Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2012, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2012, Side 12
M aður á sextugsaldri sem dæmdur var í 18 mánaða fangelsi í maí 2011 fyrir að brjóta kynferðislega gegn þroskahömluðum manni, hefur ekki enn hafið afplán­ un – einu og hálfu ári eftir að dóm­ ur í máli hans féll. Páll Winkel, for­ stjóri Fangelsismálastofnunar, segist ekki geta tjáð sig um einstök mál. „Ég get þó almennt sagt að í forgangi er að taka inn þá dómþola sem telj­ ast hættulegir, eru í brotum eftir að dómur er kveðinn upp auk þess sem alvarleiki brots skiptir vissulega máli. Hins vegar getur komið upp sú staða að dómþolar sem dæmdir eru fyrir alvarleg brot komist ekki strax til af­ plánunar vegna plássleysis,“ segir Páll. Samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun er almenna reglan sú að kynferðisafbrotamenn séu í forgangi þeirra sem eru teknir til afplánunar. Maðurinn var tekinn fyrir að brjóta gegn fórnarlambinu í janúar 2010. Seinna kom í ljós að þetta var ekki í fyrsta sinn sem mað­ urinn braut gegn fórnarlambinu sem er þroskahamlaður og býr á sambýli. Fór inn í herbergið og læsti Það var þann 6. janúar 2010 sem mað­ urinn kom í heimsókn á sambýlið sem fórnarlambið býr á. Mennirnir höfðu þekkst frá árinu 1999 þegar að sá fyrrnefndi var að vinna á öðru sam­ býli sem fórnarlambið bjó þá á. Frá þeim tíma hafði hann verið í reglulegu sambandi við fórnarlambið og meðal annars boðið honum í bíltúra. Vanda­ menn fórnarlambsins höfðu staðið í þeirri trú að maðurinn væri vinur hans og vissu ekki að honum gengi neitt misjafnt til. Umrætt kvöld mætti mað­ urinn á sambýlið og var hleypt inn af þroskahamlaðri konu sem einnig býr á sambýlinu. Það vakti athygli starfs­ manns sem var á vakt að maðurinn gekk rakleiðis inn í herbergi fórnar­ lambsins og læsti hurðinni. Við yfir­ heyrslur lýsti fórnarlambið atburða­ rásinni á þann hátt að hann hefði verið í tölvunni þegar maðurinn kom inn í herbergið og læsti dyrunum. Hann hefði síðan spurt sig hvort hann mætti ekki káfa á typpinu á sér. Hann kvaðst hafa neitað því en ákærði hefði samt sem áður losað um buxur hans, tekið um typpi hans og farið að fróa honum. Brotaþoli kvaðst hafa sagt ákærða að hætta, hann ætti kærustu og vildi ekki að hann gerði þetta við sig. Skömmu síðar hafi starfsmaður á sambýlinu hringt í sig og beðið sig að koma fram. Hún hafi síðan vísað ákærða út úr hús­ inu. Kom grátandi fram á nærbuxunum Við dóminn sagði starfsmaðurinn á sambýlinu að henni hefði þótt heim­ sókn mannsins grunsamleg. Hún bankaði á herbergisdyrnar en fékk ekkert svar. Þá hlustaði hún eftir því hvort eitthvað væri sagt í herberginu og segist þá hafa heyrt fórnarlambið segja: „Þú mátt þetta ekki, ég vil þetta ekki.“ Þá hafi hún áttað sig á að eitt­ hvað var í gangi inni á herberginu og hafi þess vegna hringt í fórnarlambið sem hafi svarað kjökrandi í símann. Hún bað hann um að koma fram sem og hann gerði. Þegar hann kom út herberginu var hann í nærbuxum einum fata en áður en maðurinn kom hafi hann verið í náttbuxum enda ný­ kominn úr sturtu. Starfskonan segist þá hafa spurt fórnarlambið hvað hefði gerst og hann þá sagt henni frá því há­ grátandi að maðurinn hefði verið að runka honum. Þá fór hún inn í her­ bergi og segir manninn hafa setið þar á rúminu með nærbuxur af fórnar­ lambinu í fanginu. Hún segist hafa vísað manninum út en hann hafi þá sagt að hann hefði nú unnið í faginu og þekkti þetta. Eftir það hefði hann farið. Hafði brotið gegn honum áður Starfskonan ræddi síðar við fórnar­ lambið sem