Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2012, Side 2
FÉLAG Á PANAMA
KAUPIR HÚS PÁLS
2 Fréttir 30. nóvember – 2. desember 2012 Helgarblað
Banki Jóns
í erfiðleikum
3 Banki Jóns Helga Guð-
mundssonar í Lett-
landi, Norvik Banka,
á í erfiðleikum með
að fjármagna sig og
hefur lettneska fjár-
málaeftirlitið viður-
kennt opinberlega
að stofnunin hafi áhyggjur af bank-
anum. Þetta kom fram í nokkrum er-
lendum fjölmiðlum, meðal annars
Bloomberg og á vefsíðunni bne.eu,
í lok síðasta mánaðar. Bankinn er sá
áttundi stærsti í Lettlandi. Jón Helgi
seldi fyrr á árinu ríflega 2/3 hluta
bréfa sinna í bankanum og heldur
eftir 15 prósentum. Norvik Banka er
tuttugu ára gamall banki og er með
80 útibú í 17 borgum í Lettlandi.
Sérstakur rann-
sakar Straum
2 Embætti sér-staks sak-
sóknara hefur borist
kæra frá Fjármála-
eftirlitinu vegna
markaðsmisnotkun-
ar fjárfestingarbank-
ans Straums-Burða-
ráss með hlutabréf í bankanum fyrir
hrunið 2008. Frá þessu greindi DV á
mánudag. Kæran barst fyrir nokkrum
mánuðum. Björgólfur Thor Björg-
ólfsson fjárfestir var stærsti hluthafi
Straums fyrir hrunið og fór fyrir
stjórn bankans. Kæran mun snúast
um viðskipti Straums með hlutabréf
í bankanum sjálfum og leikur grunur
á að bankinn hafi keypt og selt bréf í
honum til að hafa áhrif á verðmynd-
un bréfanna.
„Ég er dópisti“
1 Sverrir Þór Gunnarsson, bet-ur þekktur sem Sveddi tönn,
var dæmdur í 22 ára
fangelsi á dögunum
fyrir að skipuleggja
smygl á rúmlega
50 þúsund e-töfl-
um. DV náði tali
af Sverri þar sem
hann sagðist eiga
von á því að verða
sýknaður. Hann hafi ekki stundað
skipulagðan innflutning á fíkni-
efnum en hann sagðist þó þekkja
þennan heim af eigin raun. „Ég
skal segja þér satt, ég þekki allt
þetta fólk. Ég þekki dópsala og
smyglara því ég er dópisti og þegar
þú ert dópisti þá verður þú að
verða þér úti um dóp. Þannig að ég
umgengst margt svona fólk,“ sagði
hann.
Fréttir vikunnar Þessar fréttir bar hæst í DV í vikunni
P
áll Magnússon, útvarpsstjóri
Ríkisútvarpsins, og eigin-
kona hans seldu fyrr í þess-
um mánuði rúmlega 400 fer-
metra hús sitt við Sunnuflöt
14 í Garðabæ. Kaupandinn var Örvar
Kærnested, stjórnarmaður í Straumi
fjárfestingabanka. Örvar hefur verið
búsettur í Bretlandi undanfarin sex
ár þar sem hann starfaði sem yfir-
maður hjá Kaupthing Singer & Fried-
lander og síðar FL Group. Samkvæmt
heimildum DV greiddi Örvar hluta af
kaupverði hússins að Sunnuflöt með
svokölluðum aflandskrónum.
„Nú hljóta kaup og sala fjölskyldu
minnar á íbúðarhúsnæði að flokkast
undir einkamál,“ segir Páll Magn-
ússon í svari við fyrirspurn DV um
söluna á húsinu við Sunnuflöt. Hann
segist ekki geta svarað því hvort hann
hafi fengið greitt fyrir húsið með
aflandskrónum. „Ég gæti ekki þótt
ég vildi gefið upprunavottorð fyrir
peningum annarra manna. Ég get þó
fullvissað að mín húsnæðiskaup eru
fjármögnuð í sveita míns andlits og
með alíslenskum okurlánum – verð-
tryggðum og stökkbreyttum – eins og
raunin er hjá flestum venjulegum Ís-
lendingum,“ segir í svarinu sem Páll
sendi DV.
