Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2012, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2012, Blaðsíða 11
Sigurður Sigurðsson: Bjarni Benediktsson sagði það hafa blasað við öllum í hvað stefndi snemma í febrúar 2008 þegar hann og nánustu ættingjar seldu hlutabréf sín í bönkunum. Blasti það líka við þér á þessum tíma?  Tryggvi: Eftir að millibankamarkaður fraus í byrjun árs 2008 fór ég að hafa miklar áhyggjur – en að ég hafi séð hrunið fyrir – af og frá. Fundarstjóri: Spurning sem barst í tölvupósti: Af hverju þarf stjórnmála- flokkur að vera með í sinni eigu stærðarhúsnæði? Stjórnmálaflokkar fá ríkisstyrki. Getið þið ekki farið betur með þessa peninga?  Tryggvi: Ég er þeirra skoðunar að framlög til stjórnmálaflokka eigi að vera frjáls og að ríkisstyrkir séu barn síns tíma. Inga Atladóttir: Margt í rannsóknar- skýrslunni bendir til að þú hafir verið einn helsti gerandinn í atburðarásinni í september og október 2008 – er ekki mikilvægt fyrir þig að atburðarásin þessa daga verði skýrð frekar?  Tryggvi: Nei, það er ekki rétt. Þar sem ég kem fyrir er ég þar sem vitni. Engar athuga- semdir eru gerðar við störf mín... Ég er þeirrar skoðunar að nokkuð góð mynd sé komin á atburðarásina. Aðalheiður Guðjónsdóttir: Fannst þér ekkert athugavert við að taka sæti á þingi strax eftir hrun, þegar þú varst efnahagsráðgjafi Geirs í aðdraganda hrunsins, og sitja svo sem fastast nú þegar hann er ákærður fyrir landsdómi?  Tryggvi: Nei, Aðalheiður, það finnst mér ekki. Ég er ekki grunaður um neitt misjafnt og tel ekki að störf mín fyrir hrun geri mig á neinn hátt vanhæfan til að sitja á Alþingi. Sigurður Sigurðsson: Hannes Hólmsteinn sagði um sjálfstæðismenn að þeir væru foringjahollir, hugsuðu ekki um pólitík og vildu bæta kjör sín og sinna, sbr. „græða á daginn og grilla á kvöldin“. Sammála þessari greiningu?  Tryggvi: Mér finnst þetta nú hálf frasakennt hjá Hannesi. Ég hef þá trú að við berjumst fyrir alla sbr. okkar gamla slagorð „Stétt með stétt". Haukur Herbertsson: Hvernig aðferð finnst þér heppilegust til þess að skattleggja stóreigna-einstaklinga? Hvor skatturinn er sanngjarnari, auðlegðarskattur eða fjármagnstekjuskattur?  Tryggvi: Ég tel að auðlegðarskattur sé mjög ósanngjarn skattur. Launaháa einstaklinga á að skattleggja með tekjuskattskerfinu og fjármagnstekjuskattskerfinu. Aðalheiður Guðjónsdóttir: Í hverju voru þá ráðleggingar þínar til Geirs fólgnar? Ertu að segja að engar ákvarðanir sem Geir er ákærður fyrir hafi byggt á þínum ráðleggingum eða skorti á ráðleggingum?  Tryggvi: Það sem stendur eftir af ákærunni á Geir snýst nær eingöngu um formsatriði, ekki beinar ákvarðanir. Ráðleggingarnar voru af margvíslegum toga. Aðalheiður Guðjónsdóttir: Mér þykir svar þitt loðið, getur þú tekið dæmi um þessa „margvíslegu toga“?  Tryggvi: Ein var að frysta gengislánaafborg- anir, önnur að fara aðra leið Glitnishelgina o.s.frv. Heiða Heiðars: Vissir þú að Mishkin væri búinn að lagfæra „innsláttarvilluna“ á skýrslunni ykkar?  