Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2012, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2012, Page 12
12 Erlent 14. nóvember 2012 Miðvikudagur Alþýðuhetja og smá- prins næstu leiðtogar Á tjánda flokksþing kínverska kommúnistaflokksins hófst í Höll alþýðunnar í Peking á fimmtudag í síðustu viku. Þinginu lýkur á morgun, fimmtudag, en þar mun ráðast hver næsta forystusveit þessa fjölmenn­ asta lands veraldar verður næsta áratuginn. Flokksþingið er haldið á fimm ára fresti en 2.270 fulltrúar í flokknum alls staðar að eru saman­ komnir í höfuðborginni til þess að velja landinu nýja forystu. Búist er við því að núverandi varaforseti Kína, Xi Jinping, muni taka við stöðu Hu Jintao sem aðal­ ritari kommúnistaflokksins og for­ seti Kína snemma á næsta ári. Hann er sonur eins af stofnendum komm­ únistaflokksins og hefur verið kall­ aður „smáprinsinn“. Þá er talið að Li Keqiang verði næsti forsætisráð­ herra landsins. Hann er sagður al­ þýðuhetja sem á rætur sínar að rekja til landsbyggðarinnar. DV tók saman nokkrar stað­ reyndir um stjórnmálakerfið í Kína og mennina sem munu taka við kefl­ inu í þessu fjölmennasta ríki heims. Þess má geta að umfjöllunin er byggð á nýlegri úttekt Al Jazeera. Andófsmenn handteknir Um 130 „andófsmenn“ voru hand­ teknir daginn sem flokksþingið var sett, að sögn kínverskra fjölmiðla. Þá handtóku lögregluþjónar fólk sem reyndi að mótmæla ýmsu misrétti í miðborg Peking. Á meðan þetta átti sér stað á götum borgarinnar flutti for­ setinn Hu Jintao setningarræðu inni í Höll alþýðunnar. Þar varaði hann við spillingu, og sagði að hún gæti bundið enda á völd kommúnistaflokksins í Kína. Þá sagði Hu að kínverska þjóðin þurfi að leggja harðar að sér á næst­ unni til þess að stefna hærra. Hann vill að Kína stefni að því að verða siglinga­ veldi og eyddi þó nokkru púðri í að tala um það. Hu Jintao hefur verið að­ alritari kommúnistaflokksins sem og forseti kínverska alþýðulýðveldisins síðan 15. nóvember árið 2002. Tíu ára valdasetu hans fer því senn að ljúka. Smáprinsinn Xi Jinping Eins og fyrr segir er búist við því að Xi Jinping, núverandi varaforseti Kína, muni taka við stöðu aðalritara kommúnistaflokksins snemma á næsta ári. Líklegt er að því muni fylgja staða forseta landsins en sami aðili hefur gegnt stöðu aðalritara og forseta í Kína allt frá árinu 1993. Xi hefur verið nefndur einn af smáprinsum Kína en hann er sonur fyrrverandi leiðtoga kommúnista­ flokksins. Hann hefur verið viðriðinn stjórnmál frá unga aldri. Xi hefur sterk tengsl við herinn sem og valda­ mikla aðila í þungavigtariðnaði. Smáprins og þjóðlagasöngkona Xi fæddist í Peking árið 1953 og gekk til liðs við kommúnistaflokkinn árið 1977. Hann var útnefndur formað­ ur flokksdeildar Shanghaí árið 2007. Það leiddi til þess að hann fékk sæti í fastanefndinni og varð síðar varafor­ seti. Xi er giftur kínversku þjóðlagasöng­ konunni Peng Liyuan en dóttir hans er sögð stunda nám við Harvard­háskóla. Það vakti ýmsar spurningar þegar Xi hvarf af sjónarsviðinu í um tvær vikur fyrr á þessu ári. Suma grunar að hann hafi fengið hjartaáfall en ekkert hefur verið gefið upp í þeim efnum. Alþýðuhetjan Li Ólíkt Xi á Li Keqiang rætur sínar að rekja til sveita landsins. Hann er sagður hafa hlotið „einfalt og lát­ laust“ uppeldi. Sagt er að Li hafi feng­ ið stjórnmálalegt uppeldi sitt hjá for­ setanum Hu Jintao, að minnsta kosti á seinni árum, og það hafi komið honum í þá valdamiklu stöðu sem hann er nú í. Búist er við því að Li taki við sem forsætisráðherra í kjölfar flokks­ þingsins. Forsætisráðherrann fer fyrir ríkisstjórn Kína og ber ábyrgð á miðstjórn kínverska kommúnista­ flokksins (e. Politburo). Iðnbylting Li Li fæddist árið 1955 í Anhui­héraði og lærði lögfræði við Peking­háskóla. Hann varð leiðtogi kommúnista­ flokksins í Henan­héraði árið 1998. Li hefur gott orð á sér fyrir að hafa keyrt efnahag Henan­héraðs upp af fullum krafti sem og að hafa breytt Liaoning­héraði í sannkallað iðnað­ arhérað. Li var valin í fastanefnd miðstjórn­ arinnar (e. Standing Committee) – valdamestu stofnunar stjórnkerfisins í Kína – árið 2007 og sinnir nú stöðu fyrsta