Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2012, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2012, Blaðsíða 54
54 Fólk 30. nóvember – 2. desember 2012 Helgarblað M arta María Jónasdóttir, um- sjónarmaður Smartlands á mbl.is kom fésbókarvinum sínum heldur betur í gott skap í vikunni þegar hún birti mynd- band af sjálfri sér í líki suðurkóreska tónlistarmannsins Psy að flytja Gangnam Style. Hún spurði jafnframt hvort ekki væru allir í stuði og við- brögðin létu ekki á sér standa. Einn fésbókarvinur Mörtu Maríu spurði hana meðal annars að því hvort hún tæki að sér að skemmta fyrir jólin. Svaraði hún spurningunni um hæl: „Já, hef góða reynslu af því að poppa nakin upp úr afmælistertum …“ H ér og nú ráðlegg ég engum að finna sér annan maka á með- an hann er enn í hjónabandi, segir söngkonan Helga Möll- er í viðtali í nýjasta tölublaði Vik- unnar. Hún er ekki gift en á kærasta til ellefu ára. Þau byrjuðu að vera saman á meðan þau voru bæði gift öðrum. Helga lýsir í viðtalinu erfið- leikunum sem þessu hafa fylgt. Börn þeirra beggja þurftu til að mynda að líða fyrir gjörðir foreldra sinna. „Ég var auðvitað fjandmaður þeirra í rauninni, börnin hans horfðu upp á móður sína í sorg og börnin mín horfðu upp á pabba sinn í sorg.“ Helga og umræddur maður fóru að búa saman strax eftir að hjóna- böndum þeirra lauk en það gekk ekki upp og þau slitu sambandinu. Hálfu ári síðar tóku þau hins vegar saman aftur og hafa verið saman síðan. „Mín stærstu mistök í lífinu eru að hafa farið út úr hjónabandi mínu í framhjáhaldi,“ segir Helga Möller í viðtalinu. Marta María tekur Gangnam Style „Ég var fjand- maður þeirra“ Þ að er komin meiri samkeppni á þennan markað en áður var. Þetta hefur verið frekar fátæk- legur markaður og fámenn- ur hingað til. Fáir aðilar verið í þessu þannig ég held það sé bara fagnaðarefni fyrir þá sem eru í þessum bransa og líka fyrir þá sem eru að kaupa dagskrárefni, það er meiri samkeppni í efnistökum, verði og öðru,“ segir Sig- mar Vilhjálmsson einn af eigendum framleiðslufyrirtækisins Stórveldisins. Samkvæmt heimildum DV hafa verið miklar hræringar á framleiðslumark- aðnum hjá þeim sem standa að inn- lendri dagskrárgerð fyrir sjónvarp. Um þessar mundir kynna framleiðslufyrir- tækin efni sitt fyrir sjónvarpsstöðvun- um. Meiri samkeppni er á markaðn- um nú en hefur verið. Sagafilm hefur verið stærsta framleiðslufyrirtækið á markaðnum en það framleiðir bæði innlenda þætti og auglýsingar, kvik- myndir og fleira. Aðrir á framleiðslu- markaðnum, auk Saga Film og Stór- veldisins, eru Pegasus, True North og Blue Eyes. Þórhallur í stað Þórs Á fimmtudag var sagt frá því á DV.is að Þórhallur Gunnarsson, sem lengi hef- ur starfað við dagskrárgerð á RÚV, hafi verið ráðinn sem framleiðslustjóri hjá Sagafilm. Það mun hafa gerst í kjöl- far þess að Þór Freysson, einn reynd- asti framleiðandi landsins, sagði starfi sínu hjá Saga Film lausu en hann mun hefja störf hjá Stórveldinu í febrúar á næsta ári. Í samtali við DV vildi Þór- hallur ekki tjá sig um málið. „Ég vil ekkert tjá mig um þetta mál hvorki af né á,“ sagði hann. Kjartan Þór Þórðar- son framkvæmdastjóri Sagafilm stað- festi þetta í fréttatilkynningu sem hann sendi frá sér í gær. „Ég tel að ráðning Þórhalls sé til þess fallin að styrkja Sagafilm sem leiðandi fyrirtæki í dag- skrárgerð fyrir sjónvarp á Íslandi og ef- ast ég ekki um að mörg ný og skemmti- leg verkefni munu fylgja í kjölfar þess að Þórhallur taki við taumunum í dag- skrárdeildinni.“ Þór staðfesti í samtali við DV að hann væri á leið til Stórveld- isins. „Ég er að fara yfir í Stórveldið. Ég náttúrulega þekki Simma og Jóa frá fyrra samstarfi okkar, við erum bún- ir að gera fjögur Idol saman og þetta hefur alltaf legið svona í loftinu að við myndum ná saman á þessum vett- vangi einn góðan veðurdag. Þeir buðu mér að breyta til og þetta var bara góð- ur tímapunktur fyrir mig,“ segir Þór. Sigmar er ánægður með að fá Þór yfir í Stórveldið og segir hann mikinn feng. „Með fullri virðingu fyrir öllum öðrum þá held ég að Þór Freysson sé reynslumesti og besti framleiðandi á landinu í stærri útsendingum og stærri þáttagerðum.