Seðlabankinn endurgreiðir
Örvari 20 prósent
Fasteignasali sem DV ræddi við segir
að virði rúmlega 400 fermetra húss
að Sunnuflöt í Garðabæ nemi vart
undir 100 milljónum króna og allt
að 150 milljónum króna ef húsið sé
í góðu ástandi. Ef við gefum okk-
ur að húsið hafi selst á 125 milljónir
króna og fyrir það hafi verið greitt
með aflandskrónum myndi Seðla-
bankinn endurgreiða viðkomandi
um 25 milljónir króna. Samkvæmt
fjárfestingarleið Seðlabankans fá
þeir sem koma með aflandskrónur til
landsins endurgreitt um 20 prósent
af þeim fjármunum.
Félag á Panama á húsið
Samkvæmt veðbandayfirliti er
húsið að Sunnuflöt nú í eigu félags-
ins Riverside Capital ehf. en eigandi
þess er síðan félag sem ber sama
nafn en er skráð í Lúxemborg. Í stjórn
Riverside Capital ehf. situr Örvar
Kærnested og Richard Beenstock,
viðskiptafélagi Örvars í Bretlandi. Til
að gera eigendasöguna enn flóknari
þá er Riverside Capital í Lúxemborg
í eigu félagsins Integrem Holding
S.A. en lögheimili þess er skráð í
byggingu Swiss Bank í Panamaborg.
Riverside Capital er í viðskiptum
við MP banka á Íslandi og sá bank-
inn um að fá kennitölu fyrir fyrirtæk-
ið hér á landi. Því er óhætt að taka
undir orð Páls Magnússonar að erfitt
sé að finna upprunavottorð þeirra
fjármuna sem félag Örvars Kærne-
sted greiðir fyrir húsið að Sunnuflöt
14 í Garðabæ.
Hagnaðist á hlutabréfasölu
Örvar Kærnested situr í dag í stjórn
Straums fjárfestingabanka. Hann
starfaði hjá Kaupþingi frá 1998 til
ársloka 2006. Var hann forstöðumað-
ur fyrirtækjaráðgjafar Kaupþings
en árið 2006 tók hann við starfi að-
stoðarframkvæmdastjóra hjá Kaup-
thing Singer & Friedlander í Bret-
landi. Árið 2007 tók hann við sem
framkvæmdastjóri fjárfestingasviðs
FL Group og stýrði skrifstofu þeirra
í London. Frá árinu 2009 hefur hann
rekið Ortus Capital sem starfar á
sviði ráðgjafar og fjárfestinga í Bret-
landi. Breska blaðið The Guardian
greindi frá því árið 2009 að Ármann
Þorvaldsson, fyrrverandi forstjóri
Singer & Friedlander, kæmi einnig
að rekstri Ortus Capital. Þeir störf-
uðu lengi saman hjá Kaupþingi.
Talið er að Örvar hafi hagnast vel
þegar hann seldi hlutabréf sín í Kaup-
þingi eftir að hann hætti störfum hjá
bankanum og réð sig til FL Group í
upphafi árs 2007. Samkvæmt skýrslu
rannsóknarnefndar Alþingis skuld-
aði hann Kaupþingi um einn milljarð
króna í upphafi árs 2007. Við starfslok
greiddi hann skuldina upp en ekki
er vitað hversu mikið Örvar hagn-
aðist af sölu hlutabréfanna í Kaup-
þingi. Hann greiddi hins vegar um
140 milljónir króna í skatta og opin-
ber gjöld árið 2007 og var sjöundi
hæsti skattgreiðandinn vegna þess
árs í Reykjavík, næstur á undan sjálf-
um Jóni Ásgeiri Jóhannessyni. Þá var
Örvar með um 100 milljónir króna í
árstekjur hjá Kaupþingi árið 2005 og
140 milljónir króna árið 2006.
