Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2012, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2012, Síða 7
n Jens Kjartansson var á skíðum í Austurríki samkvæmt heimildum DV Í skíðaferð í veikindaleyfi Fréttir 7Miðvikudagur 15. febrúar 2012 n Karlmaður á áttræðisaldri varð fyrir hrottalegri árás á Þórshöfn „Lýsandi fyrir baneitrað kerfi“ n Verðtryggð lán heimila hafa hækkað um 23 milljarða vegna skattahækkana É g bjóst nokkurn veginn við þessari tölu. Þessar tölur eru lýsandi fyrir þetta baneitraða kerfi,“ segir Margrét Tryggva- dóttir, þingmaður Hreyfingarinnar. Margrét sendi skriflega fyrirspurn á efnahags- og viðskiptaráðherra þann 18. janúar síðastliðinn. Þar spurði hún hversu mikið verð- tryggð lán íslenskra heimila og fyrirtækja hefðu hækkað síðan 1. febrúar 2009 vegna skattahækk- ana og annarra aukinna álagna af hálfu ríkisins sem hafa áhrif á vísi- tölu neysluverðs. Vildi Margrét fá tölurnar sundurliðaðar í krónum annars vegar og prósentum hins vegar. Í svari efnahags- og viðskipta- ráðherra, sem barst á mánudag, kemur fram að áhrif skattahækk- ana og gjaldbreytinga á vísitölu neysluverðs séu um 1,63 prósent frá febrúar 2009 til 1. janúar 2009. Hafa verðtryggð lán íslenskra heimila og fyrirtækja hækkað sem því nemur. Í svarinu er vísað í upp- lýsingar frá Seðlabanka Íslands þar sem fram kemur að verðtryggð út- lán fjármálafyrirtækja til heimila, þar á meðal opinberra fjármálafyr- irtækja eins og Íbúðalánasjóðs og Lánasjóðs íslenskra námsmanna hafi numið 1.409,6 milljörðum í árslok 2011. Áhrif skattahækkana og gjaldbreytinga ríkisins vega því til hækkunar nærfellt 23 millj- örðum á tímabilinu. Varðandi fyr- irtæki er áætlað að verðtryggð lán þeirra og eignarhaldsfélaga í bankakerfinu hafi numið um 282,2 milljörðum króna í árslok 2011. Nemur hækkunin því 4,6 milljörð- um á tímabilinu. Hafa ber í huga að vörugjöld eru ekki meðtalin þar sem Hagstofan greinir þau ekki með beinum hætti í vísitölunni. Í samtali við DV segir Margrét að upplýsingarnar sýni hversu hættuleg verðtryggingin er. „Ég held að flestir viðurkenni það að á svona tímum þarf ríkið að afla tekna. En það er ekki hægt að láta fólk borga sama skattinn oft og það er það sem er verið að gera þegar hann bætist ofan á lánin hjá okk- ur.“ Hækkað mikið Verðtryggð lán heimila og fyrirtækja hafa hækkað samtals um tæpa 28 milljarða vegna skattahækkana og aukinna álagna ríkisins frá 2009. J ens Kjartansson lýtalæknir fór í skíðaferð til Austurríkis á dögun- um, samkvæmt heimildum DV. Jens er þessa dagana í launuðu veikindaleyfi frá störfum sínum sem yfirlæknir á lýtalækningadeild Landspítalans og einkarekstrinum á Domus Medica. Heimildirnar herma að kurr sé meðal starfsfólks spítalans vegna utanlandsferðar yfirlæknisins á sama tíma og PIP-brjóstapúðamálið svokallaða hefur verið í hámæli. Það þyki taktlaust og óviðeigandi. Jens óskaði sjálfur eftir fjögurra mánaða veikindaleyfi frá störfum sín- um vegna augnsjúkdóms sem ágerist við álag. Tugir kvenna í mál Jens notaði PIP-púðana einn lýta- lækna hér á landi og kom þeim fyrir í brjóstum rúmlega fjögur hundruð kvenna. Púðarnir innihalda iðnaðar- silíkon og konunum hefur verið boð- ið upp á að láta fjarlægja þá á kostnað ríkisins á næstu mánuðum. Tæplega fimmtíu konur hyggjast þó sækja rétt sinn gagnvart Jens, sem og eiginkonu hans sem var innflutningsaðili púð- anna. Þá hefur einnig komið fram að grunur leiki á að rekstur á einkastofu Jens hafi ekki samræmst skattalögum. Mikið hefur því mætt á lýtalækninum síðustu mánuðina. Ekki eftirlit með veikindaleyfum Björn Zoëga, forstjóri Landspítala Háskólasjúkrahúss, segir í raun eng- ar ákveðnar kröfur gerðar um það hvað starfsmenn geri eða geri ekki þegar þeir eru í veikindaleyfi. Þar af leiðandi sé ekki haft eftirlit með því. „Nei, íslenska kerfið er þannig að þú skilar inn vottorði frá þínum lækni og þú getur verið veikur á mismunandi hátt. En það eru ekki gerðar nein- ar kröfur aðrar en þær að ef það eru einhverjar spurningar eða vafamál sem vakna um veikindin þá höfum við trúnaðarlækni sem getur haft samband við lækni starfsmannsins og farið í gegnum veikindin, hverjar horfurnar eru og ýmislegt annað.