Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2012, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2012, Blaðsíða 21
Sport 21Miðvikudagur 11. janúar 2012 Horfir til Abidal Arsene Wenger, knattspyrnu­ stjóri Arsenal, ætlar sér að landa franska vinstri bak­ verðinum Eric Abidal í sum­ ar samkvæmt spænskum miðlum en samningur bak­ varðarins rennur út í sumar. Liverpool er einnig sagt hafa áhuga á þessum sterka bak­ verði en franska tengingin við Wenger gæti ráðið för Abidals. Það er þó ekki loku fyrir það skotið að Arsenal klófesti Aly Cissohco, bak­ vörð Lyon, í janúarmánuði og þá mun Liverpool standa eitt í eltingarleiknum við Abidal. Fékk áritaða treyju hjá Balotelli David Beckham bað Mario Balotelli, framherja Man­ chester City, um áritaða treyju eftir bikarleik Man­ chester­liðanna síðastlið­ inn sunnudag. Treyjan var þó ekki fyrir hann sjálfan heldur elsta soninn, Brook­ lyn, sem er víst duglegur að safna treyjum frægra knatt­ spyrnukappa. Balotelli var ekki lengi að árita treyjuna og rétta Beckham hana þrátt fyrir að David sé goðsögn í lifanda lífi hjá Manchester United, nágrönnum City. Kranjcar fer ekkert Króatíski landsliðsmaður­ inn Niko Kranjcar ætlar ekki að yfirgefa Tottenham í janúar þrátt fyrir lítinn spil­ tíma. Það er mikilvægt fyrir Kranjcar að fá að spila þar sem hann er að berjast um sæti í hóp Króatíu á EM í sumar en hann ætlar sér að taka slaginn hjá Tottenham og vinna sér inn sæti. „Ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér, en það eina sem ég veit er að næstu mánuði verð ég áfram hjá Totten­ ham. Vonandi kemst ég í gott form og á gott ár,“ segir Niko Kranjcar. Þ að eru aðeins fimm dagar í að Evrópumót­ ið í handbolta hefjist í Serbíu en þar verða strákarnir okkar í riðli með Króatíu, Slóveníu og Nor­ egi. Undirbúningur er á loka­ stigi en síðasti æfingaleikur­ inn verður gegn Finnlandi í Laugardalshöll á föstudaginn og vonast Guðmundur Þórð­ ur Guðmundsson landsliðs­ þjálfari eftir góðri mætingu svo strákarnir geti tekið með sér ís­ lenska stemningu til Serbíu. Ís­ land lenti í öðru sæti á undir­ búningsmóti í Danmörku um síðastliðna helgi þar sem liðið gerði jafntefli við Pólland, vann Slóvena og tapaði fyrir Dönum í úrslitaleik. Guðmundur seg­ ir hópinn í fínu ástandi þrátt fyrir smávægileg meiðsli en hann blæs á þá mýtu að Róbert Gunnarsson sé ekki í leikformi. Snorri kemur á fimmtudaginn „Við erum með nokkra menn í hvíld fram á morgundaginn [miðvikudaginn], bæði vegna þreytu og meiðsla,“ segir Guð­ mundur en þeir Guðjón Val­ ur Sigurðsson og Ingimund­ ur Ingimundarson eiga við smávægileg meiðsli að stríða. „Guðjón Valur fékk tak í lærið og spilaði því ekki síðasta leik­ inn gegn Dönum. Ingimundur hefur verið að glíma við eymsli í nára sem stífnaði upp eftir leikinn gegn Slóvenum. Hann spilaði því heldur ekki gegn Dönum. Svo er Alexander bara þreyttur og fær hvíld vegna þess,“ segir Guðmundur. Góðu tíðindin eru þó þau að leikstjórnandi liðsins, Snorri Steinn Guðjónsson, kemur til móts við liðið á fimmtudaginn og verður með á