Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2012, Blaðsíða 2
2 Fréttir 1. febrúar 2012 Miðvikudagur
Geir Gat illa vitað að
hann væri brotleGur
R
efsiákvæðin sem Geir H.
Haarde er sagður brotlegur
gegn eru ekki nægjanlega
skýr til að hann geti með
eðlilegum hætti varist. Þetta
kemur fram í greinargerð Andra
Árnasonar, verjanda Geirs, um þær
sakir sem á hann eru bornar í lands-
dómsmálinu svokallaða.
„Engum verður gert að sæta refs-
ingu nema hann hafi gerst sekur
um háttsemi sem var refsiverð sam-
kvæmt lögum á þeim tíma þegar hún
átti sér stað eða má fullkomlega jafna
til slíkrar háttsemi. Viðurlög mega
ekki verða þyngri en heimiluð voru í
lögum þá er háttsemin átti sér stað,“
segir í stjórnarskrá Íslands.
Sýknukrafa verjanda er meðal
annars byggð á því að refsiheimildir
sem ákæran byggir á séu svo óljós-
ar og matskenndar að þær brjóti
gegn meginreglu um skýrleika refsi-
heimilda. „Sá annmarki á málsókn-
inni leiðir þegar til sýknu á ákær-
unni í heild sinni,“ segir í greinargerð
ákærða.
Skírleiki orðalags mikilvægt
„Í ákvæðinu felst áskilnaður um að
refsiákvæðið uppfylli lágmarkskröfur
um skýrleika, það er að þau veiti ein-
staklingnum sanngjarna og eðlilega
viðvörun um hvaða háttsemi telst
refsiverð. Þess vegna þarf orðalag
refsiákvæðis að vera nægilega fastk-
veðið og skýrt, að ekki leiki vafi á því
hvert inntak hins refsiverða verknað-
ar er,“ segir í greinargerð ákærða.
Það má því segja að vörn Geirs
fyrir landsdómi byggi allavega að
hluta á því að þau lagaákvæði sem
ákæran gegn honum byggir á séu svo
óljósar að honum hafi ekki verið hæft
að átta sig á hvort aðgerðir hans sem
ráðherra eða aðgerðaleysi hafi í raun
verið lögbrot.
„Óskráðar reglur“
Verjandi telur lög um landsdóm víð-
tæk og matskennd. Vitnað er í lög
um ráðherraábyrgð þar sem segir:
„… framkvæmir nokkuð eða veld-
ur því, að framkvæmt sé nokkuð, er
stofnar heill ríkisins í fyrirsjáanlega
hættu, þótt ekki sé framkvæmd þess
sérstaklega bönnuð í lögum, svo og
ef hann lætur farast fyrir að fram-
kvæma nokkuð það, er afstýrt gat
slíkri hættu, eða veldur því, að slík
framkvæmd ferst fyrir.“
Bent er á að í greinargerð með
frumvarpi til laga um ráðherra-
ábyrgð sé sagt að þessi lagagrein sé
„óneitanlega nokkuð matskennd“ og
að þar komi fram „séreðli ráðherra-
ábyrgðarinnar.“
Raunar fjallaði Ólafur Jóhannes-
son, sem ritaði bókina Stjórnskipun
Íslands, um þetta. Þar segir að ráð-
mennskubrot, sem meðal annars er
sú tegund brota sem Geir H. Haarde,
fyrrverandi forsætisráðherra, er gert
að hafa framið séu mjög víðtækur
flokkur brota. „Í hann koma afbrot,
þar sem ráðherra hefur brotið á móti
þeim reglum sem krefjast má að hver
góður og samviskusamur embættis-
maður fylgi í embættisfærslu sinni.
Enda þótt framkvæmd sé ekki bein-
línis lögboðin eða framkvæmdaleysi
lögbannað.“
Greinargerð verjanda vitnar í
þessi orð Ólafs og því bætt við að
þar sem ábyrgðaregla þessi sé svo
almennt orðuð geti verið álitamál,
hvenær brotið sé á móti tíundu grein
laga um ráðherraábyrgð. „Verður Al-
þingi fyrir sitt leyti að gera sér grein
fyrir því, áður en það samþykkir
málshöfðun, en endanlega er það
undir mati landsdóms komið,“ segir
í Stjórnskipun Íslands sem verjandi
Geirs vitnar í.
Verjandi Geirs segir að samkvæmt
þessu hafi verið talið að tíunda grein
ákvæða um ráðherraábyrgð eigi við
þegar ráðherra hefur brotið gegn
óskráðum reglum um hvernig góð-
um og gegnum embættismanni í
sömu stöðu og Geir beri að bregð-
ast við aðsteðjandi hættu. Andri seg-
ir þetta ákvæði ekki uppfylla skilyrði
um skýrleika refsiákvæða enda sé
það háð frjálsu mati landsdóms.
