Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2012, Page 2
2 Fréttir 14. nóvember 2012 Miðvikudagur
Dópsalar
gómaðir
Tveir fíkniefnasalar voru handtekn
ir af lögreglunni á Suðurnesjum á
dögunum og í tengslum við hand
tökurnar var einnig lagt hald á tals
vert magn kannabisefna. Í tilkynn
ingu frá lögreglunni á Suðurnesjum
kemur fram að við húsleit, sem gerð
var í íbúðarhúsnæði í Reykjanesbæ,
hafi fundist poki með kannabisefn
um í loftljósi í stofunni. Talsvert var
af umbúðum utan af kannabisefn
um á stofuborðinu. Fíkniefnaleitar
hundur lögreglunnar fann svo til
viðbótar tuttugu poka með kanna
bisefnum í stigagangi hússins.
Félagi mannsins hafði daginn
áður verið handtekinn með kanna
bisefni í níu sölupakkningum á
sér. Við húsleit í það skiptið fannst
kannabis um alla íbúð, ásamt
kannabisfræjum. Það var í ann
að skipti á skömmum tíma sem
sá var tekinn vegna fíkniefnasölu,
því áður hafði lögregla gert húsleit
hjá honum og þá fundust um 100
grömm af kannabisefnum, ýmist í
söluumbúðum eða stærri pokum,
auk lítillar vogar.
Réðst á tvisvar
lögreglumenn
35 ára karlmaður var í Héraðsdómi
Austurlands á mánudag dæmdur
í þriggja mánaða skilorðsbundið
fangelsi fyrir tvær árásir á lögreglu
menn við skyldustörf á Egilsstöð
um. Í annað skiptið reyndi maður
inn að henda lögreglumanni yfir
svalahandrið.
Það var að kvöldi mánudags 15.
febrúar 2010 sem maðurinn veittist
að lögreglumanni við skyldustörf
sem hafði afskipti af hinum ákærða
á heimili hans. Maðurinn ýtti lög
reglumanninum að handriði sval
ar á íbúðinni og reyndi að hrinda
honum yfir það. Samhliða þessu
hótaði maðurinn umræddum lög
reglumanni og lögreglukonu lífláti.
Síðara atvikið átti sér stað 20.
maí síðastliðinn á lögreglustöðinni
að Lyngási á Egilsstöðum. Veittist
maðurinn þá að lögreglumanni
við skyldustörf, reyndi að grípa
um háls hans en endaði með að
rífa bindi af einkennisbúningi lög
reglumannsins.
Við þingfestingu játaði mað
urinn skýlaust brot sín. Hann á
nokkurn sakaferil að baki en sam
kvæmt því sem fram kemur í dómi
Héraðsdóms Austurlands var
hann á árunum 1997–1998 tvívegis
dæmdur fyrir ofbeldisbrot og hlaut
að auki fangelsisdóm í Svíþjóð árið
2000 fyrir tilraun til manndráps.
Féllu í sjóinn
Tveir menn féllu í sjóinn við
Skarfabakka um níuleytið á
mánudagskvöld þegar vinnuslys
varð. Verktaki var að setja upp
stálþil þegar allt fór á versta veg.
Krani var að slaka bómu
út fyrir þilið með mönnunum
tveimur í körfu. Kraninn sporð
reistist og við það fór karf
an í sjóinn með mönnunum.
Aðrir starfsmenn sem voru að
vinna við þilið fóru með gröfu
sem var á staðnum og náðu að
koma bandi til mannanna og
bjarga þeim þannig úr sjónum
og á land.
Blessunarlega sluppu
mennirnir ómeiddir en voru þó
fluttir á spítala til aðhlynningar.
M
ikil aðsókn hefur ver
ið í Kvennaathvarfið að
undanförnu og kona sem
leitaði til athvarfsins í síð
ustu viku ákvað að fara aft
ur heim þrátt fyrir að ofbeldismaður
inn búi í sama húsi frekar en að sofa
á dýnu á gólfinu í athvarfinu.
Húsnæðisskortur lengir dvölina
„Það er búið að vera gríðarlega mikið
um gesti hjá okkur allt þetta ár,“ seg
ir Sigþrúður Guðmundsdóttir, fram
kvæmdastýra Kvennaathvarfsins, og
bætir því við að sennilega ráði tilvilj
un því að nú séu heldur fleiri börn í
húsinu en síðustu ár. Flest eru þau
þriggja ára og yngri, en í dag eru
einnig börn í húsinu sem eru allt upp
í tíu ára gömul.
Sigþrúður segir augljósu skýr
inguna á fjölda dvalargesta vera þá
að konur og börn dvelji gjarna mun
lengur í húsinu en áður. „Skortur
á húsnæði á leigumarkaði kem
ur sér illa fyrir okkar konur. Yfirleitt
fara konur ekki aftur heim í óbreytt
ástand, á undanförnum árum hafa
ekki nema 20–25 prósent þeirra gert
það og sennilega færri í ár. Eins geta
ekki nema um 10 prósent þeirra farið
heim í breytt ástand, það er að segja
þegar ofbeldismaðurinn er farinn af
heimilinu. Þannig að það er kannski
um þriðjungur sem fer aftur heim til
sín.
