Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2012, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2012, Side 6
Tilgangslaus bílanefnd n Ríkisendurskoðun fjallar um „úrelta“ nefnd hjá ríkinu B ílanefnd ríkisins, sem hefur eftirlit með bifreiða- og akstursmálum ríkisstofnana, er óþörf. Þetta er mat Ríkis- endurskoðunar sem leggur til í nýrri skýrslu sinni að nefndin verði lögð niður. Bílanefnd ríkisins hefur meðal annars það hlutverk að taka afstöðu til beiðna ríkisstofnana um kaup eða rekstrarleigu á bifreiðum. Að fengnu samþykki nefndarinnar geta stofnan- ir snúið sér til Ríkiskaupa sem annast innkaup eða samninga um leigu fyrir þeirra hönd. Þá eru aksturssamn- ingar stofnana við starfsmenn sína einnig háðir samþykki nefndarinnar. Í skýrslu Ríkisendurskoðun- ar kemur fram að kaup stofnana á bifreiðum eigi að vera samkvæmt rammasamningum, líkt og önnur innkaup þeirra á vöru og þjónustu. Þá kemur fram að nefndina skorti úrræði til að framfylgja því umsjón- ar- og eftirlitshlutverki sem henni er falið. Þannig hefur nefndin til dæmis ekki skýrt umboð til að bregðast við ef stofnanir fara ekki að þeim reglum sem gilda í þessum efnum. Þá er bent á að hlutverk hennar við eftirlit með hagkvæmni bílamála hjá ríkinu sé takmarkað enda meti nefndin ekki þörf stofnana fyrir bifreiðar. „Á undanförnum árum hefur forstöðumönnum verið falin aukin ábyrgð á rekstri stofnana miðað við það sem áður var. Ríkisendurskoðun telur að starfsemi bílanefndar sé á skjön við þessa þróun og að nefndin sé bæði úrelt og óþörf. Lagt er til að nefndin verði lögð niður og að reglu- gerð sem kveður á um starfsemi hennar verði numin úr gildi,“ segir í skýrslunni þar sem er lagt til að kaup á bifreiðum verði samkvæmt svoköll- uðum rammasamningum sem fyrr segir. einar@dv.is n Engar upplýsingar fást um félagsmenn í Samtökum fjárfesta E ngar upplýsingar fást um hverjir standa á bak við Samtök fjárfesta, hags- munasamtök fjárfesta. Fé- lagið átti árið 2010 sjö hund- ruð milljónir og hlutabréfaeign upp á tugi milljóna króna. Einn starfs- maður er hjá samtökunum en það er Vilhjálmur Bjarnason sem er framkvæmdastjóri og stjórnarmað- ur í samtökunum. Hann er ekki til- búinn að upplýsa hverjir standa á bak við samtökin. Engin félagsgjöld í leynifélaginu Vilhjálmur greindi frá gríðarmiklum eignum Samtaka fjárfesta í samtali við Fréttablaðið árið 2010. Þá sagði hann að samtökin hefðu hagnast vel á hlutabréfum sem samtökin keyptu í Verðbréfaþingi í kringum árið 1995 og að engin félagsgjöld hefðu verið innheimt frá árinu 2006. Þá munu samtökin hafa feng- ið dágóða summu þegar sænska kauphallarsamstæðan OMX tók þá íslensku yfir árið 2007 en kaup- verðið var í sænskum krónum. Sú fjárhæð var lögð inn á bankareikn- ing samtakanna og árið 2010 hafði upphæðin legið þar óhreyfð og safnað vöxtum. Vilhjálmur sagði í viðtalinu að sjóðurinn og vextirnir af honum væru notaðir til að fjár- magna rekstur samtakanna en það felur meðal annars í sér að greiða honum laun fyrir störf sín fyrir fé- lagið og að greiða stjórnarmönnum þóknun fyrir sín störf. Eftir hrunið og fall bankanna hafa samtökin höfðað nokkur dómsmál á hendur bönkunum, slitastjórnum þess og höfð- aði Vilhjálmur einnig vitnamál gegn fyrrverandi eigendum og starfsmönnum Landsbankans og viðskiptafélögum þeirra. Vitnamál- ið var höfðað í tengslum við skaða- bótamál sem 350 fyrr verandi hlut- hafar íhuga að höfða gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni, aðaleiganda bankans. Vilhjálmur var sjálfur hluthafi í bankanum. Skila ekki ársreikningum Þar sem Samtök fjárfesta eru fé- lagasamtök eru ekki gerðar kröfur til félagsins um að standa skil á árs- reikningum til fyrirtækjaskrár. Það þýðir að almenningur hefur ekki aðgang að neinum fjárhagsleg- um upplýsingum um félagið. Það er sem sagt ekki hægt að fá upp- lýsingar um raunverulega eigna- stöðu eða skuldastöðu þess nema frá framkvæmdastjóranum. Í árs- reikningum má jafnan sjá upp- lýsingar um launagreiðslur og þar sem Vilhjálmur er eini starfsmað- ur félagsins myndi ársreikningur upplýsa hversu mikið fjárfestarnir í Samtökum fjárfesta greiða honum í laun. Fyrir utan störf sín fyrir félagið er Vilhjálmur einnig lektor við við- skiptafræðideild Háskóla Íslands. Einu gögnin sem Vilhjálmur var tilbúinn að sýna blaðamanni þegar leitað var upplýsinga um aðstand- endur félagsins voru stofnsam- þykktir þess. Í fyrrnefndu viðtali við