Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2012, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2012, Page 18
18 Fréttir 30. nóvember – 2. desember 2012 Helgarblað n Auðugustu hjón landsins n Skúli Mogensen og Margrét Ásgeirsdóttir eiga 7,5 milljarða n Stórgræddi á sölunni á Oz í sömu viku og bankarnir féllu ÞAU ERU RÍK, FRÆG OG VALDAMIKIL Ekkert pláss fyrir listaverkin n Skúli Mogensen og Margrét Ásgeirsdóttir – 7,5 milljarðar Athafnamaðurinn Skúli Mogensen og eiginkona hans, læknirinn Margrét Ásgeirsdóttir, tróna efst á lista yfir ríkustu hjón Íslands. Sameiginlega eiga þau 7,5 milljarða króna umfram skuldir. Þetta kemur fram í álagningaskrá Ríkisskattstjóra vegna auðlegðarskatts árið 2011. Skúli hefur verið áber- andi í fjölmiðlum síðustu misseri en hann á og rekur flugfélagið WOW air sem tók nýlega yfir rekstur Iceland Express. Margrét er menntaður lækn- ir en hún hefur einnig lokið MBA námi. Þau hjónin hafa verið saman í 22 ár og eiga þrjú börn, 19 ára dreng og tvær dætur sem eru 14 og 12 ára. Þau eru búsett í 500 fermetra glæsivillu í Skerjafirðinum, sem sagt er að Skúli hafi staðgreitt. Konunni fannst hann „stórskrýtinn“ Skúli hóf ferilinn á skemmtistöðum með Björgólfi Thor Björgólfssyni og efnaðist sem ungur maður. Á Tunglinu kynntist hann eiginkonu sinni, Margréti Ásgeirsdóttur, en þá var hún í læknisfræði og sagði hann og alla vini hans vera „stórskrýtna.“ Skúli varð seinna forstjóri Oz en netbólan sprakk í andlitið á honum og þau misstu allt. Þau þurftu að selja eitt af fal- legustu húsum borgarinnar, við Fjölnisveg 11, en Skúli hafði lofað Margréti að þar myndu þau eldast saman. „Þegar ég seldi það þá sveik ég loforð sem ég gaf konunni minni. Þetta hús átti ég aldrei að selja,“ sagði Skúli í viðtali við DV í apríl síðastliðnum: „Það var mjög vont. En hún er sterk kona og sterkari en ég að mörgu leyti.“ Fjölskyldan hélt allslaus til Kanada. Þau snéru til baka eftir íslenska efnahagshrunið með fullar hendur fjár en Skúla hafði þá tekist að selja Oz hið ytra fyrir milljarða – í sömu viku og íslensku bankarnir féllu. Þá keypti hann banka og stofnaði flugfélagið Wow-Air. Hugsuðurinn Skúli Skúli þykir með hégómlegri mönnum og er afar umhugað um eigið útlit og ímynd. Hann hefur gefið sig út fyrir að vera einlægur aðdáandi Einars Benediktssonar, skálds og athafnamanns. Þá er sagt að hann flíki því stundum að hann hafi lært heimspeki um tíma í Háskóla Íslands og sé því að einhverju leyti djúpur maður. Í fyrrgreindu viðtali sagðist hann einmitt ætla að klára heimspekinámið einn daginn: „Einn góðan veðurdag sest ég á veröndina með pípu og fer að hugsa þetta aftur. Ég ætla að klára síðasta árið og skrifa ritgerðina.“ Ímynd hans er því sú að hann sé ekki bara ríkur heldur einnig hugsuð- ur. Raunin er önnur, segja þeir sem til hans þekkja. Sumir ganga jafnvel svo langt að segja að hann sé undirförull og svikráður í viðskiptum. Listaverkasafnarar Nútímalist er eitt helsta áhugamál þeirra hjóna og þau sækja sýningar eins oft og þeim er unnt, hér heima og erlendis. „Okkur finnst rosalega gaman að kynnast listamönnum og heimsækja þá. Ég hef líka áhuga á að gera meira tengt þessu í framtíðinni en hvað það verður kemur bara í ljós,“ sagði Skúli í viðtalinu við DV. Listaverkasafn þeirra er orðið nokkuð veglegt og flæðir út um allt, inn í fyrirtækin sem Skúli fjárfestir í, á heimili fólks og í geymslur. „Ég hef aldrei selt listaverk, meira að segja þegar sem mest gekk á og ég þurfti að selja allt sem ég átti, náði ég að hanga á listaverkunum. Ég kem þessu heldur ekki fyrir á einum stað lengur,“ sagði Skúli jafnframt í fyrrgreindu viðtali. DV tók saman upplýsingar um hjón sem eru á meðal þeirra auðugustu á landinu. Listinn byggir á upplýsingum frá skattstjóra, tekjublöðum og fréttum fjölmiðla af auðæfum þessa fólks og er langt frá því að vera tæmandi. Auður þeirra er mis- mikill, í sumum tilfellum er hann óráðinn þótt vitað sé að hann sé umtalsverður. Þau eru rík, fræg og valdamikil og hafa látið til sín taka í þjóðlífinu. Kynntust á spila- klúbbi Geira n Þorsteinn Hjaltested og Kaire Hjaltested – 4,1 milljarður Hjónin Þorsteinn og Kaire Hjaltested eiga rúma fjóra millj- arða króna umfram skuldir. Þorsteinn er einn fárra óðals- bænda á Íslandi en hann auðgaðist mikið á