Tryggvi: Ég sá þetta fyrst í Inside Job. En þetta voru einföld mistök sem engu máli skipta í stóra samhenginu. Fjármálakreppan varð ekki vegna innsláttarvillu. Sigurður Sigurðsson: F. Mishkin fékk jafnvirði 16,6 milljóna fyrir að skrifa umdeilda skýrslu sem sagt er að þú hafir í raun og veru skrifað. Sjálfur fékkst þú einungis brot af þeirri upphæð. Ekkert ósáttur við það?  Tryggvi: Mishkin fékk 6 milljónir og ég um 2 að mig minnir. Nei, ég var sáttur við þá upp- hæð á sínum tíma... Natan Kolbeinsson: Af hverju leggur Sjálfstæðisflokkurinn ekki fram á Alþingi efnahagstillögurnar sem þið senduð á alla landsmenn? Eruð þið kannski bara á fullu í að tala en ekki svo mikið í að gera hluti?  Tryggvi: Natan, við lögðum fram 40 bls. þingsályktunartillögu um leið og við sendum tillögurnar út til landsmanna. Tillagan er nú til umræðu í efnahags- og viðskiptanefnd. Pétur Jónsson: Ertu stoltur af skýrslu ykkar Mishkins? Hvaða gögn var helst stuðst við?  Tryggvi: Já, ég er það. Við höfðum hins vegar rangt fyrir okkur í nokkrum atriðum en það er varla ætlast til að við sjáum framtíðina fyrir óskeikulir. Gögnin sem við notuðum komu mest frá erlendum stofnunum og innlendum. Þetta er mjög vel rakið á vef Viðskiptaráðs. Halldór Egilson: Hver eru afdrif lána þeirra, sem þú fékkst til kaupa hlutafjár í Askar Capital, annars vegar 150 milljóna frá Askar Capital, hins vegar 150 milljóna frá Íslandsbanka heitnum?  Tryggvi: Ég fékk ekki þessi lán. Þetta er ein af mýtunum sem í gangi hafa verið. Ég gerði mjög vel grein fyrir þessu í bloggi á Eyjunni áður en ég bauð mig fram, bendi þér á þau skrif. Jenný Baldursdóttir: Hver er að þínu mati ábyrgur fyrir hruninu, ég reikna með að þú teljir Sjálfstæðisflokkinn ekki ábyrgan.  Tryggvi: Enginn einn einstakur, Jenný. Þetta var samspil margra hluta sem of langt mál er að telja upp. Ég gaf út bók um málið fyrir jólin og vísa í hana. Fundarstjóri: Þú munt þurfa að bera vitni fyrir landsdómi ef ákæran gegn Geir verður ekki afturkölluð. Hefur það áhrif á afstöðu þína til málsins?  Tryggvi: Nei, engin... Sigurður Einarsson: Hvað vilt þú gera í skuldavandamálum heimilanna?  Tryggvi: Ég tel að mikil mistök hafi verið gerð þegar bankarnir voru færðir kröfu- höfum. Eftir það lokaðist sú leið að skrifa niður skuldir flatt. Ég tel að það sé mikilvægt að aðilar á fjármálamarkaði flýti því að koma með endanlega lausn. Annars vísa ég í efnahagstillögur okkar sem ég tók þátt í að semja. Þórmar Jónsson: Telur þú að fólk sem stundaði fjármálabrask fyrir hrun og skuldaði gífurlegar upphæðir í bankakerfinu sé trúverðugt sem þingmenn þjóðarinnar?  Tryggvi: Ertu með einhver sérstakan í huga, Þórmar? Haukur Herbertsson: Eru þá skuldugum heimilum allar bjargir bannaðar?  