sagði henni frá því að þetta hefði ekki verið í fyrsta sinn sem maðurinn braut gegn hon­ um kynferðislega. Hann hefði káfað á honum í bíltúrum sem þeir fóru í og látið hann káfa á sér líka. Fórn­ arlambinu virðist hafa létt við að málið komst upp en hann hafi verið mjög upptekinn af því að þetta væri honum að kenna. Hann hafi lengi haft hægðartregðuvandamál sem hafi horfið eftir að upp komst um málið og sagði starfskonan starfs­ fólkið telja það tengjast kvíða hans vegna tengsla við manninn. Aldrei sýnt kynferðislega tilburði Maðurinn neitaði öllum sakargiftum og sagðist saklaus bæði í yfirheyrslum og við réttarhöld. Geðhagir mannsins voru rannsakaðir með það fyrir augum að finna út hvort hann væri sakhæfur og hann reyndist vera það. Maðurinn lenti í bílslysi fyrir um þrjátíu árum og lenti í hjólastól í kjölfarið. Hann komst úr hjólastólnum og gengur nú við hækjur. Hann er sagður hafa yfir­ burðagreind og hafi vitað hvað hann var að gera. Í vörn sinni sagði hann fórnarlambið vera ofvirkt á á kynferðis­ sviðinu og hefði ítrekað sýnt af sér slíka hegðun í þeirra samskiptum. Forstöðukona sambýlisins sem fórn­ arlambið býr á sagði hann aldrei hafa sýnt af sér kynferðislega tilburði, það þurfi til dæmis að baða hann og aldrei hafi borið á neinu slíku. Félagsráðgjafi sem sérhæfir sig í kynlífsfræðslu fyrir þroskahefta tók undir þetta en hún hefur þekkt fórnarlambið í 20 ár. Hún sagði þekkingu hans á kynlífsefnum afar takmarkaða og hann þekkti til að mynda ekki einkasvæði líkamans og vissi ekki í hverju samþykki væri fólg­ ið. Dómurinn komst að þeirri niður­ stöðu að þrátt fyrir að gerandinn væri mikið líkamlega fatlaður þá hafi ekk­ ert komið fram sem benti til að hann væri andlega skertur á nokkurn hátt og því sakhæfur. Hann hafi misnotað sér yfirburðastöðu sína gagnvart fórnar­ lambinu. Honum er í dómsorðum gert að afplána 18 mánaða fangelsi og borga skaðabætur. Þrátt fyrir það gengur maðurinn enn laus, en í janúar verða liðin þrjú ár frá því að brotið var framið. n NíðiNgur ekki eNN hafið afpláNuN 12 Fréttir 30. nóvember – 2. desember 2012 Helgarblað Lúskraði á viðhaldinu n Kom að sambýliskonunni í rúmi með öðrum manni H éraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann á fertugsaldri í tveggja mánaða skilorðs­ bundið fangelsi fyrir líkams­ árás. Maðurinn réðst á annan mann þegar að hann kom að honum í rúmi með fyrrverandi sambýliskonu sinni. Rúmt ár er síðan árásin átti sér stað en það var í september í fyrra sem maðurinn kom að heimili sínu að nóttu til og fann fyrrverandi sam­ býliskonu sína og annan mann í rúm­ inu saman. Árásarmaðurinn sagðist hafa ráðist á manninn í „ákafri geðs­ hræringu“ og misst stjórn á skapi sínu. Sambýlisfólkið hafði þó slitið samvistir, en árásarmaðurinn taldi sig þó enn eiga heima í íbúðinni. Hann sló brotaþola ítrekað með hnefa í andlitið. Við það hlaut brota­ þoli glóðarauga á vinstra auga, sár á nefi, brot á augntóftarhólfi, tann­ brot, nefbeinsbrot og brot á miðnesi auk þess að fá heilahristing. Ákærði játaði sök, en mótmælti brota­ kröfu brotaþola á þeim grundvelli að brotaþola hefði mátt vera ljóst að hann væri á heimili ákærða og í rúmi með konu ákærða. Í skýrslu­ töku hjá lögreglunni tók konan reyndar fram að hún og ákærðu hefðu verið skilin og því hefði ákærði ekki átt erindi inn á heimil­ ið um miðja nótt, þrátt fyrir að hann ætti hjá henni muni. Dómurinn tók þá afsökun þó ekki gilda, en vísaði miskabótakröfu brotaþola frá dómi vegna skorts á gögnum. Síðan atvik­ ið átti sér stað hafa konan og ákærði tekið saman aftur. Þrátt fyrir