Óvíst um mikilvægi
Geir H. Haarde er ákærður fyrir brot
gegn 17. grein stjórnarskrárinnar. Í
ákæru saksóknara er hann sakaður
um að hafa látið fara fyrir að fram-
kvæma það sem fyrirskipað er í sömu
grein. „Ráðherrafundi skal halda um
nýmæli í lögum og um mikilvæg
stjórnarmálefni. Svo skal og ráð-
herrafund halda, ef einhver ráðherra
óskar að bera þar upp mál. Fund-
unum stjórnar sá ráðherra, er forseti
lýðveldisins hefur kvatt til forsætis,
og nefnist hann forsætisráðherra,“
segir í stjórnarskránni.
Í greinargerðinni segir að ekki
sé kveðið á um skýra og afmark-
aða athafnaskyldu ráðherra. „Texti
ákvæðisins gefur ekki vísbendingar
um hvenær „stjórnarmálefni“ verð-
ur talið „mikilvægt“ og hefur ekki að
geyma neina hlutlæga mælikvarða
eða viðmiðanir sem styðjast má við
í því efni,“ segir í greinargerðinni.
Það er mat Geirs og verjanda
hans að heimildin sé ekki tæk refsi-
heimild með vísan til 69. greinar
stjórnarskrár Íslands um að enginn
skuli sæta refsingu fyrir háttsemi
sem nema hún sé refsiverð sam-
kvæmt lögum. Þá á það sama við
um fyrstu málsgrein sjöunda kafla
mannréttindasáttmála Evrópu sem
ber heitið „Engin refsing án laga.“
Í grunninn má segja að rök Geirs
séu annars vegar sú að lögin skýri
ekki nægjanlega vel hvaða stjórn-
armál teljist nægjanlega mikilvæg
til að forsætisráðherra sé skuld-
bundinn til að halda ráðherrafund.
Sem og að lögin brjóti gegn ákvæð-
um stjórnarskrár og mannrétt-
indasáttmála um að enginn skuli
sæta refsingu nema til séu lög sem
skýri brotið. Ástæða slíkra ákvæða
í stjórnarskrám og mannréttinda-
sáttmálum er meðal annars sú að
talið er ósanngjarnt ef ekki er auð-
veldlega hægt að vita fyrirfram
hvort einstaklingur er brotlegur við
lög.
Verknaðarlýsingar í ákæru
óskýrar
Ef niðurstaða landsdóms verður að
þau laga- og stjórnarskrárákvæði
sem vísað er til í ákæru geti talist full-
nægjandi refsiheimild, það er nógu
skýr að hægt sé að dæma Geir til refs-
ingar fyrir brot á þeim, þá mun Geir
byggja vörn sína á þeim rökum að
lýsingar á brotum sem hann er sak-
aður um séu svo óljósar að ekki ætti
að beita refsiheimildum. Þar sem
lögin sem ákæran byggir á séu svo
óskýr hefði ákærandi þurft að leggja
sérstaka áherslu á að skýra í hverju
og með hvaða verknaði brot hans
eiga að felast enda sé það réttur sak-
bornings að brot sem ákært er fyrir
séu nægjanlega skýr að ásökunum sé
hægt að verjast.
„Vegna óskýrleika refsiheimilda
hefðu verknaðarlýsingar í ákæru
þurft að vera skýrar og afmarkaðar
auk þess sem nauðsyn hefði borið til
að rökstyðja sérstaklega hvaða mæli-
kvarða bæri að leggja til grundvallar
við mat á ætlaðri refsiverðri háttsemi
og hvernig hún uppfylli skilyrði til-
vísaðra refsiákvæða [í ákæru],“ segir
í greinargerðinni.
Þá segir að þessi annmarkar á
ákæru og öðrum málatilbúnaði
ákæruvaldsins leiði óhjákvæmi-
lega til sýknu Geirs H. Haarde á
þeim brotum sem hann er sakað-
ur um.
n Ákærður fyrir brot á „óskráðum reglum“ n Refsiákvæði ráðherraábyrgðar óskýr, segir verjandinn
Atli Þór Fanndal
blaðamaður skrifar atli@dv.is
Ákærður Geir H. Haarde á fyrsta degi þinghalds landsdóms. Myndir Sigtryggur ari jÓhannSSon„Verj-
andi
telur lög um
landsdóm
víðtæk og
matskennd Ver geir Andri Árnason hæstaréttarlög-maður er verjandi Geirs fyrir landsdómi.