Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2012, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2012, Blaðsíða 10
F órnarlömb mansals þurfa oft að heyja nýja baráttu við líf- ið þegar þeim er bjargað úr ánauð kvalara sinna. Líkami sem hefur verið barinn og brotinn, svívirtur og seldur, grær að lokum sára sinna, en sálrænn miski mansals er djúpstæður og erfiðari að meðhöndla. Saga ungrar konu sem svipt var frelsi sínu, neydd í vændi í heima- landi sínu og bjargað úr hryllileg- um aðstæðum hér á landi, gefur til kynna erfiða stöðu margra mansals- fórnarlamba. Sagan varpar ljósi á togstreituna sem þau geta upplifað, jafnvel eftir að hafa fengið þá hjálp sem þau hafa lengi þráð. En sum þeirra snúa aftur í heim þar sem þau eru berskjölduð fyrir hugsanlegri misnotkun. Fór sjálfviljug að dansa Eftir umfjöllun DV um mansal á Ís- landi undanfarna viku barst blaðinu ábending um unga konu sem hafði farið sjálfviljug úr vernd mansal- steymisins. Þar hafði hún notið að- stoðar fagfólks en farið þaðan í heim þar sem konur dansa fáklæddar fyrir menn sem borga þeim fyrir að örva sig kynferðislega. Konan er ein af fimmtán hugsan- legum fórnarlömbum mansals sem sérstakt sérfræði- og samhæfingar- teymi um mansal hefur aðstoðað hér á landi. Í teyminu eru fulltrúar frá innanríkisráðuneyti, velferðarráðu- neyti, utanríkisráðuneyti, innan- ríkisráðuneyti, Útlendingastofnun, lögreglu, Stígamótum og Kvenna- athvarfinu. Var á leið til betra lífs Unga konan, sem lifði af nauðgan- ir, ofbeldi og frelsissviptingu og var með hjálp fagfólks að hefja nýtt líf fjarri þeim ömurleika sem hún lifði í áður, strauk og starfar núna sem dansari á súludansstaðnum Gold- finger í Kópavogi. Samkvæmt heimildum DV er konan brennd af fortíð sinni og á erf- itt með að gera sér grein fyrir þeirri stöðu sem hún er komin í. Hún hafði fengið viðamikla og langvarandi að- stoð frá stjórnvöldum og var dvalar- stað hennar haldið leyndum. Þrátt fyrir það segir heimildarmaður DV konuna nú tala opinskátt um fortíð sína. Saga um ofbeldi og misnotkun Eins og margar konur sem eru fórnar- lömb mansals á konan að baki langa sögu um ofbeldi og misnotkun. Hún ólst upp við ofbeldi á heimili sínu áður en henni var rænt af mönnum sem sviptu hana frelsi sínu og neyddu hana í vændi. Það er ekki óþekkt hjá manneskjum sem beittar hafa verið miklu og langvarandi ofbeldi að sækja aftur í ofbeldissambönd og leiðin til bata er ekki beinn og breiður vegur. Í síðasta helgarblaði DV var viðtal við fórnarlamb mansals sem hafði fengið hjálp mansalsteymisins og lýsti því á átakanlegan hátt hvernig tilfinningar sem tengjast ofbeldi og misnotkun næðu enn taki á henni. „Stundum freistar mín að fara aftur í vændið og eymdina. Þegar mað- ur hefur verið í vændi er sjálfsmatið ekkert og manni finnst maður vera óhreinn, eins og maður hafi ekki farið í sturtu í átján ár. Maður losn- ar ekki við þessa tilfinningu. Jafnvel núna finnst mér stundum eins og ég vilji að einhver ráði yfir mér og beiti mig ofbeldi. Eins og ég vilji vera mis- notuð aftur og þá muni mér líða bet- ur því það er það sem ég þekki og mér finnst eins og eitthvað vanti,“ sagði konan í viðtalinu. Undir vernd á Goldfinger Eigandi Goldfinger, Ásgeir Þór Dav- íðsson, staðfesti við blaðamann DV að konan hefði starfað hjá sér sem dansari í þrjár vikur. Aðspurður hvort hann hefði vitað að konan væri fórnarlamb mansals þegar hann réð hana í vinnu svaraði hann neitandi. „Hún kom og talaði við mig fyrst fyrir þremur mánuðum. Þá var hún í ein- hverjum vandræðum og eitthvert vesen á henni. Ég sagði við hana að ég skyldi sjá til þess að menn létu hana í friði. Ég myndi vernda hana,“ sagði Ásgeir og bætti við að konan hefði aftur haft samband við sig litlu síðar þar sem hún hafði efasemdir um öryggi sitt en hann sagði henni að hafa engar áhyggjur af því. Skiptir sér ekki af lífi stúlknanna Að sögn Ásgeirs sagði konan honum að hún hefði verið óánægð þar sem hún var áður að vinna og þar hefði hún þurft að borga helminginn af laununum sínum til einhvers annars. „Ég sagði: Þú borgar engum krónu af þínum launum ef þú ert að vinna hjá mér.“ Inntur eftir því hvort það breyti einhverju í hans huga að hafa kon- una í vinnu vitandi hver fortíð hernnar er sagði hann: „Sko, svo lengi sem það fer vel um hana hjá mér, þá er ég bara ánægður.“ Hann sagðist ekki leggja það í vana sinn að spyrja konurnar sem dansa hjá hon- um út í fortíð þeirra. „Ég skal segja þér það að, út af þessum látum sem hafa verið í femínistum, þá reyni ég að skipta mér sem minnst af lífi þess- ara stelpna nema bara að þær séu í einhverjum vandræðum, þá býðst ég til þess að hjálpa þeim. Ég skipti mér ekkert af þeirra lífi fyrir utan vinnuna. Það eina sem ég ætlast til er að það fari bara sem minnst fyr- ir þeim fyrir utan klúbbinn. En það er oft sem fólk heldur að það sé að hjálpa einhverjum og það er ekkert að hjálpa.“ Líður vel Hann sagði að hann verndaði alla sína dansara og hefði ekki áhyggj- ur af öryggi konunnar á meðan hún starfar hjá honum. „Það eru reglur að ef þær eru með einhverjum strákum mega þeir ekki koma inn og ekki ná- lægt klúbbnum á meðan þær eru að vinna hjá mér.“ Hvað með aðra sem gætu viljað henni illt? „Hún verður látin í friði á meðan hún er að vinna hjá mér, ég get alveg lofað þér því.“ Samkvæmt Ásgeiri er konan ánægð í starfi sínu og líður vel. „Þegar ég sá hana fyrst, þá sá ég að þetta var stelpa sem leið mjög illa. Núna gengur henni ágætlega og er í góðum málum. Ég var að tala við strákana og þeir sögðu mér að hún og kærastinn hennar væru að leita sér að íbúð. Þeir sögðu við mig að henni liði bara rosalega vel og hefði verið að segja það sjálf að henni hefði aldrei liðið jafn vel á ævinni.