Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2012, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2012, Síða 21
Bækur 21Miðvikudagur 14. nóvember 2012 Frumleg og kímin fantasía F ljúgandi unglingsstúlkur virð- ast vera yrkisefni fleiri höfunda þessi jólin. Í Spádómnum eftir Hildi Knútsdóttur segir af hinni fimmtán ára Kolfinnu sem lifir í framandi heimi þar sem íbúar ganga um með haganlega smíðaða vængi sem þeir nota þó aldrei. „Þeir birtast einfaldlega við hlið barna nóttina eftir að þau fæðast og þeir hverfa nóttina eftir að manneskja deyr … Þeir eru einn af leyndardómum lífs- ins. Vængirnir og austrið.“ Kolfinna kemst þó fljótt á snoð- ir um Spádóminn og þarf að berjast við ill öfl sem sækjast eftir völdum í hennar heimi. Bókin er fljótlesin og spennandi. Lipurlega skrifuð og af mikilli hug- myndauðgi. Kynjahlutverkum er frumlega snúið. Móðir er sterklegur járnsmiður, dóttirin er sögð efnileg til svipaðra starfa. Það er ánægjulegt þegar höfundar falla ekki í fastmótuð kynjahlutverk, fyrir utan þann aug- ljósa kost að efnistökin verða fyrir vikið frumlegri. Heimsókn Kolfinnu til tunglsins þar sem hún hittir fyrir tunglfiska og mánagyðjuna Þrá eru fallegir fantasíukaflar þar sem nostrað er við hvert atriði. Hildi tekst vel upp við að skapa áhugaverðan heim og leyfir kímnigáfunni að njóta sín. Bókin er helst til stutt þótt sagan sé skemmtileg. Hún nýtur sín ágæt- lega svo lipur og knöpp en hefði sval- að frekari ævintýraþörf ef höfund- urinn hefði staldrað við og styrkt aðalsöguhetjuna með lengri frásögn af viðfangsefnum hennar. Illmenni sögunnar, Iðrun, er óljóst og leyndardómsfullt. Mána- gyðjan Þrá er heldur ekki öll þar sem hún er séð og þá hafa lesendur ekki kynnst svokölluðu „sólarhyski“. Hildi ætti að hvetja til að skrifa framhald á ævintýrum Kolfinnu ef ekki hefur þegar verið gengið frá því. n Ævintýri alvöru karlmanns Bókaútgáfan McSweeney´s er þekkt fyrir frumlega útgáfu sína. Væntanleg er bók eftir rithöf- undinn T. Cooper, Real Man Adventures. Fyrir nokkrum árum skrifaði T. Cooper bréf til for- eldra sinna og sagði þeim að hann væri ekki lengur dóttir þeirra. Og það voru góðu fréttirnar … segir í kynningu efnis bókarinnar. Real Man Adventures er könnun Coopers á karlmennsk- unni, full kímni. Hann segir sögu sína frá því að hann er kona þar til hann verður karlmaður, en í dag er Cooper giftur konu og stjúpfað- ir tveggja barna. Í bókinni tapar Cooper aldrei kímnigáfunni og lýsandi dæmi um það eru kaflar eins og „Tíu at- riði sem fólk gerir ráð fyrir að ég skilji um konur, en geri ekki!“ og: „Stundum held ég að alla mann- kynssöguna megi skýra með tilvist testósteróns.“ Háskaleg og töfrandi Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Dómur Þ að er óhætt að segja að ís- lenskir lesendur eigi ekki kost á að kynnast annarri eins söguhetju og Millu hennar Kristínar Ómars- dóttur. Milla er 21 árs, íslensk af asískum ættum í móðurætt og lesbísk. Hún er utangarðs og hefur leitað skjóls í eigin draumaheimi. Þar er reyndar skjólið lítið. Hún skrifar ömmu sinni ótal bréf en fær engin svör, hún skoð- ar vorkvöld í Reykjavík úr lofti með vini sínum og í vinnunni skrásetur hún gögn „Safnsins um hina venju- legu íslensku fjölskyldu í lok tuttug- ustu aldar“. Hún