Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2012, Blaðsíða 11
Fréttir 11Miðvikudagur 11. janúar 2012
„Ég vildi bara að
mér liði betur“
n Konur líða kvalir fyrir breytt brjóst n Með óútskýrð sár á brjóstum n 57 konur ætla að kæra lýtalækni
þess efnis en hann hefur ekki svar-
að þeim. Þú getur rétt ímyndað þér
hvernig mér líður að vera með þetta
í brjóstunum. Þetta er ekki ætlað
fólki, þetta er ætlað í iðnað. Ég vil
ekki hafa þetta í mér.“
Brjóstaaðgerðin „mikill sigur“
„Ég vil því að þetta verði tekið strax
og fá nýja
púða því
þetta er ekki
það sem
ég borgaði
fyrir,“ seg-
ir hún. „Að
mínu mati
hefur þessi
læknir kom-
ið svoleið-
is aftan að
mér að ég get ekki líst vonbrigðun-
um. Þetta er hræðileg tilfinning, al-
veg hræðileg.“
Þær eru báðar sammála um það.
„Þetta eru vörusvik,“ segir sú eldri.
„Ég sætti mig yfirleitt við hlutina
eins og þeir eru. En ég er alls ekki til-
búin til að sætta mig við það að vera
með þessa púða í brjóstunum eða
borga fyrir nýja púða. Mér finnst að
hann eigi að taka púðana úr mér og
setja nýja í mér að kostnaðarlausu.“
Það var ekki að ástæðulausu
sem hún fór í aðgerðina. „Ég var
með manni í tólf ár en fór aldrei úr
að ofan fyrir hann. Ég var sjúklega
spéhrædd. Samt þótti honum bara
vænt um mig eins og ég var. Það
hafði ekkert með það að gera.“
Hún hefur alltaf verið með þung
brjóst og þau voru orðin slöpp svo
hún ákvað að láta lyfta þeim. „Ég
hefði alveg getað látið lyfta brjóst-
unum og sleppt púðunum en þeir
voru til þess hugsaðir að brjóstin
færu ekki að slappast niður aftur.
Þetta var stórt skref fyrir mig og mik-
ill sigur.“
Konur skildar
eftir hræddar
Guðbjartur
Hannesson vel-
ferðarráðherra
kynnti á þriðju-
daginn að ís-
lenska ríkið taki
eingöngu þátt í
kostnaði við að
fjarlægja PIP-
brjóstapúða ef í ljós kemur að þeir
leka. Allar þær 440 konur sem fengið
hafa slíka púða munu fá bréf á næstu
dögum þar sem þeim verður boðið
að koma í ómskoðun þeim að kostn-
aðarlausu til að kanna ástanda púð-
anna.
„Hvað á að gera við hinar?“ spyr
Saga Ýrr, lögmaður hóps kvenna sem
hefur púðana. „Bíða þangað til silíkon-
ið er farið að leka og sjá hver skaðinn
verður þá?“
Saga bendir á að álit manna á því
hvort það sjáist í ómskoðun hvort púð-
arnir séu farnir að leka eða ekki sé
misjafnt. Sérstaklega ef um lítinn leka
sé að ræða. Þetta sé því allt of mikil
áhætta sem yfirvöld taki.
Anna Lóa Aradóttir var með PIP-
brjóstapúða sem hún lét fjarlægja því
hana grunaði að þeir væru farnir að
leka. Hún lýsti reynslu sinni í Kast-
ljósi á mánudagskvöld, en hún tengir
veikindi sín og sonar síns, sem hún var
með á brjósti, við púðana.
Læknirinn sem skoðaði hana áður
en púðarnir voru fjarlægðir sá eng-
in merki þess að púðarnir væru farn-
ir að leka. Hann sagði allt hafa litið
vel út. Í ljós kom, þegar púðarnir voru
teknir úr, að þeir voru mjög illa farnir
og láku á mörgum stöðum. Anna Lóa
sendi kanadískum lækni púðana til
rannsóknar og telur hann að þeir hafi
byrjað að leka á árunum 2003 til 2005.
Af sögu hennar að dæma má því ætla
að ekki sé hægt að sjá það í ómskoðun
hvort púðarnir leki.
Áætlaður kostnaður við að fjar-
lægja púðana er um 200 þúsund
krónur og mun ríkið standa straum af
kostnaðinum að undanskildu komu-
, skoðunar-, og aðgerðargjaldi. Upp-
hæðin sem fellur á konurnar sjálfar
nemur 29.500 krónum. Eingöngu er
um að ræða kostnað við að fjarlægja
púðana. Ef konurnar vilja nýja púða í
brjóstin þurfa þær að standa straum
af þeim kostnaði sjálfar, að sögn Sögu.
Ráðuneytið áætlar að fjarlægja
þurfi púða hjá fjórum til þrjátíu kon-
um. Saga telur það allt of lága tölu.
„Að skilja konur eftir hræddar,
mér finnst það skelfileg ákvarðana-
taka. Konur eru virkilega hrædd-
ar vegna þessa og líður mjög illa að
hafa þessa tegund af púðum í brjóst-
unum á sér.“ Enn má því búast við
málsóknum.n
Þ
essi fegurðarfirring sem við
búum við í dag, hið fullkomna
útlit kvenna sem felur í sér að
vera mjög grönn en samt með
stór brjóst, það er í rauninni útlit sem
mjög fáar konur hafa frá náttúrunnar
hendi. Yfirleitt, ef konur er grannar, þá
eru þær með minni brjóst en þær sem
eru þéttari,“ segir Sigrún Daníelsdóttir
sálfræðingur.
