Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2012, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2012, Blaðsíða 17
Dómstóll götunnar Leoncie kann ekki á klukku Svo stendur til að ráðast í framleiðslu Tobba Marinósdóttir um óstundvísi Leoncie. – DVHelgi Vilhjálmsson flytur inn gosdrykkinn Sinalco. – Fréttablaðið Sjómennska, ofurlaun og bónusar „Já, ég er búin að borða þorramat. Mér finnst hann alveg ágætur.“ Ásthildur Brynjólfsdóttir, 66 ára ritari „Ég er ekki búin að borða þorramat, en það getur vel verið að ég muni gera það.“ Guðrún Inga Bjarnadóttir, 57 ára vinnur í félagsmiðstöð aldraðra „Nei, og ég efast um að ég muni gera það.“ Cecilia White, 22 ára nemi við HÍ „Nei, og ég hugsa að ég muni ekki gera það. Mér finnst harð- fiskurinn góður en annað ekki.“ Ragnar Nói Snæbjörnsson, 29 ára lagerstarfsmaður „Nei.“ Jane Maren Óskarsdóttir, 23 ára verslunarstjóri í Gyllta kettinum Hefur þú borð- að þorramat í ár? Haltu kjafti, Hallgrímur Þ að sætir furðu að Hallgrímur Helgason rithöfundur skuli voga sér að fjalla um Bjarna Bene- diktsson, formann Sjálfstæðis- flokksins, með þeim hætti sem gerðist í grein í DV um helgina. Skáldið vogaði sér þar að nefna það að Bjarni væri með Vafning um hálsinn og ætti að svara fyrir brall sitt í viðskiptum. Svarthöfði tekur undir með fjöl- mörgum sjálfstæðismönnum og spyr hvern andskotann Hallgrímur sé að vilja upp á dekk gullskútunnar. Veit ekki skáldið að Bjarni er einn af bestu sonum þjóðar sinnar? Bjarni er rétt- borinn Engeyingur sem hefur blómstr- að á vinnumarkaði. Hann var um tíma í starfi hjá verðbréfafyrirtækinu Burn- ham. Þá er hann einn höfunda hins frábæra módels að bensínrisanum N1. Þar tókst Bjarna með snilld að tengja saman fjárhag lífeyrissjóða og olíu- félagsins góða. Og ekki má gleyma því að Bjarni hjálpaði til við að finna leið- ina inn í bótasjóð Sjóvár til að vekja til dáða þá peninga sem þar lágu í dvala. Eftir að hafa markað djúp spor í við- skiptaheiminum stóð Bjarni upp og fór. Burnham var farið á hausinn og yfirveðsett N1 dafnaði vel á lífeyrin- um. Óvissa var um framtíð Sjóvár eftir að bótasjóðurinn var virkjaður. Bjarni leitaði annað. Engeyingurinn knái ákvað að fara í stjórnmálin með hjálp pabba síns og frænda. Hann ákvað að verða for- maður Sjálfstæðisflokksins sem gekk allt saman eftir. Þaðan hefur hann síðan stjórnað með mikilli fimi og kænsku. Hallgrímur Helgason vogar sér síðan að leggja til þessa góða snill- ings með skörðótt sverð sitt að vopni. Þetta er hörmung eins og Bjarni benti á í svargrein sinni sem birtist í félags- riti flokksins. Hann sagði þar réttilega að Hallgrímur væri „brjóstmylkingur útrásarinnar“. Riddari Engeyjarelít- unnar og útrásarinnar hafði sem sagt orðið fyrir árás hvít- voðungs. Þessu varð hann að svara af krafti. Hallgrímur þarf ekki að binda um nein sár eftir svar Bjarna. Formaðurinn svaraði af slíkri rökfimi að að skáldið liggur eftir óvígt og marklaust. Bjarni kom aldrei nálægt útrás, bóta- sjóði, olíufélagi eða neinu vafasömu. Hann er fórnarlamb ein- eltis þeirra vitleysinga sem ekki vita að Engeyingar eru rjómi þjóðarinnar á meðan Hallgrímur tilheyrir undanrennunni. Svarthöfði tekur að sér að móta í einni setningu skoðun góðra sjálf- stæðismanna: „Haltu kjafti, Hallgrímur, og láttu hinn réttborna í friði.