Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2012, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2012, Blaðsíða 23
Ókeypis súkkulaðibros og íshjörtu n Bergljót Arnalds undirbýr árlega Kærleika n Jafnar sig eftir hryggbrot L augardaginn næstkom- andi verða haldnir Kær- leikarnir 2012 í Reykja- vík. Markmið leikanna er að efla samkennd, veita hvatn- ingu, hlýju og styrk. Þetta er í fjórða skipti sem leikarnir eru haldnir en hug- myndasmiðurinn, Bergljót Arnalds, hélt þá í fyrsta skipti árið 2009 til þess að þjappa fólki saman eftir hrun íslenska efnahagskerfisins. „Ég vildi minna á sam- kenndina og allt það fallega sem tengir okkur saman. Dag- skrá Kærleikanna hefst á Aust- urvelli næstkomandi laugar- dag klukkan 14.00. fyrir framan styttuna af Jóni Sigurðssyni. Þar verða skemmtilegar upp- ákomur, allir fá gefins súkkul- aðibros sem listakonan Helga Birgisdóttir, Gegga, hannaði. Brosin eru tákn kærleika og þá getur fólk bæði brosað út að eyrum og bragðað á súkkul- aði,“ segir Bergljót. Hún segir önnur sveitarfélög veita Kær- leikunum liðsinni sitt. Akur- eyrarbær gefi íshjörtu og Ár- borg gefi hjartalaga gasblöðrur til leikanna. „Á leikunum verða einnig ýmsar uppákomur,“ segir Berg- ljót. „Þangað kemur eldgleypir, leikhópurinn Perlan skemmtir og krakkar úr Sönglist syngja. Englar afhenda hjörtu og bor- in verða meðmælaspjöld þar sem við mælum með góðum og uppbyggjandi hlutum.“ Bergljót er óðum að jafna sig eftir óhapp sem hún lenti í fyrir jólin. Þá datt hún af hest- baki þar sem hún sat fyrir í myndatöku vegna kynningar á bókinni Íslensku húsdýrin og Trölli. Tveir hryggjarliðir féllu saman við fallið og læknar segja að mikil mildi sé að ekki fór verr. Bergljót lá á hestin- um en kastaðist af baki þegar hann jós, flaug heilan hring og lenti mjög illa á bakinu svo litlu munaði að hún hálsbrotnaði eða hlyti mænuskaða. Í dag getur hún gengið og losnar brátt við hryggspelk- una. Reyndar stefnir Bergljót á mikla ævintýraferð upp á Svínafellsjökul í maí og læknar hafa trú á því að hún geti farið í þá ferð. „Ég get gengið og er að losna við brynjuna, þá hætti ég að vera eins og Jóhanna af Örk, segir hún og hlær. Ég er annars eins og vængbrotin fugl þessa dagana en er betri með hverj- um deginum. Ég stefni á að fara í mikla ævintýraferð upp á Svínafellsjökul í maí og eins og staðan er í dag er allt útlit fyrir að ég geti farið í þá ferð.“ kristjana@dv.is Fólk 23Miðvikudagur 1. febrúar 2012 Minnir á samkenndina Bergljót Arnaldsdóttir heldur Kærleikana í fjórða skipti næstu helgi. Hún er komin á ról aftur eftir alvarlegt slys. H ún vildi ræna frá mér indversku skartgripun- um mínum. Enginn í heiminum hefur beðið mig að fjarlægja skart- gripina mína áður. Meðallags Jónur slefa yfir þessu á Íslandi,“ segir indverska prinsessan Icy Spicy Leoncie sem er ekki sátt við tollvörð sem stoppaði hana í tollinum þegar hún var á leið úr landi eftir vel heppnaða ferð til Íslands. Hún segir tollvörðinn, konu, hafi verið á eftir skartgrip- unum hennar og hún hafi viljað niðurlægja hana. „Þar var þessi hryllilega kona frá Sandgerði sem áreitti mig. Hún leitaði á mér og þuklaði mig aftur og aft- ur – á brjóstunum á mér og milli fótleggjanna, Oh my god,“ segir indverska prinsessan hneyksl- uð en eins og flestir muna átti hún í nokkrum útistöðum við nágranna sína í Sandgerðisbæ þegar hún bjó þar. „Ég hef aldrei lent í öðru eins. Þetta var miklu meira en bara öryggistékk. Hún