Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2012, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2012, Blaðsíða 18
Eyða vasapeningunum í bækur n Gerður Kristný í útrás til Þýskalands með barna- og unglingabók É g er bara fegin að íslenskur draugagangur þar sem Reykjavík spilar stóra rullu vekur svona mikla lukku,“ segir rithöfundurinn Gerður Kristný Guðjónsdóttir spurð um frægðarför bókar hennar, Garðsins, í Þýskalandi. Bókin hefur verið valin til upplestrar í stóru upplestrar- keppninni þar í landi. Garð- urinn kom út hér á landi árið 2008 og fékk síðar Vestnorrænu barna- og unglingabókaverð- launin. Hún kom út í Þýska- landi og Noregi síðastliðið sumar og mun koma út í Dan- mörku innan tíðar. Gerður Kristný segir út- gáfuréttinn hafa verið seldan til Þýskalands stuttu eftir út- gáfu bókarinnar hér á landi. Þá hafi reyndar tvö útgáfufyrirtæki slegist um útgáfuréttinn. „Ég gat valið á milli DTV og Bloomsbury og valdi það síðar- nefnda. Hún er þýdd af Karl- Ludwig Wetzig. Hann þýðir meðal annars bækur Jóns Kal- mans Stefánssonar. Ég er mjög hamingjusöm með að hafa hann sem þýðanda og finnst það skipta mjög miklu máli.“ Þýsk ungmenni vöktu hrifn- ingu Gerðar Kristnýjar síðast- liðið sumar þegar hún fór út á barnabókamessu í Köln. „Ég las upp úr bókinni og fannst það óskaplega gaman. Þýsku krakk- arnir spurðu eins spurninga og íslenskir krakkar. Þau voru gefin fyrir draugaganginn. Eftir einn upplesturinn drógu mörg þeirra evrurnar upp úr rassvasanum og keyptu sér bók og vildu svo fá hana áritaða. Mér fannst mjög skemmtilegt að sjá krakkana eyða vasapeningunum í bók.“ Árið 2011 var viðburðaríkt fyrir Gerði Kristnýju. Í febrúar hlaut hún Íslensku bókmennta- verðlaunin fyrir bók sína Blóð- hófni. Nú er hún tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs. Í haust er svo von á nýrri ljóðabók frá Gerði því þessa dagana er hún upptekin við að skrifa ljóð. „Mig langar til að gefa út ljóðabók næsta haust. Svo þarf ég að vinda mér í framhald á Garðinum, ég þarf að fara að setjast niður við það.“ 18 Menning 1. febrúar 2012 Miðvikudagur Fagna áfengis- lausum janúar Meðal hollvina Kaffibarsins hefur skapast sú árlega hefð að hefja árið með afeitrun. Þennan fyrsta mánuð ársins er öllu áfengi sleppt og holl- usta höfð í fyrirrúmi. Mis- jafnt er hvað fólk endist lengi í þessu átaki en fyrsta dag febrúarmánaðar er átakinu fagnað – sama hvort fólk hafi enst í því eða ekki. Átaki árs- ins verður fagnað á fimmtu- dagskvöldið. Að þessu sinni mun plötusnúðateymið Kar- íus og Baktus spila og sjá til þess að koma fólki á djamm- brautina á ný. Heilsuréttir og hekl Það er greinilegt að landinn tekur heilsuna með trompi þennan fyrsta mánuð árs- ins, allavega ef marka má metsölulista bókaverslana í janúar. Þar tróna Heilsurétt- ir Hagkaupa eftir Sólveigu Eiríksdóttur á toppnum. En ef litið er yfir heildarlistann í janúarmánuði er bókin Þóra Heklbók næstvinsælasta bók mánaðarins. Lesglaðir Ís- lendingar virðast því vera að einbeita sér að heilsu og hekli í janúar. Í þriðja sæti heildarmetsölulista janúar er svo bókin Gamlinginn sem skreið út um gluggann eftir Jonas Jonasson. Ólöf á Rósenberg Ólöf Arnalds heldur tónleika ásamt Skúla Sverrissyni á Rósenberg fimmtudaginn 2. febrúar. Ólöf hefur fyrir löngu skipað sér sess með framsæknustu lagahöfund- um og flytjendum á Íslandi, frá því að frumraunin Við og við kom út árið 2007 og ekki síður með breiðskífunni Inn- undir skinni sem leit dagsins ljós í september 2010 á veg- um One Little Indian útgáf- unnar. Ólöf hefur síðan stað- ið í ströngu við tónleikahald víðs vegar um heiminn og hefur fengið frábæra dóma í helstu tónlistartímaritum erlendis. Ólöf er í miðju upp- tökuferli á nýrri breiðskífu, Suddain Elevation, sem mun koma út í vor. L istin verður að ganga fyrir,“ segir Stefán Hallur aðstoðarleik- stjóri sem kemur sér fyrir úti í sal. Selma Björnsdóttir leikstjóri fréttir af sprengjuleitinni uppi á sviði og skiptir ekki svip. „Við þurfum ekki að rýma húsið er það?