Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2012, Blaðsíða 3
Fréttir 3Miðvikudagur 1. febrúar 2012
Dularfull hnífstunguárás
n Ætluðu að ganga á milli en voru stungnir
Á
miðnætti á laugardag komu
tveir tvítugir strákar á slysa-
deildina með áverka eftir
eggvopn. Lögreglan var köll-
uð á vettvang og ræddi við þá.
Sögðust þeir hafa verið á gangi
frá Players og inn í Breiðholt. Á
leiðinni, einhvers staðar í Linda-
hverfi, hefðu þeir gengið fram á
óhugnanlegt atvik þar sem þrír,
fjórir menn réðust saman á einn
mann. Þeir hefðu ætlað að ganga
á milli og skakka leikinn en það
hefði ekki farið betur en svo að
þeir voru sjálfir stungnir.
Annar var með áverka á bak-
inu, nánar tiltekið á herðablaðinu,
og þurfti að sauma sex spor. Hinn
var með stungusár á hendinni og
þurfti að sauma fjögur spor í hann.
Bættu þeir því síðan við að árásar-
mennirnir hefðu hlaupið í burtu
og fórnarlamb þeirra sömuleiðis.
Atvikið hefur hins vegar ekki
verið tilkynnt lögreglu svo ekkert
er vitað um þann sem þeir ætluðu
að bjarga. Lýsingar á árásarmönn-
um eru einnig ónákvæmar og lítið
sem ekkert er vitað um þá. Þá var
eitthvað á reiki hvar atvikið átti sér
nákvæmlega stað.
Rannsókn málsins stendur yfir
en miðar hægt, enda lítið sem
hægt er að byggja á. Það er hins
vegar ljóst að einhver átök áttu sér
stað.
ingibjorg@dv.is
Undarlegt Árásarmennirnir og
fórnarlambið hlupu á brott.
N
jála er eins og himnaríki geð-
læknisins af því að Njáls saga
er eiginlega eins og kennslu-
bók í persónuleikafræðum,“
segir Óttar Guðmundsson
geðlæknir sem var með fyrirlestur á
Læknadögum þar sem hann fjallaði
um Íslendingasögur út frá sjónar-
horni geðlæknisvísinda. „Það er ákaf-
lega lítið um geðsjúkdóma eins og við
myndum kalla í dag en það er mjög
mikið um persónuleikaraskaða ein-
staklinga. Það er svo greinilegt að
þessi persónuleikaröskun ræður
mjög miklu um framvindu sögunnar.“
Þarf að taka tillit til margs
Óttar segir ekki vera að því hlaupið
að geðgreina sögupersónur í Íslend-
ingasögunum. „Þá þarf náttúrulega
að taka tillit til margs, það er nátt-
úrulega spurning hvort þetta sé sagn-
fræði eða bókmenntir, eða er þetta
hvoru tveggja? Svo er tíðarandinn
annar og það er ýmislegt sem er ekki
eins í nútímaþjóðfélagi og það var á
söguöld en sumar þessara sagna eru
svo lifandi og persónulýsingarnar svo
lifandi að það er alveg hægt að velta
fyrir sér hvernig þessir einstaklingar
falla inn í þessi greiningarkerfi nú-
tímageðlækninga,“ útskýrir hann.
Óttar hefur lengi verið aðdáandi
Íslendingasagnanna en sá áhugi
vaknaði hjá honum á barnsaldri. Síð-
an þá hefur hann skoðað sögurnar
út frá ýmsum sjónarhornum. Á bak
við fyrirlesturinn sem hann flutti á
Læknadögum um þetta efni liggur
tveggja til þriggja ára vinna. Hann
hefur unnið efni til útgáfu í bók sem
hann segist vonast til að komi út
núna um páskana.
Martröð hjónabandsráðgjafans
„Ég nota ákveðnar greiningar sem
eru mikið notaðar í geðlæknisfræði,
eins og hambrigðapersónuröskun.
Það er persónuröskun sem við grein-
um mikið hjá konum, sem einkennist
mikið af sveiflukenndum karakter og
reiðiköstum og þessari tilhneigingu
að sjá heiminn í svörtu og hvítu. Það
eru margar svona konur annars vegar
og svo sjáum við þessa narsissistísku
karlmenn sem eru mjög sjálfhverfir,“
útskýrir Óttar.