Tryggvi: Nei, Haukur. Ég tel það heilaga skyldu stjórnmálamanna að auka ráð- stöfunartekjur fólks – með skattalækkunum og með því að koma hagvexti sem byggir á framleiðslu í gang. Þannig hækkar líka hús- næðisverð og lífskjör batna. Níels Ársælsson: Þú sagðir aðspurður á fundi á Akureyri í aðdraganda síðustu þingkosninga að þú vildir breytingar á kvótakerfinu. Spurt er: Hverjar eru þær breytingar sem þú vilt sjá?  Tryggvi: Sagði ég það, Níels? En í stuttu máli vil ég fara leið sáttanefndarinnar. Um hana virðist vera mikil samstaða sbr. að flest allir stjórnmálaflokkar og hagsmunaaðilar stóðu að henni. Halldór Egilson: Þú hefur látið þess getið að þú borgir með þér sem þingmaður, svo skammarlega lág séu laun fyrir einstakling í efri millistétt. Hvers vegna hættirðu ekki á þingi og ferð að gera eitthvað annað?  Tryggvi: Af því að ég er að gera þetta af hug- sjón – ekki vegna launanna. Fundarstjóri: Hvað finnst þér að þú ættir að hafa í laun sem þingmaður?  Tryggvi: Cirka 1 milljón. Sigurjón Hallgrímsson: Er kanadíski dollarinn raunhæfur möguleiki fyrir Ísland?  Tryggvi: Ég tel að sömu skilyrði þurfi að vera fyrir hendi til að hægt sé að vera með dollar og vera með krónu. Góð hagstjórn! Tryggvi Jónsson: 1 milljón í laun sem alþingismaður á meðan meðallaun á Íslandi eru í kringum 400 þúsund, ertu ekki að djóka, eða?  Tryggvi: Nei, nafni, ég er ekki að djóka. Níels Ársælsson: Sæll aftur. Ertu á móti því að handfæraveiðar verði gefnar frjálsar?  Tryggvi: Já. Sigurður Sigurðsson: Hvað viltu segja um 10 milljarða björgunarframlag ríkisins í bótasjóð Sjóvár? Var eðlilega staðið að fjárfestingum með því himinháa bótafé sem tapaðist? Komu Askar Capital að þessu undir þinni stjórn?  Tryggvi: Nei, Askar kom ekki að þessu á neinn hátt. Ég held að sagan hafi sýnt að ekki var rétt staðið að þessum fjárfestingum. Ásgrímur Harðarson: Viltu fá nýjan forseta Alþingis?  Tryggvi: Mér finnst hún hafa vaxið í starfi og ég styð hana. Teitur Atlason: Askar Capital = farið á hausinn. Ríkið undir Haarde = Hrunið. Hefur eitthvað sem þú hefur komið nálægt ekki hrunið?  Tryggvi: Háskóli Íslands. Atli Fanndal: Landsfundur Sjálfstæðis- flokksins var túlkaður misjafnt en var hann ekki birtingamynd þess að flokkurinn telji sig hafa gert upp hrunið og sé tilbúinn að leiða á ný?  Tryggvi: Jú, við erum tilbúin í að leiða á ný – eftir kosningar. Sigurjón Hallgrímsson: Fjöldi þingmanna hefur lengi verið gagnrýndur. Hversu marga þingmenn telur þú „nægja“ á þingi?  Tryggvi: Góð spurning, 25–35. Níels Ársælsson: Af hverju ertu á móti því að handfæraveiðar verði gefnar frjálsar? Svar óskast, það eru þúsundir sem bíða hér eftir rökum frá þér vegna þessa :-)  Tryggvi: Ég hef fært rök fyrir því margoft. Það er vegna þess að ég vil að auðlindaarðurinn tapist ekki í offjárfestingum og óhagkvæmni. Halldór Egilson: Þú hefur látið þig skattamál varða. Hví er flækjustig þrepaskipts tekjuskattskerfis einstaklinga of mikið fyrir rúmlega 300 þúsund manna þjóð þegar Bandaríkin hafa 6 stig, Þýskaland 3 og Lúxemborg 17?  