Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2012, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2012, Blaðsíða 50
50 Fólk 30. nóvember – 2. desember 2012 Helgarblað Kim Kardashian er vinsælust n Fræga fólkið sem lesið er um K im Kardashian er sú persóna sem er oftast flett upp á leit- arsíðunni Bing. Þessi 32 ára raunveruleikaþáttastjarna og kærasta söngvarans Kanye West hefur verið mikið í sviðsljósinu á þessu ári og koma þessar niður- stöður því kannski ekki á óvart. Kardashian skaust upp fyrir Justin Bieber sem vermdi efsta sætið í fyrra þegar hann náði fyrsta sætinu af henni. Þau sem komst á listann í fyrsta skiptið í ár eru Rihanna, Selena Gomez, Nicki Minaj og Taylor Swift. Jennifer Lopez, Britney Spears, Megan Fox og Lady Gaga duttu út. 1 Kim Kardashian 2 Justin Bieber 3 Miley Cyrus 4 Rihanna 5 Lindsay Lohan 6 Katy Perry 7 Selena Gomez 8 Jennifer Aniston 9 Nicki Minaj 10 Taylor Swift Æstir aðdáendur inni í bílskúrnum n 35 aðdáendur á heimili Lady GaGa Þ egar Lady Gaga vaknaði daginn eftir þakkar- gjörðarhátíðina og gekk nakin fram í eldhús til að gæða sér á afgöngum, varð henni litið í öryggismyndavélar og brá í brún. Hún sá hvar 35 æstir aðdá- endur höfðu brotið sér leið inn í bílskúrinn hjá henni, sungu hátt og létu öllum illum látum. Söng- konan greindi frá þessu á Twitt- er-síðu sinni og virtist ekki kippa sér mikið upp við uppákomuna. „Ég ætti líklega að vera brjál- uð en í staðinn reyndi ég að gefa þeim smá fyllingu úr kalkúninum. Ég áttaði mig hins vegar á því að það er engin rifa undir hurðinni sem liggur út í bílskúr,“ sagði hún á Twitter. Róleg Reyndi að gefa aðdáendum að borða. Fetar í fótspor móður sinnar n Dóttir Önnu Nicole Smith er andlit GUESS D óttir Önnu Nicole Smith heitinnar, Dannielynn Birkhead, fetar nú í fótspor móður sinnar og situr fyrir í auglýsingum GUESS Kids fyrir vorlínu þeirra 2013. Hún er aðeins sex ára en virðist þrátt fyrir ungan aldur kunna að stilla sér upp fyrir framan myndavélarnar. Það að Dannielynn taki þátt í auglýsingaherferð GUESS hefur tvöfalda þýðingu fyrir fyrirtækið, en ekki aðeins var móðir henn- ar andlit þess árið 1992 heldur er þetta í fyrsta skipti sem barn fyrrverandi fyrirsætu situr fyrir á vegum GUESS. „Dannielynn er jafn gáskafull og kraftmikil og móðir hennar var fyrir framan myndavélarnar,“ seg- ir Paul Marciano, listrænn stjórn- andi hjá GUESS. „Hún er önnur kynslóð GUESS-stelpunnar.“ Situr fyrir Fyrirsætu- hæfileikarnir virðast Dannielynn Birkhead í blóð bornir. enn ekki skilin U m þessar mundir er ár síðan Demi Moore sleit sex ára hjónabandi sínu og Ashton Kutcher eftir að hún komst að því að hann hefði haldið framhjá henni á brúðkaups- afmæli þeirra. Þrátt fyrir það hafa skilnaðarpappírarnir enn ekki verið undirritaðir. Ashton er búin að vera í sambandi með Milu Kunis um tíma, en Demi hefur átt erfitt með að halda áfram með líf sitt eftir sambandsslitin. Heimildir herma að dætur Demi séu orðnar mjög þreyttar á móður sinni og þeirri staðreynd að hún virðist ekki geta sleppt tak- inu af Ashton og hjónabandinu þó því sé löngu lokið. Sambandið á milli mæðgnanna hefur verið stirt síðan hún kom úr meðferð fyrr á þessu ári. „Allar þrjár stelpurnar vilja að hún undirriti skilnaðar- pappírana og hætti að tala um hann. Þær telja það henni fyrir bestu að horfa til framtíðar og hætta að spá í hvað hann er að gera,“ sagði heimildarmaður í samtali við OK Magazine. Það er þó hægara sagt en gert þar sem fjölmiðlar eru duglegir að birta myndir af hamingju- sama parinu Ashton og Milu. n Ár síðan þau slitu sambandinu Dæturnar þreyttar Demi Moore gengur illa að komast yfir Ashton Kutcher. Kardashian og West Kim er hér með kærasta sínum, söngvaranum Kanye West.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.