að fá ekki miskabætur fær brotaþoli skaðabætur að upp­ hæð 375 þúsund krónur auk þess sem ákærða er gerð refsing, tveggja mánaða fangelsi, en refsingin fellur niður ef ákærði heldur skilorð næstu tvö árin. Það er gert í ljósi þess að ákærði játaði brotið skýlaust. Þetta er í þriðja sinn sem ákærða er gerð refsing. n n Dæmdur í maí 2011 fyrir að níðast á þroskahömluðum manni Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is „Þú mátt þetta ekki, ég vil þetta ekki Gengur enn laus Þrátt fyrir að eitt og hálft ár sé síðan maðurinn var dæmdur fyrir að brjóta gegn þroskahömluðum manni og nærri þrjú ár séu síðan brotin áttu sér stað hefur hann ekki enn hafið afplánun á 18 mánaða dómi sínum. SviðSett mynd: dv ekki pláss fyrir hættulega Páll Winkel segir dæmi um að fólk sem hlýtur dóma fyrir alvarleg brot komist ekki í afplánun sökum plássleysis. Gripin í bólinu Maðurinn kom að fyrrverandi sambýliskonu sinni uppi í rúmi með öðrum karlmanni á heimili þeirra í fyrra og gekk í skrokk á manninum. mynd: tenGiSt eFni FréttAr eKKi neikvæð eiginfjárstaða Íe: Kári neitaði að ræða tapið Íslensk erfðagreining (ÍE) tapaði á annan milljarð króna á síðasta ári og er með neikvæða eiginfjár­ stöðu. Frá þessu greindi Viðskipta­ blaðið á fimmtudag. ÍE tapaði tæp­ um 14 milljónum dollara, eða á annan milljarð króna, á árinu 2011 samkvæmt ársreikningi fyrirtækis­ ins. Eiginfjárstaða fyrirtækisins var neikvæð um rúmlega 51 milljón dollara í lok sama árs. Fyrirtækið treystir á fjármögnun núverandi eigenda til að tryggja reksturinn áfram. Í ársreikningi fyrirtækisins kemur fram að gert sé ráð fyrir að Íslensk erfðagreining hafi rekstrar­ fé fram á fyrsta ársfjórðung 2013 en að miklu leyti þurfi að treysta á fjármögnun eigenda út árið 2013. Kára Stefánssyni, forstjóra Ís­ lenskrar erfðagreiningar, var gefinn kostur á að tjá sig um málið en bauðst til að ræða við blaða­ mann Viðskiptablaðsins í kringum 10. desember þar sem hann vildi ekki ræða málefni fyrirtækisins að svo stöddu. Í grein Viðskipta­ blaðsins kemur fram að blaðið hafnaði þessu tilboði Kára og sagði Kári að þetta yrði síðasti skipti sem hann myndi ræða við blaðamann og sleit símtalinu. Ökufantur á skólabekk Sautján ára piltur var staðinn að hraðakstri á Reykjanesbraut í Garðabæ kvöld eitt í vikunni en bíll hans mældist á 143 kílómetra hraða. Ljóst er að pyngja hans mun léttast verulega vegna þessa, en auk sektarinnar fer pilturinn í akstursbann og verður gert að setjast aftur á skólabekk til að ná réttum tökum á akstrinum. „Vonandi kemur hann aftur í umferðina sem betri ökumaður eftir að hafa lært sína lexíu,“ segir í tilkynningu lögreglunnar á höfuð­ borgarsvæðinu um málið. Ökumenn til fyrirmyndar Næstum allir ökumenn voru til fyrirmyndar þegar lögreglan var við hraðamælingar á Selás­ braut í Reykjavík á miðvikudag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Selásbraut í norðurátt, við Selásskóla. Á einni klukku­ stund, eftir hádegi, fóru 60 öku­ tæki þessa akstursleið og var þeim öllum nema tveimur ekið á löglegum hraða, en þarna er 30 kílómetra hámarkshraði. Hinir brotlegu mældust á 41 og 47 kílómetra hraða. Vöktun lögreglunnar á Selás­ braut er liður í umferðareftirliti hennar á höfuðborgarsvæðinu, en ábendingar höfðu borist um hraðakstur á þessum stað. Þess má geta að við fyrri hraðamæl­ ingar á þessum stað hefur brota­ hlutfallið verið 29–39 prósent, en síðan þá hafa verið gerðar hraðahindrandi aðgerðir. Miðað við niðurstöðuna á miðvikudag hafa þær aðgerðir skilað árangri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.