„Það er mjög mikið af sambönd-
um slíkra einstaklinga í Njálu, alveg
eins og í nútímanum, en slík sam-
bönd eru í raun martröð hjónabands-
ráðgjafans eða geðlæknisins vegna
þess að þessir einstaklingar fara
með mjög brenglaða heimsmynd
og brenglaðar væntingar inn í sam-
bandið,“ segir Óttar sem segir að með
tímanum fari þessi sambönd fjand-
ans til. Hann segir að gera megi ráð
fyrir að fjölskyldulíf þessara einstak-
linga hafi verið erfitt.
Erfitt fjölskyldulíf
„Þekktasta sambandið er lík-
lega Gunnars og Hallgerðar. Þar er
Gunnar þessi leiðinlegi, sjálfhverfi
íþróttamaður og Hallgerður þessi
hambrigðapersónuraskaða kona,
sem er mjög kvíðin líka.“ Hann bendir
á að heimilislífi þeirra sé mjög vel lýst
í Njálu. „Þarna hefur loft verið lævi
blandið og verið mjög erfitt að lifa
á þessu heimili. Það er líka hægt að
skilja mjög vel framvindu Njáls sögu
ef maður horfir á þetta svona.“
Óttar segist aðspurður þess full-
viss að hægt hefði verið að hjálpa
sögupersónunum með aðferðum
nútímageðlækninga. „En við hefð-
um breytt sögunni og sögurnar yrðu
ekki nándar nærri eins skemmtileg-
ar. Nútímageðlæknar myndu stoppa
ákveðið flæði og ákveðna þróun eins
og þeir gera gjarnan í fjölskyldum.
Þeir halda einkennunum niðri en
ákveðið flæði og ákveðin atburðarás
berst áfram í krafti einkenna,“ segir
Óttar og bendir á að geðlyf hefðu lík-
lega haft afgerandi áhrif á Íslendinga-
sögurnar. „Með geðlyfjum hefði ekki
orðið nein Njáls saga.“
n Rýnir í Njáls sögu með augum geðlæknisfræðinnar
Geðlyf hefðu eyðilagt
Íslendingasögurnar
Aðalsteinn Kjartansson
blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is
„Með geð-
lyfjum
hefði ekki orðið
nein Njáls saga
Áhugamaður Óttar er mikill
áhugamaður um Íslendingasög-
urnar en hann hefur verið það
síðan í barnæsku. Mynd EyÞór Árnason
Geir Gat illa vitað að
hann væri brotleGur
n Ákærður fyrir brot á „óskráðum reglum“ n Refsiákvæði ráðherraábyrgðar óskýr, segir verjandinn
Jaak Liivik gegn Eistlandi
Vitnað er í dóm Mannréttinda-
dómstóls Evrópu úr máli Jaak Li-
ivik sem ákærður var fyrir brot
vegna einkavæðingar ríkislesta í
Eistlandi. Þar komst dómstóllinn
að þeirri niðurstöðu að ákvæðið
sem heimilaði ákæru gegn Liivik
hafi brotið í bága við sjöunda kafla
mannréttindasáttmála Evrópu um
að refsingar án lagaheimilda séu
ekki heimilar. Þar var talið að refsi-
ákvæði sem lagði refsingu við að
valda ríkinu umtalsverðu tjóni eða
hættu á tjóni í opinberu starfi væri
of víðfeðmt og mælikvarði refsi-
næmis óljós.
„Var jafnframt sérstaklega horft
til þess að kæranda málsins hafi
vegna óskýrleika nefnds ákvæð-
is ekki mátt vera ljóst á þeim tíma
sem brotið var framið að sú til-
tekna háttsemi, sem hann var að
lokum sakfelldur fyrir, félli undir
ákvæðið og bakaði honum þannig
refsiábyrgð …“
Nánar verður fjallað um vörn
Geirs H. Haarde fyrir landsdómi
á næstu dögum. DV hefur undir
höndum hluta af þeim gögnum
sem vörn Geirs hefur lagt fram
en þau telja mörg þúsund blað-
síður. Í skrá yfir framlögð skjöl
verjanda ákærða má finna allt frá
ríkisreikningum ársins 2007, Rit
Seðlabanka Íslands um fjármála-
stöðuleika til frétta í erlendum
tímaritum.