Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2012, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2012, Blaðsíða 6
Lék sjáLfan sig í mynd um sLysið Greiða minna en þroskahamlaðir n Borgarfulltrúar greiða 410 krónur en fatlaðir 610 fyrir matinn B orgarfulltrúar og aðrir embætt- ismenn hjá Reykjavíkurborg greiða 410 krónur fyrir hverja máltíð í Ráðhúsi Reykjavíkur. Á sama tíma munu þroskahamlaðir starfsmenn á Bjarkarási og Lækjarási þurfa að greiða 610 krónur fyrir hverja máltíð sem þeir borða á meðan þeir nota dagþjónustuna frá og með næstu mánaðamótum. Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri-grænna, bendir á þetta misræmi á bloggsíðu sinni á vef Smugunnar. DV fjallaði ítarlega um málið á mánudag þar sem Björk Vilhelms- dóttir, formaður velferðarráðs Reykja- víkurborgar, neitaði því að með þessu nýja gjaldi væri borgin að seilast ofan í vasa þeirra sem minnst mega sín. Þroskahamlaðir ættu að borga fyr- ir matinn sinn eins og aðrir. „Það er verið að leggja á sama gjald í þessu mötuneyti og í öllum öðrum mötu- neytum borgarinnar,“ sagði Björk í samtali við DV. Þá kom fram í umfjöll- un blaðsins að eftir að breytingarnar taka gildi myndu launin sem starfs- menn með takmarkaða vinnugetu fá fyrir vinnu sína, í sumum tilfellum ekki duga fyrir matnum. Sóley segir að röksemdafærsla Bjarkar standist illa. „Á þeim starfs- stöðum sem DV fjallaði um í gær [mánudag, innskot blaðamanns] er fötluðum einstaklingum gert að greiða 610 krónur fyrir hverja máltíð, en í Ráðhúsi Reykjavíkur greiða borgar- fulltrúar og embættismenn 400 krón- ur fyrir hverja máltíð. Skv. gjaldskrá Velferðarsviðs eru máltíðir í félags- miðstöðvum fyrir aldraða svo seldar á 550 krónur,“ segir Sóley á bloggi sínu. m.dv.is Lestu fréttir DV í farsíman um þínum! É g hafði samband við bæjar- stjórann sem bar þessi skilaboð tvisvar til hans. Í staðinn fyrir að hringja beint í gemsann hans vildi ég fara að honum með nærgætni,“ segir Baltasar Kormákur um það hvernig að reyndi að setja sig í samband við Guðlaug Friðþórsson sem tókst á ótrúlegan hátt að bjarga lífi sínu þegar Hellisey VE sökk aust- ur af Stórhöfða 11. mars árið 1984. Baltasar er að leggja lokahönd á kvik- myndina Djúpið sem fjallar um sjó- slysið og afrek Guðlaugs. Hann fékk þau svör frá bæjarstjór- anum að Guðlaugur vildi ekki skipta sér af málinu en setti sig ekki upp á móti því að myndin yrði gerð. Balt- asar virti það við hann og réðst í gerð myndarinnar. „Þetta er náttúrulega bara skáldverk byggt á ákveðnum at- burðum,“ segir Baltasar og bendir á að það sé ekki endilega heppilegt að hafa þá sem upplifðu atburðina með í vinnunni. Hann tekur þó fram að handritið byggi á fjölda viðtala og opinberum skjölum sem til eru um málið. Veit að Guðlaugur er ekki sáttur Guðlaugur sagði í viðtali í DV á mánu- daginn að hann væri mjög ósáttur við gerð myndarinnar. „Mér þætti voða vænt um að fá að drepast áður en menn fara að búa til bíó um mann,“ sagði hann. Þá sagðist hann einn- ig ósáttur við að ekki hefði verið haft samband við hann áður en ráðist var í gerð myndarinnar. Í viðtalinu við Guðlaug kom fram að Baltasar teldi hann sáttan við gerð myndarinnar, en Baltasar segir það ekki rétt. „Það er mikilvægt fyrir mig að það komi fram að ég sé ekki að ljúga upp á hann, að hann væri sáttur við gerð myndarinnar. Ég sagði bara að við værum sáttir. Það var ekki ann- að að heyra.“ Heimildamynd gerð sama ár Kvikmyndin er lauslega byggð á sam- nefndum einleik Jóns Atla Jónasson- ar. Hann sendi Guðlaugi handritið en fékk aldrei nein viðbrögð frá honum. Né heldur eftir að sýningar á leikrit- inu voru hafnar. Baltasar taldi það renna stoðum undir það að hann vildi hvorki skipta sér af leikritum né kvik- myndum um atburðinn. Sterk orð Guðlaugs um að hann vilji vera kominn yfir móðuna miklu áður en gerð er bíómynd um hann eru athyglisverð í ljósi þess að hann lék sjálfan sig í heimildamyndinni Reginsund eftir Pál Steingrímsson sem fjallaði meðal annars um umrætt sjóslys. Myndin var gerð sama ár og slysið varð. Þá hefur Guðlaugur kom- ið fram í fjölmörgum viðtölum bæði hérlendis og erlendis og lýst reynslu sinni. Yrði lögsóttur Eftir að Guðlaugur tjáði sig fyrst opin- berlega um Djúpið í Eyjafréttum í sumar hafði Baltasar þó samband beint við hann og ræddu þeir mál- in. Guðlaugur lét óánægju sína í ljós vegna gerðar myndarinnar en þeir segjast þó hafa skilið sáttir. „Hann sagði við mig að hann væri ekki að reyna að koma í veg fyrir að ég gerði myndina en vildi ekki að nafn sitt yrði bendlað við hana. Hefði hann viljað stöðva myndina þá hefði verið gott að það hefði komið fram þegar ég hafði samband við hann.