“ Hefur ekkert að fela Varðandi hvort það væri siðferðis- lega rétt að hafa fórnarlamb man- sals í vinnu á strippstað jafnvel þó að konan hefði komið þangað sjálfviljug sagðist hann ekkert sjá athugavert við rekstur sinn eða það umhverfi sem hann er í. „Ég hef andskotann ekk- ert að fela. Þó svo menn séu ósam- mála þessum rekstri mínum, þá sé ég ekkert að honum og ég hef ekkert að fela. Stelpurnar mega koma og fara þegar þær vilja. Þær fá borguð laun um hver mánaðamót. Það eru aldrei nein vandamál með það og þær borga skatt af sínum launum. Sumar stelp- urnar eru búnar að vinna hjá mér í þrettán ár og mér finnst mjög hæpið að þær væru ennþá að vinna hjá mér ef ég færi illa með þær.“ n úr vernd yfir á goldfinger 10 Fréttir 1. febrúar 2012 Miðvikudagur n Eigandi Goldfinger segist ekki hafa vitað að hún væri fórnarlamb mansals „Þó svo menn séu ósammála þess- um rekstri mínum, þá sé ég ekkert að honum og ég hef ekkert að fela. Goldfinger Ásgeir Þór Davíðsson segir allt sitt starfsfólk vera frjálst ferða sinna og fá borguð laun hver mánaðamót. Mynd björn bLöndaL Hanna Ólafsdóttir hanna@dv.is Mansal 3. hluti 16 Fréttir 27.–29. janúar 2012 Helgarblað Fréttir 17 Helgarblað 27.–29. janúar 2012 Þ itt líf er jafn verðmætt og mitt líf,“ sagði lögreglumaður­ inn og horfði djúpt í augun á henni. Hún er 31 árs og þetta er í fyrsta skipti sem einhver segir eitthvað fallegt við hana. Hann segir henni að hún geti fengið hjálp og biður hana að fylgja sér upp á spít­ ala. Fyrr um kvöldið hafði hún átt von á kúnna. Þegar hún opnaði dyrnar til að taka á móti honum ruddist hópur manna inn í herbergið og misþyrmdi henni. Þeir veittust að henni með of­ beldi, skáru hana með hníf og rændu af henni peningum. Í þetta skipti brast eitthvað innra með henni. Hún kláraði úr áfengis­ flösku og tók inn pillur. Henni fannst hún ekki geta meir. En þessi kona er sterk. Hún ætlaði ekki að deyja ein í litlu herbergi í ókunnugu landi. Eitt­ hvað sagði henni að hringja í lög­ regluna, kannski var hjálp að fá. Lög­ reglan kom og hún sagði þeim að hún væri vændiskona. Hún gæti ekki far­ ið á sjúkrahús því að hún væri ekki með sjúkratryggingu. Þeir töluðu við hana í tvo klukkutíma. Þeir voru góðir við hana. „Þitt líf er jafn verðmætt og mitt líf.“ Kannski var von. Hún fór með þeim á spítalann. Mansal raunveruleiki á Íslandi Við ákveðum að hittast í Kvennaat­ hvarfinu þar sem hún bjó í átta mán­ uði eftir að englarnir björguðu henni fyrir tveimur árum. En englarnir hennar eru lögreglu­ mennirnir góðu sem hún segir hafa bjargað lífi sínu. Hún er klædd eins og hver önnur íslensk kona og brosir til mín þar sem hún ryðst í gegnum snjóskaflana. Hún er falleg og tignarleg. Frásögn hennar er skýr og yfirveguð þegar hún segir sögu sína sem einkennist af of­ beldi og misbeitingu af verstu gerð. Stundum er eins og hún sé að segja frá bíómynd en raunin er sú að að baki liggur blákaldur veruleiki henn­ ar og þeirra milljóna fórnarlamba mansals sem finna má um heim all­ an. Hún kemur fyrir sem sterkgreind kona og er vel máli farin þrátt fyrir enga skólagöngu. Það er erfitt að horfast í augu við að mansal þekkist og þrífist hér á landi. Staðreyndin er sú að fjöldi íslenskra karlmanna keypti kynlíf af konunni, sem situr á sófanum fyrir framan mig, í gegnum þriðja aðila í litlu kjallara­ herbergi í grónu hverfi í Reykjavík. Var gefin í hjónaband 12 ára „Ég ólst upp hjá foreldrum mínum, en faðir minn var ofbeldisfullur mað­ ur. Þegar ég var 12 ára gaf hann mig í hjónaband sjötugum vini sínum. Þar þurfti ég að vakna klukkan fjögur á hverri nóttu til að sinna húsverkum og ég var látin þjóna honum. Ég var fengin sem nokkurs konar þjónustu­ stúlka. Hann beitti mig ekki ofbeldi en mér leið illa og fannst hræðilegt að þurfa að sofa hjá honum, svo ég strauk eftir að hafa verið gift í eitt ár.“ Fór í vændi til að svelta ekki Þrettán ára var hún á götunni og þeg­ ar stelpa bauðst til að kynna hana fyrir melludólgnum sínum þáði hún boð­ ið. „Ég fór í vændi því annars myndi ég svelta. Ástandið var hrikalegt og það var mikið um ofbeldi og nauðg­ anir, en aðallega vorum við þó að sofa hjá ferðamönnum og fengum í stað­ inn, til dæmis, mat eða bjór. Það voru aldrei notaðir smokkar og ég fór á tveggja til þriggja mánaða fresti í fóst­ ureyðingu sem voru framkvæmdar af konu með enga kunnáttu í læknis­ fræði.“ Þegar hún var 18 ára var hún seld til Sviss. „Ég var glöð að komast burt og maðurinn sem keypti mig var betri en sá sem ég var hjá áður. En ég þurfti að skrifa undir samning þar sem stóð að ég þyrfti að borga manninum sem keypti mig 40.000 dollara áður en ég fengi frelsi, en flestir melludólgar í Evrópu vilja ekki nota konur lengur en eitt ár og selja þær þá áfram. Hann seldi mig þegar ég átti eftir að borga honum 2.000 dollara og þegar þú kemur á næsta stað byrjar þú á núlli. Maður fær því aldrei frelsi og er alltaf að vinna upp í skuldir.“ Hent nakinni út úr bíl Konan var seld á milli landa þar til hún endaði á Spáni. Hún seg­ ir ástandið þar vera hræðilegt. „Það er mikið um eiturlyf og ofbeldi sem tengist vændinu á Spáni. Þar eru allar tegundir vændis og ógrynni af vænd­ iskonum alls staðar. Oftar en einu sinni keyrði kúnni mig upp í sveit til að geta nauðgað mér og barið. Þeir skildu mann eftir og maður varð að koma sér sjálfur fótgangandi til baka. Einu sinni var mér hent út úr bíl nak­ inni og vissi ekki hvar ég var. Ég labb­ aði alla nóttina þar til ég fann hrað­ braut sem ég gat fylgt til baka. Þeir fóru með mann burt til að geta gert það sem þeir vildu, en ef maður er til dæmis að selja sig inni á klúbbi eða á götunni tekur staðurinn eða pimpinn pening af þér í verndargjald.