EM. Þátttaka hans hafði verið í uppnámi þar sem hann var að bíða eftir að kona sín eignaðist barn. Barnið er nú komið í heiminn og mun Snorri stýra sóknarleik liðsins. „Það er auðvitað ekki gott þeg­ ar lykilmaður er ekki til stað­ ar en það var bara ekkert við því að gera,“ segir Guðmundur um fjarveru Snorra á æfinga­ mótinu í Danmörku. Það er þó huggun harmi gegn að Snorri þarf ekki að læra fræðin upp á nýtt þegar hann snýr aftur. „Nei, nei. Hann er með þetta. Það er enginn vafi á því,“ segir Guðmundur. Fækka brottvísunum „Varnarleikurinn var yfirleitt nokkuð góður og hraðaupp­ hlaupin að virka vel, allavega í fyrstu tveimur leikjunum,“ svarar Guðmundur aðspurð­ ur hvað hann hafi séð gott hjá íslenska liðinu í Danmörku. „Sóknarleikurinn batnaði eftir því sem á leið mótið. Hann var bestur á móti Dönum. Hann var ekkert sérstakur í sigur­ leiknum gegn Slóvenum. Þar skoruðum við mikið úr hröð­ um upphlaupum og hornum. Sóknarleikurinn var ansi kafla­ skiptur,“ segir Guðmundur sem var einnig ánægður með varn­ arleikinn. Hann var þó ekki ánægður með tæknilegu mistökin sem liðið var að gera, sérstaklega í fyrsta leiknum gegn Pólverjum. „Það var alltof mikið af þeim í fyrri hálfleik á móti Pólverj­ um. Bæði sendingarfeilum og sóknarbrotum. Þetta var eigin­ lega orðið absúrd. Svo kom líka kafli í leiknum þar sem við vor­ um að troða boltanum of mik­ ið inn á línuna of snemma. Svo var ég ekki nægilega ánægður með nokkra af þeim tveggja mínútna brottvísunum sem við vorum að fá. Menn verða átta sig betur á hvernig dómararn­ ir eru að dæma. Gegn Dönum fengum við þrjár óþarfa brott­ vísanir og það gengur ekki. Þetta kostar alltof mikið í leikj­ um,“ segir Guðmundur. Róbert spilar mikið Línumaðurinn Róbert Gunn­ arsson fór á kostum á móti Dönum og skoraði sex mörk. „Hann var frábær og er í mjög góðri leikæfingu. Hann hefur verið að spila mjög mikið með Rhein­Neckar Löwen þó ein­ hvern veginn hafi það orðið að einhverri mýtu að hann sé ekki að spila mikið og sé ekki í leik­ æfingu,“ segir Guðmundur sem er einnig þjálfari þýska liðsins Rhein­Neckar Löwen. „Hann er að spila mjög mikið. Af þeim 34 leikjum sem búnir eru hef­ ur hann spilað allan tímann í 25 leikjum og helming leiktím­ ans í hinum leikjunum þann­ ig hann er í hörkuformi. Það bara stemmir ekki sem mönn­ um finnst – að hann sé að spila lítið,“ segir Guðmundur ákveð­ inn. Ásgeir Örn Hallgrímsson fór líkt og Róbert á kostum gegn Dönum og skoraði sjö mörk er hann leysti Alexander Pet­ ersson af. Þá kom Kári Krist­ ján Kristjánsson einnig sterk­ ur inn gegn Pólverjum í fyrsta leik. „Ásgeir var frábær gegn Dönum og Kári var mjög góð­ ur í síðari hálfleik gegn Pólverj­ um,“ segir Guðmundur sem sér mun á Kára eftir að hann fór að spila reglulega í Þýska­ landi. „Hann hefur þroskast mikið sem leikmaður og var að spila vel núna,“ segir þjálfarinn og nýtti einnig tækifærið til að hrósa Þóri Ólafssyni. Óhjákvæmilegt að spila við liðin í riðlinum Það kom kannski sumum spánskt fyrir sjónir að Ísland spilaði gegn Slóvenum á æf­ ingamótinu í Danmörku en