Tryggvi: Ég er í hjarta mínu á móti þrepa- skiptu skattkerfi. Þessi lönd sem þú nefnir eru ekki fyrirmyndir mínar að góðu skattkerfi. Jenný Baldursdóttir: Kæri fundarstjóri, mér finnst það krjúsal að Tryggvi gefi upp afstöðu sýna varðandi byggingu leiguhúsnæðis, svona miðað við skelfilegt ástand á þeim markaði.  Tryggvi: Jenný, ég er þeirrar skoðunar að sem flestir eigi að eiga sitt eigið húsnæði. Hins vegar á að bjóða upp á leiguhúsnæði – af einkaaðilum. Haukur Herbertsson: Hverjar eru þínar tillögur til þess að stuðla að heilbrigðum leigumarkaði?  Tryggvi: Að skattaumhverfi verði nýtt á þann hátt að nægt framboð verði á húsnæði á hóflegu verði. Daníel Jónasson: Hvernig telur þú að Sjálfstæðisflokkurinn geti bætt ímynd sína meðal almennings nú þegar margir úr „hrunstjórninni“ sitja enn á þingi? Þarf ekki meiri endurnýjun hjá ykkur?  Tryggvi: Við þurfum allavega að vera fleiri, Daníel... Lee Maginnis: Hvað finnst þér um málefni námsmanna og LÍN? Eins og staðan er í dag er manni hálfpartinn refsað fyrir að vera í námi en ekki á atvinnuleysis- bótum. Hvernig getum við breytt kerfinu?  Tryggvi: Lee, ég er þeirrar skoðunar að það sé besta fjárfesting sem ríkið getur lagt í. Ég vil að fólki sé ekki refsað eins og þú kallar það fyrir að fara af bótum í nám. Jón Haukdal: Ertu andvígur því að Geir fái að sanna sakleysi sitt fyrir dómi?  Tryggvi: Þetta er viðhorf sem ekki á að sjást, Jón. Þú setur ekki fólk fyrir framan dómara til að sanna sakleysi sitt. Það verða að vera meiri líkur en minni á sakfellingu til að lagt sé í slíka ferð. Halldór Egilson: Þú áttir þó hlutafé í Askar Capital, ekki satt? Hversu stór var sá hlutur í krónum talið og var hann fjármagnaður af eigin fé þínu?  Tryggvi: Nei, ég átti ekki í félaginu. Ég vann þar í 1,5 ár en hefði þurft að vinna í 3 ár til að eignast hlutafé í félaginu. Ásgrímur Harðarson: Ætlar þú að bjóða þig aftur fram?  Tryggvi: Já, ég hyggst gera það. En enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Aðalsteinn Aðalsteinsson: Hver er afstaða þín til Reykjavíkurflugvallar, á hann að vera eða fara?  Tryggvi: Vera, tvímælalaust. Halldór Egilson: Hver er þín skoðun á máli Baldurs Guðlaugssonar? Ber Hæstarétti að sýkna hann? Æski þess að þú svarir málalengingalaust, hefur hingað til svarað í fleipri og fabúlasjónum.  Tryggvi: Mér er meinilla við að vera að tjá mig um dómsmál. Í þessu máli er ríkissaksóknari ákærandi. Í máli Geirs eru ég og 62 aðrir ákærendur. Þröstur Ólafsson: Finnst þér að það sé eiginhagsmunapólitík á Íslandi? Áttu heiðarlegt svar?  Tryggvi: Auðvitað er það þannig að þingmenn berjast fyrir mismunandi málum. En að þeir berjist fyrir eigin hag hef ég ekki orðið var við hjá neinum þingmanni. Pétur Jónsson: Ertu hlynntur verðtryggingu á húsnæðislán? Ert þú tilbúinn að flytja frumvarp um að festa vísitölu dagsins í dag? Þar með yrði „afskriftin“ í því formi að lánin myndu ekki hækka samkv. vísitölu?  