“ Keypt til Íslands af konu Hún var á Spáni þegar kona frá Íslandi komu einn daginn í íbúðina þar sem hún bjó ásamt melludólgnum og fleiri konum. Hún lýsir því þegar konan kom inn í herbergi þar sem þær sátu og benti af handahófi á nokkrar þeirra. Það voru konurnar sem hún vildi kaupa. Þannig leiddu örlögin hana hingað til lands. Ég spyr hana hvort hún hafi vitað eitthvað um Ísland áður en hún kom til landsins og hún hún svar­ ar því neitandi. Hún þekkti flest hin Norðurlöndin en hafði aldrei heyrt á Ísland minnst. Fyrsta ferð hennar til Íslands var árið 2008 og þá dvaldi hún hér í þrjá mánuði. Hún segir að reynt sé að hafa konurnar ekki lengur hér en í þrjá mánuði því viðskiptavinir vilji ekki nota sömu konurnar í langan tíma. Mikil krafa sé um endurnýjun. „Viku áður en ég kom í fyrsta skipti til Ís­ lands hafði ég farið í mjög erfiða fóst­ ureyðingu, en ég var þá komin fimm mánuði á leið. Ég varð mjög veik og ég missti meðvitund í flugvélinni á leið til landsins. Það var læknir um borð í vélinni sem sagði mig vera í lífshættu og var því vélinni lent í Sviss þar sem ég var lögð inn á sjúkrahús. Ég var út­ skrifuð daginn eftir og flaug til Íslands. Mér datt ekki einu sinni í hug að þar gæti ég kannski fengið hjálp til að komast í burtu. Ég var vændiskona og réttindalaus. Konan sem keypti mig sótti mig á flugvöllinn og fór með mig í kjallaraherbergi í úthverfi Reykjavík­ ur þar sem ég hitti minn fyrsta kúnna sama dag. Ég var enn ennþá mjög veik og leið hræðilega.“ Einmana og einangruð Í kjallaraherberginu þar sem hún bjó var ekkert fyrir utan eitt rúm. Kon­ an sem keypti hana, lét hana fá síma og hringdi í hvert skipti sem von var á viðskiptavini. Það var ætlast til að hún þjónaði tíu mönnum fyrir há­ degi og tíu mönnum eftir hádegi. Eitt skipti með konunni kostaði 20.000 krónur og sá peningur fór allur í vas­ ann á konunni sem var að selja hana út, þrátt fyrir að þær hafi samið um ákveðin mánaðarlaun. Konan beitti hana ítrekað „sekt­ um“, til dæmis ef hún opnaði ekki nógu fljótt fyrir kúnnanum eða svaf yfir sig. Hún var mjög einangruð í kjallaranum og hitti engan nema vændiskaupendurna og konuna sem færði henni eina máltíð á dag. „Ég var mjög einmana og einangruð á Ís­ landi og leið mjög illa. Á Spáni vor­ um við margar saman, hvort sem við vorum að selja okkur á götunni, inni í klúbbum eða þar sem við bjuggum og höfðum stuðning og félagsskap af hver annarri. Ég varð mjög þunglynd og hafði engan til að tala við. Konan kom einu sinni á dag með mat og stundum rétti hún matinn inn um glugga og fór. Hún krafðist líka að ég gerði hluti sem ég vildi ekki gera með mönnum, eins og endaþarms­ mök og gróft kynlíf með þremur mönnum. Ég reifst við hana og sagði að ég vildi bara fá menn sem vildu venjulega hluti en þá sektaði hún mig og dró af laununum mínum. En ég var aldrei beitt líkamlegu ofbeldi í þann tíma sem ég vann fyrir hana og það var óvenjulegt.“ Auglýsti á einkamál.is Hún segir konuna hafa auglýst þjón­ ustuna á einkamál.is og flestir þeirra manna sem notfærðu sér þjónustuna hafa verið miðaldra menn, en einnig var eitthvað um unga stráka. Aðspurð segir hún mennina sem keyptu hana hljóta að hafa gert sér grein fyrir stöð­ unni sem hún var í. „Konan auglýsti að hún væri komin með nýja konu og ég var bara eins og nýr hlutur sem þá langaði að prófa. Viðskiptin fóru ekki í gegnum mig heldur konuna og því hljóta flestir að hafa vitað að ég var að vinna fyrir hana en ekki sjálfa mig. Nokkrir hættu við þegar þeir voru komnir inn í herbergið því það var eins og þeir sæju að það var eitthvað skrýtið í gangi og þeir vildu ekki vera þátttakendur í því. En konan sem ég vann hjá var mjög prófessional og það kæmi mér ekki á óvart ef hún hefði stundað þetta áður en hún fluttist til Íslands og fór að selja konur hér. Hún var mjög hörð og ég óttaðist hana mikið.“ Ofsótt á Íslandi Þegar konan sem seldi hana út sendi hana aftur til Spánar 2009 vildi fólkið sem hún vann fyrir áður ekki taka við henni aftur. Íslenska konan hafði sagt hana hafa verið til vandræða. Konan vissi að það var ekki óhætt fyrir hana að vera í vændi á Spáni án þess að „Ég var keypt til Íslands“ n Fórnarlamb mansals var bjargað úr ánauð á Íslandi n Var seld út í litlu kjallaraherbergi í Reykjavík n Í fyrsta skipti í skóla á Íslandi hafa melludólg og segir að þar sé eng­ in hjálp í boði fyrir konur í hennar að­ stöðu. Hún ákvað því að freista þess að fara aftur til Íslands á eigin vegum, en vændi var það eina sem hún þekkti og eina leiðin sem hún sá færa til að afla sér viðurværis. „Ég kom hingað á eigin vegum og vildi reyna fyrir mér sjálf. Ég skráði mig inn á hótel, en konan sem ég hafði unnið fyrir á Ís­ landi vissi af mér og fór til hótelstjór­ ans og sagði honum að ég væri hóra. Mér var því hent út. Þá fór ég á gisti­ heimili en þar var sama sagan. Hún elti mig uppi hvert sem ég fór og ógnaði mér því hún vildi ekki að ég væri að selja mig á Íslandi án þess að hún fengi nokkuð út úr því. Á end­ anum útvegaði viðskiptavinur mér herbergi í húsi þar sem voru fleiri er­ lendar konur að selja sig. Ég auglýsti í gegnum Fréttablaðið og fékk nokkra kúnna.