Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2012, Blaðsíða 23
Smáauglýsingar
smaar@dv.is
sími 512 7004
Opið virka daga kl. 10.00–18.00 og laugardaga kl. 11.30–15.00
BÍLALIND.is - Funahöfða 1
110 Reykjavík - S: 580-8900
JEEP GRAND CHEROKEE LIMITED
03/2001, ekinn 204 Þ.km, sjálfskiptur,
leður, gott og fallegt eintak! Tilboðs-
verð aðeins 690.000. #283145 á www.
bilalind.is - Jeppinn er á staðnum!
RENAULT TRAFIC MINIBUS
01/2007, ekinn 283 Þ.km, dísel, sjálfskipt-
ur, 9 manna, einn eigandi. Verð 2.190.000
Tilboðsverð 1.690.000. #350441 á www.
bilalind.is - Bíllinn er á staðnum!
TOYOTA YARIS TERRA
Árgerð 2008, ekinn 52 Þ.km, 5
gírar. Verð 1.590.000. #32182 á www.
bilalind.is - Bíllinn er á staðnum!
M.BENZ E 200 KOMPRESSOR
10/2004, ekinn 103 Þ.km, sjálfskiptur.
Verð 2.490.000. #321810 á www.
bilalind.is - Bíllinn er á staðnum!
MAZDA 3.
04/2005, ekinn 52 Þ.km, sjálf-
skiptur, fallegt eintak. Verð 1.550.000.
Rnr.283942 á www.bilalind.is - Bíllinn
er á staðnum!
TOYOTA YARIS SOL
09/2008, ekinn 42 Þ.km, 5 gírar. Verð
1.690.000. #321728 á www.bilalind.
is - Bíllinn er á staðnum!
n Raflagnir
n Tölvulagnir
n Loftnetslagnir
og uppsetningar
n Gervihnatta-
móttakarar
n Ljósleiðaralagnir
og tengingar
n Raflagnateikningar
n Lýsingarhönnun
og ráðgjöf
n Þjónustusamningar
Pétur Halldórsson
löggiltur rafverktaki
petur@electropol.is, 8560090
Tek að mér
ýmis smærri verkefni.
Upplýsingar í síma 847-8704
eða á manninn@hotmail.com
Til sölu Honda CRV
Árgerð 2007. Keyrður innan bæjar
55.000 km. Svartur, aðeins einn eigandi
og mjög vel farinn. Ásett verð 3.900.000
kr eða besta tilboð. Hann er á nýlegum
heilsársdekkjum. Abs bremsur,geisla-
diskaspilari, leðurklædd sæti. Aldrif og
enginn áhvílandi lán á bílnum. uppl. í
síma 891-9139.
Græðir mest á reynslunni
n Björgvin Páll er forsprakki Sportelítunnar
É
g er alltaf með fullt af hug-
myndum í kollinum sem
ég vil koma í framkvæmd.
Nú er ég búinn að koma
tveimur í verk og þá eiga bara
eftir að myndast fleiri,“ seg-
ir handboltastjarnan Björg-
vin Páll Gústavsson sem er for-
sprakki Sportelítunnar, vefsíðu
um heilsu og fjarþjálfun.
Hugmyndin að Sportelít-
unni kviknaði þegar Björgvin
Pál og Helga Jónas Guðfinns-
son körfuboltaþjálfara lang-
aði að hjálpa ungum íþrótta-
mönnum að ná lengra í sinni
íþrótt. „Þetta vatt fljótt upp á sig
og er orðið mun stærra verk-
efni en við ætluðum okkur í
fyrstu,“ segir Björgvin Páll sem
er yfir sig ánægður með þann
hóp íþróttamanna sem þeir fé-
lagar fengu til liðs við sig. „Ég
lagði höfuðið í bleyti og þegar
hópurinn var klár fannst mér
ekkert annað nafn en Sporte-
lítan koma til greina enda er
þarna elítan í sportinu saman
komin. Ef við getum ekki kom-
ið þér í form getur það eng-
inn,“ segir Björgvin en á meðal
íþróttamanna Sport elítunnar
eru vöðva tröllið Arnar Grant,
Stefán Sölvi, sterkasti maður Ís-
lands, hlaupadrottningin Silja
Úlfarsdóttir og handboltakapp-
inn Alexander Petersson.
