Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2012, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2012, Blaðsíða 20
Tom Brady vonast eftir partíi n Allt að verða klárt fyrir Ofurskálina Í Indianapolis er allt að verða klárt fyrir 46. Ofurskálina eða Super Bowl. Í ár mæt- ast New England Patriots og New York Giants í þess- um einstaka íþróttaviðburði sem fær ávallt eitthvert mesta áhorf allra íþróttaviðburða á ári hverju. Leikurinn í ár er „endurtekning“ frá árinu 2008 þegar Giants vann Patriots, 17–14, en það ár hafði Patriots unnið alla sína leiki. Sannar- lega eftirminnilegur sigur fyrir Giants. Tom Brady, leikstjór- nandi Patriots, ætlar ekki að láta það koma fyrir aftur og er staðráðinn í að næla sér í sinn fjórða sigur í Super Bowl. Hann hélt ræðu fyrir þá 25.000 stuðningsmenn Pat- riots sem mættu til að kveðja liðið áður en það flaug til In- dianapolis og sagðist vonast eftir að geta boðið öllum í al- mennilegt partí. „Það er aðeins eitt sem við ætlum að gera þarna nið- ur frá,“ sagði Brady og vís- aði auðvitað til þess að vinna leikinn. „Við ætlum að gera okkar allra besta og vonandi verða enn fleiri í partíinu hjá okkur um næstu helgi. Þetta er ástæðan fyrir því að ég vildi komast aftur í Super Bowl. Það er þessi stund hérna. Að eiga möguleika á að keppa um titilinn aftur og geta fært ykkur hann því þið eigið hann svo innilega skilinn.“ Við það ærðist lýðurinn en mikið hefur verið gert úr orð- um Bradys. Eins og vanalega snýst allt í Bandaríkjunum núna um Ofurskálina og hafa þessi orð verið rædd endalaust fram og til baka. Hinn hlédrægi Brady var þó fljótur að gera lít- ið úr orðum sínum þegar hann var spurður út í þau við komu liðsins á hótelið í Indianapolis. „Þetta var stuðnings- mannasamkoma. Fólk var frekar spennt. Leikmennirn- ir voru spenntir og ég veit að þessir 25.000 stuðningsmenn sem komu voru spenntir,“ sagði Tom Brady. 20 Sport 1. febrúar 2012 Miðvikudagur Vonumst eftir mörkum Fernando Torres getur ekki keypt sér mark þessa dagana hjá Chelsea en hann er nú búinn að spila 16 leiki í röð með liðinu í öllum keppnum án þess að skora. Þetta gera alls 1.035 mínútur án marks en í bikarleik Chelsea gegn QPR á dögunum átti Torres ekki skot á markið. „Við erum að horfa á leikmann sem er að komast í betra form,“ segir Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea. „Á endanum reikn- um við með því að fá mörk frá honum. Vonandi fer hann að skora reglulega aftur,“ seg- ir Villas-Boas. Spenntir fyrir Kára Miðvörðurinn Kári Ársæls- son æfir með ÍA þessa dag- ana og spilaði leik í Fótbolti. net-mótinu með liðinu um síðustu helgi. Samkvæmt heimildum DV eru Skaga- menn spenntir fyrir því að semja við Kára en hann þurfi þá að taka á sig verulega launalækkun frá því sem hann hafði hjá Breiðabliki. Kári hefur leitað sér að liði í allan vetur en Blikar hafa engan áhuga á að halda fyrir- liðanum. Samningaviðræður Kára og stjórnar Breiðabliks hafa siglt nokkrum sinnum í strand. Leikmenn liðsins vilja þó ólmir halda Kára hjá félaginu. Æsti fólkið upp Tom Brady ætlar sér sigur í Super Bowl. Heil umferð Fjórtánda umferðin í Iceland Express-deild karla í körfu- bolta verður leikin í heild sinni á fimmtudagskvöldið. Þar sækir topplið Grindavík- ur lið ÍR heim í Breiðholtið, Fjölnir tekur á móti sjóðheitu liði Tindastóls, botnlið Vals fer í heimsókn í sláturhúsið í Keflavík, Stjarnan tekur á móti Haukum, KR heimsækir húnana í Njarðvík og nýliðar Þórs frá Þorlákshöfn renna til Stykkishólms og sækja þar Snæfell heim. Allir leikirnir hefjast klukkan 19.15. T illögur knattspyrnu- liðanna fyrir ársþing KSÍ sem haldið verður í byrjun febrúar liggja nú fyrir en sjö álykt- unartillögur liggja fyrir og ein mjög athyglisverð lagabreyt- ingatillaga. Hún felur í sér að bætt verði við einni deild á milli annarrar og þriðju deild- ar og yrði því fjórða efsta deild. Einnig er lagt til að leikmenn