“ Það var þar sem mennirnir veittust að henni, skáru hana og rændu. Hún er fullviss um að þeir hafi verið á vegum konunnar sem hafði áður selt hana hér á landi. Fékk loksins hjálp Eftir að lögreglumennirnir góðu höfðu farið með hana á bráðamót­ töku Landspítalans tók á móti henni hjúkrunarfræðingur á Neyðarmót­ töku kynferðisofbeldis sem einnig sýndi henni hlýju og skilning. „Mér bauðst hjálp,“ segir konan og fell­ ir tár. „Hjálp sem ég hafði þráð frá því ég var barn, en aldrei fengið fyrr en nú. Ég hef alltaf viljað sleppa úr vændinu, en ég hafði aldrei tækifæri til þess og ég vissi ekki hvert ég ætti að leita. Á Spáni til dæmis eru millj­ ónir vændiskvenna alls staðar að úr heiminum og ef kúnni var að lemja þig úti á götu og lögreglumaður varð vitni að því, skipti hann sér ekki af því.“ Þrátt fyrir að vera komin í hend­ ur mansalsteymis á vegum ríkisins segist hún hafa gert ráð fyrir að þurfa snúa til baka og fara aftur í sömu að­ stæður og hún var í áður. Hryllilegar minningar koma upp á yfirborðið Eitt af því sem fórnarlömb man­ sals eiga sameiginlegt er að treysta engum. Að vera á varðbergi gagn­ vart öllum og öllu hjálpar þeim að lifa af í heimi þar sem þær upp­ lifa stöðuga ógn. Það tók tíma fyrir konuna að læra að treysta því fólki sem var komið henni til hjálpar hér á landi og hefja vegferð sína í átt að bata. „Það tók mig tíma að átta mig á því að ég gat treyst meðferðaraðil­ um mínum, lögreglunni og fólkinu í mansals teyminu. Það kom smátt og smátt en þau hafa veitt mér gríðar­ legan stuðning og hjálpað á ótrú­ legan hátt. Fyrsta árið var mjög erfitt og ég sveiflaðist mikið upp og niður í skapinu. Minningar af hryllilegum atburðum ásóttu mig bæði í svefni og vöku og gera það enn, en ég er með yndislegan sálfræðing og geð­ lækni sem er mér alltaf innan hand­ ar. Þetta er erfitt og ég veit ekki hvort að ég muni nokkurn tíma verða al­ veg heil en maður þarf að læra að lifa með fortíð sinni.“ Líkt og margar konur sem hafa verið í vændi og fangar mansals þjá­ ist hún af áfallastreituröskun. En áfallastreituröskun er kvíðarösk­ un og getur komið vegna alvarlegs áfalls eða margra atburða þar sem manneskja upplifir að lífi sínu og ör­ yggi sé ógnað. Fólk með áfallastreitu er oft tilfinningalega dofið. „Það er engin kona í vændi af því hún hún vill af fúsum og frjálsum vilja selja líkama sinn fyrir peninga. Ef hún heldur því fram er hún að ljúga. Ég hef oft logið að mönnunum sem keyptu mig og sagt að ég væri ham­ ingjusöm og ég hefði ánægju af kyn­ lífi. Margir vilja ekki kaupa þig ef þú segist vera neydd til að selja þig. En vændi fylgir alltaf ofbeldi því það eina sem fólk hugsar um eru pen­ ingar. Það er öllum sama um þig.“ Erfiðar tilfinningar Meðferðin sem konan er í beinist meðal annars að því að vinna úr minningum af nauðgunum og lík­ amsárásum en hún segir að einna erfiðast sé horfast í augu við at­ burð sem kom fyrir hana sem barn. Þá misþyrmdi eldri bróðir hennar henni svo hrottalega að hún var nær dauða en lífi. Sú minning er erfið og jafnvel nú, rúmlega tuttugu árum síðar, kemst hún í greinilegt upp­ nám við að greina blaðamanni frá. En ferlið til bata er ekki átakalaust. „Stundum freistar mín að fara aftur í vændið og eymdina. Þegar maður hefur verið í vændi er sjálfsmatið ekkert og manni finnst maður vera óhreinn, eins og maður hafi ekki far­ ið í sturtu í átján ár. Maður losnar ekki við þessa til­ finningu. Jafnvel núna finnst mér stundum eins og ég vilji að einhver ráði yfir mér og beiti mig ofbeldi. Eins og ég vilji vera misnotuð aftur og þá muni mér líða betur því það er það sem ég þekki og mér finnst eins og eitthvað vanti. Þegar þess­ ar tilfinningar hellast yfir mig leita ég í stuðningsnetið mitt hjá Rauða krossinum, eða mansalsteyminu. Ég hef fjölda fólks sem ég get hringt í þegar mér líður illa og það róar mig niður. Það er erfitt að komast út úr vændi en ef maður vill hjálp og er móttækilegur fyrir henni er það hægt.“ Heppnasta vændiskona í heimi Konan segist hafa lifað alla tíð í þeirri vissu að hún væri smituð af HIV. Þegar heilsufar hennar var kannað eftir að hún fékk aðstoð fékk hún þær fréttir að hún væri líkam­ lega alheilbrigð. „Mér finnst það vera kraftaverk. Ég held að ég sé heppnasta vændiskona í heimi því flestar konur í vændi deyja ungar úr sjúkdómum, eiturlyfjum, eru myrtar eða fyrirfara sér. Allar stelpurnar sem ég kynnt­ ist í vændinu í heimalandi mínu eru dánar. Ég er heppin því ég er 31 árs og komin út úr þessum heimi. Í fyrsta skipti hugsa ég um framtíðina, en í vændinu hugsar maður bara um að lifa af einn dag í einu. En mér hefði ekki tekist þetta án hjálpar og stuðn­ ings allra þeirra sem eru í kringum mig hér. Þessi hjálp var ekki í boði í löndum sem ég var í áður eða þá ég vissi ekki af henni.“ Hlakkar til að byrja vinna Konan býr nú ein í húsnæði sem henni var útvegað í gegnum mansals­ teymið og félagsþjónustuna. Í fyrsta skipti lifir hún eðlilegu lífi. Hún seg­ ir að hér upplifi hún öryggi og finni fyrir væntumþykju og hlýju sem hún hafi aldrei fengið áður. Hér vill hún búa. Hluti af meðferðarvinnu hennar er að sækja iðjuþjálfun og þar þjálf­ ast hún í að lifa eðlilegu lífi og læra inn á hversdagslega hluti sem hún hefur aldrei tekist á við. Í gegnum iðjuþjálfun sækir hún íslenskunám­ skeið, en konan hefur aldrei gengið í skóla. Þegar blaðamaður segist hafa fengið fregnir af því að hún hafi feng­ ið hæstu einkunn á námskeiðinu, brosir hún feimnislega og segist hafa gaman af því að læra tungumálið. Til stendur að hún byrji að vinna þegar búið er að útvega henni atvinnuleyfi og segist hún hlakka til. „Ég er tilbúin til að fara að vinna og það verður gott að vinna sér inn pening með heiðar­ legri vinnu. Það mun gera mig stolta og ánægða með sjálfa mig,“ segir hún og brosir. Hanna Ólafsdóttir hanna@dv.is Viðtal „Ég varð mjög þunglynd og