“ Svarthöfði N ú get ég bara ekki orða bundist. Þann 25. janúar síðastliðinn birtist grein í DV um ofurlaun og bónusa. Upphaf greinarinnar er svona: „Framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins íhugar nú að setja reglur um bónusa og ofurlaun starfsmanna banka og fjármála- stofnana svo þau verði að hámarki ákveðið margfeldi af launum undir- manna.“ Maður hugsaði hreinlega hlýtt til Evrópusambandsins, þetta er með því vitlegasta sem þaðan hefur komið. Í greininni kemur fram svo himinhrópandi fáránleiki og ósvífni að engu tali tekur og þetta er langt frá því að vera einsdæmi. Royal Bank of Scotland sem var kominn á hausinn fékk stærsta björgunarpakka sem nokkur banki í Evrópu hefur fengið. Þetta fallega orð „björgunarpakki“ er sem sagt bara fé frá skattgreiðendum, hugsið ykkur. Og hvað gerðu stjórnendur bankans eftir að þeir fengu „björg- unarpakkann“? Jú, þeir greiddu sér bónusa, 500 milljónir punda. Þá er ég aftur kominn að upphafinu, sem sagt að allir hlytu að fagna þessum nýju tillögum Evrópusambandsins. Fátt líkt Á sömu síðu er Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins, spurður hvernig honum lítist á þessar tillögur. Hann svarar og segir að sér lítist ekkert á þær. Ég þurfti að lesa viðtalið við hann nokkrum sinnum, var viss um að ég var að misskilja eitthvað, en það virtist ekki vera. Hann líkti þess- ari bankastarfsemi við sjómennskuna, skipstjórana, áhöfn og aflahlut. Ég er fiskverkandi og fyrrverandi skipstjóri og mig langar til að biðja menn vinsamlegast um að sleppa þess- um samanburði við ofurlaun og bón- usa, það er fátt líkt með þessu tvennu. Skipstjórinn og áhöfnin fara út að fiska, það hagnast allir ef skipstjórinn getur náð í aflann á hagkvæman og skjótan hátt. Aflinn er síðan seldur og andvirðið skiptist á milli útgerðar og áhafnar þar sem skipstjórinn er með tvöfaldan hásetahlut og í sumum tilfell- um meira. Stóra málið er að þessir að- ilar fá ekki greitt fyrr en aflinn er seldur og greiddur, engir bakreikningar, nema aflinn reynist gallaður þá er það dregið af andvirði aflans. Fiskast misjafnlega Fjármálajöfrarnir okkar fyrrverandi fóru út að fiska en þeir voru alltaf búnir að taka sér greiðsluna fyrir aflann áður en búið var að selja hann. Stundum voru þeir búnir að selja aflann og borga sér hlut úr túrnum áður en þeir fóru í veiði- ferðina. Svo endar það með því að þeir nenna bara ekkert að fara meira út að fiska en dettur ekki í hug að borga til baka það sem þeir borguðu sér fyrir- fram. Getum við ekki verið sammála um að aðferð sjómannanna sé gáfulegri og væri ekki gott að koma þeirri aðferð á fjármálakerfið? Hjá sjómönnum fiskast misjafnlega, stundum eru allir á lágmarkslaunum, þ.e. tryggingu. Þeir taka á sig ábyrgðina ef illa gengur og lækka í launum. Sáum við þetta gerast í fjármálakerfinu, ég man ekki til þess. En væri ekki