Tryggvi: Nei, mér finnst að neytendalán eigi almennt ekki að vera verðtryggð. Nei, ég vil ekki festa vísitöluna. Hef enga trú á að það myndi gagnast. Fundarstjóri: Með hvaða flokki vildir þú mynda ríkisstjórn?  Tryggvi: Mér finnst Framsókn vera vænlegust núna. En það gæti breyst á morgun. Maður veit aldrei hvað getur gerst í pólitík. Davíð Lúðvíksson: Er það eðlilegt að þingmenn séu virkir í atvinnulífinu (sýsla með hlutabréf eða starfandi í öðrum fyrirtækjum) á meðan þeir sinna þingstörfum?  Tryggvi: Já, mér finnst í lagi að þingmenn taki þátt í atvinnulífinu. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að ráðherrar eigi ekki að gera það. Ólafur Ragnarsson: Sjálfstæðis- flokkurinn skapaði hér umhverfi fyrir fjármálaglæpi sem hefur rústað velferð þjóðarinnar, hvað hefur breyst í þeim flokki sem gerir hann stjórntækan á ný?  Tryggvi: Mér finnst þú gefa þér ranga for- sendu fyrir spurningu þinni, Ólafur, og get því ekki svarað henni. Torfi Símonarson: Finnst þér eðlilegt að þingmenn Samfylkingar sem sátu í ríkisstjórn þegar hrunið varð skuli stjórna landinu í dag? Þá á ég við til dæmis Jóhönnu og Össur – þetta fólk sem talaði niður „hrunstjórn- ina“?  Tryggvi: Hemmm. Já, mér finnst eðlilegt að ef þau hafa verið kosin í lýðræðislegum kosningum og fengið meirihluta þá sitji þau á þingi. Fundarstjóri: Þú vannst náið með Geir Haarde, ertu ekki bullandi vanhæfur til þess að vera einn af ákærendum í máli hans?  Tryggvi: Nei, þingmenn eru aldrei vanhæfir nema um eigin fjárhagsleg málefni. Þór Jóhannesson: Hefur þú látið athuga hvort þú sért ef til vill siðblindur, Tryggvi? Þá hjá hlutlausum aðila – ekki með aðkeyptu áliti frá Valhöll.  Tryggvi: Nei, ég hef ekki gert það Þór. Valhöll býður ekki upp á siðblindupróf. Aurelius Maximus: Fékkst þú, Tryggvi, kúlulán fyrir hrun og ef svo er, hvað varð um eftirstöðvar þess?  Tryggvi: Ég fékk ekki kúlulán hjá bönkunum. Ég vil ekki ræða persónuleg fjármál. En ég er hvergi í vanskilum. Baldur Guðmundsson: Ertu hlynntur persónukjöri? Af hverju / af hverju ekki?  Tryggvi: Ég er nokkuð sáttur við fyrirkomulagið eins og það er. En ef ég á að vera algjörlega heiðarlegur þá liggur þetta ekki á áhugasviði mínu. Jenný Baldursdóttir: Styður þú framboð Ólafs Ragnars til forseta í komandi forsetakosningum?  Tryggvi: Nei, man lengra aftur en sem nemur Icesave-samningum. Jóhann Jóhannesson: Ertu fylgjandi því að boðið verði upp á skattaafslátt til þeirra sem fjárfesta í innlendum hlutabréfum til að koma hlutabréfamarkaðnum betur af stað?  Tryggvi: Já, Jóhann, það er ég. En ég vil að löggjöf um fjármálamarkaði sé bætt áður. Freyr Gustavsson: Sæll, Tryggvi, með hvaða hætti telurðu best að ná niður verðbólgu og ná fram agaðri hagstjórn?  Tryggvi: Setja agareglur á stjórnmálamenn. Ég hef þegar lagt þingsályktun um það fram. Davíð Lúðvíksson: Finnst þér eðlilegt að aðilar sem sátu í nefndum tengdum fjármálafyrirtækjum hafi losað sig við „ónýt“ bréf rétt fyrir hrun?  