Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2012, Qupperneq 23
B
reska óskarsverð-
launaleikkonan Kate
Winslet hefur látið sig
málefni einhverfra
miklu varða og brátt
kemur út bók hennar: The
Golden Hat: Talking back to
Autism. Bókina gefur Kate út
til þess að afla fjár fyrir Gullna
hattinn, góðgerðasamtök sem
Winslet stofnaði til stuðn-
ings einhverfum börnum.
Samtökin eru sem kunnugt
er nefnd eftir ljóði Kela, ein-
hverfa drengsins úr íslensku
heimildarmyndinni Sólskins-
drengnum, og stofnuð í sam-
starfi við Margréti Dagmar
Ericsdóttur, móður Kela.
Þeim er ætlað að styðja við
og styrkja einhverf börn og
foreldra þeirra. Í bókinni er
sögð sagan af kynnum Kate og
Kela og hvernig hún ákvað að
leggja baráttunni lið.
Í bókinni eru viðtöl og
myndir við frægðarfólk og
auðvitað Kela. Hvert þeirra
segir eitthvað sem þeim finnst
markvert og skemmtilegt.
George Clooney segir: „Mér
þykir leitt þetta með Batman
og Robin.“ Reese Witherspoon
segir: „Elskið hvert annað.“
Keli segir: „Ég er raunveru-
legur.“ Kate vill að bókin nái
til allra þeirra sem koma að
kennslu barna í Bandaríkj-
unum.
Kate hefur verið ötul í
góðgerðastarfi sínu fyrir
Gullna hattinn. Nú kemur út
bók hennar en síðasta vetur
sneru hún og snyrtivörufram-
leiðandinn Lancome bökum
saman og sett á markað nýja
snyrtivörulínu.
Winslet var andlit Lan-
come-snyrtivörurisans og það
var hún sem átti hugmyndina
að nýju línunni. Það virðist
vera að hún leggi sig alla fram
við að sem flestir skilji og taki
mið af heimi einhverfra. „Ég
fann til sársauka þegar ég hitti
Kela. Hann stafaði af hreinni
samkennd. Ég vil að allir viti
að það er hægt að byggja brú
yfir til barna eins og Kela,“
sagði Kate í viðtali nýverið um
bók sína.
Meira verður fjallað um
málefni Kate og Kela í helgar-
blaði DV.
kristjana@dv.is
Fólk 23Miðvikudagur 15. febrúar 2012
„Ég er raunverulegur“
n Kate Winslet og sólskinsdrengurinn Keli heilla Bandaríkjamenn
Smáauglýsingar
smaar@dv.is
sími 512 7004
Opið virka daga kl. 10.00–18.00 og laugardaga kl. 11.30–15.00
BÍLALIND.is - Funahöfða 1 - 110 Reykjavík - S: 580-8900
M.BENZ E 200 KOMPRESSOR
árg. 2007, ekinn 92 Þ.km, sjálfskiptur,
leður, sóllúga ofl. Verð 3.680.000.
Raðnr. 284065 á www.bilalind.is -
Bíllinn er í salnum!
FORD EXPLORER SPORT TRAC 4X4
09/2007, ekinn 68 Þ.km, sjálfskiptur,
ný heilsársdekk, fallegt eintak. Verð
3.280.000. Raðnr.321029 - Jeppinn er
á staðnum!
SUBARU FORESTER
06/2007, ekinn aðeins 36 Þ.km, sjálf-
skiptur, dráttarkúla. Verð 2.590.000.
Raðnr.284057 á www.bilalind.is -
Bíllinn er á staðnum!
JEEP GRAND CHEROKEE
NEW STYLE Árgerð 2011, ekinn 4 Þ.KM,
3,6L (nýja vélin) sjálfskiptur, leður,
panorama ofl. ofl. Verð 10.490.000.
Raðnr.117475 á www.hofdahollin.is -
Jeppinn er í glæsilega salnum okkar!
TOYOTA LAND CRUISER 90 VX
50TH ANEVERSERY 8 manna. 07/2001,
ekinn 239 Þ.km, dísel, 5 gírar. Verð
2.960.000. Raðnr.118248 - Jeppinn er í
glæsilegum salnum!
MMC PAJERO INT
TURBO diesel/stuttur. Árgerð 1998, ek-
inn 196 Þ.km, dísel, 5 gírar. Verð 590.000.
Raðnr. 270743 á www.hofdahollin.is -
Jeppinn er á risastóru planinu!
FORD EXCURSION LTD
4WD 35“ breyttur Árgerð 2003, ekinn
185 Þ.km, dísel, sjálfskiptur, leður,
einn eigandi frá 2004. Verð 3.890.000.
Raðnr.134935 á www.hofdahollin.is -
Jeppinn er á risastóra planinu okkar!
TOYOTA COROLLA W/G SOL
06/2005, ekinn 95 Þ.km, sjálfskiptur.
Verð 1.540.000. Raðnr.135507 - Bíllinn
er á risastóru planinu!