hafði engan til að tala við. Kon- an kom einu sinni á dag með mat og stundum rétti hún matinn inn um glugga og fór. „Ég fór í vændi því annars myndi ég svelta Gróft brot á mannréttindum n Hundruð þúsunda einstaklinga eru fórnarlömb mansals Mansal er verslun með fólk með ábata að markmiði til að svara eftirspurn eftir konum, körlum og börnum til starfa á kynlífsmarkaði, í nauðungar- vinnu, við glæpastarfsemi og hernað og einnig í þeim tilgangi að nema úr því líffæri sem seld eru á ólöglegum markaði. Börn sem seld eru til ólög- legrar ættleiðingar eru einnig talin til fórnarlamba mansals. Gerendur starfa einir eða í litlum hópum eða í stórum, skipulögðum og jafnvel alþjóðlegum glæpahringjum. Að mati Sameinuðu þjóðanna er mansal sú skipulagða glæpastarfsemi sem nú vex hvað hraðast í heiminum. Hundruð þúsunda einstaklinga, aðallega konur og stúlkubörn, verða fórnarlömb mansals á hverju ári. Mansal er glæpsamlegt athæfi og gróft brot á mannréttindum þeirra einstaklinga sem fyrir því verða og tengist annarri skipulagðri alþjóð- legri glæpastarfsemi, svo sem ólöglegri verslun með vopn og eiturlyf, peninga- þvætti og fjármögnun hryðjuverka. Hér er yfirleitt um vel skipulagða glæpa- starfsemi að ræða og margt bendir til þess að starfsemi glæpamanna á þessum sviðum verði sífellt þróaðri, tæknivæddari og miskunnarlausari, enda er hagnaðarvonin mikil. Erfitt að greina á milli vændis og mansals Mansal gerist með margvíslegum hætti, allt eftir því hver tilgangur þess er. Ein alvarlegasta birtingarmynd þess felst í að gerendur sem oft starfa þvert á landamæri stunda mannrán á fórnarlömbum eða lokka þau í net sín með gylliboðum um ábatasöm störf í stórborgum innan lands eða utan og festa þau síðan í ánauð með hótunum, blekkingum og valdbeitingu ýmsum myndum, bæði gagnvart þeim sjálfum og fjölskyldum þeirra. Sé kynlífsþjónusta markmiðið er algengt að fyrsta skrefið felist í að ættingjar, kærastar eða jafnvel starfsmanna- skrifstofur afhendi fórnarlömbin til milliliða sem síðan selja þau áfram til vændishúsa sem rekin eru af skipulögðum glæpahringjum. Rann- sóknir benda til að sum fórnarlömb viti að þeirra bíði vændi og að jafnvel geti legið fyrir einhvers konar sam- þykki fórnarlambs. Með eftirfarandi skuldaánauð og ógnunum eru sum þeirra njörvuð í ánauðarsamband sem þau losna ekki úr. Þegar mansal á sér stað innan ríkis, til dæmis með flutningum frá landsbyggðí vændis- hús stórborga, getur verið erfitt að greina milli fórnarlamba mansals og vændis. Nýta sér neyð Manseljendur leita einkum fanga meðal barna og ungra kvenna sem eru í veikri efnahagslegri og félagslegri stöðu, frá brotnum heimilum eða illa stöddum fjölskyldum. Samkvæmt IOM (International Organisation for Migra- tion) þekkja 46% fórnarlamba þann sem fyrst ánetjar þau í mansalshringi meðan 54% eru ánetjuð af einstak- lingum sem eru þeim ókunnugir. Bæði konur og karlar eru meðal gerenda sem mynda fyrsta hlekk mansalskeðjunnar, karlmenn þó sýnu fleiri. Keðja seljenda og kaupenda hvers fórnarlambs getur verið löng, þau eru iðulega seld aftur og aftur á meðan eitthvað er á þeim að græða. Algengt er að við hverja sölu krefji kaupandinn fórnarlambið um endurgreiðslu kaupverðs og flutnings- kostnaðar þannig að fórnarlambið festist í neti skuldar sem stofnast og magnast æ ofan í æ með þeim afleið- ingum að sjaldnast nýtur fórnarlambið nokkurs ábata sjálft. Úr sKýrslu FélAgs- Og tryggiNgAMálAráðHErrA, ástu r. JóHANNEsdóttur, uM AðgErðAáætluN gEgN MANsAli. 2 Fréttir 30. janúar 2012 Mánudagur Fréttir 3 Mánudagur 30. janúar 2012 M ér finnst slæmt að vera af- greiddur sem handbendi Bjarna Benediktssonar,“ sagði Ögmundur Jónas- son innanríkisráðherra á fundi VG í síðustu viku um afstöðu þingmanna flokksins til þingsálykt- unartillögu Bjarna Benediktsson- ar þar sem lagt er til að fallið verði frá ákæru gegn Geir H. Haarde fyr- ir landsdómi. Ögmundur svaraði þar flokksfélaga sem sagði hann og órólegu deildina í flokknum bera ábyrgð á fylgishruni VG. „Svona voru sósíalistar og sér- staklega kommúnistar alltaf af- greiddir. Þú vilt kannski bara senda alla í Gúlagið? Það var alltaf sagt á árum áður þegar sósíalistar vildu ræða jöfnuð og réttlæti,“ sagði Ög- mundur við fundargest sem sakaði hann og Guðfríði Lilju Grétarsdótt- ur, þingkonu VG, um að sá í akur íhaldsins með afstöðu sinni til máls- ins. „Svona er þetta í bók Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar. Hún er öll á þessum nótum. Ég hef reyndar ekki keypt bókina hans enda ætla ég að komast hjá því að borga fyrir það rit,“ sagði Ögmundur og bætti við að hann hefði gluggað í bókina í bóka- búðum. Á honum var að skilja að á bókinni sæist að markmiðið væri að afgreiða málflutning félagshyggju- manna með ódýrum tengingum við Moskvu. Fyrir þetta uppskar Ög- mundur hlátur fundargesta. Lesa ekki Moggann Á fundinum kom ítrekað fram hversu lítið almennir flokksfélagar eru hrifnir af Morgunblaðinu, rit- stjóra og ritstjórnarstefnu blaðsins. Margir tóku sérstaklega fram að þeir hefðu ekki lesið grein Ögmundar í blaðinu enda læsu þeir það ekki. Það virðist hafa farið nokkuð fyr- ir brjóstið á mörgum að hann hefði valið þennan vettvang til að birta greinina. Sóley Tómasdóttir, odd- viti VG í Reykjavík, beindi til dæmis þeirri spurningu til Ögmundar hvað hann hefði sjálfur lært af hruninu. „Þú talar um breytt vinnubrögð en hvað hefur þú sjálfur lært af hruninu og breytt í þínu fari?