“ Baltasar seg- ist vera í mjög erfiðri stöðu núna því hann sé skuldbundinn þeim sjóðum sem hann fékk styrki úr til að gera myndina. Skili hann ekki af sér mynd yrði hann að öllum líkindum lögsótt- ur. Ekki fjármagnað með einkafjármagni Í samtali við DV sagði Guðlaugur að um væri að ræða prinsippmál fyr- ir sig. Að menn sem hefðu hálfótak- markaðan aðgang að fjármagni gætu ekki gert það sem þeim sýndist. Í því samhengi bendir Baltasar á að hann kvikmyndin sé ekki fjármögnuð með einkafjármagni heldur hafi hann sótt um og fengið fjármagn úr Kvikmynda- sjóði Íslands og fleiri sjóðum til að gera myndina. En öllum sé heimilt að sækja um styrki úr sjóðunum. Baltasar segir myndina auðvitað byggða á afreki Guðlaugs og þeim skelfilegu atburðum sem áttu sér stað þegar Hellisey sökk. Það fari ekkert á milli mála og hann hafi aldrei reynt að halda öðru fram. Hins vegar reyndi hann að koma til móts við óskir Guð- laugs eins og hann gat. Hann breytti til að mynda nafni skipsins og aðal- persónunnar. Hann er kallaður Gulli í myndinni en ekki Laugi, líkt og Guð- laugur er jafnan kallaður. Baltasar bar það undir hann og hann setti sig ekki upp á móti því. n Reyndi að hafa samband við Guðlaug fyrir gerð Djúpsins n Segir hann ekki hafa reynt að stöðva gerð myndarinnar n Yrði líklega lögsóttur ef hann skilaði ekki af sér mynd „Hann sagði við mig að hann væri ekki að reyna að koma í veg fyrir að ég gerði myndina en vildi ekki að nafn sitt yrði bendlað við hana. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is 6 Fréttir 11. janúar 2012 Miðvikudagur Lék í mynd Guðlaugur lék sjálfan sig í heim- ildamyndinni Reginsund sem gerð var árið 1984. Reyndi að hafa samband Baltasar fékk þær upplýsingar að Guðlaugur vildi ekkert um myndina segja, en að hann setti sig ekki upp á móti því að hún yrði gerð. MYnD SiGtRYGGuR aRi Misræmi Sóley bendir á að borgar- fulltrúar greiði 410 krónur fyrir máltíð en þroskahamlaðir starfsmenn á Bjarkarási og Lækjarási 610 krónur. Póstsamgöngur fóru úr skorðum Póstsamgöngur lágu niðri víðast hvar um landið á þriðjudag vegna vonskuveðurs og ófærðar. Töf varð á útburði og útkeyrslu á pósti og má reikna með að tafir verði áfram næstu daga, samkvæmt upplýs- ingum frá Íslandspósti. Hellisheiði var lokað seint á mánudagskvöld og var hún enn lokuð seinnipart þriðjudags og vegna þessa fór áætlunarferð Póstsins austur á land úr skorðum. Á höfuðborgarsvæðinu gekk dreif- ing hægt fyrir sig en með sam- stilltu átaki starfsmanna Póstsins mjakaðist hún þó. „Aðstoð íbúa og tillitssemi auð- veldar bréfberum að koma póst- inum hratt og örugglega til skila, hvernig sem viðrar. Pósturinn vill vinsamlegast minna landsmenn á að gæta að því að moka tröppur og heimreiðar til auðvelda að- gengi að póstkössum og lúgum,“ segir í tilkynningu sem Ísland- spóstur sendi frá sér á þriðjudag. Enginn póstur var borinn út á heimili í Vestmannaeyjum, Akra- nesi, Selfossi, Búðardal, Ólafs- vík og Stokkseyri auk fleiri staða á þriðjudag. Gómaður við innbrot Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stóð innbrotsþjóf að verki á Skóla- vörðustíg aðfaranótt þriðjudags. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu reyndi maðurinn að brjót- ast inn í verslun klukkan eitt eftir miðnætti. Maðurinn var handtek- inn og var hann sendur rakleiðis í fangageymslu þar sem hann fékk að gista. Hann var svo yfirheyrður á þriðjudag. Maðurinn er um fer- tugt að sögn lögreglu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.