Tryggvi: Nei, það finnst mér ekki. Fundarstjóri: Hvað finnst þér um gagnrýni Styrmis Gunnarssonar á forystu Sjálfstæðisflokksins?  Tryggvi: Mér finnst að Styrmir eigi að muna að hann er ekki fæddur í gær. Hann hefur haldið á valdataumum í þessu landi og tekið þátt í að skapa það samfélag sem hann nú kallar ógeðslegt. Hann ætti að líta í eigin barm áður en hann dæmir aðra. Það gengur ekki að reyna að skrifa sig frá sögunni á þennan hátt. Það sjá allir í gegnum það. Ólafur Ragnarsson: Þú varst efnahagsráðgjafi Geirs H. Haarde 2008, telur þú að það sé eftirspurn eftir frekari ráðgjöf af þinni hálfu til þjóðarinnar? Hafa ber í huga að þú varst ekki kosinn persónukjöri!  Tryggvi: Ja, ég hef nú haft það prinsipp að vera ekki í ráðgjöf innanlands frá því ég sett- ist á þing. En ég fæ annað slagið fyrirspurnir, þannig að einhver er eftirspurnin. Jóhann Jóhannesson: Hefur Sjálfstæðisflokkurinn lagt fram eða mun leggja fram frumvarp að þeim lagabreytingum sem þú telur nauðsynlegar til að hægt sé að endurvekja hlutabréfamarkaðinn á Íslandi?  Tryggvi: Nei, við höfum ekki gert það en höfum talað um að það þurfi að gera. Hjörleifur Guðmundsson: Ertu sáttur við þín störf sem þingmaður? Telur þú að þú hefðir eflaust geta gert betur á einhverju sviði? Ef svo er hvað telur þú að þú gætir hafa gert betur?  Tryggvi: Já, ég er nokkuð sáttur. Auðvitað tel ég verk mín ekki fullkomin en það sendur ekkert eitt upp úr sem ég hefði viljað gera betur. Ísak Jónsson: Vilt þú einkavæða heilbrigðiskerfið?  Tryggvi: Nei, en ég vil nota einka- framtakið þar sem það á við, Ísak. Baldur Guðmundsson: Ef þú mættir velja – hver finnst þér að ætti að verða næsti forseti Íslands?  Tryggvi: Æi, ég vil ekki vera að tjá mig um það. Finnst að stjórnmálamenn eigi að vera á hliðarlínunni í þeim efnum. Fundarstjóri: Myndir þú vilja sjá Davíð Oddsson fara aftur í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn? Hvers vegna? Hvers vegna ekki?  Tryggvi: Nei, held að hans hlutverki sé lokið sem stjórnmálaforingja. Sveinn Hansson: Hvenær vissir þú að allt væri að hrynja hér á landi?  Tryggvi: Daginn sem við settum neyðarlögin. Trúði fram að því að við næðum að koma í veg fyrir algjört hrun. Gunnlaugur Sigurðsson: Finnst þér eðlilegt að Alþingi sé með fingurna í landsdómsmálinu nú þegar það er komið þetta langt? Ef já, hvers vegna?  Tryggvi: Vegna þess að Alþingi er ákærand- inn í málinu og á að taka ábyrgð sem slíkur. Fréttir 11Miðvikudagur 1. febrúar 2012 Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera grunaður um neitt misjafnt. Hann myndi ekki kjósa Ólaf Ragnar sem forseta og segir að Háskóli Íslands sé dæmi sem afsannar að allt sem hann komi nálægt fari á hausinn. Tími Davíðs er liðinn Nafn: Tryggvi Þór Herbertsson. Aldur: 49 ára. Starf: Þingmaður Sjálfstæðis- flokksins. Menntun: Iðnrekstrarfræði- próf, doktorspróf í hagfræði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.