gott að koma þessu kerfi á fjármálakerfið? Skipstjóri og áhöfn eru bundin ströngum reglum, geta bara fiskað upp að ákveðnu marki sem er takmarkað með kvóta í hverri tegund. Fjármálajöfrarnir okkar, fyrst verið er að bera þá saman við skipstjóra, hegð- uðu sér eins og skipstjóri sem gaf skít í kvótann og djöflaðist bara alla daga við að fiska sem mest óháð öllum reglum um kvóta. Gæti þetta gengið á sjónum? Nei! Allt annar veruleiki Vilhjálmur segir að sé sett eitthvert þak á hvað skipstjórar mega fiska þá fari þeir bara annað. Skipstjórar eru alltaf á hreyfingu og það eru margir góðir skipstjórar sem eru tilbúnir að taka við ef einn hættir, þeir telja sig ekki ómissandi frekar en aðrir. Er reynsla okkar sú að okkar út- rásarvíkingar voru svo miklir snillingar að það mátti borga þeim hvað sem var bara til að fá þá inn fyrir dyrnar á bank- anum og moka svo stanslaust í þá eftir það? Gerið það svo fyrir mig að hætta að bera saman fiskveiðar og fjármálakerfi. Með þessu er ég engan vegin að tala niður til venjulegs starfsfólks í fjármála- geiranum, þar á ég marga góða vini sem mega ekki vamm sitt vita og ég tel víst að þeirra ósk sé sú að sett verði skýrari lög með takmörkunum á stjórnendur því það bitnar jú verulega illa á þessu góða starfsfólki þegar stjórnandinn býr við allt annan veruleika en það sjálft. Sprengjuleit Fjölmennt lið lögreglu, sérsveitar ríkislögreglustjóra og sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar var neðst á Hverfisgötunni á þriðjudagsmorgun, en torkennilegur hlutur sem talið var að gæti verið sprengja, fannst í grennd við Stjórnarráðið. Inni fyrir fundaði ríkisstjórnin. Mynd Sigtryggur Ari jóhAnnSSonMyndin „Nei, nei, hún er meira að segja þriggja ára í dag,“ segir Jóhann Hauksson, talsmaður ríkisstjórnar- innar. Sprengja fannst fyrir utan Stjórnarráðið í gær. Er stjórnin sprungin? Umræða 17Miðvikudagur 1.–2. febrúar 2012 Mest lesið á DV.is 1 Ölgerðin býður bökurum í ferð til Þýskalands Ölgerðin hefur boðið hópi bakara í ferð til Þýskalands. Hópurinn fór á sunnudag og kemur til baka á fimmtudag. 2 Búa til iPhone við ömurlegar aðstæður Starfsfólk sem framleiðir iPhone og aðrar vörur fyrir Apple er í hálfgerðri þrælavinnu. 3 Lýsti því grátandi þegar hún reyndi að endurlífga Speed Eiginkona knattspyrnumannsins Gary Speed, sem framdi sjálfsvíg í fyrra, kom fyrir dóm á mánudag. 4 Glys og glamúr á Gay 46 Skemmtistaðuirnn Gay 46 var opnaður um helgina á Hverfisgötunni. 5 Heimavarnarliðið auglýsir eftir „útburðarhyski“ Auglýst eftir þeim sem stóðu að útburði í Breiðagerði í byrjun janúar. 6 „Gæti verið leifar af sprengju“ Lögregla var með mikinn viðbúnað vegna torkennilegs hlutar sem fannst á Hverfisgötu. 7 Neitaði að greiða fyrir vöru í Austurstræti Lögregla handtók karlmann í annarlegu ástandi sem neitaði að greiða fyrir vöru í verslun. Aðsent Elvar Reykjalín fiskverkandi „Fjármálajöfrarnir okkar fyrrverandi fóru út að fiska en þeir voru alltaf búnir að taka sér greiðsluna fyrir aflann áður en búið var að selja hann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.