“ Simmi og Jói í Stórveldinu Töluverðar hræringar hafa verið á framleiðslumarkaðnum og samkvæmt heimildum DV er það meðal annars vegna aukinna umsvifa Stórveldisins en Sagafilm hefur lengi vel haft nokk- uð stóra hlutdeild á markaðnum. Stór- veldið var upprunalega stofnað af Huga Halldórssyni í kringum þættina Ameríska drauminn sem framleiddir voru fyrir Stöð 2 en Hugi vann áður hjá Saga Film. Framleiðslufyrirtækið hefur stækkað ört á skömmum tíma og hefur meðal annars framleitt þætti á borð við Andraland, Andra á flandri, Mannasiði Gillz, Týndu kynslóðina og Heimsrétti Rikku. Fyrir um ári komu þeir Sigmar og Jóhannes Ásbjörnsson, betur þekktir sem Simmi og Jói, inn í fyrirtækið. Eðlilegur fylgifiskur samkeppni Aðspurður hvort rétt sé að titrings gæti á markaðnum vegna aukinnar samkeppni segir Sigmar svo vera. „Já, ég myndi segja það. Við höfum verið að ráða til okkar fólk og viljað fjárfesta í mannauði. Höfum þar af leiðandi verið að leita að fólki sem hefur mikla reynslu og þekkingu. Það fólk er í dag í vinnu einhvers staðar,“ segir hann. „Við lítum bara þannig á að þetta sé eðlilegur fylgifiskur samkeppni. Ég held að allir njóti góðs af því, þeir sem vinna vinnunna hafa kost á því að hafa val um hvar þeir vilja vinna,“ segir hann. n n Aukin samkeppni á framleiðslumarkaðnum n Þórhallur til Sagafilm og Þór til Stórveldisins S umir strákarnir höfðu litla trú á mér í byrjun og ég held að ég hafi komið mörgum á óvart. En ég var alveg rosa- lega ákveðin að vinna. Al- veg frá fyrsta degi,“ segir nýkrýndur Íslandsmeistari í póker, hin tvítuga Anika Mai Jóhannsdóttir. Anika Mai hefur spilað í tvö ár en þetta var hennar fyrsta Íslandsmeist- aramót. Hún byrjaði að spila á Face- book en færði sig svo yfir á Full Tilt og fór að spila fyrir peninga. „Svo þegar ég fór að spila „live“ var ekki aftur snúið,“ segir Anika Mai sem útskrif- aðist á dögunum úr Listdansskóla Ís- lands. „Ég er búin að æfa ballett síðan ég var þriggja ára en veit ekki hvort ég eigi eftir að starfa við dansinn í fram- tíðinni. Hins vegar er ég ákveðin að fara út að keppa í póker,“ segir hún en hennar uppáhaldsspilarar eru Phil Ivey og Tom „Durr“ Dwan. Anika óttast ekki að verða spilafíkn að bráð. „Ég hef pælt mikið í þessu en ég lít ekki á póker sem fjárhættuspil. Þar er það heppni sem ræður. Póker snýst um hæfileika og kunnáttu. Þú getur ekki bara spilað á spilin, þú verður að spila á andstæðinginn líka. Og það er það skemmtilega við þetta.“ Anika segir fjölskylduna styðja vel við bakið á sér. „Þau komu öll og horfðu á mótið. Mömmu var mjög illa við þetta í fyrstu en núna er hún stolt af mér. Hún er búin að átta sig á því að maður getur orðið góður í þessu og að ég sé góð. Póker er algjör- lega fyrir stelpur jafnt sem stráka. Það eina sem þarf til að verða góður er að hafa metnað og mikinn áhuga, eins og með allt annað. Ef þú hefur virki- legan metnað verður þú betri.“ n indiana@dv.is n Íslandsmeistarinn í póker er ballettdansari Ætlaði að vinna L andslið grínara er nú í óðaönn að gera sig klárt fyrir dag rauða nefsins 7. desember þar sem meginmarkmiðið verður að gleðja landsmenn og bjóða fólki á Íslandi að gerast heimsforeldrar UNICEF. Þeir uppistandarar sem hafa boðað komu sína í ár eru með- al annars Ari Eldjárn, Saga Garðars- dóttir, Ugla Egilsdóttir, Bergur Ebbi Benediktsson og Dóri DNA. Ferskur á sviðið mætir einnig Gunnar Hrafn Jónsson fréttamaður sem bætist nú í hóp grínistanna en hann bar sigur úr býtum í keppninni fyndn- asti maður Íslands. Dagur rauða nefsins nær hámarki í söfnunar- og skemmtiþætti í opinni dagskrá á Stöð 2 og beinni útsendingu á Vísi. n Dagur rauða nefsins nálgast n Kom fésbókarvinum sínum í gott skap n Helga Möller fór úr hjónabandi sínu með framhjáhaldi Þórhallur í stað Þórs Færir sig um set Þórhallur verður framleiðslustjóri hjá Saga Film. Metnaðarfull Anika er aðeins tvítug. Hún ætlar sér út í lönd til að keppa í póker.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.