“ spyr hún og þá er það útrætt. Fjöldi leikara er á sviðinu og undirbýr sig undir að æfa stóra senu. Þeirri sem á sér stað í fátækrahverfi og segir af þeim útskúfuðu. Það er dimmraddaður söngur Egils Ólafssonar á sviðinu sem yfirgnæfir háan hvellinn sem heyrist þegar hlutnum sem talinn var vera sprengja var fargað. Bið og hangs Í Vesalingunum er barist fyrir betra lífi og sagan hverf- ist um miklar samfélagslegar hræringar. Þar kynnumst við hinum minnsta bróður. Söngleikurinn Vesaling- arnir er byggður á hinni frægu skáldsögu Victors Hugo sem gerist í París á fyrri hluta 19. aldar. Margir þekkja söguna, við fylgjumst með baráttu Jean Valjean fyrir réttlæti og betra lífi. Það er gaman að fylgjast með leikstjóranum Selmu Björnsdóttur. Rödd hennar berst langt og hún þeysist um sviðið við að segja leik- urum til. Við ætlum að fara í stóru senurnar í dag, tilkynn- ir hún hárri raustu. „Við ætl- um að byrja á betlarakórn- um og fólkinu á götunni. Það verður bið og hangs og við skulum hafa góða skapið með í för.“ Það er áhugavert að fylgj- ast með æfingum. Sviðið er sett á snúning og sama sen- an æfð aftur og aftur. Selma gefur athugasemdir eftir hvert rennsli og smám sam- an verður til betur samsett og áhrifameiri sena. Hver leikari á réttum stað og rétt- um tíma. Öll smáatriði skipta máli. Leikstjórinn verður að hafa vakandi auga fyrir þeim öllum. Sorgleg og lærdómsrík saga Söngleikurinn var frum- fluttur í London árið 1985 og tveimur árum síðar sýndi Þjóðleikhúsið hann á Stóra sviðinu við góðar undir- tektir. Vesalingarnir hafa verið sýndir samfellt í London frá frumsýningu. Selma sá ekki uppfærslu Þjóðleikhússins árið 1987 en fór hins vegar til London árið 2008 sem henni þótti mikil hátíðarstund. Í minninu situr svo ræki- lega föst upplifun hennar af teiknimynd um Vesalingana sem hún sá í æsku. „Ég sá teiknimyndina þegar ég var lítil. Pabbi kom með hana og ég og systur mínar horfðum á hana og ég gleymi aldrei þeirri upplif- un. Ég var eyðilögð því sagan er svo sorgleg og lærdóms- rík. Ég gleymdi henni aldrei og þegar ég kem í þennan söngleikjaheim þá verð- ur þessi söngleikur strax í mestu uppáhaldi.“ Það eina sem breytist eru leikmynd og búningar Hún segist kjósa að vera sögunni trú. „Þó að þetta sé skáldsaga þá felur hún í sér sögulega atburði eins og stúdentauppreisnina og þessar hræringar sem fylgdu kröfu fólksins um betra líf. Mín skoðun er sú að það þurfi ekki að hnika því til sem er í raun fullkomið í sinni mynd. „Why fix it if it ain’t broken?“ segir Selma og brosir. „Vesalingarnir er tímalaus saga að því leyti að það er verið að taka á mál- efnum sem snerta okkur alltaf. Það er verið að taka á þjóðfélagsmeinum, misrétti, misskiptingu auðs, réttlæt- inu og óréttlætinu og mann- eskjunni inni í þessari vit- firrtu veröld.“ Eiga Vesalingarnir sér- staklega við nú þegar við höfum upplifað djúpa lægð í samfélaginu? „Já, því hún er áminning um að það eina sem breytist í heiminum eru leikmynd og búningar. Við erum alltaf að glíma við sömu vandamálin.“ kristjana@dv.is Það er leitað að sprengjum við Stjórnarráðið og blaðamaður þarf að fara krókaleið að Þjóðleikhúsinu þar sem æfingar á Vesaling- unum standa yfir. Það er ekki síður eldfimt andrúmsloftið á aðalsviði Þjóðleikhússins. Þar kippir sér enginn upp við að fyrir utan leikhúsið athafni sig sérsveit lögreglunnar og sprengjusveit Landhelgisgæslunnar. Tímalaust verk Það eina sem breytist í heiminum er leikmynd og búningar, segir Selma Björnsdóttir leikstjóri. Vinsæl í Þýskalandi Gerði Kristnýju fannst gaman að sjá þýska krakka eyða vasapeningunum sínum í bækur. Á sprengjusvæði M y n d E y Þ ó r Á r n a S o n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.