Fréttablaðið sagði Vilhjálm- ur að félagsmenn væru í kringum fimmtán hundruð talsins, jafn margir og hann sagði félagsmenn vera árið 2007 í viðtali við sama blað. Þar blés hann á sögusagn- ir um að Samtök fjárfesta væri ein- hvers konar eins manns félag. Stóð uppi sem sigurvegari Segja má að Vilhjálmur hafi stað- ið uppi sem sigurvegari í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvestur- kjördæmi um helgina en hann hafnaði í fjórða sæti auk þess að fá fleiri hundruð atkvæði til að leiða listann. Vilhjálmur fékk 658 atkvæði í fyrsta sætið, sem eru tæp þrettán prósent greiddra atkvæða. Athygli vakti einnig í niðurstöðum próf- kjörsins að Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, fékk færri at- kvæði í heild en Vilhjálmur. Í kjölfar prófkjörsins sendi blaðamaður nokkrar spurningar til Vilhjálms í gegnum tölvupóst þar sem hann var inntur eftir því hvort hann myndi halda áfram að starfa fyrir samtökin. Eins og greint var frá á DV.is á mánudag brást Vilhjálmur illa við spurningunum, sagði þær vera eins og hálfviti hefði skrifað þær og sagðist hafa orðið illur við lestur þeirra. „Ég get alveg guð svar- ið fyrir það að þegar ég sá þetta að þá hélt ég að það væri hálfviti sem hnoðaði þessu saman,“ sagði hann. Vilhjálmur gaf þó upp að hann myndi starfa áfram fyrir samtökin, í það minnsta fram að kosningum. n Fær laun Frá hulduFélagi Stóreignafélag Vilhjálmur er framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta en félagið á eignir upp á mörg hundruð milljónir króna. Stærsta eignin er sjóður sem heldur utan um söluand- virði hlutar félagsins í Kauphöll Íslands. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Össur um makríldeiluna: Hótunum Norð- manna ekki tekið þegjandi „Það eru sérstakar kæruleið- ir innan EFTA-samkomulags- ins sem hægt er að nýta gegn ákvörðunum EFTA-þjóða um viðskiptaþvinganir gegn hverri annarri, og ég lýsti því form- lega yfir á ráðherrafundinum að Ísland myndi beita þeim leiðum gegn Norðmönnum ef þeir ákvæðu að beita viðskipta- þvingunum í makríldeilunni umfram það sem samningurinn heimilar,“ segir Össur Skarphéð- insson utanríkisráðherra sem á mánudag var staddur á ráðherra- fundi EFTA í Genf. Í fréttatilkynn- ingu kom fram að Íslendingar hefðu tekið upp makríldeiluna á fundinum. „Það hefur auðvitað vakið athygli okkar að Norðmenn, fyrst og fremst Lisbet Berg Hansen sjávarútvegsráðherra, hafa geng- ið fram með sverum hótunum í okkar garð um viðskiptaþvinganir vegna makríldeilunnar, og geng- ið lengra en Damanaki sjávar- útvegsstjóri ESB. Við tökum því ekki þegjandi, allra síst þar sem Norðmenn eru bundnir af EES- samkomulaginu sem beinlínis slær í gadda að Norðmenn geta ekki farið í þvinganir sem ganga umfram það sem þar er heimilað við aðstæður eins og þessar.“ Utanríkisráðherra segir að Norðmenn hafi áður í samskipt- um sendiherra landanna verið varaðir við því að aðgerðum af þessu tagi verði svarað með því að nýta umsvifalaust kæruleiðir innan EFTA-samkomulags- ins. „Þær viðvaranir voru nú settar á hærra stig með því að við kynntum það formlega inn- an ráðherra ráðs EFTA til hvaða viðbragða við myndum þá grípa.“ Ráðherrann segir það ekki í þágu Norðmanna að beita meðulum af þessu tagi gagnvart Íslendingum í makríldeilunni. „Ég sagði á fundinum að það væri óhugsandi að Norðmenn gripu til ráða sem vafi leiki á að væru lögleg og það myndi hafa áhrif á önnur samskipti ríkjanna. Við eigum ýmsar leiðir í hendi ef í harðbakka slær.“ Ölvaðir menn brutu rúðu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um tvo menn sem höfðu brotið rúðu í húsi við Laugaveg gegnt Hlemmi á þriðju- dagsmorgun. Nokkru seinna voru tveir menn, sem reyndust vera mjög ölvaðir, handteknir á Baróns stíg og eru þeir grunaðir um verknaðinn. Mennirnir voru færðir á lögreglustöð og kom þar í ljós að annar þeirra var eftirlýstur vegna rannsóknar annars máls hjá lögreglu. Rætt var við þá þegar af þeim var runnið. Þá fékk lögreglan tilkynningu um þjófnað á málverki í Domus Medica við Egilsgötu. Ekki kemur fram í tilkynningu lögreglu hvort einhver hafi verið handtekinn í tengslum við málið. 6 Fréttir 14. nóvember 2012 Miðvikudagur Ráðherrabifreiðar Bílanefnd sér meðal annars til þess að reglum um endurnýjun á ráðherrabílum sé framfylgt. Nefndin er hins vegar úr- elt að mati Ríkisendurskoðunar sem leggur til að hún verði lögð niður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.