samningum við Kópavogsbæ um landið á Vatnsenda. Harðvítugar deil- ur hafa ríkt í áraraðir á milli Þorsteins og föðurbræðra hans vegna landsins og oftar en ekki ratað í fjölmiðla og enn er deilt um arfinn. Eiginkonan, Kaire frá Eistlandi, hefur hinsvegar lítið verið í sviðsljósi fjölmiðlanna. Eins og DV hefur greint frá kynntust þau Þorsteinn og Kaire í gegnum spilaklúbb sem Ásgeir Þór Davíðsson, öðru nafni Geiri í Goldfinger átti og rak. Þorsteinn og Kaire eiga saman tvo syni. Fjölskyldan býr ennþá við Elliðavatn þar sem gamli sveitabærinn sem hann erfði stendur ennþá, ryðgaður og illa farinn. Þorsteinn er sagður mikill veislumaður og hefur verið duglegur við að skemmta sér og fjölskyldu sinni á óðalsbýlinu Vatnsenda. Þegar ættarmót Hjaltested-fjölskyldunnar var haldið í maí 2010 bauð hann meðal annars allri ættinni í samkvæmi á gamla ættaróðalið eftir að ættarmótinu lauk. Þar skemmti fjölskyldan sér saman fram á morgun. Þorsteinn á einnig stóra landspildu í Loðmundarfirði en landið keypti hann á uppboði árið 2007. „Þetta er einn af fáum eyðifjörðum sem eftir eru og einstakur að því leyti,“ sagði Þorsteinn í samtali við Morgunblaðið stuttu eftir uppboðið. Mikið er um æðavarp, silungsveiði og hreindýr á landinu. Þorsteinn hefur þekkt Gunnar I. Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóra í Kópavogi, í mörg ár. Eftir að Þorsteinn erfði jörðina þróaðist samband þeirra úr vináttu í viðskiptasamband en Þorsteinn skrifaði árið 2006 undir samning við Gunnar um að bærinn tæki 863 hektara af landinu eignarnámi og greiddi Þorsteini rúmlega tvo milljarða króna í bætur fyrir. Þessi gjörningur hefur alltaf verið umdeildur. Bakhjarl Draumalandsins n Sigurður Gísli Pálmason og Guðmunda Helen Þórisdóttir – 1,4 milljarðar Sigurður Gísli Pálmason og eiginkona hans, Guðmunda Helen Þórisdóttir, hafa lengi verið á meðal ríkustu hjóna á Íslandi. Sig- urður Gísli er kenndur við Hagkaup rétt eins og bróðir hans Jón en þeir eru synir Pálma heitins Jónssonar í Hagkaupum. Sigurður Gísli hefur helst verið í fréttum undanfarin ár sem mikill umhverfisverndarsinni og var einn af framleiðendum Draumalandsins sem gerð var eftir vinsælli bók Andra Snæs Magnasonar. Sigurður Gísli átti 12 prósenta hlut í MP banka í gegnum fé- lag sitt Dexter fjárfestingar. Auk þess á hann helmingshlut á móti Jóni bróður sínum í Eignarhaldsfélaginu Miklatorgi sem rekur meðal annars IKEA og á flestar fasteignir á Kauptúnsreitn- um í Garðabæ. Hittust í áramótaboði n Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Sigur- laug Pálsdóttir – 1,1 milljarður Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, er langríkasti núverandi íslenski þingmaðurinn samkvæmt upplýsingum um opinber gjöld einstaklinga á Íslandi. Hrein peningaeign Sigmund- ar Davíðs og eiginkonu hans, Önnu Kristínar Pálsdóttur, nemur samtals rúmum 1.1 milljarði króna. Í nærmynd sem var gerð af Sigmundi Davíð kom fram að vinir þeirra vilja meina að þau lifi hófsömu lífi og leyfi sér minna en margir þótt Sig- mundur Davíð aki reyndar um á Toyota Land Cruiser-jeppa og hafi fest kaup á 270 fermetra einbýlishúsi í fyrra, þar sé allavega ekki heitur pottur. Fyrir skömmu tjáði Sigmundur Davíð sig um þessi auðæfi í viðtali við DV, þar sem hann sagðist vissulega vera hluti af íslenskri elítu. ,,Ég er líka í þeirri stöðu að þurfa ekki dagsdaglega að hafa áhyggjur af afkomunni,“ sagði hann og tók fram að það veitti ákveðið öryggi að eiga svo mikla peninga. Anna Sigurlaug er á meðal ríkustu Reykvíkinga og yngsti milljarðamæringurinn í borginni. Auðæfi hennar eru til komin frá föður hennar, Páli Samúelssyni, sem hagnaðist verulega þegar hann seldi Magnúsi Kristinssyni, út- gerðarmanni í Vestmannaeyjum, Toyota-umboðið árið 2005 og fékk fyrir það um sjö milljarða króna. Innan fjöl- skyldunnar urðu harðar deilur vegna auðæfanna. Anna Sigurlaug og Sigmundur kynntust árið 2002. „Við hittumst í áramótaboði, smullum vel saman og höfum verið saman síðan,“ sagði hann um fyrstu kynni þeirra. Þau eignuðust dóttur fyrr á þessu ári og hefur fjölskyldan komið sér fyrir á æskuslóðum Sigmundar Davíðs í Breiðholtinu. Þar, í Ystaselinu, festu þau kaup á glæsilegu 270 fermetra einbýlishúsi í næsta nágrenni við Ástþór Magnússon.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.