Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2012, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2012, Blaðsíða 20
Wenger vill hugrekki í Mílanó n Meistaradeildin aftur af stað S extán liða úrslit Meistara- deildarinnar halda áfram í kvöld, miðvikudag, en þá er komið að fyrra enska liðinu að spreyta sig, Arsenal. Miðað við drátt flestra stórliðanna verður seint sagt að Arsenal hafi dottið í lukku- pottinn en það mætir AC Mil- an. Milan er ríkjandi meistari á Ítalíu og er í toppbaráttunni í ár. Arsenal á ágætis minning- ar frá viðureign sinni við Milan fyrir fjórum árum en það varð þá fyrsta enska liðið til að vinna Mílanó-liðið á útivelli er Fabre- gas og Adebayor tryggðu Lund- únaliðinu 2–0 sigur. Wenger vill að sínir menn sýni hugrekki í Mílanó í kvöld og reyni að skora mark. „Það verður alltaf að reyna að skora þegar maður spilar fyrri leik- inn úti því það hjálpar svo mik- ið til fyrir seinni leikinn. Við munum að sjálfsögðu reyna að skora – það gerum við allt- af. Kerfið okkar leyfir okkur að vera svolítið hugrakkir í útileikj- um,“ segir Wenger á heimasíðu Arsenal. Arsenal hefur nokkrum sinnum undir stjórn Wengers dottið út úr Meistaradeildinni á dramatískan máta en lið- inu hefur gjarnan gengið vel með stórliðin og á erfiðum úti- völlum. „Við höfum nokkrum sinnum staðið okkur virkilega vel á útivelli í Meistaradeild- inni í gegnum árin og við erum stoltir af þeirri frammistöðu. Við unnum í Madríd árið 2006, við unnum Inter, 5–1, árið 2003 og svo Milan árið 2008. Svona frammistaða gefur okkur sjálfstraust og við vitum vel að hægt er að endurtaka leikinn,“ segir Wenger. 20 Sport 15. febrúar 2012 Miðvikudagur Senna tók tvenn verðlaun Heimildamyndin Senna sem fjallar um lífshlaup Formúlu- ökuþórsins Ayrton Senna vann til tvennra BAFTA-verðlauna um síðastliðna helgi. Myndin var bæði kosin besta heim- ildamyndin og fékk verðlaun fyrir bestu klippinguna. Brasil- íumaðurinn Senna er einhver allra hæfileikaríkasti ökuþór í sögu Formúlu 1 en hann lést í keppni í San Marino árið 1994. Hann hafði þegar þar var komið sögu unnið þrjá heims- meistaratitla. Vill skora Wenger vill að sínir menn reyni að skora á San Siro. Mynd ReuteRs Margir á listanum Enska úrvalsdeildarfélag- ið Úlfarnir sem rak Mick McCarthy úr stjórastöð- unni á mánudaginn er með hátt í tíu manna lista yfir mögulega arftaka hans sam- kvæmt breskum blöðum. Á þeim lista má finna nöfn eins og Neil Warnock, Alan Curbishley og Steve Bruce. Warnock var sjálfur rekinn frá QPR fyrr á tímabilinu og Bruce var látinn fjúka frá Sunderland. Curbishley hefur aftur á móti ekki þjálf- að síðan hann stýrði West Ham frá 2006–2008. Mick McCarthy er sjálfur orðað- ur við stöðuna hjá Leeds en hún er laus eftir að Ken Ba- tes, stjórnarformaður liðsins, rak Simon Grayson. Svekktur en kátur Japanska ungstirnið Ryo Miyaichi sem er á láni hjá Bolton frá Arsenal sagði blendnar tilfinningar hafa fylgt því að spila sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni um helgina þegar Bolton tapaði gegn Wigan í miklum fallslag. Miyaichi átti fínt skot sem Al Habsi varði í marki Wigan og þótti standa sig ágætlega. „Það var gaman að spila leikinn en við töpuðum þannig ég get ekkert verið í skýjunum. Þjálfarinn sagði mér að fara út á völl og spila minn leik sem ég reyndi að gera. Vonandi læri ég mikið af því að vera hérna,“ segir Ryo Miyaichi. P ortúgalinn Andre