“ Hún sagði það að sínu mati ekki merki um lýðræð- isleg vinnubrögð að kjörinn fulltrúi tilkynnti flokksfélögum korteri fyrir atkvæðagreiðslu, eins og hún orð- aði það, að þeir hefðu tekið 180° við- snúning í afstöðu sinni. Ögmundur sagði ekki rétt að hann hefði tekið algjöran viðsnúning í málinu. Þá sagði hann eðlilegt að fólk væri ekki alltaf sátt við ákvarðan- ir kjörinna fulltrúa en slíkt væri eðli- legt. Ögmundur benti máli sínu til áherslu að Hann væri ekki alltaf sátt- ur við verk og orð Sóleyjar en heilt á litið væri hann ánægður með henn- ar störf. Hún væri hans kjörni fulltrúi sem íbúi í Reykjavíkurborg. Grasrótin ósammála en skilningsrík Fáir lýstu sig sammála afstöðu Ög- mundar Jónassonar til þess hvort falla ætti frá landsdómsákæru, á fundi Vinstri-grænna í Reykjavík á þriðjudag. Greina mátti þó hve mikillar virðingar Ögmundur nýt- ur meðal flokksfélaga sem margir sögðust geta skilið röksemdafærslu hans þótt þeir væru í grundvallar- atriðum ósammála honum. Það sama er varla hægt að segja um Guðfríði Lilju en hún þurfti að líða mun meiri frammíköll og kurr í salnum en Ögmundur. Hún sagði að sjálfri þætti sér landsdómsmálið ömurlegt en að nú fyrst væri Alþingi að horfast í augu við eigið siðleysi. „Hvergi er það þannig í réttarríki að eðlilegt þyki að sækja menn til saka svo það megi fá fram upplýsingar frá öðrum með vitnaleiðslum,“ sagði Guðfríður Lilja og vitnaði þannig til umræðu um að fjöldi núverandi og fyrrverandi ráðherra, viðskiptafor- kólfar og embættismenn eru sagðir á vitnalista verjenda og saksóknara. Sannleiksástin og Líbýa Guðfríður Lilja sagði að flokkur- inn yrði að líta í eigin barm. Hún nefndi þátttöku Íslands í loftárás- um á Líbýu en Ísland er aðildarríki að Atlantshafsbandalaginu. Hún sagði samstöðu um það í VG að rannsaka þátt Íslands í stríðsrekstri gegn Írak. „Þegar það kom til tals að rannsaka Líbýu þá varð allt brjálað. Hún er ekki meiri, sannleiksástin í okkar flokki, en að farið var að tala um að hætta jafnvel við rannsókna á ákvörðun Halldórs og Davíðs um að lýsa stríði á hendur Írak. Bara til þess að koma í veg fyrir að þáttur VG í Líbýu yrði rannsakaður,“ sagði hún undir lok fundar. Einn gestur gekk út undir ræðu Guðfríðar Lilju, að því er virtist vegna þess að hann var ósáttur við inntakið í orðum þing- konunnar. Flokkaflakkandi Evrópusambandssinni Orð Þráins Bertelssonar, þingmanns VG, um að flokkurinn væri orðinn að tveimur flokkum „og gjáin á milli þeirra er djúp og breið“, ásamt um- mælum hans um að Ögmundarlið- ið, eins og Þráinn hefur kallað þau Guðfríði Lilju, Jón Bjarnason og Ögmund, verði að fara úr flokkn- um virðast hafa vakið samúð gras- rótarinnar. Þráinn sagði að tími væri kominn til að leiðir hópanna tveggja skildu. Ummæli Þráins komu til tals á fundinum og var að heyra sem mörgum þætti gagnrýnin koma úr undarlegri átt. „Hvað er þessi flokkaflakkandi Evrópusambandssinni að meina með svona yfirlýsingum?“ sagði einn fundargesta um Þráin. Á það var bent að svo lengi sem óró- lega deildin gæti bent til stefnu og grunngilda flokksins málflutningi sínum til röksemda ættu þau auð- vitað rétt á að halda sínu til streitu. Svo gæti því farið að gagnrýni Þráins yrði til þess að skapa þing- mönnunum samúð meðal grasrótar VG. Það gæti að lokum átt einhvern þátt í að ná fylkingunum saman. Ögmundur ekki einn Ögmundur stóð ekki algjörlega án skoðanabræðra en bæði Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra, og Þorleifur Guttormsson, varaborg- arfulltrúi VG, lýstu yfir stuðningi við Ögmund. „Ég hef miklar áhyggjur af stöðunni í þessum flokki og hef haft það síðan farið var í þetta ríkisstjórn- arsamstarf,“ sagði Hjörleifur og bætti við að þegar samstarfssamningur ríkisstjórnarinnar var samþykktur með lófaklappi á flokksstjórnarfundi hefði hann sjálfur ekki klappað. „Ég veit ekki hvort nokkur fylgdist með mér,“ sagði hann og uppskar nokk- urn hlátur fundargesta. Hjörleifur gagnrýndi skeytingarleysi kjörinna fulltrúa gagnvart flokksstarfi og sagði umræðufundi með grasrótinni afar sjaldgæfa. Hann sagði Evrópusam- bandsvegferð ríkisstjórnarinnar, sem VG ætti hlut í, miklu alvarlegri en landsdómsmálið. „Við ræðum það mál sárasjaldan innan flokksins.“ Það virtust ekki allir flokksfélag- ar VG taka undir orð Hjörleifs en greina mátti glott á andlitum ein- hverra fundargesta þegar talað var um skort á umræðu um Evrópusam- bandið innan flokksins. Fá mál hafa verið VG jafn erfið og einmitt aðild- arviðræður Íslands við Evrópusam- bandið. n Ögmundur ekki handbendi Bjarna n Þráinn kallaður „flokkaflakkandi Evrópusam bandssinni“ Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is „Þú vilt kannski bara senda alla í Gúlagið? Ögmundur Jónasson Innanríkisráðherra við af- hendingu Gaddakylfunnar. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir Segir að VG verði að líta í eigin barm áður en gera megi upp hrunið. Sex þúsund tonn af sælgæti: Tann- skemmdir of algengar Íslendingar láta ofan í sig sex þús- und tonn af sælgæti á hverju ári. Á sunnudag hófst tannverndarvik- an 2012 sem Landlæknisembætt- ið stendur fyrir en í ár er sjónum beint að sælgætisneyslu og ógn hennar við tannheilsu lands- manna. „Sælgætisneysla lands- manna er almennt mikil borin saman við önnur Norðurlönd, eða að meðaltali um 400 grömm á hvern íbúa á viku. Ljóst er að stór hluti þjóðarinnar borðar mun meira sælgæti þar sem þetta er meðaltalsmagn og ungbörn eða og eldra fólk borðar minna sæl- gæti en aðrir aldursflokkar,“ segir í tilkynningu sem embætti land- læknis sendi frá sér fyrir helgi. „Sú venja hefur skapast hjá mörgum að fá sér sælgæti til að gera sér dagamun. Í flestum mat- vöruverslunum er sælgætið selt eftir vigt í sjálfsafgreiðslu. Boðið er upp á pokastærðir sem geta tekið mikið magn