þeir eru einmitt einir af mót­ herjum Íslands í riðlinum. Guðmundur segir óhjákvæmi­ legt að komast framhjá slíku og það hafi bæði kosti og galla. „Það eru allir að spila á móti öllum. Danir spiluðu þarna við Pólverja en þeir eru sam­ an í riðli. Þessi mót eru ákveð­ in með margra mánaða fyrir­ vara þannig ef við ætluðum okkur eitthvað bíða eftir mót­ um þar sem hugsanlega væru engir mótherjar okkar á stór­ mótum værum við bara heima á skerinu að spila við pressulið­ ið. Þetta er óhjákvæmilegt en maður reynir bara að nýta sér þetta,“ segir Guðmundur sem segir Slóvena með gott lið sem og Noreg og Króatíu, hin lið­ in í riðlinum á EM. Hann blæs á allt tal um að það sé skyldu­ verkefni hjá Íslandi að komast upp úr riðlinum. „Slóvenar eru mjög góðir og sýndu það þarna úti. Þeir gerðu jafntefli við Dani og voru enn betri á móti Pólverjum. Þeir eru með góða vörn, góða markverði og einn af betri leik­ stjórnendum heims í dag. Nor­ egur er líka með frábært lið. Við gerðum tvívegis jafntefli við Noreg í undankeppni HM 2011 og höfum svo unnið það tæp­ lega á síðustu mótum. Svo eru Króatar einnig virkilega sterk­ ir. Það skal enginn halda að þetta sé léttur riðill,“ segir Guð­ mundur. Eitt skref í einu „Æi, maður getur aldrei dæmt um þetta. Við erum búnir að æfa eins og kostur er og það er margt jákvætt í þessu en við erum að fara í keppni þar sem ekkert er gefins,“ segir Guð­ mundur aðspurður um hvernig honum lítist á liðið og verkefnið fram undan þar sem fimm dag­ ar eru í mót. „Við erum að fara í keppni án Ólafs Stefánssonar og það þurfa bara aðrir að stíga upp. Ég treysti þeim í það en það er eitt og annað sem hef­ ur komið upp hjá okkur eins og þetta með Snorra. En við erum með reynslumikið lið og á góð­ um degi getum við gert vel. Við þurfum bara að byrja á því að taka eitt skref í einu því að kom­ ast upp úr riðlinum verður ekki einfalt,“ segir Guðmundur. Síðasti æfingaleikur Íslands verður í Höllinni á föstudaginn gegn Finnlandi. Þar vill Guð­ mundur sjá heilsteyptan leik hjá íslenska liðinu en mest af öllu vill hann fulla höll af Ís­ lendingum til að kveðja liðið. „Það er alltaf frábært fyrir okk­ ur að upplifa íslenska stemn­ ingu eins og hún gerist best í síðasta leik fyrir stórmót. Það væri því frábært ef fólk fyllti Höllina á föstudaginn þann­ ig að við getum tekið stemn­ inguna með okkur í farteskinu til Serbíu,“ segir Guðmundur Þórður Guðmundsson. n Guðmundur segir það ekki stemma að Róbert Gunnarsson spili lítið hjá Löwen n Snorri Steinn kemur til móts við liðið á fimmtudaginn n Verður erfitt að komast upp úr riðlinum„Við erum búnir að æfa eins og kostur er og það er margt jákvætt í þessu en við erum að fara í keppni þar sem ekkert er gefins. Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is Handbolti Vill fulla höll Guðmundur óskar eftir íslenskri stemningu eins og hún gerist best á föstudaginn gegn Finnlandi. MyndiR SiGtRyGGuR ARi Snorri Steinn Búinn að eignast barn og er klár í slaginn: Mýta að RóbeRt spili lítið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.