var að reyna að niðurlægja mig,“ segir hún viss í sinni sök. „Þegar ég kom til London var öryggistékk- ið fullkomlega í lagi. Þar áreitti mig enginn eins og þessi hrylli- lega Sandgerðiskona gerði. Hún spurði mig aftur og aftur: Hvernig var á tónleikunum í Sandgerði í gær? Ég svaraði allt- af að ég hefði verið að syngja í Reykjavík en hún endurtók spurninguna fimm sinnum. Svo byrjaði hún að rífast við mig yfir orðinu „perfume“, því ég vildi kaupa „perfume“ til að gefa eig- inkonu Davids Cameron þegar ég hitti hana.“ Leoncie segist frekar treysta karlmönnum sem tollvörð- um. „Ég vil frekar hafa íslensk- an herramann sem er fullkom- inn tollari í staðinn fyrir þessa geðsjúku tollkonu. Þessi Sand- gerðis ófaglærði kynþáttahatari fékk þetta tækifæri til að níðast á mér.“ Þrátt fyrir meint atvik þá segist Leoncie vera í skýjunum með þá tvo tónleika sem hún hélt á Gauki á Stöng á laugar- daginn. „Tónleikarnir voru frá- bærir, fólkið, áhorfendur voru frábærir, ég elskaði alla og allt gekk súper vel,“ segir hún um tónleikana. Leoncie var vel fagnað en nokkur ár eru síð- an hún hélt hérna síðast tón- leika enda flutti hún út fyrir nokkrum árum. Uppselt var á báða tónleikana þetta kvöldið en þó kvörtuðu nokkrir gestir yfir seinagangi söngkonunnar en hún mætti um tveimur tím- um of seint á svið á seinni tón- leikunum. En hún var ekki bara vinsæl á tónleikunum heldur komu aðdáendur upp að henni þegar hún var að versla. „Ég verslaði aðeins í Hagkaupi og þar bað fólk mig um eiginhand- aráritanir. Allir voru mjög kurt- eisir og góðir,“ segir hún og tek- ur fram að ferðin til Íslands hafi verið frábær að öllu leyti fyrir utan atvikið í tollinum. „Vildi ræna frá mér skartgripunum“ n Leoncie segist hafa verið niðurlægð í tollinum Niðurlægð Leoncie segir tollvörðinn hafa niðurlægt sig. Smáauglýsingar smaar@dv.is sími 512 7004 Opið virka daga kl. 10.00–18.00 og laugardaga kl. 11.30–15.00 BÍLALIND.is - Funahöfða 1 110 Reykjavík - S: 580-8900 M.BENZ E 200 KOMPRESSOR Árg. 2004, ekinn 103 Þ.km, bensín, Verð 2.490.000. #321810. Benz-inn glæsilegi er á staðnum! RENAULT TRAFIC MINIBUS 01/2007, ekinn 283 Þ.km, dísel, sjálf- skiptur, 9 manna. Tilboðsverð 1.690.000 stgr. Kíktu á raðnr 350441 á www.bilalind. is eða komdu við því bíllinn er á staðnum! MMC MONTERO ANNIVERSARY 33“ Árgerð 2003, ekinn 106 Þ.km, sjálf- skiptur. Verð 2.290.000. Kíktu á raðnr 320179 á www.bilalind.is eða komdu við því jeppinn er á staðnum! PORSCHE 944 Árgerð 1987, ekinn 147 Þ.km, sjálf- skiptur GULLMOLI. Verð 1.490.000. Kíktu á raðnr 283389 á www.bilalind.is eða komdu við því bíllinn er í salnum! SKODA OCTAVIA AMBIENTE 08/2004, ekinn 149 Þ.km, 5 gíra, ný nagladekk! Verð 890.000. Kíktu á raðnr 283904 á www.bilalind.is eða komdu við því bíllinn er á staðnum! DODGE DURANGO 4WD LIMITED 05/2005, ekinn aðeins 101 Þ.KM, sjálf- skiptur ofl. Gott verð 2.890.000. Kíktu á raðnr 283661 á www.bilalind.is eða komdu við því jeppinn er á staðnum! www.bioparadis.is hverfisgötu 54 / 101 reykjavík FARÐU AFTUR Í BÍÓ Í FYRSTA SINN n Raflagnir n Tölvulagnir n Loftnetslagnir og uppsetningar n Gervihnatta- móttakarar n Ljósleiðaralagnir og tengingar n Raflagnateikningar n Lýsingarhönnun og ráðgjöf n Þjónustusamningar Pétur Halldórsson löggiltur rafverktaki petur@electropol.is, 8560090 Tek að mér ýmis smærri verkefni. Upplýsingar í síma 847-8704 eða á manninn@hotmail.com

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.