og um helgar er víða veittur helmingsafsláttur. Þessir þættir geta haft mikil áhrif á það magn se borðað er. Heildar- framboð sælgætis á ári hverju hér á landi er um 6000 tonn,“ segir í tilkynningunni. Þá segir enn frem- ur ð ta nskemdir séu algengari hjá börnum og unglingum hér- lendis en á öðrum Norðurlönd- um. Tólf ára börn séu að meðal- tali með rúmlega tvær skemmdir eða viðgerðar fullorðinstennur og fimmtán ára unglingar með rúmlega fjórar að meðaltali. Segir í tilkynningunni að þessar niður- stöður gefi tilefni til að efla vitund landsmanna um tannheilbrig i og góðar neysluvenjur. Þá er einnig komið inn á ábyrgð foreldra. Þannig verði for- eldrar að gera sér grein fyrir því að nýuppkomnar tennu séu sérlega viðkvæmar fyrir sætindum og slæmri tannhirðu. „Mikilvægt er að foreldrar hugleiði aðrar leiðir til að gera börnum sínum glaðan dag en að borða sælgæti.“ Tryggvi Þór á Beinni línu Tryggvi Þór Herbertsson, þingmað- ur Sjálfs æðisflokksins, verður á Beinni línu á DV.is í dag, mánudag, klukkan 13. Þar mun Tryggvi Þór svara spurningum les nda um það sem á þeim brennur. Það eina sem lesendur þurfa að gera til að spyrja spurninga er að skrá sig inn á Facebook. Allir lesend- ur geta hins vegar fylgst með þeim spurningum og svörum sem settar verða inn. Slóðin inn á beinu lí una er www.dv.is/beinlina. DV hvetur lesendur til að sýna kurtei i í orða- vali og spyrja hnitmiðaðra spurn- inga. Þ að eru um það bil fimm- tán einstaklingar sem hafa komið inn á borð til okkar sem hugsanleg fórnarlömb mansals, en þeir hafa í raun og veru spannað allan skalann,“ segir Hildur Jónsdóttir, sérfræðingur í jafn- réttismálum í forsætisráðuneytinu og formaður Sérfræði- og samhæf- ingarteymis gegn mansali. Í teyminu sitja sjö aðrir frá velferðarráðuneyti, utanríkisráðuneyti, innanríkisráðu- neyti, Útlendingastofnun, lögreglu, Stígamótum og Kvennaathvarfinu. Mansalsmál erfið í rannsókn „Í einhverjum tilvikum höfum við komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri um fórnarlamb mansals að ræða. Í sumum tilvikum hafa þetta verið einstaklingar sem við höfum fengið upplýsingar um, en viðkom- andi hefur verið farinn úr landi áður en við komumst í samband við hann, þa nig að við höfum átt erfitt með að sannreyna þær upplýsingar eða við- komandi hefur ekki þegið aðstoð. En nokkrir einstaklingar á okkar vegum hafa fengið viðamikla og langvarandi aðstoð sem hefur verið mjög fjöl- þætt,“ se ir Hildur. Hún segir teymið fá ábending- ar, meðal annars frá lögreglunni, Kvennaathvarfinu, heilbrigðiskerf- inu og Útlendingastofnun, en einn- ig hafi fólk sem búið hafi yfir upp- lýsingum haft samband beint við teymið. Teymið hefur sjálfstætt um- boð til þess að álykta hvort það séu meiri líkur eða minni á að einhver sé fórnarlamb mansals. „Við þurfum hvorki að bíða eft- ir lögreglurannsókn né niðurstöðu dómstóla til að komast að þeirri niðurstöðu og veita aðstoð. Þetta er mjög mikilvægt vegna þess að það þýðir að við getum gripið strax til úrræða og erum líka óháð því hvort lögreglurannsókn fer fram og hvern- ig hún gengur. Það er almennt viður- kennt að þessi mál eru hrikalega erf- ið í rannsókn og í raun og veru mjög torsótt að koma lögum yfir gerendur.“ Leynileg búsetuúrræði Hún segir fjölmargar ástæður geta verið fyrir því að illa gangi að rann- saka mál og sækja til saka. Það geti til dæmis verið ótti mögulegs fórn- arlambs og vitna við að segja sögu sína og vera í samvinnu við lögreglu. Gerendur hafi oftast ógnarvald yfir þolendunum, enda séu þeir þraut- reyndir glæpamenn. Þegar mál einstaklings kemur til kasta teymisins er alltaf byrjað á því að meta hvort öryggi viðkomandi sé ógnað og hvort þörf sé á bráða- heilbrigðisþjónustu. „Sé spurningin um öryggi getur viðkomandi þurft á einhvers konar verndarúrræðum að halda. Oftast þarf að tryggja örugga búsetu. Við höfum komið upp tíma- bundnum búsetuúrræðum með leynilegum athvörfum vegna ein- stakra mála sem við síðan lokum þegar ekki er þörf á þeim lengur. Þegar öryggi einstaklingsins er tryggt reynum við að fá sögu við- komandi sem allra fyrst, því á henni byggjum við okkar mat á því hvort viðkomandi sé líklega fórnarlamb mansals. Síðan þarf að meta þörf á frekari úrræðum. Þar hefur mikil og góð samvinna okkar við velferðar- þjónustu Reykjavíkurborgar skipt sköpum, þar sem félagsráðgjafar taka í raun við stjórninni frá degi til dags. Þetta getur verið heilmikill dans því það tekur viðkomandi yfirleitt tíma að treysta einhverjum fyrir sinni sögu og okkur í teyminu. Sagan getur því verið að koma í bútum yfir langan tíma. En því betur sem við komum á móts við viðkomandi með tilboðum um aðstoð, því fyrr skapast traust.“ Ekki beinn og breiður vegur Eins og gefur að skilja geta aðstæð- ur einstaklinga sem eru fórnarlömb mansals verið mjög viðkvæmar og erfiðar. Einstaklingar sem hafa upp- lifað misnotkun, ógnanir og ofbeldi geta talið sig vera upp á gerendurna komna og ekki gert sér grein fyrir stöðu sinni sem fórnarlömb. „Á ein- hverjum tímapunkti þarf viðkom- andi að gera það upp við sig hvort hún eða hann vilji slíta tengslin við gerendur og það umhverfi sem man- salið hefur farið fram í og síðan fá hjálp til að byggja sig upp í framhald- inu. Þetta getur verið mjög viðkvæm staða og við höfum vissulega lent í því að viðkomandi hefur ekki tekist að losa sig alveg og jafnvel farið til baka. Þetta er ekki alltaf beinn og breið- ur vegur, að slíta sig út úr svona að- stæðum. Við getum alltaf átt von á bakslagi en það má eiginlega segja að þegar viðkomandi er farinn að geta nýtt sér raunveruleg uppbygg- ingarúrræði, þá séu það manneskjur sem eru mjög einarðar í því að skapa sér nýtt líf. Við höfum séð krafta- verk gerast. Að manneskja hefur haft sterka þrá til að komast út úr sínum aðstæðum og lagt mikið á sig til þess að geta nýtt sér þann stuðning sem hefur verið í boði.