Vil- las-Boas, stjóri Chel- sea, er ekki vinsæl- asti maðurinn hjá leikmönnum sínum eftir að hafa kallað þá til æf- ingu á sunnudaginn var eftir tap gegn Everton, 2–0, daginn áður. Sunnudagurinn átti að vera frídagur hjá liðinu en eft- ir að hafa misst niður unnin leik gegn Manchester United í jafntefli, 3–3, og svo tapað gegn Everton vildi Villas-Boas lesa yfir hausamótunum á sínum mönnum. Samkvæmt breska blaðinu The Guardi- an lét Portúgalinn stjörnum prýdda hersveit sína heyra það. Hann fór yfir öll grund- vallarmistök sem liðið er að gera úti um allan völl, sér í lagi í varnarleiknum. Það sem Villas-Boas bjóst kannski ekki við var að á móti fékk hann að heyra frá leikmönnum sínum nákvæmlega það sem þeim finnst um hann og hans að- ferðir. undir pressu Villas-Boas trúir því að hann hafi allan stuðning eigand- ans, Romans Abramovich, sem var einnig staddur á æf- ingasvæðinu á sunnudaginn. Reyndar hefur Abramovich verið meira og minna fastur gestur á æfingasvæðinu síð- ustu daga en hann hefur ver- ið að taka út allt skipulagið í kringum liðið. Hefur hann meira að segja staðið við hlið Villas-Boas á meðan hann stýrir æfingum, klæddur í þjálfaraúlpu. Pressan er mikil á Portú- galanum unga sem er í raun fyrir löngu búinn að missa af Englandsmeistaratitlinum. Liðið er nú sautján stigum frá toppliði Manchester City og í harðri baráttu við Arsenal, Newcastle og Liverpool um síðasta Meistaradeildarsætið. Hann á möguleika á tveim- ur bikurum, enska bikarnum og Meistaradeildinni, og þarf hann líklega að vinna að minnsta kosti annan hvorn ætli hann að halda starfinu. Ekki má gleyma að Carlo Ancelotti var rekinn eftir eitt titlalaust tímabil en árið áður hafði hann unnið tvennuna á Englandi á sínu fyrsta tíma- bili hjá félaginu. Brottrekstur Ancelotti var ekki vinsæll hjá leikmönnum liðsins. Furða sig á aðferðum þjálfarans Þegar Villas-Boas var ráðinn átti hann að fá þrjú ár til að endurskipuleggja Chelsea- liðið þar sem margir leikmenn eru komnir á síðasta söludag. Hans verk var að safna ung- um leikmönnum til liðsins en á sama tíma halda þeim gömlu góðum á meðan þeim væri hægt og bítandi bolað frá liðinu. Þrátt fyrir allt þetta átti liðið að halda áfram að vinna titla. Þetta hefur engan veginn tekist hjá Villas-Boas því hann er virkilega óvinsæll á með- al eldri manna liðsins sam- kvæmt breskum blöðum. Hvernig hann hefur með- höndlað ýmsa leikmenn hef- ur farið í taugarnar á reynslu- boltunum. Hann skipaði Nicolas Anelka og Alex að æfa með varaliðinu sem varð til þess að báðir yfirgáfu Chelsea í janúar. Þá hefur hann átt í útistöðum við Frank Lampard og meira að segja Gary Ca- hill, miðvörðurinn sem kom frá Bolton í janúar, furðar sig á meðferðinni sem hann fær. Cahill hefur aðeins spilað einn leik á fimm vikum fyrir félagið þrátt fyrir að varnar- leikur þess hafi verið slakur. Það er eins gott fyrir Vil- las-Boas að leggja Napoli að velli í Meistaradeildinni því annars verður sæti hans orðið ansi heitt. Svo heitt líklega að honum verður ekki stætt á að sitja á því lengur. Það fær eng- inn þrjú ár hjá Chelsea. Þar á að vinna titla. Alltaf. Villas-Boas að missa tökin n Kallaði leikmenn inn á frídegi n Fékk að heyra það sem þeim finnst um hann Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is Fótbolti Gæti farið Villas-Boas er ekki öruggur með starf sitt. Mynd ReuteRs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.