Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2012, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2012, Blaðsíða 6
6 Fréttir 1. febrúar 2012 Miðvikudagur Wernersbræður vilja frávísun n Þrotabú Milestone vill fá 190 milljónir frá Karli og Steingrími K arl og Steingrímur Werners- synir vilja að máli sem þrota- bú Milestone hefur höfðað á hendur þeim verði vísað frá dómi. Þeir vilja meina að málssókn- in eigi sér ekki lagalegar stoðir þar sem verið sé að tengja saman í eina málssókn mál sem reka þarf hvort í sínu lagi. Þrotabúið hefur höfðað mál gegn bræðrunum ásamt eign- arhaldsfélaginu Leiftra Ltd. og Aur- láka ehf. vegna viðskipta með Lyf og heilsu. Tilgangurinn með stefnunni er að ógilda framsal kröfu sem Milestone átti á hendur Aurláka, vegna við- skipta með Lyf og heilsu, til Leiftra. Krafan hljóðaði upp á um það bil 970 milljónir króna. Engin veð voru fyrir kröfunni og ætlar þrotabú Mile- stone að innheimta skuldina hjá þeim Karli og Steingrími en þeir voru eigendur og stjórnendur allra fyrirtækjanna sem notuð voru í flétt- unni. Bræðurnir vilja meina að fyrst þurfi að skera úr um hvort ógilda eigi framsal á kröfu Milestone á hendur Aurláka til Leiftra áður en hægt sé að innheimta kröfuna fyrir dómstólum. Á mánudag fór fram munnlegur málflutningur vegna frávísunarkröf- unnar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ekki hefur verið kveðinn upp úr- skurður vegna hennar en það verð- ur gert á næstunni. Málið er eitt fjöldamargra mála sem höfðuð hafa verið á hendur bræðrunum vegna hrunsins haustið 2008 en þá féll fyrirtæki þeirra, Mile- stone. Gjaldþrot Milestone, sem var fjárfestingarfélag þeirra Karls og Steingríms, er eitt af stærstu gjald- þrotum hrunsins en heildarfjárhæð lýstra krafna í þrotabúið nam 95 milljörðum króna. adalsteinn@dv.is Einn af fjórum Karli Wernerssyni er stefnt í málinu ásamt bróður sínum og tveimur eignar- haldsfélögum. Á ttræð kona var á gangi yfir göt- una að húsi sínu þegar veist var að henni. Hún var með veskið sitt í annarri hendi og pakka í hinni en vissi ekki fyrr en hún var slegin niður og lá í götunni. Þar sem hún lá í götunni heyrði hún ein- hverja tala saman og varð vör við að fólk væri að athafna sig hjá henni. Fólkið kom aftan að henni og virtist vera saman. Fimm til tíu þúsund krónur í veskinu Þannig lýsti konan reynslu sinni þeg- ar málið var tekið fyrir í dómi. Konan var beðin um að tilgreina það nánar hvernig hún féll í götuna og við nánari umhugsun sagðist hún hafa fallið þeg- ar brugðið var fyrir hana fæti. Kvaðst hún hafa rekið andlitið í götuna við fallið svo hún fékk blóðnasir. Þá sást á öðru hné á buxum hennar, hún fann til í hendi og skalf. Við læknisskoðun kom fram að konan var marin og bólg- in á annarri hendinni og með ótilfært brot á miðhandarbeini. Fólkið sem veittist að henni var par. Það hafði af henni veskið en í því voru fimm til tíu þúsund krónur, bankakort, lyklar, skilríki og ýmislegt dót. Parið var handtekið samdægurs og fært í fangageymslur. Daginn eftir gaf stúlkan lögregl- unni skýrslu og sagðist ekki muna allt sem gerðist vegna fráhvarfa af fíkni- efnaneyslu. Maðurinn sem var með henni að verki var einnig yfirheyrður daginn eftir atvikið. Sagði hann að þau tvö hefðu verið í fráhvörfum eftir fíkni- efnaneyslu þegar þetta gerðist. Þau hefðu séð roskna konu á gangi, geng- ið að henni og stúlkan hrifsað af henni töskuna. Þau hefðu síðan forðað sér á brott og tekið peninga úr töskunni en annað ekki. Töskunni hefðu þau fleygt í húsagarð en peningana hefðu þau notað til þess að kaupa fíkniefni. 