fari ekki lengur í leikbann þeg- ar þeir hafa fengið fjögur gul spjöld heldur fimm. Þá liggur einnig fyrir tillaga um að gerð- ur sé greinarmunur á spjöldum í deildarkeppni og bikarkeppni. Einnig verður ætlast til þess að dómarar og eftirlitsmenn birti skýrslur sínar eftir leiki. Ný deild Það eru Breiðholtsfélögin Leiknir, sem leikur í 1. deild, og KB, sem leikur í 3. deild, sem leggja fyrir einu lagabreytinga- tillöguna á ársþingi KSÍ. Þau vilja að gerð verði ný, tíu liða deild sem verður á eftir 2. deild í dag og verði því sú fjórða efsta. Hinar deildirnar þrjár fyrir ofan verði áfram allar tólf liða. Neðsta deildin, sem heitir 3. deild í dag, væri þá sú deild sem hýsti öll lið sem ekki eiga lið í efstu fjórum deildunum og þar kæmu inn ný lið. Í greinargerð Breiðhyltinga segir að ýmsar ástæður liggi að baki tillögunni. „Helst að getumunur á milli liða í nú- verandi 3. deild er mikill og tvö til fjögur neðstu lið riðilsins standa hinum yfirleitt langt að baki,“ segir í henni. Þá er bent á að „utandeildar stimpill“ sé á mörgum liðum í neðstu deild sem geta því ekki boðið upp á sómasamlega knattspyrnuað- stöðu. Fall úr 2. deild yrði ekki jafnmikið áfall fyrir minni bæj- arfélög úti á landi. „Líklegra er að bæjarfélög utan af landi nái að taka þátt í alvöru deild- arkeppni sem stendur ekki og fellur með einum leik yfir sumarið í úrslitakeppninni. Breiddin í íslenskum fótbolta ætti að aukast og hin nýja 4. deild yrði sennilega mun jafn- ari riðlakeppni en nú er,“ segir í tillögunni. Færri leikbönn Knattspyrnufélag Fjallabyggð- ar skilaði inn þeirri ályktunar- tillögu að leikmenn fari ekki í leikbann fyrr en fimmta gula spjaldið sé komið í sarpinn. Í dag fara leikmenn í bann við fjórða gula spjald. Þá vill KF enn fremur að leikbannið fær- ist upp í öllum tilvikum þannig að annað bann komi eftir sjö spjöld en ekki sex eins og raun- in er í dag. Leikmenn eiga því að fá bönn eftir fimmta, sjö- unda, níunda og ellefta spjald. Tólf félög sendu svo inn sameiginlega tillögu þar sem lagt er til að gerður sé greinar- munur á milli spjalda í bikar- keppni og deildarkeppni. Ekki sé hægt að fara í bann í deild- arleik fyrir spjöld sem fengin eru í bikarleik. „Rök fyrir til- lögu þessari eru einkum þau að höfundar tillögu þessar- ar telja það mjög óeðlilegt að frammistaða liðs eða brot í einni keppni sé að hafa áhrif á frammistöðu í annarri. Lið sem ná langt í bikarkeppni, leika umtalsvert fleiri leiki en þau lið sem detta snemma út úr bikarkeppni og því getur samkeppnisstaða þeirra ver- ið umtalsvert verri fyrir vikið,“ segir í tillögu liðanna. Skýrslurnar opinberaðar Félögin tólf, Breiðablik, FH, Fram, Fylkir, Keflavík, KR, ÍA, ÍBV, Valur, Víkingur, Selfoss, Stjarnan og Þór A, sem sendu inn tillöguna um greinarmun- inn á spjöldunum senda inn nokkrar tillögur til viðbót- ar. Þau vilja meðal annars að bæði dómarar og eftirlitsmenn þurfi að sýna skýrslur sínar eft- ir leiki. Þau vilja að dómarar birti leikskýrslu sína opinber- lega á vef KSÍ og eftirlitsmenn birti sínar á innri vefnum fyrir félögin að sjá. Lengi hafa félögin ver- ið mjög ósátt við að sjá ekki skýrslur dómara og eftirlits- manna, sér í lagi þegar hróp- andi ósamræmi hefur verið í kringum lengd á leikbanni eftir rautt spjald. „Með því að hafa umsagnir dómara opinberar aukast einnig lík- ur á því að meira samræmi sé í skýrslugerð dómara og að sambærileg atvik fái sambæri- lega úrlausn.“ n Tillögur klárar fyrir ársþing KSÍ n Lagt til að einni deild verði bætt við Ný deild og færri bönn Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is Fótbolti Færri bönn Lagt er til að spjöld í bikarkeppni telji ekki í deildarkeppni og öfugt. Myndin er frá úrslitaleik Þórs og KR í bikarkeppninni í sumar. MyNd Eyþór ÁrNASON„Lengi hafa félögin verið mjög ósátt við að sjá ekki skýrslur dómara og eftirlitsmanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.