“ Oft löng saga um misnotkun Sá stuðningur getur meðal annars verið fólginn í sálrænni meðferð, menntunarúrræðum og starfsþjálfun en reynt er að mæta hverjum og ein- um þar sem hann er staddur og með- ferðin því sniðin að þörfum hvers og eins. „Margir þessara einstaklinga eru með langa sögu um misnotkun sem tekur tíma að vinna úr. Þessi misnotk- un hefur ef til vill farið mestmegnis fram í öðru landi og við slíkar hrika- legar aðstæður sem okkar fagfólk er ekki vant að glíma við, en það hef- ur þó gengið mjög vel. Það getur líka verið mikilvægur hluti þess að skapa sér eðlilegt líf, að koma upp eðlilegri daglegri rútínu, sem hefur ekki verið veruleiki þessara fórnarlamba í lang- an tíma. “ Nýta sér fátækt og fíkn Allir sem hafa notið aðstoðar og verndar teymisins hingað til eru af erlendu bergi brotnir en Hildur segir engan vafa leika á að íslenskar kon- ur geti verið fórnarlömb mansals hér á landi. „Þeir sem hafa komið til okkar kasta eru útlendingar, en við höfum séð vísbendingar um að ís- lenskar konur geti verið fórnarlömb mansals. Til þess að um mansal sé að ræða þurfa þrír þættir að vera til staðar. Það þarf að vera einhvers konar útvegun á fórnarlambi, og í því getur falist að finna það, flytja, afhenda, hýsa og svo framvegis. Þegar við erum að tala um mansal sem fjölþjóðlegan glæp getur þetta þýtt að það er flutningur yfir landamæri, manneskja útveguð í einu landi og flutt yfir í annað þar sem starfsemin á að fara fram. Það þarf þó ekki að fara yfir landamæri til að brot flokkist undir mansal. Í öðru lagi er það spurning um hvernig einstaklingur er fenginn í mansal, hvaða aðferðum er beitt. Má þar nefna fortölur, blekkingar, lygar, loforð sem standast ekki, til dæmis um löglega vinnu eða um vændi upp á tiltekin skipti sem síðan eru svikin. Það er beitt ýmiss konar nauðung, allt upp í alvarlegar hótanir, ofbeldi, frelsissviptingu og svo framveg- is. Gerendur nýta sér mjög oft bága stöðu viðkomandi, eins og fátækt og fíkn, en einnig trúgirni og ranghug- myndir um líf á Vesturlöndum. Í þriðja lagi er spurning hver til- gangurinn er með athæfinu. Oftast er tilgangurinn að hagnýta sér mann- eskjuna í kynferðislegum tilgangi og í ábataskyni, en það getur líka verið fyrir eigin ávinning á einhvern hátt.“ Haldið einangruðum Hún segir teymið hafa vísbendingar um íslenska karlmenn sem koma sér Hanna Ólafsdóttir hanna@dv.is Mans l 2. hluti upp fórnarlambi í ákveðnum til- gangi, til dæmis með því að notfæra sér fíkn með því að útvega mann- eskju fíkniefni og í staðinn selja að- gang að líkama hennar. „Við höfum vitað af þessu mynstri síðan skýrsla um vændi á Íslandi kom út á veg- um dómsmálaráðuneytisins á tí- unda áratugnum, en þar var talað um þetta sem vændi. Núna getum við alveg séð fyrir okkur að þarna geti verið aðstæður sem gætu fallið undir mansalsskilgreininguna.“ Fórnarlömb mansals á Íslandi eru iðulega flutt til landsins og látin starfa hér í skamman tíma. „Yfirleitt eru það einhvers konar skipuleggj- endur sem flytja inn vændiskon- ur og þær eru fluttar inn til þriggja mánaða í einu, en það er sá tími sem ferðamaður má vera í land- inu. Þær koma inn sem túristar og oft er gengið mjög hart eftir því að þær fari eftir þessa þrjá mánuði og ástæðan er meðal annars að koma í veg fyrir að viðkomandi kynnist einhverjum í landinu og átti sig á að hjálp geti verið í boði. Oft er þessum konum haldið mjög einangruðum á meðan á þessu stendur.“ Fín lína milli vændis og mansals Vísbendingar eru um að skipu- leggjendur vændis hérlendis skipti við önnur glæpasamtök er- lendis. „Glæpasamtök geta tryggt stöðugt framboð, geta alltaf út- vegað nýjar og nýjar konur. Þetta þarf ekki alltaf að vera mansal en það er fín lína á milli vændis og mansals. Þó svo að vændiskona í útlandinu samþykki að fara til Ís- lands og vinna í þrjá mánuði, get- ur engu að síður verið um mansal að ræða. Ef að öllu leyti er staðið við samninga, manneskjan er frjáls ferða sinna, hún er með alla sína pappíra, fær þær tekjur sem um var samið, getur farið til læknis ef hún þarf og svo framvegis, þá þarf þetta ekki að vera mansal. En sá sem flytur manneskjuna inn brýt- ur í mörgum tilvikum gerða samn- inga, gengur eins langt og hann telur sér fært til að hámarka ágóða sinn og fer yfir í það sem við teljum vera mansal. Það er erfitt að meta fjölda til- fella á ári en við höldum að hann sé verulegur og að hluti af því vændi sem hér er auglýst feli í sér mansalsbrot. Við höfum vissu- lega fengið skjólstæðinga til okk- ar sem koma úr svoleiðis aðstæð- um.“ „Þetta getur ver- ið mjög viðkvæm staða og við höfum vissu- lega lent í því að viðkom- andi hefur ekki tekist að losa sig alveg og jafnvel farið til baka. Formaður mansalsteymis Hildur Jónsdótti r, sérfræðingur í jafnréttismálum í forsætis - ráðuneytinu og formaður Sérfræði- og sam hæfingarteymis gegn mansali. 15 fórnar- lömbum ansals hjálpað n Fórnarlömb mansals eiga sér oft langa sögu um misnotkun Af erlendu bergi brotnir Allir sem hafa notið aðstoðar teymisins eru af erlendu bergi brotnir. Hildur segir þór engan vafa leika á að íslenskar konur geti verið fórnarlömb mansals hér á landi. 27. janúar 30. janúar Vinnur á Goldfinger Konan er ein af fimmtán hugsanlegum fórnarlömbum mansals sem teymið hefur aðstoðað hér á landi. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.