Hinar þurfa annaðhvort að finna
sér nýtt húsnæði áður en þær fara
héðan, og það er bara mjög erfitt á
höfuðborgarsvæðinu í dag, eða fá
inni hjá vinum eða vandamönnum.“
Vísa engum frá
Alls dvelja núna átta konur og átta
börn í Kvennaathvarfinu. Fjögur
svefnherbergi eru í húsinu en rúmin
eru alls um tuttugu talsins. Reynt er
að skipuleggja vistarverurnar þannig
að þær konur sem eru með lítil börn
geti verið út af fyrir sig. Þegar her
bergin eru þéttskipuð er brugð
ið á það ráð að koma upp svefnher
bergisaðstöðu í fundarherbergjum
eða öðrum vistarverum hússins.
Þá eru dæmi um að konur þurfi að
sofa á dýnum á gólfinu og sú er raun
in þegar þetta er skrifað. „Þrátt fyrir
að stundum sé þröngt á þingi er kon
um aldrei vísað frá vegna þrengsla
eða plássleysis. Í raun er það með
ólíkindum hvað sambúðin í Kvenna
athvarfinu gengur vel og hvað and
rúmsloftið er gott,“ segir Sigþrúður.
Hins vegar eru alltaf dæmi um að
konur velji það sjálfar að dvelja ekki
í athvarfinu. „Væntanlega eru margar
ástæður fyrir því að þær fara aftur
heim. Ein gæti verið sú að þeim þyki
óþægilegt að vera í nýjum aðstæð
um, ókunnugu húsi þar sem þær
þurfi að fara eftir húsreglum og hafa
talsverðan fjölda sambýlisfólks sem
þær velja sér ekki. Þannig að ég veit
alveg dæmi þess að konur hafi frekar
valið að fara annaðhvort heim eða fá
inni hjá ættingja eða vini.“
Nýtt húsnæði fyrir vorið
Allt stendur þetta til bóta en Sigþrúð
ur segist vona að Kvennaathvarfið
verði komið í nýtt húsnæði fyrir vor
ið. „Í sjálfu sér er það fáránlegt að við
þurfum að stækka við okkur af því að
aðsóknin sé mikil,“ segir Sigþrúður
og heldur áfram: „Stundum mæti
ég í vinnuna og húsið er fullt af fólki
en ég er samdauna ástandinu og sé
ekkert athugavert við það. Síðan slær
fáránleikinn mig alltaf, að hér skuli
vera troðfullt hús af konum og börn
um sem eigi sér heimili en hafi ekki
aðgang að því.“
Hún bendir á að í lögum sé heim
ild til þess að fjarlægja ofbeldismenn
af heimilunum en einhverra hluta
vegna virðist sú heimild ekki nýtast
sem skyldi. „Í langflestum tilfell
um býr ofbeldismaðurinn á heim
ilinu. Auðvitað eru margar konur
sem hingað koma sem vilja ekki hafa
samband við lögregluna og hafa
aldrei gert það. Í þeim tilvikum nýt
ist þessi heimild eðlilega ekki. En við
þekkjum líka mörg dæmi þess að
kona sé í sambandi við lögregluna
án þess að þessi leið sé farin og mér
þætti forvitnilegt að vita af hverju
það stafar. Annaðhvort er heimildin
ekki notuð eða þá að það er eitt
hvað að löggjöfinni, ef hún virkar
ekki betur en þetta. Fyrir nokkrum
mánuðum var farið fram á brottvikn
ingu ofbeldismanns af heimili sínu á
Norðurlandi. Sú ákvörðun var tekin
af lögreglustjóra en henni var hnekkt
í héraðsdómi.“ n
n Konur og börn fylla Kvennaathvarfið n Allir fá inni sem þangað leita
Hraktist aftur til
ofbeldismannsins
Upplifun barna af dvölinni
Bergdís Ýr Guðmundsdóttir framkvæmdi rannsókn á starfsemi Kvennaathvarfsins með tilliti
til barna, upplifun barna á dvöl sinni og óskir mæðra um þjónustu þeim til handa. Þar ræddi
hún meðal annars við börn um dvöl þeirra í Kvennaathvarfinu og um fjarveruna frá föður
sínum. Þetta höfðu börnin meðal annars að segja:
n „… Ég vildi ekki heyra í honum. Ég var svo reið út í hann og hvað hann gerði. Ég veit
ekki hvort hann gerði þetta því hann elskaði okkur svo mikið eða vildi vernda okkur en ég
bara hataði hann.“
n „Fyrst var það erfitt, en hann var alltaf svo leiðinlegur við okkur að ég vildi ekki vera
hjá honum. Það var sko skrítið að búa ekki með pabba, hann sagði okkur alltaf hvað við
ættum að gera næst og hvað ekki, hvernig við áttum að klæða okkur og hvernig ekki
… máttum ekki tala við [hitt kynið] og bara nokkra vini og ekki hitta þá. Ég þurfti að
venjast því að hann réð ekki öllu.“
n „Þegar mamma var að biðja hann um að skilja sagði hann að við gætum ekki falið
okkur fyrir honum og hann ætlaði að drepa okkur öll þrjú. Hann sagði að Ísland gæti ekki
skilið okkur, en það gerði það! Þess vegna var öruggt þarna.“
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is
„Síðan slær fárán-
leikinn mig alltaf,
að hér skuli vera troðfullt
hús af konum og börn-
um sem eigi sér heimili en
hafi ekki aðgang að því.
Bíða heima Mikil aðsókn er í Kvennaathvarfið
og fyrir helgi ákvað kona að fara frekar aftur
heim en að sofa á dýnu í athvarfinu. Sigþrúður
Guðmundsdóttir bendir á að það sé fáránlegt að
athvarfið sé fullt af konum og börnum sem hafa
ekki aðgang heimili sínu vegna ofbeldismanns-
ins sem þar bíður og furðar sig á því af hverju
austurríska leiðin virðist ekki virka ekki í raun.