“ Björn bendir þó á að lögum sam- kvæmt sé starfsmönnum ekki heimilt að vinna önnur störf meðan á leyfinu stendur. Spyr Jens ekki út í ferðina Björn segist hafa heyrt sögusagnir af því innan spítalans að Jens hafi farið í skíðaferð. Hann vill þó ekki tjá sig um sögusagnirnar og bendir á að Jens og hans læknir verði að svara fyrir það mál. „Ef hann hefur farið í þessa ferð þá reiknum við með því að það hafi verið gert með samþykki hans með- höndlandi læknis. Ef það verður ein- hver vafi á því þá mun auðvitað trún- aðarlæknir okkar fara í málið.“ Björn segist sjálfur ekki hafa spurt Jens út í utanlandsferðina og hann ætli sér ekki að gera það. Hann bend- ir á að ákveðið trúnaðarsamband ríki á milli starfsmanns og vinnuveitanda og sá síðarnefndi verði að treysta því að viðkomandi sé að vinna í sínum málum. Erfitt að segja til um bata Aðspurður hvort Jens muni, að öllu óbreyttu, koma aftur til starfa sem yf- irlæknir á lýtalækningadeildinni að veikindaleyfi loknu, segir hann erfitt að segja til um það á þessari stundu. Það velti á því hvernig bati hans verð- ur. „Eins og er er hann í þessu leyfi og svo verður það bara skoðað þegar honum batnar eða þegar hann kem- ur til baka úr sínu veikindaleyfi,“ segir Björn að lokum. Ekki náðist í Jens Kjartansson við vinnslu fréttarinnar. „Ef hann hefur farið í þessa ferð þá reiknum við með því að það hafi verið gert með samþykki hans með- höndlandi læknis. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is Ekkert eftirlit Forstjóri Landspítalans segir ákveðið trúnaðarsamband ríkja á milli starfsmanns og vinnuveitanda. Á skíðum Samkvæmt heim- ildum DV fór Jens Kjartansson í skíðaferð til Austurríkis á dögunum. Hann er í launuðu veikindaleyfi frá Landspítal- anum. Morgunblaðið/ÞÖK Takast á um milljarða Róbert Wessmann fjárfestir krefur tvö dótturfélög Novator um greiðslu 30 milljóna evra, sem samsvara 4,8 milljörðum króna, sem Róbert telur sig eiga inni hjá félögunum sem tóku yfir samheitalyfjafyrirtækið Actavis árið 2007. Novator er í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar fjár- festis. Munnlegur málflutningur í skuldamáli sem Róbert höfðaði til að fá greiðsluna innta af hendi, fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag og þriðjudag. Róbert telur sig eiga upphæðina inni og vísar meðal annars í fjárfest- ingarsamning sem hann gerði þegar hann keypti ríflega 12 prósenta hlut í Actavis. Í samningnum er kveðið á um að hann greiddi 25 milljónir evra í reiðufé og 10 milljónir evra af árangurstengdum þóknunum sem hann taldi sig eiga inni hjá félögun- um. Þá telur hann að í samningn- um sé kveðið á um að honum séu tryggðar þessar greiðslur. Lögmaður dótturfélaganna tveggja, Novator Phara Holdings og Novator Pharma S.a.rl, segir hins vegar að ekki séu forsendur til þess að greiða Róberti þessa háu þóknun, meðal annars vegna þess að Róbert hafi ekki unnið sem fram- kvæmdastjóri í tvö ár eftir undir- ritun samningsins, eins og kveðið var á um í honum og að hann hafi ekki náð að hámarka virði fyrirtæk- isins, heldur þveröfugt. Fyrirtækið hafi lent í greiðslustöðvun og fjár- festarnir hafi á einu ári nánast tapað allri fjárfestingu sinni. Forsendur fyrir árangurstengdu greiðslunni hafi því með verið brostnar. Eftir að rekstur Actavis fór út um þúfur og áætlanir náðust ekki, gekk Deutsche Bank að veðum sínum í Actavis og tók félagið yfir. Ólíklegt verður því að teljast að Róbert fái þessa greiðslu innta af hendi, þar sem félögin eru bæði eignalaus. Verðlaunaður fyrir áhættureikni Vilhjálmur Steingrímsson lækna- nemi fékk á þriðjudag afhent ný- sköpunarverðlaun forseta Íslands fyrir áhættureikni sem nýta má til útreikninga á áhættu í tengslum við hjarta- og kransæðasjúkdóma hjá öldruðum. Það var Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sem afhenti verðlaunin á Bessa- stöðum. Markmið verðlaunanna er að heiðra námsmenn sem unnið hafa framúrskarandi starf við úr- lausn verkefna sem styrkt eru af Nýsköpunarsjóði námsmanna. Sex verkefni voru tilnefnd en auk verkefnis Vilhjálms mátti sjá verk- efni um aukna nýtni í íslenskri grænmetisrækt, rannsókn á eyði- býlum og þróun aðgerða við mat og viðgerðir á landi eftir skemmdir vegna aksturs utan vega.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.