18 ára í fangelsi Stúlkan, sem er aðeins átján ára og ein af þeim sem lögreglan hefur auglýst eftir í blöðunum á síðustu árum, fékk á dögunum átján mánaða fangelsis- dóm fyrir ránið á gömlu konunni og fleira en hún var sakfelld fyrir tíu brot. Þóttu ránsbrotin ófyrirleitin, ekki síst vegna þess að þau beindust að roskn- um konum sem gátu lítið viðnám veitt og var að auki hætt við meiðslum. Aðspurð um þetta tilvik sem önn- ur sagði stúlkan að þau hefðu ekki sérstaklega verið að leita að roskn- um konum til að ræna. Hún hefði gert þetta þegar tækifærið gafst þar sem þetta væri auðveld leið til að afla sér fjár. Í dómsorði var meðal annars tek- ið fram að stúlkunni hefði ekki ver- ið refsað áður, hún hefði játað brotin skýlaust og að ránsfengurinn hefði ýmist verið lítill eða enginn. Hún hefði greint frá því að hún hefði lagst inn á geðdeild eftir þessa ránshrinu og haldið sig frá fíkniefnum síðan, meðal annars með því að sækja reglu- lega fundi hjá AA-samtökunum. Féll og fór aftur í afbrot Þrítugur kærasti stúlkunnar var ákærður með stúlkunni en honum var meðal annars gefið að sök að hafa fyrirskipað ránsbrotin og deilt ágóð- anum með stúlkunni. Hann neitaði því hins vegar og sagðist hafa tekið svo til orða hjá lögreglu vegna þess að hann hefði notið góðs af brotinu og ekki gert greinarmun á sér og stúlk- unni, sem naut á sama hátt góðs af brotum hans. Hann hefði því ekki gert greinarmun á „okkur, mér eða henni“, á þessum tíma. Þau hefðu verið eitt í öllum hlutum. Í flestum tilfellum var hann sýknaður af þeim sökum. Maðurinn komst fyrst í kast við lögin sextán ára og á árunum 1997– 2007 fékk hann tólf dóma. Meðal ann- ars tvo fyrir rán, þrjá fyrir líkamsárás og sex fyrir auðgunarbrot. Að þessu sinni var hann sakfelldur fyrir ráns- brot og mörg önnur auðgunarbrot, auk annars. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 27. október þar sem hann sagð- ist sækja AA-fundi og vikulega fundi með vímuefnaráðgjafa. Ætlaði hann að reyna að halda sig frá óreglu líkt og honum tókst að gera í tvö og hálft ár áður en hann féll og lagðist aftur í afbrot. Kvaðst hann iðrast brotanna mjög. Maðurinn var dæmdur í átján mánaða fangelsisvist og sviptur öku- réttindum í þrjú ár. ÁtjÁn Ára og Á leið í fangelsi n Fékk átján mánaða dóm fyrir ófyrirleitin ránsbrot á rosknum konum Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Reykjavík - Reykjanesbæ Akureyri - Húsavík Vestmannaeyjum Bað og sturta! NAPOLI hitastýrt sturtusett 28.900,- SAFIR sturtusett 2.595,- 12.900,- NAPOLI hitastýrð blöndunar tæki fyrir sturtu NAPOLI hitastýrð blöndunartæki fyrir baðkar 14.900,- einnig fáanlegt með áföstu sturtusetti Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is Réðst á rosknar konur Og rændi af þeim handtöskunum. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Þurftu að fjármagna neysluna Maðurinn sagði að parið hefði verið í fráhvörfum og þurft peninga fyrir fíkniefnum. SviðSEtt Mynd Þórhallur vill verða biskup Þórhallur Heimisson, sóknar- prestur í Hafnarfjarðarkirkju, sækist eftir embætti biskups Ís- lands. Í tilkynningu frá Þórhalli kemur fram að hann ætli að kynna heimasíðu framboðsins í vikunni. Þórhallur segist taka þessa ákvörðun að vel ígrunduðu máli og eftir ítarlegt samtal við kjör- menn, bæði leika og lærða. „Vil ég nota tækifærið og þakka öllum sem hafa hvatt mig bæði leynt og ljóst til að taka þessa ákvörðun.“ Fimm aðrir hafa einnig lýst yfir framboði til embættis bisk- ups Íslands en þau eru Sigríður Guðmarsdóttir, sóknarprestur í Grafarholti, Agnes M. Sigurðar- dóttir, sóknarprestur í Bolungar- vík, Þórir Jökull Þorsteinsson prestur, Sigurður Árni Þórðarson, prestur í Neskirkju, og Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti. Barn á fjórhjóli með engan hjálm Lögreglumenn á Akranesi höfðu afskipti af númeralausu fjórhjóli í umferðinni á dögunum sem öku- maðurinn ók um götur bæjarins með barn aftan á. Til að gera illt verra var barnið hjálmlaust. Barninu var komið til foreldra þess sem voru skammt frá en ökumaður fjórhjólsins má búast við sekt fyrir glæfraskapinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lög- reglu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.