varaforsætisráðherra. Lengi vel var talið að hann yrði næsti aðal­ ritari og forseti, en Xi var síðar valinn með samhljóma áliti fastanefndar­ innar. n Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is n Flokksþing kínverska kommúnistaflokksins stendur nú yfir í Peking Kommúnistaflokkurinn í Kína n Kommúnistaflokkurinn í Kína er heimsins stærsti stjórnmálaflokkur, með yfir 80 milljónir meðlima. Flokkurinn er langfyrirferðamesta aflið í kínversku þjóðfélagi en áhrif hans ná til borga og bæja, inn í háskóla og á vinnustaði. Meðlimir í flokknum eru embættismenn, yfirmenn hersins, bændur, verkamenn og starfsmenn ríkisrekinna fyrirtækja. n Kína er eins flokks ríki sem þýðir að allar stjórnmálalegar ákvarðanir þurfa að fara í gegnum kínverska kommúnistaflokkinn. Andstaða við ráðandi hugmyndir getur haft alvarlegar afleiðingar. Strúktúr flokksins er pýramídalaga, þorpsbúarnir sitja neðst á meðan stjórnmálamenn frá Peking sitja á toppnum og stýra ákvarðanatökunni. Meðlimir í flokknum velja sér fulltrúa til þess að senda á flokksþingið. Flokksþing kommún- istaflokksins n Þrátt fyrir að flokksþing Kommúnistaflokksins komi saman á fimm ára fresti, þá er ekki valið í miðnefnd flokksins nema á öðru hverju þingi, eða á tíu ára fresti. Flokksþingið velur um 200 aðila, og 150 til vara, til að sitja í miðnefnd (e. Central Committee) flokksins. Það er síðan miðnefndin sem ákvarðar hverjir sitji í miðstjórn, valdamesta hring flokksins. Miðstjórnin n 25 manns sitja í miðstjórninni, valdamestu stofnun stjórnkerfisins í Kína, en þeir hafa úrslitavald um allar ákvarðanir sem teknar eru. Þeir sem sitja í miðstjórninni eru yfirleitt formenn flokksfélaga í stærri héruðum landsins. n Umræður stjórnarmanna miðstjórnarinnar fara fram fyrir luktum dyrum, þrátt fyrir að lokaákvarðanir séu opinberlega teknar samkvæmt vilja flokksmanna. Samkvæmt reglum kínverska kommúnistaflokksins ber formönnum flokksfélaga að segja af sér þegar þeir ná 65 ára aldri. Þetta þýðir að 14 af 25 meðlimum miðstjórnarinnar munu stíga til hliðar eftir þetta flokksþing. Fastanefnd miðstjórnarinnar n Í fastanefnd miðstjórnarinnar sitja níu meðlimir úr röðum miðstjórnarinnar. Þessir aðilar hittast tvisvar í viku en fastanefndin er valdamesta stofnunin í Kína. Meðlimir í fastanefndinni velja sín á milli hver þeirra verður aðalritari, forseti, varaforseti, sem og forseti þingsins. Síðan 1993 hefur aðalritarinn einnig gegnt stöðu forseta landsins. n Þrátt fyrir að í fastanefndinni sitji nú níu fulltrúar er líklegt að í þeirra nýju verði einungis sjö. Allir nema tveir, þeir Xi Jinping og Li Keqiang sem þurfa að segja af sér sökum aldurs. Búist er við því að Xi Jinping verði næsti aðalritari sem og forseti kommúnistaflokksins, en það er valdamesta staðan í Kína. Jinping er sonur eins af stofnendum kommúnistaflokksins en sá starfaði náið með Maó Zedong. Ríkisráð Kína n Ríkisráð (e. State Council) kínverska kommúnistaflokksins heldur utan um emb- ættismannaveldi Kína. Í því sitja 35 meðlimir, en á meðal þeirra eru yfirmenn stofnana ríkisins eins og utanríkisráðuneytisins og dómsmálaráðuneytisins. Meginmarkmið ríkisráðs flokksins er hins vegar að sjá um og skipuleggja efnahagskerfi landsins. n Forsætisráðherra fer fyrir ríkisráðinu en hann er einnig yfirmaður ríkisstjórnarinnar og velur marga fulltrúa í miðstjórnina. Í ríkisráðinu eiga einnig sæti fjórir aðstoðarfor- sætisráðherrar – en þeir eru allir meðlimir í miðstjórninni. Næsti forsætisráðherra Li Keqiang ræðir við Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, á fundi þeirra í Peking. Líklegt er talið að Li verði næsti forsætisráðherra landsins. Þrír forsetar Tilvonandi forseti Kína, Xi Jinping, gengur fyrir aftan núverandi forseta landsins, Hu Jintao, þar sem hann talar við fyrrverandi forseta landsins, Jiang Zemin, á flokksþingi kínverska kommúnistaflokksins í Peking. Áróður á torgi friðar Fólk gengur fram hjá stórri auglýsingu á Torgi hins himneska friðar miðvikudaginn 7. nóvember. Daginn eftir var flokksþing kínverska kommúnista- flokksins sett í Höll alþýðunnar. MyNdIr reuterS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.