„Þetta er alveg geggjaður
hópur sem er samstiga í því að
láta gott af sér leiða. Við eigum
það öll sameiginlegt að fá reglu-
lega fyrirspurnir frá fólki úti í
bæ er varða heilsu og íþróttir
og höfum nú sameinast á einn
stað til að geta leiðbeint fólki
betur. Við erum tilbúin til að
svara hinum ýmsum spurning-
um viðskiptavina okkar, bæði
varðandi okkar eigin uppá-
haldsæfingar og annað. Núna
erum við að gefa flugmiða með
WOW Air inni á Facebook-síð-
unni okkar,“ segir hann og bætir
við að stór hluti ágóðans muni
renna til góðgerðamála líkt og
með Silfur-ævintýrið. „Það sem
ég græði mest á þessu öllu sam-
an er reynsla við að reka fyrir-
tæki. Ég hef gaman af því að
prófa eitthvað nýtt og vil eyða
mínum frítíma í eitthvað upp-
byggilegt frekar en að hanga í
Playstation. Mér líður best þeg-
ar ég er á fullu en ég passa mig
að gera ekki of mikið enda er
handboltinn ennþá númer eitt,
tvö og þrjú.“
Nánari upplýsingar um
Sportelítuna er að finna á
sportelitan.is.
indiana@dv.is
Fólk 23Miðvikudagur 11. janúar 2012
„Vældarinn“
fyrir Pétur
M
inningartónleikar
um Pétur W. Krist-
jánsson voru
haldnir á Spot í
Kópavogi í síðustu
viku. Fram kom fjöldi söngv-
ara og hljómlistarmanna sem
voru vinir Péturs og unnu með
honum að tónlist. Vinur hans
Þorgeir Ástvaldsson var kynnir
á tónleikunum. „Maður leyfði
sér að hoppa og dansa með og
svitna svo ekki var þurr þráð-
ur á manni. Þetta var ákveðið
í skyndingu en allir tóku vel í
þetta. Flutt voru 18 lög frá ferli
Péturs, einkennislag Péturs
heitins var spilað, Wild Thing,
eða „Vældarann“, eins og Pétur
kallaði lagið.“
Hápunktur tónleikanna
var þegar spilað var mynd-
band fyrir gesti þar sem Pétur
söng í fertugsafmæli sínu fyr-
ir tuttugu árum. Að sögn Þor-
geirs þótti gestum minningar-
tónleikanna það ljúfsárt. „Ég
sjálfur komst svolítið við því
í lok myndbandsins þakkar
hann svo fallega fyrir sig. Það
var eins og hann stæði sjálfur
á sviðinu og gestir voru aug-
sýnilega meyrir. Hans hefur
alltaf verið sárt saknað. Hann
var svo mikill fyrirliði og frum-
kvöðull.“
Safnað er í minningarsjóð
Péturs og tóku ekkja hans,
dóttir, systir og móðir á móti
framlagi í sjóðinn. Fé úr hon-
um er iðulega veitt til sigur-
vegara í Músíktilraunum.
kristjana@dv.is
n Pétur Kristjánsson var hylltur á minningartónleikum n Safnað í minn-
ingarsjóð n Nýtt til að styrkja þá sem skara fram úr á Músíktilraunum
Mættur til að heiðra minningu látins félaga Stebbi Hilmars söng
um Pétur í laginu Krókurinn.
Konurnar hans Péturs Íris, dóttir Péturs, systir Péturs, Linda, eiginkona
hans, og móðir Péturs.
Gamall vinur Þorgeir Ástvaldsson,
gamall vinur, var kynnir á tónleik-
unum.
Í sveiflu Magni og
Bjartmar Guðlaugsson létu
sig alls ekki vanta og fóru á
kostum á sviðinu.
Með fullan koll af hug-
myndum Björgvin Páll segist
vilja nota tímann til að gera eitt-
hvað uppbyggilegt.
MYND/SiGtrYGGur Ari JóhANNSSoN