Fegrunaraðgerðir hafa almennt
farið vaxandi bæði á Íslandi og
erlendis, að hennar sögn, og má rekja
það til þrýstings frá samfélaginu um
að fylgja fegurðarstöðlum „Núna
þykir mun sjálfsagðara að kornungar
stelpur fari í brjóstastækkun þegar
þær eru kannski 18 til 19 ára og eru
ennþá með táningslegan vöxt.“
Sigrún segir að fegurðarímynd
kvenna sé þannig í dag að fullkomlega
óraunhæft sé að reyna að standa
undir henni með eðlilegum hætti. Þær
þurfi því að leggjast undir hnífinn.
Að hennar mati eru fjölmiðlar og al-
menningur samsekur um að viðhalda
vandanum og neita að víkka út sjón-
deildarhringinn hvað fegurð snertir.
„Með þessum óraunhæfu fegurðar-
viðmiðum er alið á óánægju flestra
venjulegra kvenna með eigið útlit því
það er mjög fjarri því sem telst full-
komið samkvæmt ríkjandi viðmiðum,“
segir Sigrún og bendir á að oft sé talað
um að fegrunaraðgerðir séu jákvæðar
því þær styrki sjálfsmynd kvenna. Þau
rök séu síðan notuð til að styrkja öfga-
fullar aðferðir.
Á síðunni lytalaeknir.is sem Guð-
mundur Már Stefánsson og Ólafur
Einarsson lýtalæknar eru skráðir fyrir
er einmitt sérstaklega tekið fram að
brjóstastækkun geti bætt útlit og
sjálfstraust. Slík aðgerð uppfylli þó
ekki væntingar um hið fullkomna útlit.
„Maður hlýtur að spyrja sig hvenær
kona ætlar að byrja að sætta sig við
útlit sitt því útlit okkar er alltaf að
breytast.“ Hún bendir á að þó að kona
sé ánægð með útlit sitt þegar hún er
tvítug breytist útlitið með aldrinum,
barneignum og fleiru.
„Við getum ekki tekist á við
hvert skref sem útlit okkar tekur í
burtu frá þessari staðalímynd um
kvenlega fegurð með því að leggjast
undir hnífinn. Hvar endar það? Það
endar bara í einhverjum lýtaaðgerða-
skrímslum.“
Alið á ónægju kvenna með útlitið:
Búum við fegurðarfirringu
Fegurðarfirring Sigrún Daníelsdóttir
segir það mun sjálfsagðara en áður að
kornungar stelpur sem enn eru með tán-
ingslegan vöxt fari í brjóstastækkun.
„Ég var með
manni í tólf
ár en fór aldrei úr
að ofan fyrir hann
Mismunandi
Brjóst eru jafn mismunandi og þau
eru mörg, en margar konur fara í
brjóstastækkun í tilraun til að bæta
sjálfstraust sitt. Talað er um að
fegurðarímynd kvenna sé þannig í
dag að fullkomlega óraunhæft sé að
standa undir henni með eðlilegum
hætti. Konur þurfa því að leggjast
undir hnífinn til að standast kröfur
samfélagsins um hvernig þær eiga
að líta út.
Lítil brjóst
„Ég er 24 ára og er á móti
þeirri hugmynd að fólk láti
framkvæma skurðaðgerðir á
sér til að passa inn í einhverja
staðlaða ímynd. Ég er ánægð
með minn heilbrigða líkama, og
það er mikilvægast af öllu.“
Stór brjóst
„Ég er 21 árs. Brjóstin á mér
hanga svolítið því þau eru stór.
En það er í lagi, svo lengi sem
það er innan eðlilegra marka.“
„Stökkpallurinn“
„Ég er 23 ára og er ánægð með
það hvernig brjóstin á mér líta
út, jafnvel þó mér hafi ekki líkað
þau þegar ég var yngri. Annað
brjóstið er stærra en hitt og
hangir meira niður. En maður
tekur varla eftir því.“
Lafandi brjóst
„Ég er 39 ára og hef alltaf verið
of þung, án þess að glíma við
offitu. Ég hef aldrei sýnt á mér
brjóstin á almannafæri, ekki
einu sinni í sundi.“
Framstæð brjóst
„Ég er 23 ára og hef aldrei verið
ánægð með brjóstin mín. Ég
hef alltaf verið á þeirri skoðun
að þau væru undarleg í laginu.
Vegna þess hef ég haft lítið
sjálfstraust.“
„Forvitin“ brjóst
„Ég hef alltaf verið svolítið
grönn. Ég tek getnaðarvarnar-
pilluna og með því vonast ég til
þess að brjóstin mín stækki.“
Niðurvísandi brjóst
„Ég er 22 ára. Brjóstin mín
byrjuðu að stækka þegar ég var
11 ára gömul og brjóstin hafa
hangið niður allar götur síðan.“
„Fullkomin“ brjóst
„Ég er að læra að verða ljós-
móðir en hef aldrei átt börn eða
orðið ólétt. En þegar það gerist
munu börnin mín fá næringu úr
þessum brjóstum. Ég legg til að
sams konar síða verði stofnuð
um sköp kvenna. Margar konur
skammast sín fyrir píkuna sína.“
Alls konar brjóst
eru eðlileg
Á vefsíðunni 007b.com er að finna mikið magn mynda af venjulegum brjóstum.
Markmið síðunnar er að berjast gegn staðalímyndum með því að sýna fram á
hve ólík brjóst geta verið. Þau séu til þess að gefa börnum næringu.