyjum. Ég var oft með verki Hann er í skýjunum Kristín Tinna Aradóttir fékk ígrædda gallaða silíkonpúða. – DV Ósk Norðfjörð segir kærastann hæstánægðan með væntanlegan erfingja en Ósk á von á sínu sjötta barni. – DV „Jón Gnarr má skammast sín“ Leiðari Reynir Traustason rt@dv.is U ndanfarin ár hef ég komist á þá skoðun að á Íslandi séu ríkjandi tvö meginviðhorf til þess hvaða stjórnarfar eigi að vera ríkjandi í landinu. Annars vegar er um að ræða lýðræðissinna sem telja að stjórn­ málamenn eigi að taka tillit til skoð­ ana almennings hverju sinni. Hins vegar eru þingræðissinnar sem telja að stjórnmálamenn þurfi ekki að virða skoðanir almennings milli kosninga. Sem lýðræðissinna, hefur mér fundist sem lýðræðið hafi átt undir högg að sækja þegar kemur að athöfn­ um þings og framkvæmdavalds. Það sem hefur orðið okkur lýðræðissinn­ um til happs, er að núverandi forseti Íslands, hefur borið gæfu til að gæta hagsmuna almennings í veigamiklum málum. En hann hefur nú kosið að víkja sæti. Með hliðsjón af ofangreindu, hef ég ákveðið að bjóða mig fram til emb­ ættis forseta Íslands, til að halda áfram á þeirri vegferð sem Ólafur Ragnar Grímsson hóf í sinni embættistíð. For­ seti verður að vera meðvitaður um öll völd og skyldur forseta eins og þau birtast í núverandi stjórnarskrá og haga störfum sínum í samræmi við það. Ég býð mig fram undir þeim formerkjum að halda í heiðri lýðræðislegum rétti almennings til að hafa áhrif á framtíð sína. Enda tel ég nauðsynlegt að al­ menningur láti í ljós skoðun sína á því hvernig hann vill að embættið þróist og hafi til þess skýran valkost. Hið mikla hrun sem varð á haust­ dögum 2008 hafði djúp og sterk áhrif á almenning í landinu. Því miður hef­ ur hann verið skilinn eftir í örvænt­ ingu, án úrræða eða framtíðarsýnar. Íslenskt samfélag þarfnast fram­ tíðarsýnar svo það geti losað sig úr hlekkjum fortíðar og haldið áfram til hagsældar. Engin raunveruleg lausn fæst án þess að leita að orsökum þeirra afleið­ inga sem við stöndum frammi fyrir. Núverandi ráðamenn virðast ekki gera sér grein fyrir þessum orsökum. Svo lengi sem þetta skilningsleysi varir, munu ekki verða neinar raunverulega breytingar á Íslandi almenningi til hagsbóta. Fólkið á rétt á réttlæti Það særir mína sterku réttlætiskennd, hvernig almenningur er látinn líða fyrir sérhagsmunina. Það særir mína réttlætiskennd að horfa upp á ein­ staklinga standa frammi fyrir þeirri staðreynd að þurfa að hverfa til starfa í fjarlægum löndum til að geta séð fjöl­ skyldum sínum farborða. Það særir mína réttlætiskennd að upplifa ör­ væntingu einstaklinga sem án nokk­ urra saka þeirrar sjálfra, þurfa að búa við aðstæður sem ekki tilheyra þeim tíma sem við búum á. Á meðan „lausnir“ ríkisstjórnar­ innar byggja á því að endurreisa fjár­ málakerfið á sama grunni og það var á fyrir 2008, þá mun almenningur aldrei njóta sanngirni eða réttlætis. Það er grundvallaratriði að hagsmunum al­ mennings verði ekki fórnað fyrir sér­ hagsmuni og þurfa allar embættis­ færslur forseta að hafa þetta í heiðri. Ég veit hvar vandinn liggur og ég veit hvaða leiðir liggja til hagsældar án skuldaþrælkunar. Hagsældar sem berst almenningi sem eign en ekki skuld. Hagsældar sem varir, en er ekki brotin niður á nokkurra ára fresti af vanstilltu fjármálakerfi. Hið nýja Ísland Ég á mér framtíðarsýn þar sem ein­ staklingurinn getur búið í þessu sam­ félagi og látið drauma sína, vonir og þrár rætast. Samfélags þar sem ein­ staklingurinn hefur frelsi til að leita sér þeirra hamingju sem hann óskar sér, svo lengi sem það skaðar ekki þriðja aðila. Sem forseti Íslands get ég leitt ís­ lenskt samfélag til þessarar framtíðar­ sýnar. Ég tel að núverandi forseti hafi lagt grunninn að slíkri sýn á grund­ velli þeirrar stjórnarskrár sem nú er í gildi. Það er ekki úrslitaatriði að breyta núverandi stjórnarskrá, mun frekar er þörf á því að fara eftir henni. Við búum í landi sem getur verið hart og óbilgjarnt, en um leið gjöf­ ult og vænt þeim sem þar búa. Við höfum búið hér í rúmlega 2.000 ár og það eru engar forsendur til að ætla annað en að við getum búið hér áfram. Við verðum hins vegar að gæta að gæðum landsins og frelsi. Glötum við þessum hlutum, glötum við samfélaginu. Okkar harðbýla land hefur alið hér samfélag einstaklinga sem tekur til hendinni þegar við á. Einstaklinga sem eru óragir við að takast á við erfið verkefni og venjulega leysa þau með glæsibrag. Ég hef fulla trú á því að við sem þjóð getum risið upp og haldið til framtíðar samhent og með von í hjarta. Þess vegna býð ég mig fram „Það særir mína sterku réttlætis- kennd, hvernig almenn- ingur er látinn líða fyrir sér- hagsmunina. Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 16 11. janúar 2012 Miðvikudagur Aðsent Jón Lárusson forsetaframbjóðandi „Þau eiga að biðja brotna sem óbrotna borgar- búa afsökunar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.