þráir að eiga sér slétt og fellt líf – venjulegt líf – og hún leitar svara um eigið sjálf með ýmsum hætti. Í draumum sínum og ímyndunarafli. Sagan á sér stað í Reykjavík. Um vor og um kaldan vetur. Sjálfsmyndin og safnið Kristín hefur afar sérstakan stíl. Hann er nístandi þungur og innhverfur en á sama tíma gæddur fallegu furður- aunsæi og kaldri kímnigáfu. Kaflarn- ir þar sem Milla flýgur yfir borginni með vini sínum eru sérlega falleg- ir. Ekki síður þeir þar sem hennar eigið ímyndunarafl tekur yfir hvers- daginn. Tréð í garðinum sem enginn annar sér og allar þessar kókosboll- ur í grænum skrjáfandi pokum og flöskur af appelsíni sem renna ofan í söguhetjuna. Það er ómögulegt að sjá Reykjavík sömu augum eftir lestur bókarinnar. Sérstaklega ekki tilteknar götur í Hlíðunum! Samúðin er með söguhetjunni og Kristín leyfir lesandanum að óttast um Millu. Hún er með brotna sjálfs- mynd og um sprungur sjálfsins fjarar hennar eigið líf út. Hvers vegna? Kristín er gagnrýnin en fínlega. Flest okkar eiga ekki heima á safni um hina venjulegu ís- lensku fjölskyldu. Það er kominn tími til að gefa fleirum tilverurétt. Milla er ein þeirra og hún kom til okkar fljúgandi á vorkvöldi í Reykja- vík og bað um grið. Á erindi Milla er sorgleg og falleg saga um leitina að sjálfinu sem getur verið sumum hættuleg. En alltaf nauðsyn- leg því það þarf að fylla upp í sprungurnar. Sagan af Millu á erindi í nútíma- samfélagi sem viðhefur látlausa gagnaskráningu á hinni venjulegu manneskju en síður á hinni ævin- týralegu eða þeirri utangarðs. n Milla Höfundur: Kristín Ómarsdóttir Útgefandi: JPV 314 blaðsíður Spádómurinn Höfundur: Hildur Knútsdóttir Útgefandi: JPV 210 blaðsíður Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Dómur Frumleg Kynjahlutverkum er frumlega snúið. Móðir er sterklegur járnsmiður, dóttirin er sögð efnileg til svipaðra starfa. Fögur og litrík bók fyrir barðinu á fellibyl „Útgáfubransinn getur verið æsi- legur á síðustu metrunum fyrir jól. Mér finnst erfiðastur sá tími þegar bækurnar eru í prent- smiðju. Ég róast ekki fyrr en ég sé fyrstu ummæli lesanda um hverja bók,“ segir Guðrún Vilmundar- dóttir hjá Bjarti bókaforlagi. Bjartur gefur út fyrir jólin bókina Mánasöngvarann eftir Signýju Kolbeinsdóttur og Margréti Örn- ólfsdóttur um sveppasystkinin Búa og Gló og það hefur þurft að hafa mikið fyrir þeirri bók. Bókin er bæði fögur og litrík og Guðrún segir frá því að í bók- inni hafi þurft til sérstakan aukalit, sjálflýsandi prentlit sem hafi þurft að panta sérstaklega til landsins frá Los Angeles. Litnum seinkaði þar sem Bandaríkjamenn höfðu í nógu öðru að snúast – nefni- lega fellibylnum Sandy – og voru verulegar áhyggjur af útgáfunni um tíma. En prentliturinn kom til landsins og sveppasystkinin fóru í prentun. „Sjálflýsandi liturinn er ekkert alveg gargandi glóandi, hann lýsir ekki upp heilu herbergin. En hann gerir fallega bók enn fallegri,“ segir Guðrún. Leitin að sjálfinu getur verið lífshættuleg Flest okkar eiga ekki heima á safni um hina venjulegu íslensku fjölskyldu. Það er kominn tími til að gefa fleirum tilverurétt. Milla er ein þeirra og hún kom til okkar fljúgandi á vorkvöldi í Reykjavík og bað um grið. Mynd eyþór ÁrnaSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.