Örvar var í flokki með örfáum
starfsmönnum Kaupþings sem náðu
að innleysa hagnað vegna kauprétt-
arsamninga sinna. Það gerði líka
Kristín Pétursdóttir, sem starfaði
sem aðstoðarforstjóri Singer & Fried-
lander, en hún hætti störfum hjá úti-
búi bankans í London í árslok 2006
líkt og Örvar. Kristín stofnaði síðan
verðbréfafyrirtækið Auði Capital vor-
ið 2007 en hún er einn af eigendum
fyrir tækisins í dag og er jafnframt
starfandi forstjóri. Einnig má nefna að
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson hætti
störfum hjá Kaupþingi árið 2006 og
stofnaði í framhaldinu fjárfestinga-
bankann Saga Capital. Aðrir sem ekki
hættu störfum hjá bankanum fyrir
hrun sitja nú uppi með skuldir vegna
kaupréttarsamninga. Hefur slitastjórn
Kaupþings þó náð samkomulagi um
endurgreiðslu þeirra hjá flestum af
fyrrverandi stjórnendum bankans. n
n Stjórnarmaður í Straumi keypti húsið af Páli gegnum félag á Panama
Annas Sigmundsson
blaðamaður skrifar annas@dv.is „Ég gæti ekki þótt ég vildi
gefið upprunavottorð
fyrir peningum annarra
Í eigu félags á Panama Örvar Kærnested fjárfestir keypti húsið að Sunnuflöt 14 af útvarpsstjóra í gegnum félag sem skráð er á Panama.
Örvar hagnaðist á sölu hlutabréfa sinna í Kaupþingi þegar hann lét af störfum hjá bankanum árið 2007. Mynd Sigtryggur Ari
Plataðir til
að kaupa
hlutabréf
„Menn hafa verið plataðir til að
kaupa hlutabréf,“ sagði Pétur H.
Blöndal, þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins, í umræðum á Alþingi
á fimmtudag. Þar spurði hann
Jóhönnu Sigurðardóttur forsætis-
ráðherra út í neytendavernd á fjár-
málamarkaði. „Aldraðir hafa verið
plataðir til að kaupa hlutabréf sem
svo hurfu og sparnaðurinn fór.
Einstaklingar nota yfirdrætti eins
og að drekka vatn,“ sagði þingmað-
urinn. Hann skoraði á ríkisstjórn-
ina að bæta neytendaverndina. Jó-
hanna sagði ríkisstjórnina vissulega
vera með þessi mál á sinni dagskrá
og tók undir með Pétri. „Ég fullvissa
háttvirtan þingmann um að neyt-
endamál eru ofarlega á blaði hjá
þessari ríkisstjórn og hefur verið allt
kjörtímabilið,“ sagði Jóhanna.
Tekur við
Landsbjörg
„Þetta er afskaplega spennandi,“
segir Jón Svanberg Hjartarson
sem hefur verið ráðinn fram-
kvæmdastjóri Slysavarnafélags-
ins Landsbjargar og tekur við
stöðunni fyrsta janúar næst-
komandi. Jón hefur verið félagi
í Björgunarsveitinni Sæbjörg á
Flateyri frá 1986.
Hann hefur verið lögreglu-
maður og lögregluvarðstjóri á
Vestfjörðum, auk þess að vera
settur aðstoðaryfirlögregluþjónn
lögreglunnar á Vestfjörðum
2007–2008.
„Ég er búinn að vera í þess-
um björgunarsveitabransa, ef
svo má að orði komast, síðan
1986,“ segir hann og segir þetta
vera mikið tækifæri.
Jón segist hyggja á flutninga
suður til höfuðborgarinnar, en
höfuðstöðvar Landsbjargar eru
í Reykjavík. Það komi svo í ljós
með tíð og tíma hvernig verði
með aðra fjölskyldumeðlimi, en
hann á þrjú börn og sambýlis-
kona hans er Pálfríður Ása Vil-
hjálmsdóttir.
Nýverið var greint frá því að
Guðmundur Örn Jóhannsson
framkvæmdastjóri Landsbjargar
væri endanlega hættur hjá sam-
tökunum. Guðmundur fór í leyfi
frá störfum eftir að umfjöllun
um viðskipti hans komst í há-
mæli fyrir skemmstu.