LAND ROVER DISCOVERY BASE
38“ Árgerð 1998, ekinn 255 Þ.KM, dí-
sel, 5 gíra, 38 breyttur. Verð 1.390.000.
Raðnr. 270583 á www.hofdahollin.is
- jeppinn er á risastóru planinu!
M.BENZ C 55 AMG
Árgerð 2005, ekinn 77 Þ.km, 363
hestöfl, sjálfskiptur, leður, lúga ofl.
Verð 4.890.000. Raðnr.321747 - Kagg-
inn er í salnum!
KIA SPORTAGE KM
diesel. 10/2006, ekinn aðeins 65
Þ.km, dísel, 6 gíra. Verð 2.140.000.
Raðnr.281500 - Jeppinn er á staðnum!
FORD MUSTANG SALEEN S281
500 hö. Árgerð 2006, ekinn 22 Þ.km,
6 gíra, leður, 20“ krómfelgur ofl. Verð
6.990.000. Raðnr.320341 á www.
bilalind.is - Kagginn er í salnum!
www.bioparadis.is
hverfisgötu 54 / 101 reykjavík
FARÐU
AFTUR
Í BÍÓ
Í FYRSTA
SINN
Tangabryggja 14-16, 110 Rvk.
S. 567 4840 www.hofdahollin.is
RÝMINGARSALA!
Tangabryggja 14-16, 110 Rvk.
S. 567 4840 www.hofdahollin.is
RÝMINGARSALA!
Íbúð óskast
Íbúð óskast fyrir háskólanema, helst á
105 svæðinu eða nálægt. Vinsamlegast
hafið samband í 6617338 eða 7760179 .
Harmonikka til sölu
Antik harmonikka til sölu 120 bassa
ítölsk 3.kóra. Nú yfirfarin Upplýsingar í
síma 5670437 eða 8671837
Tek að mér
Hreinsa þakrennur og tek að mér ýmiss
smærri verkefni. Upplýsingar í síma 847-
8704 eða á manninn@hotmail.com
Vissi ekki að hún
væri andlit EasyJet
É
g var alveg búin að
steingleyma þessum
myndum svo það kom
mér mikið á óvart þegar
ég fékk skilaboð frá
góðri vinkonu í London, þar
sem hún spurði mig hvort ég
hefði verið í myndatöku fyrir
auglýsingaherferð, ef ekki þá
hefði hún fundið tvífara minn,“
segir Erna Hrund Hermanns-
dóttir sem komst að því fyrir
tilviljun að hún væri í auglýs-
ingaherferð fyrir flugfélagið
EasyJet. Erna kom af fjöllum
þegar vinkonan hafði sam-
band enda kannaðist hún ekki
við að hafa setið fyrir í auglýs-
ingu fyrir flugfélagið.
„Þegar ég kannaðist svo
ekkert við það fór hún strax
og tók mynd af auglýsingunni
og viti menn, þetta var ég að
auglýsa flug fyrir Easyjet til Ís-
lands,“ segir Erna en EasyJet
er byrjað að selja flug til Ís-
lands og myndirnar af Ernu
eru partur af auglýsingaher-
ferð henni tengdri. Þegar Erna
sá myndirnar þekkti hún þær
frá myndatöku sem hún fór í
árið 2007.
„Þetta er mynd sem er tekin
sumarið 2007 í myndatöku fyr-
ir myndabanka. Ég komst að
því fyrir stuttu að þessi mynda-
banki hefði verið Getty,“ segir
Erna en Getty er einn stærsti
myndabanki í heimi. Ernu
grunaði ekki að myndirnar
yrðu notaðar í auglýsingaher-
ferð fyrir flugfélag. „Ég vissi að
þessar myndir hefðu líklegast
endað í myndabankanum en
ég vissi ekki hvaða myndir eða
hversu margar. Ég átti ekki von
á því að fimm árum seinna
myndi ein myndin dúkka upp
í auglýsingu fyrir svona frekar
stórt fyrirtæki.“
Erna segir það vera dálítið
undarlegt að auglýsa fyrirtæki
án þess að vita af því. „Þetta
er mjög skrítin tilfinning, að
vera bara í stórri auglýsinga-
herferð úti um alla London
sem ég vissi ekki einu sinni af,“
segir hún.
Auglýsingarnar hafa vakið
athygli fólks sem þekkir Ernu
og hafa nokkrir haft samband
við hana. „Ég hef fengið fleiri
ábendingar um þetta frá fólki
sem býr í London, en ekki frá
neinum öðrum löndum enn
sem komið er en það kemur í
ljós,“ segir Erna hlæjandi.
viktoria@dv.is
n Komst að því fyrir tilviljun að hún er á myndum í auglýsingaherferð
Vissi ekki neitt
Erna hafði ekki
hugmynd um
að hún væri í
auglýsingu fyrir
flugrisann EasyJet.
Auglýsingin Þessa mynd af Ernu sem tekin var fyrir 5 árum, má sjá víða í London þar sem hún er hluti af auglýsingarherferð EasyJet.
Hjálpar einhverfum Kate Winslet
lætur málefni einhverfra sér sig varða.